Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1989, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1989, Page 7
Leiðangur á eld- fíallið Tambora sögu mannkynsins eru skráðar allmiklar sveiflur á loftslagi, sem hafa haft víðtæk áhrif á efnahagslíf og afkomu þjóða um heim allan. Sveiflur, sem breyta loftslagi jarðar, hafa auðvitað mismunandi áhrif í ýmsum löndum og getur t.d. sveifla þótt Sagt frá leiðangri tveggja íslendinga gegnum regnskóga Indónesíu og uppí 3000 metra hæð og þaðan glæfraför niður í öskju fjallsins Tambora, sem gaus risagosi 1815 og spúði 50 rúmkílómetrum af gosefnum eða fimm sinnum meira en varð í Lakagígagosinu mikla árið 1783. Efdr HARALD SIG- URÐSSON og ÁRNA ÞÓR KRISTJÁNSSON hagstæð hér á landi vegna lengri sumars og bætts vaxtartíma, en hins vegar þótt afleit í hitabletinu vegna ofsa hita og lang- varandi þurrka. Það er því með loftslag eins og flest annað að meðalástand og jafnvægi er sennilega farsælast fyrir heimsbyggð alla og líta menn almennt með óhug á allar breytingar, sem færa okkur inn á ókunnar slóðir. Það er almennt talið, að fjórir höfuð- þættir geti valdið loftlagsbreytingum: loft- mengun af völdum stór-eldgosa, breytingar orkustreymi frá sólinni, kolsýrumengun mannkynsins á andrúmslofti, þ.e. gróður- húsaáhrifin svokölluðu, og að lokum langtíma breytingar á braut jarðar um- hverfis sólina. Hið síðastnefnda er vafalaust það mikílvægasta og er talið hafa átt mest- an þátt í loftlagssveiflum þeim, sem orsök- uðu ísöld þá er lauk fyrir um tíu þúsund árum, en slíkar stór-sveiflur á loftslagi eru þó sjaldgæfar. SÓLBLETTIROG Hitaskeið A síðari árum hafa vísindamenn lagt mikið kapp á að skýra tíðari loftslagssveifl- ur á jörðu, enda er afkoma alls mannkyns auðvitað mjög háð þessum duttlungum lofts ogjarðar. Nú er t.d. almennttalið að kuldak- astið frá um 1550 til 1700, sem almennt er kallað „litla ísöldin“, hafí verið afleiðing af hnignun í orkustreymi frá sólinni. Sólin er risastór kjamorkuofn og brýst orkan upp á yfírborðið sem eins konar gos, en þau mynda svokallaða sólbletti á hreinni skífu sólarinnar, sem hafa verið taldir og skráðir árlega síðan Galileo fann upp stjömukíkinn árið 1610. Þegar dregur úr krafti kjama- ofnsins mikla fækkar gosum, þ.e. sólblettum á sólinni, og minnkar hitastreymið út í geim- inn og til jarðar. Þannig vom nær engir sólblettir sjáanlegir á tímabilinu frá um 1550 til 1700 og er þvi talið að orsakir „litlu ísaldarinnar" megi rekja til aðeins um eins til tveggja prósenta minnkunar á streymi sólarorku til jarðar. Flestir lesendur hafa heyrt eitthvað um gróðurhúsaáhrifín svonefndu og áhrif þeirra á loftslag jarðar. Þannig er málum háttað að kolsýmmagn andrúmslofts vegna brennslu á olíu, kolum og öðm eldsneyti hefur færst mjög í aukana á þessari öld og hefur kolsýmmagn loftsins nær tvöfaldast frá því iðnbyltingin mikla hófst á átjándu öld. Nú spúa vélar og ofnar mannkyns um tuttugu milljörðum tonna af kolsým út í loftið á ári hveiju og hefur jurtaríki jarðar hvergi við að breyta þessu í súrefni og plöntuvefí, enda minnkar skóglendi nú stór- um skrefum um heim allan vegna ágangs mannsins. Hitageislar frá sólu streyma greitt í gegnum kolsýmhjúpinn í andrúms- loftinu og til jarðar, en hjúpurinn dregur hins vegar úr hitatapi frá jörðinni út í geim- inn og myndar því kolsýmhjúpurinn eins konar gróðurhús utan um jörðina. Gróður- húsið verður því æ þéttara og sterkara með vaxandi kolsýmmagni loftsins og er talið að hin stöðuga aukning á meðalhita yfír- borðs jarðar, sem mælst hefur síðastliðin eitt hundrað ár, megi rekja að langmestum hluta til mengunar af manna völdum, en sú hitaaukning samsvarar um 0.5°C um heim allan síðastliðin eitt hundrað ár. Fjórða fyrirbærið sem veldur loftslags- breytingum er tengt því mikla magni af brennisteinsgasi sem berst út í heiðhvolf í stærstu eldgosum jarðar. Það er íslending- um vel kunnugt að eldfjöll spúa út miklu magni af brennisteinsgasi (SÓg) og er t.d. augljóst að Móðuharðindin á Islandi vom eingöngu orsökuð af áhrifum brennisteins- gastegunda, sem raku úr iðmm jarðar í gosinu mikla í Lakagígum árið 1783, en þær miklu hamfarir urðu til þess að um 24% af íslensku þjóðinni létu lífíð. í miklum sprengigosum berst brennisteinsgasið upp í heiðhvolf í tíu til fímmtíu km hæð og breyt- ist gasið þar í úða af brennisteinssým vegna efnaskipta við vatnsgufu í háloftum. Þessi fíni sýraúði hefur þá eiginleika að hann endurkastar sólarljósi og tekur jafnframt í sig sólarhita, sem hefur þær afleiðingar að minni sólarhiti nær að falla áyfírborð jarðar- innar. Eldgos geta því haft þær afleiðingar að kæla yfírborð jarðar um tíma og orsaka kólnandi veðurfar, þveröfugt við gróður- húsaáhrif. í fullri alvöra hefur verið stungið upp á því að vega megi á móti gróður- húsaáhrifum með því að dreifa brennisteins- sým upp í háloftum úr stóram þotum, til að líkja eftir loftslagsáhrifum eldgosa. „ÁRIÐ Sem SumariðBrást*4 Það em reyndar aðeins hin allra stærstu sprengigós, sem spúa nægilegu brenni- steinsmagni til að hafa áhrif á loftslag. Þar er í fremstu röð sprengigosið í Tambora- eldfyalli árið 1815, á eynni Sumbawa í Aust- Haraldur að hreinsa vatn með þar til gerðri pumpu niðri í gígnum. ur-Indíum eða Indónesíu, en í kjölfar þess goss fylgdi mikil kuldatíð næstu tvö árin víða um heim. Árið á eftir var t.d. nefnt „árið sem sumarið brást“ („the year with- out summer") í Norður-Ameríku, en í nyrðri fylkjum Bandaríkjanna á austurströndinni varð t.d. vart við frost og snjókomu í öllum sumarmánuðum árið 1816, harðæri og upp- skerabrestur þar hleyptu af stað fólksflutn- ingum frá austurströndinni út í „villta vestrið". Beinar veðurathuganir em því miður frekar fáar og lélegar frá þessum tíma, en þær benda til þess að meðalárshiti í norðurálfu hafí lækkað um eitt stig árin eftir þetta mikla gos. í Indónesíu hafði gos- ið hörmuleg áhrif. Um tólf þúsund manns fómst í heitum öskuflóðum í grennd við Tambora-eldfjallið og um áttatíu þúsund manns fómst af hungursneyð og sjúk- dómum á eyjunum Sumbawa og Lombok fljótlega eftir gosið, en algjör uppskem- brestur varð þar á mjög stóm svaeði. Verðhækkun á kornvöm árin eftir Tam- bora-gosið endurspeglar hin sköfpu áhrif loftslagsbreytingarinnar á landbúnað í vest- urheimi. Árið 1816 var komvara að meðal- tali 40% dýrari en fyrir gos, en 98% dýrari árið 1817 og byrjaði svo að lækka 1818, var þá aðeins 25% hærri en fyrir gos. Þrátt fyrir mikilvægi gossins fyrir heims- byggðina og jarðvísindin hafði engin skipu- leg rannsókn verið framkvæmd á Tambora og jarðmyndunum frá gosinu fyrr en við komum til sögunnar, vegna þess hve eld- fyallið er afskekkt og erfítt uppgöngu. Indó- Eldljallið Tambora er merkt inná kortiö á eyjunni Sumbawa í þeim eyjaklasa í Haraldur he/ur fiindið dádýrshorn niðri i gígnum. Þessum dýrum er semsagt Indónesíu, sem verður austur af Jövu. fært niður í gíginn, en þó er það mikið torleiði. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. MAÍ 1989 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.