Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1989, Blaðsíða 15

Lesbók Morgunblaðsins - 06.05.1989, Blaðsíða 15
. ■ Morgunblaðið Ámi Sæberg- Sígaunahljómsveit frá Ung- verjalandi skemmti gestum á Hótel Sögu sér að borða á leiðinni. Ferðin tekur 8 tíma með gamla gufu- bátnum. Hótel eru góð í Ung- veijalandi og verðlag lágt — t.d. er hægt að fá listmuni á góðu verði í listaverkabúðum á aðal- verslanagötunni Váci utca. Fínasta og dýrasta veitinga- húsið í Búdapest er Gundel (All- atkerti út 2) dregur nafn sitt af ungverska meistarakokknum, sem lagði grundvöll að matar- venjum Ungveija. Máltíð þar getur kostað um 2.000 kr. á mann, en auðvelt er að finna góð veitingahús, þar sem margra rétta rnáltíð með borðvíni kostar um 500 kr. Gamla kaffihúsið Gerbaud við Vörösmarty tér-torg er samkomustaður margra í Búdapest — þar er gaman að Ungversku hestarnir eru heims- frægir. og að sjálfsögðu er boðið upp á hestasýningar og hestaferðir. Ef ferðast er frá Austurríki, er fljótlegast að taka loftpúða- feijuna. Fimm tíma ferð, sem er skemmtilegri og aðeins fljót- legri en rútuferð — hægt að fá sitja og virða fyrir sér fjölbreytt skemmtanalífið á torginu. „Cats“ er sýnt í Madách-leik- húbinu í sumar, „Me and my girl“ í Attila József leikhús- inu-og„Les Miserables" í Vigszínház-leikhúsinu. Gönguleiðir um Geldinganes og Blikastaðakró Og nú göngnm við um hveija helgi, ef veður leyfir — ekki veitir af, eftir að vetur konungur hefúr haldið okkur óvenju lengi innan dyra. Ennþá veijum við göngu- leiðir í nágrenni Reykjavíkur og styðjumst við bók Ein- ars Þ. Guðjohnsen „Gönguleiðir á Islandi". En síðar færum við okkur út á landsbyggðina og göngum um (jöll og fírnindi. Geldinganes Við skulum aka út að EIÐI, skammt innan við Gufunes- verksmiðjuna og ganga þaðan eftir eiðinu út á nesið. Gerið ykkur grein fyrir sjávarföllum, áður en þið farið út, það er óþægilegt að lokast úti á flóð- inu — nema það sé ásetningur til þess að kynna sér, hvaða tilfinningar eru samfara því að lokast úti á eyju. Eindregið varvarað við því, í öðrum eins veðrabrigðum og hafa gengið og ganga hér yfir Suðvestur- homið. Það er ágætisganga að fara fyrst á austurenda Geldinga- ness og síðan hringinn með ströndum fram. Austast eru lit- skrúðugar skófir á steinum og skemmtilega vindsorfið gijót, en vestast eru brattir bakkar og jafnvel hamrar — farið var- lega! Geldinganes lætur ekki mikið yfír sér, — aðeins 40 metrar yfir sjó þar sem það er hæst. En ganga í kringum nes- ið er skemmtileg í góðu veðri. Biikastaðakró Gangan gæti hafist við EIÐI eins og í Geldinganesferðinni. Gengið er frá Eiðinu inn eftir Kortið sýnir báðar gönguleið- ir og helstu kennileiti. fjörunum alveg að útfalli Úlf- arsár (Korpu), en þar heitir Blikastaðakró. í fjörunni eru skeljar og ýmislegt að skoða — tilvalin gönguferð fyrir fjöl- skyldur með böm. Eins má hefja gönguna með því að aka að Korpúlfsstöðum og alveg niður undir fjöru við Blika- staðakró og ganga að Eiðinu. Fréttir sendar af Bárðarbungu. Útsýni af Bárðar- bungu ólýsanlegt Það voru 16 Mývetningar á 11 vélsleðum sem lögðu upp frá Reykjahlíð 6. apríl og var ferðinni heitið í Kerlingarfjöll á landsfund LÍA. Þennan dag, fimmtudag, var -ferðinni heitið í Kistufellsskála. Veður var gott, hægviðri, skýjað og hiti um frostmark. Leiðin lá um Heilagsdal, Kerk- ingadyngju, Dyngjuháls að Herðu- breið þar sem lesið var af álags- mastri Rariks. Þá var ekið með Herðubreiðartöglum, að Svartá við Vaðöldu. Sól hafði nú hreinsað ský af himni og veðrið stórkostlegt. Eftir stuttan stans við ána, var þeyst eftir rennisléttum Dyngju- sandi að jökulröndinni og með henni í skálann við Kistufell. Að- koma var góð og eftir að hafa hreinsað reykrör, sem var hálffullt af sandi, gengu upphitun og elda- mennskan vel. Öðru máli gegndi um bensín, sem vera átti við skálann. Þrátt fyrir ítrekaða leit, fannst það ekki og ekki heldur kennileitið sem vísa átti veginn sökum snjóalaga. Eftir birgðatalningu á bensíni, var ljóst að það var nægilegt til að komast í Kerlingarfjöll og því frekari leit hætt. Föstudagur 7. apríl heilsaði bjartur og fagur. Sólin gægðist upp fyrir Kverkfjöll í logninu og hitastigið -s-5 gráður. Stefnan var nú tekin á Gæsavötn, en þar skyldi tekinn aflestur af álagsmastri. Þar sem skýjahula var á Hofsjökli, var ákveðið að fara á Bárðarbungu sem skartaði sínu fegursta. Ferðin gekk vel og snjór nægur. Útsýni af bungunni er ólýsanlegt í svona veðri. Fjarlægðir allar hverfa. Þama uppi eru skilyrði til fjar- skipta ákjósanleg og var þvi hringt og tilkynnt um ferðir okkar. Þá var sveigt til suðvesturs og út á Köldukvíslaijökul og niður um Vonarskarð og baka til ofan í Jök- uldal, stundum nefndur Nýijökul- dalur. Þama er mjög bratt og því erfitt yfirferðar. Allt tókst þetta, en kostaði marga svitadropa. En það var fyllilega þess virði því landslag og náttúmmyndir em þarna engu lík. í skála Nýjadals komum við kl. 15. Var þar sest að snæðingi. Þá var stefnan tekin á Arnarfell hið mikla í Hofsjökli. Er kom að Þjórsá var hún opin, en eftir smá leit fundum við ágæt- an stað til að fara yfir hana auða. Þessi vatnaakstur tókst vel, þó nokkrir hafi þurft að skipta um yfirhöfn. Þá var Iokaspretturinn með jök- ulröndinni og komið í Kerlingafjöll kl. 18. Laugardagur 8. april var hinn eiginlegi mótsdagur með boðaðri dagskrá. Boðið var upp á skoðun- arferð um Kerlingarfjöll, en við Mývetningar ákváðum að fara á Hveravelli og í Þjófadali. Fengum við leiðsögn kunnugs manns úr Borgamesi. Ferðin var hin besta og var endað á því að fara í bað á Hveravöllum og var það bað kærkomið. Almennur félagsfundur var svo um kvöldið og kvöldvaka og tókst hún hið besta. Nokkrir þurftu að huga að sleðum sínum fyrir heima- ferð, en allir vom sleðamir ferð- búnir um kvöldið. Sunnudagur 9. apríl. Veður var leiðinlegt, hvasst og mikill lágarenningur. Menn biðu því átekta með heimferð. Um hádegi var veður farið að lagast og eftir veðurathugun i gegnum síma, var ákveðið að leggja af stað heim kl. 16. Það stóð heima að allir vom ferðbúnir á tilsettum tíma, eftir að hafa mokað snjó undan vélar- hlífinni og fleira sem tilheyrir eftir svona veðurhvell. Keyrt var eftir áttavita og lóran norður fyrir Hofsjökul, en þar lent- um við á slóð Akureyringa og fylgdum við henni í Laugafell. Við- komu höfðum við í Ingólfsskála og börðuðum nesti. Því var gerður stuttur stans í Laugafelli. Haldið var á Sprengi- sand og var mikill snjór og færi gott. Haldið var efst í Bleiksmýrar- drög og þaðan á Tungufell, um Mjóadal yfir Skjálfandafljót ofan við Aldeyjarfoss og í Víðiker. í Mjóadal bilaði einn sleðanna og var hann tekinn í tog og dreginn heim. Úr Víðikeri var stefnan tekin á Gautlönd yfir Skútustaðaengjar, Stakhólstjörn um Mývatn á Nes- landavík. Þar var komið kl. 23 með 200 km leið að baki. Þar skild- um við einn ferðafélaganna eftir og héldum yfir Ytriflóa í Reykjahlíð. Allir vom ferðalangar orðnir þreyttir en ákaflega ánægð- ir með góðar minningar um íslensk öræfi í skrautbúningi að vetrar- lagi. Ekki hafði veðrið verið til að spilla fyrir góðum endurminning- um í þessari 600 km löngu ferð. Hinrik Ámi Bóasson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 6. MAÍ 1989 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.