Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1989, Page 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1989, Page 7
 hann ekki sakfelldur jné. dærrjdur af jarð- 1 íie^kufri dbrAurum'. Og' méð dómnum var sú Guðs náð, sem hann hlaut við konunglega smurningu, svívirt. Við þessi réttarhöld átt- ust við tveir heimar, fulltrúar mannréttinda og jafns réttar allra einstaklinga og fulltrúi guðlegs réttar. Þess vegna voru réttarhöldin að dómi konungs svívirðilegasta tegund af grófustu drottinsvikum, „feloní“ og jafn- framt guðníð. Konungur var ekki einn um þessa skoðun. Stór hluti frönsku þjóðarinnar var sama sinnis, eins og síðar kom á dag- inn, þegar uppreisnir hófust gegn bylting- ar-stjórninni í París. Þá var það sem trúar- leg meðvitund þjóðarinnar virtist blossa upp samfara hollustu við konungsvaldið. Um alla Evrópu var þessi skoðun ríkjandi meðal konunghollra þjóða og manna. A hinn bóg- inn töldu byltingarmenn konung skyldan til að hlýða kröfu „þjóðarinnar" um hollustu, eftir að „þjóðin“ hafði svipt hann hefð- bundnum rétti. Með aftöku konungs var lokaskrefið stigið, að þeirra mati, til al- gjörra slita við fortíðina og sögu kynslóð- anna, sem þeir töldu marklausa, þegar hér var komið. í þeirra augum var aftaka kon- ungs nauðsyn þjóðarinnar. Þingmenn sam- þykktu aftökuna, en margir þingmenn nauð- ugir af ótta við þrýsting frá borgarstjórn og Parísarmúgnum. Dauðadómurinn var kveðinn upp 15. janúar. AftakaKonungs Ráðagerðir voru um að bjarga konungi og fjölskyldu hans úr fangelsinú og einnig um að bjarga honum á leiðinni til aftöku- staðarins, en þessar ráðagerðir runnu allar út í sandinn. Konungur var fluttur í vagni borgarstjórans í París áleiðis til aftökustað- arins að morgni 21. janúar 1793. Allar göt- ur sem vagninn ók eftir voru varðaðar röð- um franskra varðliða frá Temple-fangelsinu til Byltingartorgsins, sem áður hét torg Loðvíks XV, en heitir nú Concorde-torg. Þar stóð fallöxin. Þétt röð hermanna stóð umhverfis aftökustaðinn og mikill fjöldi hafði safnast þar saman. Konungur gerði tilráun til þess að ávarpa múginn og tókst að lýsa því yfir, að hann fyrirgæfi fjand- mönnum sínum og að hann hefði verið neyddur til þess að samþykkja „kii’kjulögin“ á sínum tíma, en í þeim töluðum orðum var gefin fyrirskipun um trumbuslátt, svo að frekari ræða konungs varð ekki greind. Orð konungs um „kirkjulögin" á aftökustaðnum votta það hugarangur sem hefur þjakað hann vegna þess máls allt frá staðfesting- unni 22. júlí 1790. Síðan féll fallöxin og presturinn, sem fylgdi konungi og kraup við hlið hans, ataðist blóði hans. Hann hrað- aði sér brott og hvarf í mannfjöldann. Sjón- arvottar segja svo frá „að yngsti varðliðinn hafi tekið höfuð konungs upp og gengið með það umhverfis fallöxina og sýnt múgn- um“. Múgurinn þagði andartak, síðan laust hann upp ópi: „Lifi þjóðin“ og „lifi lýðveld- ið“. Ópin urðu háværari og margraddaðri. Fólk flykktist að fallöxinni og dýfði vasa- klútum í blóðið, sem flaut eftir pallinum „til minningar um þennan eftirminnilega atburð". Aftakan vakti hýsteríska gleðitilburði eða hrylling og skelfingu hjá þeim sem þorðu að láta slíkt í ljós. Yfirgangur róttækustu byltingarmannanna og Jakóbína var víða slíkur, að það gat verið hættulegt að tjá skoðanir sínar. Um Evrópu bar víða á skelf- ingu og hneykslun á þessum atburði og varð til þess að margir málsvarar byltingar- innar snerust gegn henni. Englendingar höfðu nokkra sérstöðu. Rit Edmunds Burkes hafði haft mikil áhrif þegar það kom út 1790 og nú sáu menn svart á hvítu rétt- mæti skoðana hans um hvert byltingin myndi leiða þjóðina. Einnig hafði fjöldi flóttámanna flúið til Englands og stjórnvöld voru andsnúin byltingarstefnunni þegar hér var komið. Viðbrögðin voru mjög ákveðin á Englandi bæði í ræðu, riti og myndum. Byltingarmönnurn var úthúðað sem frum- stæðum sorplýð óg skríl og Jakóbínar eink- um hrakyrtir. Þeir sem höfðu sýnt samúð með frönsku byltingunni þar í landi áttu ekki annars kost en að láta sem minnst á sér bæra. Á Frakklandi mögnuðust andstæðumar. Þeir sem höfðu greitt atkvæði með aftöku konungs urðu enn harðari en áður gegn andbyltingunni og erlendu innrásarliði. Þeir gátu búist við hefndarráðstöfunum, ef kon- ungssinnar næðu völdum og urðu þess vegna að sigra. Konungssinnar erlendis lý§tu dauðasök á hendur konungsmorðingj- unum. Gagnbyltingarmenn efldust í and- stöðu sinni og andrúmsloftið var víða þrung- ið kvíða og hryllingi. Styrjöldin Þingmenn og stjórnmálamenn ásamt blaðaskrifurum og deiluritahöfundum höfðu undanfarin þijú ár pí^að upp þjþðerniseld-. móð meðal Frakka, ekki síst í stórborgun- • um, þar sem áhrifa Jakóbína gætti mest. Sigrarnir á vígstöðvunum við Valmy ,og víðar og ránsfengur franskra heija í ná- grannalöndunum magnaði enn meira þessa kennd og sjálfsréttlætinguna um hlutverk franskta heija sem boðbera frelsis og mann- réttinda. Valdabarátta Gírondína og Jakób- ína kom þar niður, að Gírondínar urðu að hvetja til styrjaldar, þótt mörgum þeirra væri það þvert um geð. Stríð og bylting' fór saman. Sá eða þeir sem andæfðu stríði voi’u gagnbyltingarmenn. Þessi samsvörun varð ekki hrakin. Viðbrögðin við aftöku Loðvíks XVI í flestöllum löndum Evrópu voru að margra áliti móðgun við „frelsið" og „þjóð- ina“. Frakkar álitu sér alla vegi færa og lýstu styijöld á hendur Englendingum og Hollend- ingum 1. febrúar og í marsmánuði á hendur Spánvetjum og bráðlega var svo komið, á árinu 1793, að Frakkar áttu í styijöld við allar þjóðir Evrópu utan Norðurlanda og Sviss. I marsmánuði voru hersveitir Frakka á undanhaldi. Dumouriez varð að hverfa frá Brussel og í apríl leitaði hann hælis hjá Austurríkis- mönnum sem pólitískur flóttamaður. Til- Robespierre lék mörgvm skjöldum og þrátt fyrir persónutöfru hans fór nii senn að halla undan fæti. Loðvík XVI var tekinn af HG við tryll- ingslegan fógnuð múgsins. raunir hans til að stefna her sínum til París- ar mistókust. Lafayette hafði einnig reynt að stefna liði til Parísar í ágúst árið áður, en mistekist. Þessir hershöfðingjar höfðu talist til frumkvöðla byltingarinnar 1789. Á Stéttaþinginu 1789 og fram á mitt ár 1792 hafði byltingin stefnt í þá átt, sem þeir og fjöldi þjóðarinnar hafði aðhyllst. En eftir 10. ágúst áttu við orð Dantons: „Við gerðum ekki byltingu, byltingin gerði (réð gerðum okkar) okkur.“ Þáttaskilin verða haustið 1792. Valdabarátta forustumanna Jakobína og Gírodína snerist um hvaða stefnu bylting- in tæki og til þess að móta stefnuna þurfti völd og sá sem sá skýrast hvert ætti að stefna og var jafnframt altekinn hugsjónum um ríki frelsis og jafnréttis var Robes- pierre. Valdabarátta hans var til þess eins að fullkomna framtíðarhugsjón byltingar- innar. Robesperre bjó vfir svokölluðum „charisma“, ovenjuíeguni persónuleil^a og krafti sem stafaði af því að „hann vissi nákvæmlega hvað ætti að gera og trúði öllu sem hann sagði“ (Mirabeau). Robes- pierre vissi að byltingunni yrði borgið með styrjöldinni og því varð öllu að fórna vegna stríðsrekstrarins, jafnvel „frelsi“ og „eignar- rétti" að einhveiju leyti. Styijöldinni fylgdu_ stóraukin umsvif og afskipti ríkisvaldins. í september 1792 var ákveðið fast verðlag á korni vegna nauðsynj- ar hersins, en það vakti slíka ókyrrð meðal bænda, að verðlag var aftur gefið fijálst í desember sama ár. Embættismönnum ríkis- ins fjölgaði, fulltrúar ríkisins áttu að sjá um kornkaupin fyrir herinn og einstaklingum var falið að sjá hernum fyrir margvís- legustu nauðsynjum. Þessum afskiptum fylgdi stórfelit brask og það krafðist eftir- litsmanna stjórnarinnar og borgarstjórn- ajma. Dýrtíðin óx, verðbólgan fór upp úr öllu valdi og skortut’ nauðsynja vakti upp- hlaup og ókyrrð. Miklar sögur gengu af óhemjugróða birgðasala hersins og einnig af hamstri og okri. Atvinnuleysi, skortur og eymd almúgans fór vaxandi veturinn 1792-93. Ráðist var á verslanir nýlendu- vörukaupmanna, þvottakonur heimtuðu fast verð á sápu og öðrum nauðsynjum, og skort- ur var á kaffi og sykri vegna stríðsins við Englendinga og uppreisna í nýlendum Frakka í Vestur-Indíum. í marsmánuði bíða Frakkar frekari ósigra og tortryggnin gegn herforingjunum eykst. Til að friða þvottakonurnar í París, var verðstöðvun á sápu og nokkrum matvæla- tegundum framkvæmd, en það dugði lítt til þess að lina skort almúgans. Hvorki Gírondínar né Jakóbínar gátu með góðu móti komið til móts við kröfur almennings um fast verðlag, vegna yfirlýstrar stefnu, sem var byggð á friðhelgi eignarréttarins og frelsisins. Það er þess vegna sem flokk- ur manna hefst til nokkurra áhrifa vinstra megin við róttækustu Jakóbína, sem nefnd- ust „enragés" eða bijálæðingarnir eða hinir óðu. Þeir kröfðust verðbindingar og eftirlits ríkisins með verðlagi iðnaðarmanna og land- búnaðarvara, atvinnutrygginga og aðstoðar við þá verst settu. Stefna þeirra var í raun afturhvarf til staðlaðs samfélags, ríkisaf- skipta og ríkisrekstrar verkstæða og verk- smiðja, einokunarverslunar og haftá eins og þau höfðu verið á dögum einvaldsstjórn- aririnar. Jacques Roux fyrrverandi ábóti hvatti til hunguróeirða í fátækrahverfum Parísar í febrúar 1793 og það var hann sem talaði stríðast gegn hömstrurum og bröskur- um á þinginu, svo strítt að Robespierre tók eitt sinn af honum orðið. Hann var einnig grunaður um að styðja ,jarðalögin“, en sú stefna, sem í þeim fólst, var þingmönnum slík ógn, að þingið samþykkti lög um að hver sá sem minntist á þá stefnu eða talaði fyrir henni hlyti dauðarefsingu. Þessi lög voru sett 18. mars. í júní voru samþykkt ný stjórnarlög, runnin undan rifjum Jakó- bína á þjóðþinginu. Seint á sama ári hélt Jacques Roux fræga ræðu í tilefni þessara laga sem var nefnd síðar „Yfirlýsing hinna góðu“. Þetta var árás á stjórnarlög: „Hafið þér lagt bann við braskinu? Nei. Hafið þér lagt dauðarefsingu við svindli? Nei. Hafið þér skilgreint í hveiju verslunarfrelsið er fólgið? Nei. Þess vegna tilkynnum vér yður, að þér hafið ekkert aðhafst til að auka ham- ingju og bæta kjör almúgans. Frelsi, tó- myrði, meðan einn hópur myrðir annan með hungri. Jafnrétti, tómyrði, meðan hinir ríku hafa þau réttindi að ákvarða jafningjum sínum líf eða dauða. Einnig er lýðveidið tómyrði þar sem gagnbyltingin eflist með hveijum deginum. í fjögur ár hafa aðeins hinir auðugu haft einhvern ábata af bylting- unni. Hinir auðugu hafa samið lögin og eðlilega þeim auðugu í hag.“ Ósigrarnir við landamærin mögnuðu átökin milli Gírondína og Jakóbína og svo var komið, að Robespierre leitaði eftir stuðn- ingi „buxnaleysingjanna" gegn Gírondínum í ræðu 24. apríl. Gírondínar töldu Robes- pierre vinna að því að gera þá áhrifalausa á þinginu og þar með þingið strengbrúðu hans. í maí talaði Gírondíninn Isnard: „Ef þingið verður auðmýkt, þá verður París eydd. Senn munu menn leita við bakka Signu, þess staðar, þar sem París eitt sinn stóð.“ Með þessum orðum innsigluðu Gírondínar dauðadóm sinn formlega. Það var 24. febrúar sem þjóðþingið sam- þykkti útboð 300.000 hermanna vegna ófara franskra hetja og ískyggilegra horfa innan- lands. Útboðið hafði hrikalegar afleiðingar, sem tengdust kúgun og terror Jakóbína á landsbyggðinni. Uppreisnin hófst í Vendée, héraði á vesturströnd Frakklands, og barst fljótlega út til nágrannasýslnanna. Áttunda og síðasta grein Siglaugs um frönsku byltinguna birtist innan tíðar. JÓN GNARR Ber þaðekki íaugun? ber það ekki í augun að sjá mig svona? að sjá krypplinginn falast eftir ást? ber það virkilega ekki í augun að sjá mig svona blindfullan grenjandi úr mér fyrírlitninguna á sjálfum mér? segðu mér að það berji ekki íaugun segðu það satt segðu það trúverðugt og þá skal ég skríða burtu og leita skjóls undir öðrum steini Helena þá var sól við gengum niður með ánni héldumst í hendur og fléttuðum fingur einsog smákrakkar þegar ég svo snerti bijóst þín í lautinni bakvið hólinn fór um mig skjálfti og éggróf andlitið ofaní ilmandi lyngið og lyngið það lyktaði af þér Jón Gnarr hefur gefið út eina Ijóðabók. Fyrsta skáldsaga hans kemur út í þessum mánuði. Þór Indriðason í grasa- garðinum Það lýsir af degi, og Janus vísar leiðina að skrúðhúsinu. Hin ólétta í okkar hópi kvartar undan svima og Gunna talar andaktug um Pound (sem því miður er forfallaður. Hann er upptekinn við hagmæl- ingar.) Við fylgjumst með brystlingunum hertaka himininn, og látum teið kólna. Elín, fögur sem öspin, dúðuð í ref og snjótígur hlýtur aðdáun okkar allra. Og jafnvel sá besti okkar fær ekki lýst þessari stund í Jjóði. Höfundur er ungur Reykvíkingur. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. OKTÓBER 1989 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.