Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1989, Qupperneq 15

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1989, Qupperneq 15
Hinn hagsýni ferðamaður Of mikíl eða of lít- il sól á ferðalagi Oddný Sv. Björgvins Jalhvel hagsýnustu ferða- menn, sem skipuíeggja ferðalög með mikilli forsjálni, gleyma oft áhrifum veðurfarsins. Þeir fletta í gegnum ferðablöð og leiðbeiningarit, velja hag- kvæmustu gistinguna, selja upp bestu dagskrána og telja að þeir hafi ferðina í sínum hönd- um. Flestar þjóðir (aðrar en íslendingar) gleyma að reikna með veðrinu, sem hefur einna mest áhrif á hvort ferðalagið verður vel heppnað eða ekki. En við íslendingar erum oftast í kapphlaupi við sólina í ferðalög- um. Við fáum svo mikið af stormi, rigningu og stórviðrum, að við viljum stöðugt veðurfar — helst sól í fríinu. Hvaða íslendingur hefur ekki reynt rigningarferð um landið? Allir litir gráir. Regnsuddi niður í miðjar hlíðar. Engin fjalla- sýn. Eða að vakna upp um miðja nótt í tjaldi, við rok og rigningu. En þeir hraustustu gefast ekki upp. Þeir pakka bara niður „föð- urlandinu“, regngöllum, vatns- heldum gönguskóm og stígvélum og halda á vit móður náttúru ís- lands. Flestir íslendingar hafa reynt þetta á ferðalögum um landið. Það er því ekki skrítið, að við vilj- um sól og ekkert nema sól í hvíldarferðum. Allir verða að vera viðbúnir því að_ lenda í rigningu á ferðalagi um ísland. En það er fátt ömurlegra en að lenda í rign- ingu á erlendri sólarströnd. Ströndin breytist í yfirgefinn eyði- stað. Og ekki hægt að setjast á útistaði á torgunum. Þá er eftir að þræða verslanir, fara í skoðun- arferð eða að setjast inn á bar. En það er ekki hvíldarfrí. Einn dagur af dýru, dýrmætu fríi eyði- lagður, segja margir. Margir ís- lendingar eru svo miklir sóldýrk- endur, að þeir hlaupa í sólbekki erlendis, strax og dregur ský fyr- ir sólu. Ósónlaginu má líkja við „sólgleraugu jarðar". Húð sem hefur verið hlíft við sólböðum, á móti húð sem er oft í sól. Sólarljósið er hættulegt En farið varlega í sólinni. Sólar- ljósið getur verið hættulegt þeim sem eru hvítir á hörund. Og sól- bruni hjá íslenskum ferðamönnum er of algengur. Sú hætta er fyrir hendi að of mikil sóldýrkun orsaki illkynjuð útbrot, jafnvel húð- krabbamein. Ofnæmi fyrir sólar- ljósi er líka töluvert algengt. Það brýst yfirleitt út vegna of mikilla sólbaða á of skömmum tíma. Því fylgir mikill kláði, útbrot og jafn- vel smáhiti. Þeir sem einu sinni hafa fengið ofnæmi fyrir sólar- Ijósi, þurfa að nota lyf, ef þeir ætla að stunda sólböð. Og ekki má gleyma öllum hrukkunum, sem sólin getur valdið. Formæður okkar gengu alltaf með klútinn fyrir andlitinu við útiverk. En þá þótti líka miklu fínna að vera hvítur á hörund. Fáum við of mikið af sól eftir aldamót? En allt er afstætt. Kannski eiga afkomendur okkar eftir að fá of mikið af sól. Gat er komið á ósón- lag lofthjúpsins, sem hefur það í för með sér að útfjólubláir, skað- legir sólargeislar eiga greiðari aðgang að okkur. Og samkvæmt öllum framtíðarspám, á eftir að hlýna hér verulega upp úr alda- mótum. Hér á landi er ekki mikið talað um svonefnd gróðurhúsa- áhrif. En víða erlendis eru þau ofarlega í allri umræðu. Fólk er eindregið varað við notkun úða- brúsa. Hvatt til að nota blýlaust bensín og fleira. Lofthjúpurinn er óðum að lokast vegna eiturefna, sem setjast í hann. Talað er um — í fullri alvöru — að Holland og Danmörk eigi eftir að sökkva í sæ, þegar jöklar fari að bráðna og sjávarflötur að hækka. Og þá — fljótlega upp úr aldamótum — getum við farið að rækta nytja- jurtir, sem áður uxu eingöngu á suðlægum slóðum. Getum við hagað ferðalögum eftir veðurspám? Ferðablaðið hafði samband við Veðurstofu íslands: Vegna legu landsins er mjög erfitt að vera með langtíma veðurspár. Og allt í kringum okkur er verið að fækka veðurstöðvum, til dæmis á Græn- landi. Fyrir 20 árum voru milli 10 og 20 veðurathugunarskip á miðunum. Alfa, Beta og fleiri. Núna eru aðeins 3-5 skip. Og svo talar fólk um „að veðurspáin bregðist — einu sinni enn“. Nú eru ’ veðurspár meira byggðar á veðurtunglum og tölvutækni. Af 120 veðurstöðvum, allt í kringum landið, eru 30 komnar með tölv- ur. Þær eru tengdar beint við gagnanet okkar og upplýsingar berast samstundis. Miklar vonir eru líka bundnar við veðurtunglin. Með hjálp þeirra á að vera hægt að sjá með löngum fyrirvara, hvernig veðrabrigðin byggjast upp. Til dæmis á felli- byljasvæðum á Karabíska hafinu. Bandaríkjamenn gefa út veður- spár fyrir mánuðinn, en þær eru ekki áreiðanlegar. Segja aðeins, að líklega rigni þama og líklega verði sólríkt á þessu svæði. Niður- staða: Við getum ekki með fullri vissu, hagað ferðalögum okkar eftir veðurspám. En byggt á iíkum og samanburði milli ára og svæða. Ferðabækur Nýr „leiðsögu- maður“ á gönguleiðum O.SV.B. Önnur bók í bókaflokki AB um gönguleiðir á Islandi var að koma út. Bókin ber nafhið „Suðvesturhornið, Reylq'anesskagi“. Texti Einars Þ. Guðjohnsens er hnitmiðaður að vanda, kannski stundum um of. En á móti má segja, að fáir nenna eða geta lesið langa texta á göngu. Kort eru birt yfir allar gönguleiðir. í heild virðist bók- in góður „leiðsögumaður" í vasann fyrir göngufólk um þessar slóðir. í inngangi segir: Reykjanes- skagi virðist eyðilegur og hijóstr- ugur, en í auðninni leynast marg- ir fagrir og ljúfir blettir og mikil- fengleg náttúruundur. Atlants- hafssprungan gengur í gegnum svæðið og eldvirkni fyrr og síðar víðast augljós. Þess vegna er oft vitnað í jarðfræði og stuðst við skrif Jóns Jónssonar, jarðfræð- ings. Við grípum niður í fyrsta kafla bókarinnar, gönguleiðir um Álftanes. Alftanes Álftanesið er með allra skemmtilegustu stöðum í ná- grenni við höfuðborgina. Og margir leita þangað allan ársins hring, þó ekki sé nema til að viðra sig. Fjörugöngur á vestanverðu nesinu eru áhugaverðar og ekki leiðigjamar, þótt farið sé aftur og aftur. Eftir mikið brim er stundum hægt að tína öðuskeljar á Hrakhólmum og oft eru þar selir að forvitnast um vegfarand- ann. Álftanes er þekkt fyrir fjöl- skrúðugt fuglalíf. Vor og haust er hægt að sjá þar ijölda af far- fuglum á leið til og frá varpstöðv- um á norðlægari slóðum. Til dæm- is eru margæsir og helsingjar þama árvissir gestir. Göngur um Álftanes Nefna má tvær ágætar hring- göngur á nesinu. Önnur leiðin er ifðabólSitoÖir *> BeisastaSanes V ÁlftíXM Trö6 /• i LandaVot n _ Norf fj Akuigaröi^^ Eyvirdantaíir oli Bessarloðir Búitarðu' fonata islýndi Selskarð Melhós fyðiJbyii Gílgah raun #Ey8.byii I Hausaitaöif HjjSsne! raaeier' fíórfésishöi grynnmg&r BfúsasraSir Hringgöngur um Álftanes eru merktar inn á kortið frá Bessastöðum, og má ganga þar fyrir neðan garð og út á Bessastaðanes eftir ökuslóð. Vestast á Bessastaðanesi komum við að rústum Skansins, sem þar var gerður á 17. öld til vamar sjóræningjum. Og við getum rifjað upp danskvæðið um Óla skans, sem bjó-í Skansinum í lok síðustu aldar. Við höldum áfram með Seil- unni, víkinni við Skansinn. Fylgj- um svo ströndinni vestan við Breiðabólsstað og Akrakot. Telja má ömggt, að margt skemmtilegt ber fyrir augu á þessari leið. Hinn hringurinn getur hafíst við Kast- húsatjörn og má fylgja þaðan ströndinni til suðurs alveg að Melhúsum eða jafnvel Hliði. Til baka má svo ganga eftir veginum kringum byggðarkjarnann eða jafnvel gegnum byggðina að upp- hafsstaðnum við Kasthúsatjörn. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. SEPTEMBER 1989 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.