Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1989, Blaðsíða 14

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1989, Blaðsíða 14
Ungveqalandskynning MATUR, VÍN OG SÍGAUNATÓNLIST Ungveqar sóttu okkur heim dagana 9.-15. apríl og héldu kynningarviku á Hótel Sögu, með miklum glæsibrag. Sólríku vínin iljuðu frostbitnum Islendingum á kynningunni. „Reyk- víkingar kunnu vel að meta sígaunatónlist frá ungversku slétt- unum undir borðum og þennan gómsæta mat. Aldrei hefiir ríkt önnur eins stemmning í Grillinu og á meðan Ungveijar sáu um mat, drykíqarfóng og tónlist.,, Við hefðum gjarnan viljað hafa þá út mánuðinn, sagði Jónas Hvannberg á Sögu. Við myndum örugglega fagna fleiri slíkum kynningarvikum.“ Ferðablaðið spjallaði við talsmenn flugfélagsins Malév og ferða- skrifstofimnar Ibusz og spurði hvað ferðamönnum væri boðið að sjá í Ungveijalandi? Fyrst og fremst Búdapest. I með þröngu, steinlögðu strætun Kastalahverfið í gömlu Búda, I um - Matthíasarkirkju — hinu myndræna Fiskimannavirki, með útsýni yfir Dóná — söfnum og hallargörðum í fyrrverandi kon- ungshöll. Og örugglega draga útimarkaðir, lítil listasöfn og búðir í gömlu húsunum til sín. Síðan væri þjóðráð að gæða sér á gúllassúpu og hvítvínsglasi í einu af mörgum frábærum veit- ingahúsum, sem eru oft í görðum milli garnalla húsaraða. í nýja borgarhlutanum Pest er Friðart- orgið, Þinghúsið og Óperan. Yfir sumartímann er meira um úti- sýningar — aðallega úti á Mar- grétareyju, sem er stórt útivist- arsvæði milli Buda og Pest, með hótelum og heilsuræktaraðstöðu. Og auðvitað er boðið upp á báts- ferðir um Dóná, bæði að degi til og að kvöldi. Dagsferðir út frá Búdapest eru t.d. í Szemlóhegy-hellana og til listamannaþorpsins Szent- endre, þar er m.a. frægt keramiksafn og útibyggðasafn, líkt Árbæjarsafninu. Fjarlægðir eru ekki miklar og hægt er að fara í dagsferð til Balatonvatns, en mælt er með að gista þar — heimsækja vínekrurnar og njóta Dónárbrúin milli Pest og Búda. Teflt í stærsta jarðhitavatni Evrópu — Héviz. baðstrandarlífsins — eða dvelja á einum þekktasta heilsuræktar- stað Ungveijalands Héviz, þar sem dvalargestir geta synt og baðað sig í stærsta jarðhitavatni Evrópu (hitastig um 35 gráður). Úti á sléttunum eru margir áhugaverðir bæir, t.d. tónlistar- bærinn Kecskemét, þar er frægt leikfangasafn og piparræktar- og knipplingabærinn Kalocsa. Ungveijar eru miklir hestamenn sem boðið er upp á ekta túniska rétti. Verðlag í Túnis á sjálfsagt þátt í að ferðamenn leggja leið þangað í auknum mæli, það er ótrúlega hagstætt, og á það við um mat og drykk alveg sérstak- lega, en minjagripir hvers konar, margir fallegir eru líka á heppi- legu og viðkunnarlegu verði. Þó að það sé prýðilegt að dvelja í ferðamannabæjunum út við ströndina fara flestir sem stoppa í meira en viku í skoðunar- ferðir. Til Kairoun þar sem er svo heilög moska að sjö ferðir þangað jafngilda múhammeðstrúarmanni Mekkaferð. Til rústaborga víðs vegar um landið, þar er frægust Karþagó og E1 Jem. Kostur er gefinn á tveggja til fjögurra daga ferðum niður í Saharaeyðimörk- ina. I ferð minni til Túnis nú fór ég í vikuferð niður í Sahara og fannst það satt að segja hápúnkt- ur ferðalagsins. Gróður fer að breytast eftir að farið er frá Kairoun, uppblásnir melar, sr.autleg börð minntu mig sums staðar á hart leikna íslenska staði. Samt gætir gróðurs alla leið unz komið er til Gabes, sem telst vera eyðimerkurbær. Upp úr því er sandflæmið allsráðandi. I vinjunum Toezour gisti ég á Ras E1 Ain, hafði að vísu átt kost á að vera í vinjabænum Nefta á Hotel Sahara sem er lúx- ushótel, en var sárfegin að bílstjórinn var orðinn svo þreyttur að hann treysti sér ekki lengra, enda höfðum við keyrt alla leið frá Túnisborg þann daginn. Ras E1 Ain er byggt í smáhýsastíl í sönnunar og gat þar aldeilis á að líta. Sem betur fer stansa þó flestir lengur í eyðimörkinni, enda er þar ótrúlega margt að skoða, ef góður fylgdarmaður fæst. Vin- jamar koma líka á óvart, þær eru flestar gríðarlega stórar og hin hefðbundnu bedúínatjöld eru þar ekki lengur, heldur hafa verið byggð „venjuleg“ hús inni í þeim flestum, en tjöldin eru höfð úti á söndunum fyrir ferðamennina. Þegar kemur enn lengra suður í eyðimörkina eru þó tjaldvinjar, en fæstir ferðamenn fara svo langt. Þá er ástæða til að geta um að matur og drykkur í Túnis ætti að henta flestum. Þjóðarrétt- urinn þar og öðrum löndum Norð- ur Afríku er kúskús, mauksoðið lambakjöt með alls konar græn- meti og kryddað með einhveijum framandi jurtum. Bjórinn heitir .Celtia og er léttur en ágætlega bragðgóður. Þó að ég sé ekki að öðru jöfnu gefin fyrir rósavín, eru túnisku rósavínin ágæt, betri en hvítvínin og rauðvínin þar. Túnis- ar em farnir að geta sér orð fyr- ir borðvínsframleiðslu sína, þótt ég viti ekki til að túnísk vín séu fáanleg hér. Það er afar heppilegt að vera góður í frönsku þegar farið er til Túnis, einkum ef verið er utan helstu alfaraleiða. Á hinn bóginn er ekki ástæða til að láta kunn- áttuleysi í. frönsku aftra sér frá því að sækja Túnis heim. Þar er viðmót fólks afar hlýtt og í stíl við veðráttuna, sem er svona ámóta og á ferðamannastöðum hinum megin við Miðjarðarhafið, en öllu heitara er vitanlega niðri í Sahara. Landið og menningin er að sönnu framandi, en menn- ingarsjokkið ekki meira en svo að flestir ættu að komast yfír það án teljandi átaka. JK. Hið rómverska colosseum í E1 Jem er sagt enn tilkomumeira en það sem er í Rómaborg. útjaðri vinjarinnar og þar er mesta ágætis veitingahús og öll þjónusta og viðmót til fyrirmynd- ar. Ég fór um Toezoer daginn eft- ir með vinalegum manni frá Ríkisferðaskrifstofunni. Meðal annars í Paradísargarðinn sem mér fannst bera nafn með rentu og svo þarna í vininni er meira að segja dýragarður. Þar eiga fulltrúa öll dýr merkurinnar. Seinna dreif ég mig til Nefta og rák inn nefið á Hótel Sahara er meiriháttar glæsilegt. Mér var sagt að það væri í tísku, að franskt ríkisfólk, kvikmynda- stjörnur og listamenn komi í dagsferð til Nefta- en þar er al- þjóðaflugvöllur-. Farið frá París að morgni og flugið tekur um Þjóðdansasýning þijá tíma og síðan er slegið upp veislu úti á söndum Sahara, sýnd- ir þjóðdansar, boðið upp á þjóðar- réttinn kúskús og kampavín og svo er önnur veisla á hótelinu um kvöldið og síðan iljúga gest- irnir á braut og geta þar með sagt að þeir hafi brugðið sér dag- stund i'iður í Sahaia. Mér var sýnd gestabók hótelsins þessu til

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.