Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1989, Blaðsíða 5
Samkomuhúsið sem Magnús byggði. Þar býr nú Aðalsteina dóttir hans ásamt
fjölskyldu sinni.
íbúðarhús Magnúsar Sigurðssonar á Grund. Þar búa nú Þórður Gunnarsson og fjöl-
skylda.
Gömul mynd af Aðalsteinu Magnúsdóttur og Gísla Björnssyni ásamt fóstursyni
sínum, Bjarna Aðalsteinssyni.
þann helming og bjó þar ásamt konu sinni,
Pálínu Jónsdóttur, og seinna sonum. Núver-
andi eigendur keyptu Grund II árið 1982.
Aðalsteina Magnúsdóttir
Á Grund
Aðalsteina er alin upp á Grund. Hún var
í barnaskóla í Eyjafirði en í gagnfræðaskóla
á Akureyri og fór seinna í Kvennaskólann á
Laugalandi. Arið 1945 giftist Aðalsteina Gísla
Bjömssyni frá Reykjavík. Þau byijuðu búskap
á Grund árið 1950 og þá í félagi við Mar-
gréti móður Aðalsteinu og mann hennar,
Ragnar Davíðsson. „Mér fannst strax sem
barni og unglingi að ég ætti eftir að búa á
Grund,“ segir Aðalsteina við mig þar sem við
sitjum saman í litlu herbergi í gamla sam-
komuhúsinu hans Magnúsar á Grand. Margr-
ét lét breyta samkomuhúsinu í íbúðarhús og
seinna byggðu Aðalsteina og Gísli við það. I
viðbyggingunni er m.a. 60 fermetra stofa,
líklega ein stærsta stofa sem ég hef frétt af
á sveitaheimili frá þeim tíma. I þeirri stofu
eru stofuhúsgögn úr búi Magnúsar á Grund
og einnig húsgögn, sem Magnús og Guðrún
Þórey gáfu eldri dóttur sinni þegar hún gifti
sig.
Við einn vegginn í litla herberginu sem ég
sit í er stór bókaskápur sem Magnús smíðaði
en herberginu er lokað með gamalli „harmon-
ikkuhurð". „Móðir mín sagðist hafa lært mik-
ið af að kaupa þessa hurð,“ segir Aðalsteina.
„Hún pantaði hana og var látin tvíborga hana
af því hún athugaði ekki að taka kvittun
þegar hurðin var afhent henni. Þetta sagði
hún að hefði kennt sér þá lexíu sem aldrei
gleymdist. Eftir þetta var hún ennþá aðgætn-
ari en áður í öllu sem að fjármálum laut.
Móðir mín bjó ekkja á Grund þar til ég var
tólf ára gömul. Þá giftist hún Ragnari Davíðs-
syni frá Kroppi í Hrafnagilshreppi. Þau voru
barnlaus en bjuggu allan sinn búskap hér á
Grund. Móðir mín er látin en Ragnar lifir í
hárri elli og býr hér.
Eg saknaði þess alltaf sem barn að eiga
ekki föður. Ég fann þó alltaf að faðir minn
hafði verið töluvert sérstakur. Ég naul sem
einbirni móður minnar töluverðs dálætis eftir
því sem þá gerðist. Ég fékk t.d. fallegri föt
en flestar jafnöldrur mínar og fékk að fylgja
mömmu þegar hún fór til Reykjavíkur o.þ.h.
Ég var auðvitað miklu yngri en hálfsystkini
mín. Ég kynntist þó vel Valgerði systur minni
sem bjó á Hrafnagili og dætrum hennar.
Dætur hennar voru mér einsog systur, sér-
staklega var mikill samgangur milli mín og
Kristjönu Hólmgeirsdóttur. Sú systurdóttir
mín er jafnaldra mín. Bróðursonur minn,
Magnús Aðalsteinsson, var nokkrum árum
eldri en ég. Við vorum mikið saman hér á
Grand og voram lengstum einsog hálfgerð
systkini. Jónína systir mín bjó hins vegar í
Reykjavík. Á þeim áram voru fjarlægðirnar
miklar og ég hitti hana því sjaldan á upp-
vaxtaráranum.
Kirkjan Krefst Mikils
Búskapur á Grund var lengst af umsvifa-
mikill. Kirkjan lagði ábúendum líka margvís-
legar skyldur á herðar. Það var venja á kirkju-
jörðum að veitá kirkjugestum góðgerðir eftir
messu og það gerðu húsmæður á Grund jafn-
an. Allar erfidrykkjur vora líka haldnar á
Grand. Þá voru dúkuð borð og settir upp
bekkir sem tóku tugi manns í sæti. Þetta var
mikil vinna fyrir húsraæðurnar og þær konur
sem vora innanstokks. Aðalsteina og Margrét
móðir hennar stóðu fyrir margháttuðum sam-
komum vegna kirkjunnar enda var þeim kirkj-
an hjartans mál eins og verið hafði Magnúsi
Sigurðssyni. „Pabbi bað mömmu sérstaklega
fyrir kirkjuna áður en hann dó og hún bað
mig sömu bónar fyrir andlát sitt,“ segir Aðal-
steina. „Pabbi lagði ákaflega mikið í þessa
kirkju. Hann teiknaði meira að segja hluta
af henni eftir að hafa skoðað ýmsar kirkjur
í útlöndum. Enn í dag krefst kirkjan mikils.
Þangað er stöðugur straumur af fólki, maður
stoppar stundum ekki allan daginn. En það
er oft svo að fólk tekur því meira ástfóstri
við staði sem þeir krefjast meira af því. Grund
er ákaflega góð jörð en það er verið að drepa
niður allan landbúnað með þeirri skerðingu
sem er á allri landbúnaðarframleiðslu. Fyrst
þegar við komum hingað höfðum við mikið
af kindum og mamma og stjúpi minn höfðu
líka margt fjár. Grund á góðar engjar og
hafði afnot af góðu afréttarlandi í Fnjóska-
dal. Nú eram við með kúabú eingöngu. Við
megum framleiða á milli 170 og 180 þúsund
lítra af mjólk en það er alltof lítið fyrir tvíbýli
ef greiða á niður skuldir jafnframt því að
framfæra fjölskyldu. Við höfum reynt að fá
meiri kvóta en ég veit ekki hvað stjórnvöld
gera í því máli. Nú era víst smjörbirgðir að
minnka í landinu. Það verður fróðlegt að sjá
hvort leyfð verður meiri mjólkurframleiðsla á
býlum sem liggja vel við markaði einsog
Grand gerir eða farið verður að flytja inn
smjör. Það kann að vera að yfirvöld séu tilbú-
in til þess að slá af stóran hóp bænda. En
menn ættu að hafa í huga að jafnframt missa
þá vinnu margir af þeim sem vinna í þétt-
býli, störf sem tengjast landbúnaði. Það hefur
verið settur á kvóti í landbúnaði og sjávarút-
vegi, ég vildi gjarnan að samskonar kvóti
yrði settur á í ríkisbúskapnum.“ Að lokum
sagði Aðalsteina að þau hjón færa nú senn
að hætta búskap. „Það gleður mig að Grund
er í góðum höndum. Það er nú svo að Grand
hefur ævinlega kallað á mig. Ég held að allir
sem hafi verið hér hafi sterkar taugar til
þessa fallega staðar.“
KUNNI TlL HVERSKYNS
Smíða
Lokaorð Aðalsteinu vora*mér ofarlega í
huga þegar ég kom út. Víst er fallegt á Grund
og búsældarlegt. Hér hafa líka setið góðir
búmenn og stórmenni á borð við Grandar-
Helgu sem m.a. átti sinn hlut í að ráða niður-
lögum hins illræmda Smiðs Andréssonar er
hann var á yfirreið um Eyjaijörð árið 1361
með óaldarflokk sinn. Smiður og félagar hans
voru kvensamir í meira lagi. Helga bauð þeim
konum sem þjónuðu þeim félögum til sængur
að snúa um annarri brókarskálminni svo taf-
samara yrði fyrir þá að klæðast. Hún sendi
svo smalamenn á bæi til að safna liði og um
miðjan morgun komu Eyfirðingar með lið sitt
til Grandar. Þó Smiður og menn hans verð-
ust af hörku þá dugði það ekki til og svo fór
að höfuðið af Smiði Andréssyni var höggvið
af bolnum og lenti það í mjólkurtrogi Helgu.
Var sagt að hún hefði ekki viljað spilla mjólk-
inni en sagt „að saman skyldi slá öllu til
grautargerðar". Þórunn dóttir Jóns Arasonar
biskups bjó líka lengi á Grand. Hún ríkti-þar
af miklum skörungsskap í 60 ár. Hún var
þrígift en barnlaus. Sagt er að hún hafi látið
kveða um ísleif Sigurðsson, annan mann sinn,
eftirfarandi vísu:
I Eyjafirði uppi á Gmnd
á þeim garði fríða,
þar hefur bóndi búið um stund
sem börn kann ekki að smíða
Ekki verður um Magnús Sigurðsson sagt
að hann hafi ekki kunnað til verka við hvers-
konar srníðar. Hann kunni einnig ýmislegt
annað fyrir sér sem til búdrýginda og auðsöfn-
unar horfði. Svo vel efnaðist hann af eigin
ramleik að samtíðarmenn hans áttu bágt með
að skýra það á venjulegan hátt. Þess vegna
komust þær sögur á kreik að hann hefði
unnið stóran vinning í dönsku happdrætti og
svo hitt að hann hefði fundið kistur fullar
af gullpeningum þegar verið var að grafa
fyrir granni íbúðarhúss hans á Grund. Það
var einhver sem spurði Magnús á uppgangs-
áram hans hvort það væri satt að hann hefði
fundið gull á Grand. „Já, það er satt,“ svar-
aði Magnús. „En ég fann það hvorki í kistli
né katli, en fann það sanit. Það er alls staðar
gull í Gfundarlandi." Öllum sem til þekkja
ber saman um að Grund sé gjöful bújörð.
Nú era hins vegar þær aðstæður í íslenskum
landbúnaði að miklum erfiðleikum er bundið
fyrir hvern og einn að yrkja til fulls það gull
sem jörðin geymir, hvort sem þar er um að
ræða Grund í Eyjafirði eða aðrar góðar bú-
jarðir á landinu.
Steinunn 'Ásmundscióttir
Kvöld-
dagskrá
til morguns
Er þá rétt að hugsa yfirleitt
um skráargöt hugans?
Lykill horfinn
og vitavonlaust
að sjá inn með aðeins öðru aug-
anu.
Góðan dag!
Tíminn er ómælanlegur,
Við hefjum dagskrána
með nýjum lykli:
Opnið
oggjörið svo vel aðganga innfyr-
ir.
Höfundur er að senda frá sér fyrstu Ijóöa-
bók í haust.
Barði Guðmundsson
Sonur þinn
er Sexí
Fallegi herðahreiði maðurinn er í
sundi.
Hann er kyntákn og hefur verið
l blöðunum.
Fólk dáist af stæltum líkama
hans.
Hann gengur um laugarbakkana
og stelpurnar hugsa:
Guð, hvað ég vildi óska að maður-
inn minn
væri svona ...
Og strákarnir hugsa:
Mikið djöfull vildi ég óska að ég
væri svona . . .
Fallegi herðabreiði maðurinn sem
er líka uppi,
keyrirheim til sín á hvítum Porsc-
he.
Heima í Íkeahúsgagnaíbúðinni
bíður móðir hans
með matinn.
Hvað er í matinn mamma? spyr
fallegi
herðabreiði maðurinn.
Saltkjöt og skyr, LiIIi minn,
svarar móðir hans.
Fallegi herðabreiði maðurinn lok-
ar sig
inn á herbergi og grætur.
Herðabreið kyntákn hafa líka til-
finningar.
Höfundur er leikari.
Helga Jóhannsdóttir
Nótt
/ skini mánans
komstu til mín
straukst mjúkum
fingrum
um hár mitt
dansaðir við nóttina
sem átti
okkur bæði
við gluggann
lék vindurinn
lag næturinnar
Og dagurinn beið
bak við tjaldið
uns skóhljóð þitt
fjaraði út
Höfundur er sjúkraliði í Reykjavík.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. OKTÓBER 1989
5