Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1989, Qupperneq 2

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1989, Qupperneq 2
Gæðaeftirlit í matvælaiðnaði að eru fáar ef einhverjar atvinnugreinar, sem lúta eins mörgum lögum og reglugerðum og matvælaiðnaðurinn. Allt frá bónda til búðar er fjöldi reglna til um ræktun, flutning, geymslu, meðhöndlun, vinnslu, sölu og einnig auglýsingar. Jafnvel kvótakerfi í landbúnaði og sjávarútvegi eru næg til að æra óstöðug- Okkur leyfist að gera ýmislegt í heimahúsum sem aldrei yrði leyft í ^ matvælaframleiðslu. í þeim tilvikum erum við einungis að eitra fyrir okkur sjálf en ekki aðra! EftirÓLAF SIGURÐSSON an. Það mætti því ætla að ekki væri þörf á fleiri reglum eða strangara eftirliti en því sem heilbrigðisyfirvöld halda uppi. En það er öðru nær. Ymsir aðrir en yfirvöld gera margvíslegar kröfur til matvælavinnslu. Mikilvægustu kröfurnar eru frá neytendum, það er hvemig vörur vill neytandinn og er hann reiðubúinn til að kaupa þá vöru eða ekki? Um þetta atriði snýst einmitt hið margnotaða hugtak „gæði“. „Gæði“ matvæla (og annarrar vöru) em nefnilega skilgreind, sem „þær væntingar sem neytandinn hefur til þeirra“. Matvæla- vinnslan ætti því að miðast því nær ein- göngu að því marki að framleiða vöru sem naytendur eru reiðubúnir að borga fyrir. Því er jafnan sagt að vöruþróun miði að því „að framleiða rétta vöru, á réttum tíma og á réttu verði“. Heildsalar, stórmarkaðir eða veitingahús gera einnig ýmsar sérkröfur til viðbótar kröfum neytenda og heilbrigðisyfirvalda. Framleiðendur þurfa svo jafnan að hafa eigið framleiðslueftirlit, sem getur orðið æði fjölbreytt vegna íjölbreytni matvælanna og vinnslulínunnar. Það er því nauðsynlegt að taka tillit til allra þessara þátta áður en bygging verk- smiðju eða uppsetning vinnslulínu hefst. Sé t.d. um samsett matvæli að ræða getur framleiðsluferlið orðið allflókið og erfitt að standa undir þeim kröfum að framleiða stöð- ugt jafngóða vöru á sífellt erfiðari sam- keppnismarkaði. Jafnvel þegar vel tekst til má búast við því að varan falli út af mark- aðnum vegna þess að hún er ekki lengur „í tísku". Þetta fyrirbrigði er vel þekkt t.d. í framleiðslu á tilbúnum réttum og í sælgæt- isiðnaði. Svar við þessu er að vera sífellt með nýjar tegundir. MargsKonar Gæðaeftirlit En gæðaeftirlit er ekki einungis til að fylgjast með vörugæðum (þ.e. væntingum neytandans). Heilbrigðiskröfur í formi ör- verumælinga, mengunarmælinga, aukefna- notkunar o.fl. hafa sífellt verið að aukast vegna þess magns matvæla, sem framleidd eru í nútímaverksmiðjum. Það er alvarlegt mál ef matareitrunarsýkill kemst í fram- leiðsluna. Mörg hundruð manna gætu orðið fyrir stórskaða. Aftur á móti leyfist okkur að gera ýmislegt í heimahúsum, sem aldrei yrði leyft í matvælaframleiðslu. I þeim tilvik- um erum við einungis að eitra fyrir okkur sjálf en ekki aðra! Því er það ekkert einfalt mál t.d. að byija að baka pizzu úti í bílskúr til að selja á neytendamarkaði. Það má því segja að um tvenns konar megineftirlit sé að ræða með matvælafram- leiðslu hvað varðar okkur neytendur, þ.e. gæðaeftirlit og heilbrigðiseftirlit (þ.e. efna- mengun og örverueftirlit). Annað eftirlit gæti varðað nýtni, húsnæði, vélar og tæki, umbúðir, þjálfun starfsfólks o.fl. Hér á eftir verður fjallað um eftirlit með sýklum í unnum matvælum. EFTIRLIT Með Örverum Örverur geta verið myglusveppir, ger- sveppir, veirur eða bakteríur eins og t.d. sýklar. Örverueftirlit felst í mælingum á ijölda þeirra og tegundum í t.d. hráefnum, á vinnslulínu og í fullunnum matvælum. Einnig þarf stundum að prófa fyrir eitur- efnaleifum frá örverum, sem geta fundist í hráefnum. Það gæti gerst að engar örverur fyndust, en aftur á móti nægilegt magn úrgangsefna þeirra til að valda matareitrun. Mælingar á örveruleifum (Limulus test) er hægt að framkvæma t.d. þegar grunur leik- ur á að geisluð matvara hafi verið menguð áður. Talið er að gífurlegar fjárhæðir tapist á hveiju ári í heiminum vegna salmonellu- Hvemig má koma í veg fyrir slys. Myndina gerði Sigrún Eldjám mengunar eingöngu. í Kanada er tapið tal- ið nema milljörðum dollara og mun ekki vera minna í Bandaríkjunum. Finnist salm- onellugerill í tilbúnum matvælum er allri framleiðslunni eytt og verksmiðjan hreinsuð út. Slíkt hefur gert út af við rekstur fjölda fyrirtækja erlendis, sem og hérlendis. Sumir telja að þekkingarskorti starfsfólks sé mikið til um að kenna því þrátt fyrir sífellt meira eftirlit opinberra aðila (sem geta fundið sýkilinn), er það alfarið í hönd- um matvælaframleiðenda að koma í veg fyrir að slys eigi sér stað. Til að reyna að koma í veg fyrir matar- eitranir þarf að meta geymsluþol matvæl- anna. Það er því miður ekki einfalt mál. Oftast er prófað við 4°C, en rannsóknir hafa sýnt að hitastig í kælum heimilis og verslana er oft um 7°C einhvers staðar í kælinum. Til að gera málið svo enn flóknara hafa nýjar tegundir alvarlegra matareitrunartil- vika sífellt verið að koma fram. Sumar þess- ara baktería eru minna þekktar, en ekki síður smitandi en salmonella. Dæmi um slíkan geril er Campylobacter jejuni og enn nýlegra dæmi er um Listeriu monocyto- genes. Þessi baktería hefur þann sjaldgæfa hæfileika að geta vaxið við kælihitastig 0-3°C og framleitt eiturefni, sem getur orð- ið ungu eða öldnu fólki að aldurtila. Óléttar konur eru taldar vera í meiri hættu en aðr- ir. Þessi matareitrunarsýkill hefur fundist erlendis í ógerilsneyddri mjólk, ostum, ís, hráu grænmeti, geijuðum pylsum og nýlega í hráu fiskmeti. Sýkillinn og eitur hans eyð- ist auðveldlega við hitun, sem þýðir að ef sýkillinn finnst í hituðum matvælum er ein- ungis um að ræða krossmengun eða ónæga hitun. Til að átta okkur betur á því hvers þess- ir sýklar eru megnugir er rétt að hafa í huga að meðalsýkill vegur um einn milljón- asta úr grammi. Talið er að lítið magn salm- onellu-fruma nægi til að framkalla matar- eitrun í heilbrigðum einstaklingi. Aftur á móti þarf gífurlegan fjölda af einni gerð bakteríunnar E. coli, sem oft er leitað að til að fá vísbendingu um saurmengun. Oft er það svo að við getum fengið endur- teknar matarsýkingar af t.d. salmonellu, þar sem fleiri hundruð tegundir hafa greinst. Það er því ekki að ástæðulausu að sífellt sé verið að brýna fyrir starfsfólki að fram- fylgja ýtrustu hreinlætiskröfum. Einnig gilda sérstakar umgengnisreglur þar sem matvælavinnsla fer fram. Meira að segja á að blása síuðu lofti (yfirþrýsting- ur) inn í vinnslusal til að það gusti ekki inn í salinn og á framleiðsluna þegar fólk geng- ur um. Örverur eru nefnilega alls staðar og má segja að nær ómögulegt sé að komast algjörlega fyrir alla mengun af völdum þeirra. Matvælavinnsla er því með engu móti dauðhreinsun á framleiðslunni og er ekki stefnt að því að svo sé. Einungis er verið að reyna að minnka hættuna á alvarlegum sýkingum. Settar hafa verið fram þær skoðanir (Snyder, P.O. Food Tech., July 1986) að líklega sé það varasamt heilsu þjóðar að neyta einungis dauðhreinsaðrar matvöru. Talið er að almenningur gæti þá orðið næm- ari fyrir sýkingum ef ofnæmiskerfið „fái ekki eðlilegt álag“. Má benda á að víða erlendis eru heimamenn ónæmir fyrir ýms- um sýklum í umhverfi sínu, sem myndu aftur á móti fljótlega sýkja okkur. Hins vegar má benda á að til að mynda ónæmi þurfum við að sýkjast. Má því búast við því að við þyrftum að liggja lengi sjúk ef við ættum að mynda ónæmi gegn flestum al- gengustu sýklunum. Best er að forðast sem mest að sýkjast. En jafnvel það gæti verið gott í hófi. Svo virðist að við myndum gjarnan jafn- vægi við umhverfi okkar og þær örverur sem þar þrífast, á okkur og í okkur. Gæðaeftirlitskerfi MIKILVÆGT Það er ekki eingöngu framleiðsla mat- vælafyrirtækis og dýrmætur tími sem tap- ast þegar matareitrunartilvik koma upp. Orðstír og afkoma heillar iðngreinar getur verið í veði. Því hafa æ fleiri fyrirtæki tek- ið upp ýmiss konar gæðaeftirlitskerfi til að tryggja stöðug og góð gæði. Marks og Spencer-verslanakeðjan er talin gera mjög strangar gæðakröfur til þeirra matvæla sem seld eru í verslunum þeirra. Afleiðing þess er að verðið er yfirleitt hærra þar en annars staðar, en það hefur sýnt sig að fólk er reiðubúið til að greiða meira fyr- ir traust og stöðug gæði. Nær ómögulegt væri að standast kröfur Marks og Spencer- verslanakeðjunnar nema halda uppi ströngu gæðaeftirlitskerfí. í fiskiðnaði Bandarílqanna er eitt helsta vandamálið að mati ritstjóra tímaritsins Seafood Intemational (maí 1989) „van- traust neytenda á hollustu fiskmetis vegna fjölda matareitrunartilvika". Eins og vönd- uðu tímariti sæmir er bent á leiðir til úr- bóta, fiskiðnaðurinn í Bandaríkjunum er hvattur til að taka upp gæðaeftirlitskerfi. Er bent á kerfi sem nefnist „greining áhættuþátta á viðkvæmum framleiðslustig- um“ (Hazard Analysis Critical Control Point eða HACCP). Þetta kerfi byggist á því að greina áhættuna á ýmsum stigum í fram- leiðslunni og setja upp viðeigandi eftirlit á þeim stigum. Matvælaiðnaðurinn mun að framansögðu að öllum líkindum þróast í þá átt að gæða- kerfin ráði miklu, sem tæki til framleiðslu- stýringar. Mikilvægur þáttur er menntun starfsfólks eins og áður hefur verið minnst á. Verkafólk, bæði í fiskiðnaði og í almenn- um matvælaiðnaði hérlendis, hefur gengið í gegnum námskeið í meðhöndlun matvæl- anna. Að vísu eiga nokkrar greinar mat- vælaframleiðslu eftir að ganga í gegnum þessa endurmenntun, en almennt má segja að við getum búist við batnandi framleiðslu matvæla á komandi árum og er það vel.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.