Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1989, Side 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1989, Side 3
 Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- Aðalstræti 6. Sími 691100. son. Ritstjórn: Börn Thailandi eru í opnu Lesbókar í dag. Einn ljósmyndara Morgunblaðsins, Sverrir Vilhelmsson, ferðaðist um Austurlönd fjær fyrir nokkru og var fyrsta grein hans frá Víetnam. Forsíðumyndin er eftir Ragnar Axelsson og var tekin við Barnafossa í Borgarfirði. Gullið í Grundarlandi nefnist grein Guðrúnar Guðláugsdóttur um höfuðbólið Grund í Eyjafirði. Þar hafa höfðingjar setið fyrr og síðar. Hér segir frá Magnúsi Sigurðssyni. STEFÁN HÖRÐUR GRÍMSSON Sumarenn Nornir hafa snúið inér Ijúfan þráð. En hvort ég ann þér í reynd veit enginn nema dauði sem heldur því leyndu og leyfir af góðvild að við látum blekkjast enn um sinn. Núna þegar ég sýni þér þessar línur á blaði hlærðu við og segir: þetta geturðu birt, það trúa því allir nema við. Ó, nornamáttur haltu fram á haust hverflyndum börnum tveim á þessum stað, og lát þau höldnum augum hverfa saman hinzta sinn — frá tæmdum stundaglösum — Það er undrun í röddinni þegar þú segir: við erum sami skuggi. Já, anzar skuggi sem niður í beggja blóði, af því má sjá að það er sumar enn. Úr nýrri Ijóðabók, Stefáns Haröar „Yfir heiðan morgun". B Hvaða þjóð býr hér...? Við íslendingar höfum geysigaman af að grufla í sjálfum okkur. Hveijir erum við, hvaðan kom- um við, hvert förum við? Það er reyndar ekkert athugavert við þetta sífellda grufl, ef við gætum þess að láta ekki ímyndanir og óskhyggju ráða ferðinni. Hugleiðingar um uppruna okkar eru góðra gjalda verðar, því að þær hljóta að efla áhuga á sögu okkar, og finnst mér ekki af veita, þegar ungt fólk veit ekki alltaf, úr hvaða sveitum afar þess og ömmur komu. Já, hveijir erum við? Erum við bara afkom- endur Norðmanna? Sættum við okkur við það? Hvað er mikið af írsku, skozku, ensku, dönsku og sænsku blóði í okkur? Blóðflokka- mælingar voru farnar að sýna anzi mikið af írsku blóði, en þá kom fram kenning um, að ekki væri það alveg að marka í uppruna- greiningu. Skiptingin hefði getað riðlazt í landfarsóttum á miðöldum. Árans vesen þetta. Bezt og fínast (og dularfyllst) væri auðvitað að geta sannað, að við værum sannir Herúlar. Víst er, að fæstum finnst við líkjast mikið Norðmönnum okkar daga. Við getum þá huggað okkur við það, að skásta fólkið í Noregi hafi flúið hina, þessa freku og leiðinlegu, þið vitið. Hvort sem landnámsmenn voru af kyni Herúla eða ekki, hafi þeir ekki þolað við í sambýli við hina samlanda sína austur í Noregi, Aust- menn, sem forfeður okkar kölluðu svo. Það hlýtur raunar að hafa verið tápmikið og hugrakkt fólk, sem tekur sig upp af jörðum sínum og flyzt með fjölskyldur sínar og búsmala á knörrum vestur um opið haf og í óvissu í nýju landi. Ástæðurnar hljóta að hafa verið brýnar og hugurinn mikill. Að þessu leyti má segja, að íslendingar séu fyrstu Ameríkanarnir, sem flýja langt í vest- ur í óþekkt land undan vandræðunum í Evrópu. Landnámssögu okkar svipar að ýmsu leyti til sögu vesturfara á síðustu öld- um. Svo er Island landfræðilega og jarð- fræðilega hálft í Ameríku. Landið er skorið sundur af eldgosaglufunni, sem liggur eftir endilöngum botni Atlantshafs, þar sem Evr- ópuhlemmurinn og Ameríkuhlemmurinn skellast saman, og heyrist brakið, þegar Hekla gýs eða Surtsey skýtur úr kafi. Ann- ars rekur þá víst að lokum í sundur, svo að ísland tekur þá mjög að gliðna og klofn- ar loks í tvennt, — og yrðum við þá allgleið- fættir, ég og þú, lesandi góður, ef við vær- um ekki báðir löngu dauðir. Almannagjá aðskilur Gamla og Nýja heiminn. Þeir mæt- ast á Þingvöllum. Hér finnast evrópskir fuglar og evrópskar jurtir, sem komast ekki lengra í vesturátt, og hér eru einnig amer- ískir fuglar og amerískar jurtir, sem finnast ekki á meginlandi Evrópu. Furðu margt er líkt með Ameríkönum og Isiendingum, sem greinir þá frá hinum íhaldssömu Evrópubú- um, ekki sízt nýjungagirnin, hvað hugurinn er opinn fyrir öllu nýju. Er það landnema- hugarfarið gamla? Þrátt fyrir nokkur óljós merki um hugar- farsbreytingu hjá ungu fólki, svo sem nýtil- kominn ættfræðiáhuga, finnst mér það oft vilja gleyma því hratt, hveijir forfeður þess voru og hvað þeir voru að bauka. Einna leiðinlegast finnst mér þetta sífellda fyrir- litningartal um „Skerið“, sem oft heyrist af vörum æskumanna, einkum þeirra, sem þekkja ekki önnur útlönd en Andalúsíu og Sjáland, svo sem nú er tíðast. Leyfist mér að vitna í Steingrím Thor- steinsson? „Quod petis, hic est“ nefnir hann smákvæði, þ.e. „Það, sem þú leitar, er hér“ eða „Maður, líttu þér nær“. kér finnst allt bezt, sem fjærst er, þér finnst allt verst, sem næst er; en þarflaust hygg ég þó að leita lengst í álfum, vort lán býr í oss sjálfum í vorum reit, ef vit ernóg. Þetta gón út í heiminn í leit að fyrirmynd- arlandi gekk svo langt fyrir nokkrum árum, að sumt æskufólk taldi hamingjuna helzt að finna í ríkjum á borð við Kína, Sovétrík- in, Albaníu og Norður-Víetnam! Hvernig gengur okkur svo að búa hér, og hvert stefnum við? Um síðari spurning- una fjalla ég ekki að sinni, enda virðast fæstir hafa áhuga á að hugsa fram yfir næstu aldamót. Lýðræði á að ríkja hér og gerir það að miklu leyti, en furðulegt er það' langlundargeð að sætta sig við kosninga- rétt eftir búsetu. Hví ekki eftir háralit eða þyngd? Á fólk í timburhúsum ekki að hafa tvö atkvæði á við steinhúsafólk til „að jafna aðstöðumuninn"? Stjórnmál hér snúast of mikið um persónur og smáatriði, þ.e. minni háttar mál, sem eru afleiðing af meiri hátt- ar rugli í undirstöðumálum. í stað þess að ráðast beint á kjarna málsins, grundvallar- málið, hjarta ófreskjunnar, er alltaf verið að tutla við anga hennar og útnára. Aðal- málið gleymist, af því að alltaf er verið að glíma við þúsund smáafleiðingar af einni, stórri orsök. Okkur hefur búnazt sæmilega í þessu landi, þrátt fyrir allt. Mönnum finnst þó leiðinlegt að eiga engar almennilegar bygg- ingar frá fyrri öldum, eins og aðrar þjóðir, nema nokkrar „stofur“ á höfuðbólum, reist- ar að mestu af dönskum steinsmiðum. Mér skilst, að íslendingar hafi ekki enn lært að smíða sér hús úr steini. Er þetta ekki allt að hrynja, Þjóðminjasafn, Þjóðleikhús o.s.frv.? Alltaf bætast fíeiri hús í flokk hinna feigu halla, og ekki má gleyma alkalíhúsun- um. Mig minnir reyndar, að Kristján Eld- járn hafi minnzt á það, að verktækni íslend- inga hafi hrakað frá landnámsöld. Forn- menn hafi átt betri smíðatól og búið yfir meiri verkkunnáttu en afkomendur þeirra fram yfir síðustu aldamót. Samt dreymir suma um, að við getum lifað á því að flytja út „hugvit“ (eða er það „hugbúnaðarvit“? Varla verksvit, nema í fiskveiðum). Tölvuöld er komin, en erfitt held ég, að verði fyrir svo fámenna þjóð sem okkar að keppa við ríkar milljónaþjóðir í þessum efnum. Hjá þeim ljúka hundruð þúsunda ungmenna prófi í þessum fræðum á ári hveiju og hafa beinan aðgang að beztu rannsóknastofum og framleiðslufyrirtækj- um, sem eiga í harðri samkeppni. Mér heyr- ist stundum, að bjartsýni á þessu sviði bygg- ist á fullvissu manna um andlega yfirburði islenzka kynstofnsins, eða ég get ekki skilið það öðru vísi. Sjálfstraust er gott, en of- dramb ekki. Aðra dreymir um. að flytja út vatn, af því að hér sé „bezta vatn í heimi“. Eg held ég hafi aldrei komið þar í heiminum, að fólkið á staðnum sé ekki sannfært um, að þar sé heimsins bezta vatn. „Vatnið hreina, vatnið heima“, eins og Nordahl Grieg kvað. Bandaríkjamenn fara að vísu í pílagrímsför til Evrópu til þess að leita uppi gamla brunn- inn hennar ömmu. Sú gamla fúlsaði alltaf við vatninu í Ameríku og saknaði „evrópska vatnsins". Svo þegar Kanarnir hafa fundið þorpsbrunninn í miðri Evrópu, skyrpa þeir vatninu út úr sér með vonbrigðasvip. Hvað er „gott vatn“? Laust við öll aðskotaefni? En hvað þá um hið unga og gljúpa berg, sem íslenzkt vatn hlýtur að streyma í gegn- um? Skilar það ekki steinefnum út í vatnið? Enn eru þeir, sem láta sig dreyma opin- berlega um, að hér verði „friðarmiðstöð heimsins“; hér verið allsheijarfundarstaður friðflytjenda (í samkeppni við Sameinuðu þjóðirnar?) og „friðarrannsókna-aðstaða“, af því að Islendingar séu svo friðarsinnaðir, hafi ekki borið vopn í nokkrar aldir o.s.fi’v. Við höfðum að vísu engan til að beijast við, af því að við vorum svo vel varðir af hafinu (eða nágrannaþjóðirnar varðar af útsænum fyrir okkur), þannig að ekki reyndi á þær eðlishvatir okkar göfuga kynstofns, sem ráða stríði og friði í atferli. Sé það rétt, að við elskum friðinn meira en aðrar þjóðir, hlýtur það annað hvort að orsakast af samræmdu þjóðaruppeldi í friðsemd eða ættlægri kynfylgju, ríkjandi erfðavísi, koni eða geni, sem kallazt gæti „pacifer" (frið- flytjandi). Telji menn, að friðarást íslendinga stafi af áunnum eiginleikum í menningu þeirra, ættu þingflokkar (og þingflokksígildi) að velja hver sinn vitrasta og friðsamasta Njál í sendinefnd til að ferðast um stríðshijáðan heim og flytja friðarboðskap okkar öllum þjóðum, sem myndu áreiðanlega hlusta af andagt og láta af vopnaskaki. Vígamenn af kyni Njálssona, sbr. Skarphéðin með Rimmugýgi, yrðu hins vegar settir í farbann og faldir fyrir útlendum ferðamönnum, eins og óhreinu börnin hennar Evu. Álíti menn aftur á móti, að friðarástin felist í erfðavísum okkar, sé kynbundin hin- um íslenzka stofni, þrátt fyrir norður-írska blóðið, ættum við með fijóvgunartækni nú- tímans að geta selt til útlanda, auk „bezta vatns í heimi“, hraðfryst eða niðursoðið frið- arsæði úr hinum mjúku, íslenzku karlmönn- um til kynbóta (t.d. í Líbanon). Þá verða allir mjúklátir, blíðlyndir og friðelskandi eins og við. En kannske ættum við fyrst að læra af útlendingum að byggja steinhús, sem halda vatni og hrynja ekki. magnús ÞÓRÐARSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. OKTÓBER 1989 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.