Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1989, Page 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1989, Page 8
Ungir munkar. Móðir og barn og hundur á gangi um þorjrið. Lítill drengur í hengirúminu og vonandi hefur tekist að hreinsa hið illa burt úr sálinni hans. Sverrir Vilhelmsson ljósmyndari Morgunblaðsins ferðaðist um ýms lönd Austurlanda fjær fyrir nokkru og hefur ein grein hans frá Víetnam birst í sunnudagsblaði Morgunblaðsins. Hér er viðfangsefni ljósmyndarans börnin í Thailandi, flestar myndanna eru teknar úti á landsbyggðinni enda búa um 80% thailensku þjóðarinnar í sveitunum. tengja þeirra gömlu trú að sé rétta nafnið notað á fyrstu þtjátíu dögum ævinnar muni það vekja athygli andanna á barninu með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Sé nú thailensk móðir úti að ganga með litla sæta barnið sitt hvarflar ekki að neinum að gefa yfirlýsingar um það öðruvísi en eitt- hvað á þessa leið: „Ó, hvað þú átt ljótt lítið skrímsli." Augljóst er að andarnir ágirnast þá ekki barnið og það er hólpið um sinn. Thailendingar eru ntjög elskir að börnum sínum, og andstætt víð það sem margir á Vesturlöndum halda að umhirða sé af skorn- urn skammti má sjá þessa umhyggju for- eldra og ættmenna fyrir börnunum. Foreldr- arnir reyna að gefa þeim allt það besta sem þeir eiga en vegna fátæktar eru börn látin fara að vinna ung til_ að létta undir með mannmörgu heimili. í strætisvögnum má oft sjá fúllorðið fólk standa upp fyrir börnum og kæmi það sennilega ýmsum hér spánskt fyrir sjónir. Ef aðstæður foreldra eru mjög erfiðar kemur fyrir að börn eru skilin eftir við musteri og þau eru síðan alin upp af múnk- um eða nunnum. Það er raun foreldrum að þurfa að grípa til þessa en þar með vita þeir líka að börnin munu hafa í sig og á og fá kennslu og leiðsögn sem ella væri ekki unnt að veita þeim. Börn gleðjast og gráta alls stað- ar eins. að er gömul trú í Thai- landi að andi sendi börnin í maga möðurinnar. Nú um stundir er þó líklegra að faðir óléttrar stúlku sem segði að andi hefði barnað -sig myndi kreíja hana um nafnið á andan- um. En hvað sem líður vitneskju Thailendinga um hvernig börnin verða til og koma í heim- inn, breytir það ekki gömlum siðum. Þeir eru haldnir í heiðri og hversu framandi sem þeir koma okkur fyrir augu og eyru felst í þeim öllum ákveðið samræmi og rökvís hugsun. Þremur dögum eftir fæðingu barns er haldin svokölluð than khwan sam wan- athöfn og er þá barnið sett í hengirúm og síðan er því juggað fram og aftur. Þar með mun hið illa skiljast frá og hið góða er eft- ir. Að svo búnu er gömul kona fengin til að „kaupa“ barnið af andanum fyrir smá- pening. Þess er gætt að sú kona sé aldrei úr fjölskyldu barnsins. Þetta er gert til' að leika á andann. Dytti í hann að koma aftur og sækja barnið kemur andinn á rangan stað og þar með að tómum kofunum. Á fyrstu ævidögum barnsins er því gefið nafn, foreldrarnir leita oft til múnks um að velja nafnið og er það oftast tveggja eða þriggja atkvæða orð. Það er hið opinbera nafn en til viðbótar eiga allir sitt gælunafn, stutt orð sem hefur venjulega ákveðna merkingu. Meðal slíkra nafna eru froskur, svín, rotta, ungi, feitur og margar útgáfur af lýsingarorðinu mjór. Hugmyndina má Börn í Thailandi

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.