Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1989, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 09.09.1989, Blaðsíða 16
B > 1 L A R ÍJH0M APPLAUSE - nýr og góður kostur frá Daihatsu Applause er nafhið á nýjasta afkvæmi Daihatsu verksmiðjanna japönsku sem kynnt var hjá umboðinu Brimborg á dögunum. Þeir Brimborgarmenn voru snarir í snúningum og voru hér með Evrópufrumsýningu enda voru þeir fljótir að panta fyrstu sending- una og koma henni i sölu. Applause hefúr hlotið góðar viðtökur enda þýðir nafnið lófaklapp eða fagnaðarlæti og það má alveg klappa þessum bíl lof í Iófa. Hann er forvitnifegur, þetta er fram- drifinn fólksbill af millistærð, virðist ekkert sérstakur að utan en þeim mun forvitnilegri að innan og hvað aksturinn snertir og yfirleitt eru kostirnir fleiri en gallarnir. Hér á eftir skoðum við nánar Applause 16X beinskiptan. Síðustu fimm árin hafa hönnuð- ir og framtíðarspámenn Daihatsu setið við að hanna Applause. Markmiðið var að koma á markað fjölhæfum bíl sem gæti þjónað stórum kaupendahópi og ólíkum þörfum hans. Bíllinn átti ekki að eltast við tískusveiflur í útliti held- ur vera klassískur, þægilegur að innan, fjölhæfur og með góða aksturseiginleika. - Þegar þeir töldu þessu takmarki náð var drif- in upp ný verksmiðja og fram- leiðslan undirbúin. Frumgerðin var kynnt á bílasýningu í Genf í mars á þessu ári og nú er hann sem sagt tilbúinn í slaginn. Sætin styðja sérlega vel við menn til hliðanna. Tvískiptingin á mælaborðshillunni gefúr því skemmtilegan svip. Fjöðrun er sjálfstæð á hveiju hjóli með jafiivægisstöngum. Að aftan opnast bíllinn mjög vel og nálgast Applause þar eiginleika skutbíls. Látlaus Applause er einkar látlaus bíll. Enginn býst kannski við miklu þegar bíllinn er skoðaður hið ytra en athygli vekja strax bogadregn- ar línur bílsins og mýkt í allri hönnun. Framljós, stuðarar, aft- urljós, hurðarhúnar - allt er þetta eiginlega ein samfelld lína. Sami svipur verður fyrir mönnum að innan. Mælaborðið er sérlega skemmtilegt og bogadregnar línur þess tengjast vel við hliðarhurð- irnar. Bíllinn er fimm dyra og opnast skuturinn sérlega vel. Þarna eru sameinaðir kostir hins venjulega fernra dyra fólksbíls og kostir skutbíls því skuturinn opnast eins og á hlaðbak' (hatchback) þó bíllinn sé með útliti hins venjulega fólksbíls. Skottrými er ágætt og Frá Cltroen kemur nú BX með fjórhjóladrifi. Fjórhjóladrifinn BX frá Citroen Frá Citroen er að koma á íslenskan markað um þessar mundir býr bíll af BX gerðinni sem er með fjórhjóladrifí. Er það fimm dyra bíll með 1900 rúmsentimetra, 107 hestafla vél og kostar eftir gerð og búnaði milli 1.270 og 1.390 þúsund krónur. Um leið og Globus kynnir 1990 árgerðirnar frá Citroen af AX og BX bílunum senr eru í sjálfu sér lítt breyttar kemur þessi nýja gerð af BX sem kynntur hefur verið erlendis síðustu misserin. Þetta er vel búinn fjórhjóla- drifsbíll sem blandar sér í slaginn með Subaru, Mitsubishi og Toyota j svo nokkuð sé nefnt. BX er með þokkalega stórri vél, vegur kring- um 1100 kg og er 10,7 sekúndur að ná hundraðinu. Hann er sagður eyða kringum 6,6 1 á jöfnum akstri á 90 km hraða og um 10,5 lítrum í borgarumferð. Applause frá Daihatsu er fallega hannaður bíll. má stækka það verulega séu bök aftursæta lögð niður. Sætin eru það í Applause sem fá fyrsta plúsinn. í fyrsta lagi sitja menn nokkuð hátt sem er alltaf kostur. Þau eru líka hæfilega stíf og styðja_ vel við til hliðar við bak og læri. í framsætum sitja menn því öruggir og fastir fyrir - jafn- vel betur en í ráðherrastólum. Stilling er hefðbundin á framsæt- um en þar kemur reyndar í ljós einn galli. Þegar bílstjóri stillir halla baksins er alltof þröngt að smeygja hendinni niður með hurð- inni að stillihandfanginu. Liggur við að hurðin verði að vera opin þegar sætið er stillt því hand- fangið innan á hurðinni er í raun of fyrirferðarmikið. Þetta er hvim- leiður galli. Aftursætin fá ekki síður plús. Þeim má halla fram til að stækka farangursrýmið og það sem meira er, sætisbakinu má líka halla vel aftur og hlýtur það að teljast góður kostur fyrir þreytta far- þega. Fótaiými er allgott og eins og fyrr segir sitja menn fremur hátt í Applause og er samt nóg rými fyrir. meðalmenn áður en þeir reka sig upp undir. Mælaborðið hefur heppnast vel og er Applause einn af fáum bílum þar sem stýrið skyggir ekki á mælana. Þeir eru nettir en sýna þó vel það sem þarf að sýna og eru hraða- og snúningshraðamæl- ar mest áberandi. Aðvörunarljósin eru góð og áberandi og það er helst að klukkan sé dálítið falin. Mælaborðshillan er tvískipt og lítil hilla á milli og gefur það mjög skemmtjlegan svip. Hanskahólf er á sínum stað, þunn hólf eru innan á hurðum og hólf er einnig milli framsæta. Applause er boðinn í tveimur aðalgerðum L og X. í X gerðinni eru nokkur atriði umfram búnað L gerðarinnar svo sem rafdrifnir speglar, raflæsing, veltistýri og aðvörunarhljóð ef lykill gleymist í ræsi. Vélin er 91 hestafl miðað við 6 þúsund snúninga, hún er 1600 rúmsentimetrar úr áli og búin ijölventlum. Eyðslan er talin vera kringum 8,5 1 í bæjarakstri, og kringum 5,3 1 miðað við jafnan akstur á 90 km hraða. Helstu mál eru: Lengd 4,26 m, breidd 1,66 m, hæð 1,375 m,' lengd milli hjóla er 2,47 m og bíllinn vegur 950 kg. Verðið á L gerðinni er kr. 999.900, en sé bíllinn tekinn með sjálfskiptingu kr. 1.083.800. Hin gerðin kostar kr. 1.081.900 en 1.133.800 með sjálfskiptingu. Staðalbúnaður í þessu verði er útvarps- og segul- bandstæki, mottur, nýskráning, ný númer og sex ára verksmiðju- ryðvörn. Gott viðbragð Applause er skemmtilegur í akstri. A malai-vegum tekur sjálf- stæð fjöðrun á hverju hjóli vel við jafnvel djúpum holum og er því bíllinn þýður vel. Hann virðist fremur rásfastur á malarvegum þótt ekki væri það í raun þaul- kannað. Fyrst og fremst kom góð fjöðrun í .ljós. Applause er búinn vökvastýri sem er mjög nákvæmt og er bíllinn því hinn Iiprasti í borgarumferðinni. Viðbragðið er einnig gott að minnsta kosti þeg- ar einn og tveir sitja í bílnum. Fimm gíra skiptingin er mjúk og stundum fullstutt, þ.e. stundum er eins og bíllinn sé ekki kominn í gírinn en þetta er í raun spurn-_ ing um að venjast skiptingunni. í borginni eru aðallega notaðir fyrstu þrír gírarnir og sá fjórði fremur lítið. Stafar það kannski að nokkru leyti af því að um- ferðarljósum er sífellt að fjölga og hraðinn verður því sjaldnast meiri en þessir leyfilegu 50 eða 60 km. Fjórði og fimmti gír koma hins vegar að góðum notum á varanlegum og góðum þjóðvegun- um. Allt er þetta sem sagt fremur í jákvæða tóninum um Applause. En þessi eru áhrifin. Bíllinn vinn- ur á við skjóta viðkynningu og það má áreiðanlega telja hann dæmigerðan fjölskyldubíl. Hann virðist ekki stór en því rúmbetri að innan og á þessu verði - kring- um eina milljón - fæst vel búinn bíll af millistærð sem er gott að meðhöndla. jt

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.