Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1989, Side 6

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1989, Side 6
Fyrsta ár lýðveldisins - komingdæmi afnumið - Loðvík XVI tekinn af lííi - styrjöld Franska stjórnarbyltingin VII. grein Jakóbínar töldust um 100, Gírondínar um 200 og rúm- lega 400 töldust til Fensins. Sætaskipun var þannig hagað, að í miðju sat Fenið, Jakóbínar til vinstri og Gírondínar til hægri. Fyrstu dagana voru samþykktar samhljóða yfirlýsingar um fordæmingu einræðis, harð- stjórnar og fordæmingu ,jarðalaganna“, en umræður um þau voru arfúr frá síðasta þingi. Þar höfðu komið fram kenningar um, að þar sem öll jörð hefði í upphafi verið eign konungs, sem hann hefði síðan úthlutað sem lénum, þá hlytu allar jarðeignir nú að vera eign þjóðar- innar, eftir að þjóðin tók völdin í eigin hendur. Því skyldi skipta þeim upp milli þeirra sem erjuðu jörðina. Valniy. Síðan hófst sigurför franskra hetjá; yfir landamærin til norð-austurs og suð- vesturs. Herir Frakka flæddu inn í Belgíu. í september var Savoyen og Nizza hertekn- ar. Dumuoriez sigraði heri Austurríkis- manna við Jemappes og Brussel var hertek- in í nóvember. Það slaknaði á spennunni milli Jakóbína og Gírondína við sigrana. Þann 19. nóvem- ber gaf þingið út yfirlýsingu til allra þjóða, sem óskuðu lausnar af klafa konunga, klerka og aðals með hjálp franskra hetja, og í desember var því lýst yfir að eignir forréttindastéttanna, kirkju og konungs yrðu fengnar í hendur þjóðkjörnum fulltrú- um hinna frelsuðu þjóða. Þessar yfirlýsingar vöktu mikla athygli um Evrópu. Þegar á leið reyndist reynsla hinna „frelsuðu þjóða“ af frönsku heijunum þess eðlis, að eignirnar lentu einkum í hönd- um franska hersins. Sú saga endurtók sig síðan í herleiðöngrum Napóleons um Italíu, sem voru í rauninni ránsferðir. Franski her- inn lifði á landinu, þar sem hann fór um, þess vegna gat hann fat'ið mun hraðar yfir en þeir herir sem þurftu að miða yfirferð sína við hraða birgðalestanna. Þessi aðferð Frakka varð ekki vel þokkuð af þeim sem urðu fyrir barðinu á frelsuninni og þar með þjófnaði og ránum franskra hersveita. Tals- Ríkið skyldi síðan kaupa uppskeruna og selja samkvæmt kaupgetu almúgans. Þar með yrði komið í veg fyrir brask með þýðingarmestu lífsnauðsyn almúgans. Eiðsvarnir klerkar og róttækustu smáborgararnir voru hlynntir til- Þjóðþingið kom saman 20. september 1792. Alls voru þingmenn 730. Jakóbínar höfðu hlotið alla fulltrúa Parísar, fylgi Gírondína var bundið við landsbyggðina, einkum vesturhéruðin, og Fenið var þriðji hópurinn sem studdi Gírondína framan af. eftir SIGLAUG BRYNLEIFSSON lögunum. En þær stönguðust algjörlega á við heilagan eignarrétt Mannréttindayfirlýs- ingarinnar og því voru „jarðalögin" for- dæmd. Konungsveldi var fordæmt og aflagt á fundi 21. september og lýðveldi stofnað á Frakklandi. Einn hinna eiðsvömu biskupa hafði þessi orð um konungdóminn: „Kon- ungar eru álíka ófreskjur í mannheimi og óvættir og ófreskjur í ríki náttúrunnar. Hirð- ir þeirra eru glæpavilpur, spillingarbæli og greni harðstjóranna, saga konungdæmanna er píslarsaga þjóðanna." ' Samþykkt var gerð um að lýðveldið væri „une et indivisible", eitt og ódeilanlegt. Þessi samþykkt stafaði af ótta um að viss öfl hefðu uppi ráðagerðir um stofnun sam- bandsríkis, svipaðs og Bandarikja Norður- Ameríku. Daginn eftir var samþykkt nýtt tímatal. Ný öld var talin hefjast 21. septem- ber með stofnun franska lýðveldisins sem öld frelsis og fijálsrar þjóðar. Fram til þess tíma hafði þjóðin vaðið í villu og svíma hjá- trúar og hindurvitna og því voru allar venj- ur og siðir fortíðarinnar, sem tengdust arf- helgum venjum og trúarbrögðum, hættuleg- ar og hemill á framvinduna, sem byggði á skynsemi og meðfæddri góð vild mannanna. Héðan í frá skyldu öll stjórnarskjöl tímasett með „Lýðveldið, ár I“. Þjóðþingsins beið gagngerð nýsköpun hins nýja samfélags, í andlegum efnum ekki síður en efnislegum. Ný ríkiskirkja, nýtt skólakerfi, nýir um- Kóngurinn — Danton og Robespierre. Senn kem- ur Napóleon til sögunn- ar Þegar kom fram á árið 1793 voru Frakkar komnir ístríð við margar Evrópuþjóðir. gengnishættir og tíska. Talað var um að allir borgarar klæddust samskonar flíkum. Þjóðlífið skyldi staðlað og mótað að al- mannaheill. Flokkadrættir Eftir þriggja daga samvinnu um þessar ályktanir hófust harðvítugar deilur Jakóbína og Gírondína með því, að Gírondínar báru upp þá tillögu, að Robespierre og Marat yrðu- gerðir þingrækir. Forsendurnar voru þær, að þeir hefðu hvatt til septembermorð- anna ásamt borgarstjórn Parísar. Þeir voru taldir hafa æst til óhæfuverka, sem væru stjórn landsins, þjóðinni og byltingunni til skammar og vektu hrylling allra siðaðra manna. Auk þess voru þeir, einkanlega Robespierre, taldir stefna að alræðisvöldum. Þessar tillögur hlutu ekki byr á þinginu. Robespierre sváraði eftir nokkra daga með skilmerkilegri ræðu (5. nóvember), þar sem hann hratt þessum ásökunum og skilgreindi einnig forsendur skoðanamismunar Jakób- ína og Gírondína. Jakóbínar væru fulltrúar róttækári hluta borgarastéttarinnar, einkum smáborgara, en Gírondínar fulltrúar efnaðri stéttanna. Þessa skiptingu mátti til sanns vegar færa. Fylgi Gírondína var eins og áður seg- ir einkum á landsbyggðinni og þeir óttuðust aukin áhrif Parísarmúgsins og vildu hamla sem mest gegn áhrifum Parísar. Gírondínar höfðu talið sig geta gengið á milli bols og höfuðs á Jakóbínum með þessum ásökunum. Þeir sátu í stjórn og réðu flestum nefndum þingsins og iykilembættum, en þeim tókst ekki þessi fyrsta atlaga. Þeir gættu þess ekki heldur að tryggja sér fylgi Fensins. Þegar afstaða þeirra til málshöfðunar á hendur Loðvík XVI kom í ljós rýrnaði fylgi þeirra bæði innan þings og meðal almúgans í París. Gírondínar þökkuðu sér sigurinn við verður hluti ránsfengsins rann til stjórnar- innar í París, t.d. helgigripir og listaverk úr kirkjum og einnig kirkjuklukkur, sem voru bræddar upp í fallbyssur í vopnasmiðj- um á Frakklandi. Málaferlin Yfir Konungi Málshöfðun gegn konungi var dómtekin 13. nóvember. Þann 20. s.m. fannst ,járn- skápurinn" í veggjum Tuileri-haliar, en þar fundust skjöl, sem sönnuðu þátt konungs í gagnbyltingunni og samsæri hans og óvina byltingarinnar gegn byltingarstjórninni. Einnig fundust ýmis gögn, sem snertu greiðslur konungs til Mirabeaus og fleiri. Jarðneskar leifar Mirabeaus voru því fjar- lægðar úr heiðursgrafreit Frakka, Panthen- on. Málflutningur gegn konungi hófst í des- ember. Fyrst reyndu Gírondínar að fá réttar- höldunum frestað eða máli hans vísað til úrskurðar þjóðarinnar, en það var fellt, ein- mitt af þeim, sem sí og æ vitnuðu til „vilja þjóðarinnar". Meðai þeirra var Robespierre. Enginn efaðist um að Loðvík XVI væri sek- ur samkvæmt þeim forsendum sem bylting- arstjórnin byggði á kröfuna um sök hans. Réttarhöldin stóðu lengi og skoðun konungs virðist hafa verið sú, að hann hefði barist fyrir þeirri stöðu og hefð, sem honum bar skylda til að rækja. Svör hans við yfir- heyrslum byltingarmanna voru því meira og minna út í hött, hann tók ekki mark á rannsókninni. Verjandi konungs gerði sitt besta. Þessi rannsókn og niðurstaða fór því fram yfir einstaklingi, sem konungur taldi sig ekki vera og væri honum algjörlega óviðkomandi. Hann virðist hafa verið þeirrar meðvitundar við réttarhöldin, að hann væri konungur Frakklands og sem slíkur varð

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.