Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1989, Side 15

Lesbók Morgunblaðsins - 28.10.1989, Side 15
i qqu ^fd j; \f/n go i£fnif)*rf 1 qqo Bl&fic-svæðinú 7.169-kr.. i-js; pm„.i Fjarlægð á flugvöll: Genf — 2 klst. Ferðaskrifstofa: (010 33)5021 2728 Montgenévre Snjóþykkt: 5 Sérfræðiálit: Héðan er hægt að leggja upp í ævintýralega ferð um stórbrotið landslag langt inn í ít- alíu. Að skíða til Sauze d’Ouix og til baka er góð dagsferð fyrir skíða- fólk með miðlungsgetu. Stórbrotið útsýni, þegar rennt er inn í Ítalíu. Hæð skíðasvæðis: 1.850 m Hæðarmunur: 1.350-2.600 m Tengist við: Claviere og Césana Torinese í Ítalíu Vaktaðar brautir: 300 km af „Milky Way“-hringnum. Auðveldar brautir: 47 Miðlungs brautir: 37 Erfiðar brautir: 10 Skilyrði utan brauta: Mjög víðfeðm. Lyftuijöldi: 94 Séx daga skíðapassi: Rúmlega 4.615 kr. Fjarlægð á flugvöll: Grenoble — 3'/z klst. Torino — 2'k klst. • Ferðaskrifstofa: (010 33)9221 9046 La Plagne Snjóþykkt: 7 Sérfræðiálit: La Plagne, séð í gegnum skýin, hefur svipað að- dráttarfifl og orustuskip! Hæð skíðasvæðis: 1.800-2.100 m Hæðarmunur: 1.250-3.250 m Tengist við: Montchavin, Les Coches, Champagny, Montalbert Vaktaðar brautir: 200 km Auðveldar brautir: 64 Miðlungs brautir: 36 Erfiðar brautir: 7 Skilyrði utan brauta: Góð Nýjungar: 2 hótel, næturklúbbur. Lyftufjöldi: 100 Sjö daga skíðakort: 7.611 kr. Fjarlægð á flugvöll: Genf — 4 klst. Ferðaskrifstofa: (010 33)7909 7979 Serre-Chevalier Snjóþykkt: 5 Sérfræðiálit: Bærinn er ekkí að- laðandi, í raun ljótur, en við hann tengjast mörg falleg þorp. Skíða- svæðið er rólegt og ánægjulegt að skíða þar. Víða góður púðursnjór. Hæðskíðastaðar: 1.350-1.500 m Hæðarmunur: 1.350-2.780 m Tengist ekki við önnur svæði Vaktaðar brautir: 200 km Auðveldar brautir: 32 Miðlungs brautir: 46 Erfiðar brautir: 12 Skilyrði utan brauta: Mjög góð Nýjungar: 2,2 km svigbraut. Lyftufjöldi: 75 Sjö daga skíðakort: 7.169 kr. Fjarlægð á flugvöll: Torino — 3 klst. Grenoble — 21h klst. Ferðaskrifstofa: (010 33)9224 7188/0034/4198 Val D’Isere/Tigues Snjóþykkt: 8/9 Sérfræðiálit: Besta og skemmti- legasta skíðasvæðið. Næstum ótak- markaðir möguleikar fyrir alla við öll snjóskilyrði. í öllu fríinu er alltaf hægt að reyna sig á nýjum braut- um. Erfitt að vera þar, nema að þú getir annaðhvort skíðað vel eða dansað af krafti! Hæð skíðastaðar: 1.850-2.000 m Hæðarmunur: 1.550-3.488 m Tengist ekki öðrum svæðum. Vaktaðar brautir: 300 km Auðveldar brautir: 84 Miðlungs brautir: 34 Erfiðar brautir: 10 Skilyrði utan brauta: Mjög góð. Nýjungar: Stólalyfta, miðstöð „Club Mediterranée". Lyftufjöldi: 102 Sex daga skíðapassi: 7.169 kr. Fjarlægð á flugvöll: 5 klst. Geta myndast langar biðraðir um helgar. Ferðaskrifstofa: (010 33)7906 1083/1555 Snúið og staðfært upp úr „The Times“ A eigin vegum: Á árabáti í Noregi og Bandaríkj unum Onýttur möguleiki á Islandi? Alþjóðaróðrasambandið stóð fyrir vikufcrðutn í Noregi og Bandá- ríkjunum fyrir meðlimi róðrafélaga í sumar. Ég ræ á Ziirichvatni og (Ireif mig með. Finni, sem er í ferðastjórn sambandsins, sagði að Island væri meðlimur en hefði sig ekkert í lrammi. Dani sagðist hafa sent róðrasambandi íslands bréf en aldrei fengið svar. Ég veit því miður ekkert um róður á íslandi en kannski leynast þar ræðar- ar sem gætu haft áhuga á ferðum alþjóðasambandsins. Þær eru á viðráðaniegu verði og gefa kost á að sjá og kynnast þjóðum á nýst- árlegan hátt. Úr árabáti! Næsta ferð verður í Rússlandi í júlí 1990. Við vorum 107 frá 11 löndum og rerum 22 bátum 160 km í Nor- egsferðinni um miðjan júní. Flestir bátanna voru fimm manna með hjólasætum, fjórir ræðarar með eina ár hver og stýrimaður. Róðra- félagið í Arendal, sem er um 250 km fyrir sunnan Osló, skipulagði ferðina með norska róðrasamband- inu. Félagið er frekar fámennt, því norskir unglingar vilja heldur þeyt- ast um á hraðbátum en fara rólega á róðrabátum. Margir kunna víst ekki einu sinni að róa. En félagið vonaði að heimsókn útlendinganna myndi vekja áhuga á íþróttinni og lagði sig fram um að skipuleggja ferðina sem best. Okkur var komið fyrir í einföld- um sumarbúðum á eyjunni Tromöy. Við vorum fjórar í herbergi og fjörutíu í húsi um þrjú klósett og þijár kaldar sturtur. Maturinn var ýmist fiskbollur eða kjötbollur, fiskbúðingur eða kjötbúðingur með sósu og soðnum kartöflum. Frakk- arnir söknuðu brauðs með matnum og við hin fersks grænmetis en Norsararnir bættu fyrir allt með því að hafa flott kalt borð í hádeg- inu þegar við fórum í rútuferðalag og fínan kvöldverð í lokin. Ský dró einu sinni fyrir sólu í örstutta stund allan tímann. Veðrið var þurrt og gott að það var bann- að að kveikja bál í sketjagarðinum á Jónsmessunótt vegna eldhættu. Þá var siglt með okkur milli eyj- anna, sungið dansað og drukkið langt fram á nótt og samt voru Lagt að í Noregi. En það voru nógu margir tveggja manna bátar með hjólasætum til staðar og róðurinn var góður svo bið og langur akstur skipti ekki allt of miklu máli. Við vorum 40 frá 10 löndum og héldum til á fund- arsetri meþódista skammt frá bæn- um Andover. Þar mátti ekki hafa áfengi um hönd svo liðið drakk í laumi á herbergjunum og þóttist þurfa kaldan bakstur þegar það bað um ís í eldhúsinu. Við rérum 150 km á Concord og Merrimack sem Henry David Thoreau skrifaði um í sinni fyrstu bók „A Week on the Concord and Merrimack Rivers“. Það var mikið í ánum eftir rigningarnar á austur- strönd Bandaríkjanna í sumar svo þær voru straumharðari en venju- lega. Við höfðum þó af að róa rúma 22 km á móti straumnum einn morguninn og nutum bakaleiðar- innar daginn eftir. Þá stímdu reyndar tveir á stein og settu gat á bátinn og aðrir á brúarstólpa og hvolfdu en allir komust leiðar sinnar. Meðalaldurinn í ferðunum var líklega um fimmtugt. Hinir elstu voru komnir yfir áttrætt og hinir yngstu um tvítugt. Sumir voru gamlir kappræðarar en flestir bara venjulegt fólk sem hefur gaman af að reyna dálítið á sig við róður en er ekkert að flýta sér. Norður- landabúar nefndu að þeir vildu fara í róðraferð til íslands. Þeir eru vanir bátum með föstum sætum svo það stendur þeim ekki fyrir þrifum. Hver veit nema einhverjir gætu grætt á að bjóða upp á skipu- lagðar róðraferðir á íslandi. Éða er íþróttin dauð í landinu? Texti og myndir: Anna Bjarnadóttir Tekist á við árarnar. ailir mættir í rúturnar klukkan hálf níu daginn eftir eins og endra- nær til að fara í bátana. Við rerum frá Grimstad, þar sem Teije Viken lagði frá í kvæðabálki Ibsens, norð- ur til Risör og þaðan aftur til Arendal. Við höfðum nesti með og röskuðum ró berrassaðra barna og hálfnakinna kvenna á ströndinni til að borða það í hádeginu. Á kvöldin var rölt um eyjuna, litið inn á veifingahús og spjallað saman. Nokkrir úr Noregsferðinni voru líka mættir í Massachusetts í Bandaríkjunum í lok ágúst. Meðal annars karl úr klúbbnum mínum sem gerir held ég ekkert annað en róa og fara í róðraferðalög út um alla Evrópu. Þetta var fyrsta skemmtiróðraferðin í Bandaríkjun- um og hún var ótrúlega illa skipu- lögð. Tveir bræður og konurnar þeirra sáu um hana. Blessað fólkið. Dagsferðir og1 helgarferðir hér heima Þeir sem kynna sér ferðaáætlun Ferðafélagsins ár hvert sjá að dagsferðir eru skipulagðar alla sunnudaga árið um kring og aðra frídaga sem til falla. Ferðirnar eru fyrir brattgenga og cinnig hina sem ekki vilja þenja sig um upp um fjöll og fírnindi. Það gefúr augaleið að skipulagi þessara ferða verður að haga eftir árstíðum. Nú í skammdeginu eru dags- ferðir í nágrenni Reykjavíkur. Brottför frá Umferðarmiðstöðinni kl. 13.00 og komið til baka um kl. 18.00. Síðasta sunnudag í október er ekið að Höskuldarvöllum súður á Reykjanesskaga og gengið þaðan á Trölladyngju (375 m). í nóvem- ber eru skipulagðar fjórar dags: ferðir þann 5., 12., 19. og 26. í fyrstu ferðinni er ekið að Brautar- holti á Kjalarnesi og gengið þaðan um Músarnes. Þetta er afar létt rölt um sléttlendi. Þá kemur gönguferð á Mosfell (276 m) í Mosfellssveit. Ekið verður að Hrísbrú og gengið þaðan. Gönguf- gerð suður með sjó er næst á dagskrá. Ekinn er gamli vegurinn framhjá Stóru-Vatnsleysu og far- ið úr bílnum á móts við Flekkuvík. Þaðan er gengið með strönd Keil- isness og að kirkjustaðnum Kál- fatjörn. Prestssetur var þar til 1907, en þá var sóknin lögð til Garða á Áiftanesi. í landi Kálfa- tjarnar er gamla íjárborgin, Stað- arborg, hringlaga, og snilldarlega hlaðin. Hún er talin nokkur hundr- uð ára. Frá Kálfatjörn er gengið að Staðarborg (2-3 km) og að Keflavíkurvegi þar sem rútan bíður. í þessari ferð er margt að sjá sem minnir á lífsbaráttu fólks á fyrri tíð. Dagsferðum í nóvem- ber lýkur með gönguferð á Helga- fell (338 m), suðaustur frá Hafn- arfirði. — f desember eru einung- is þijár ferðir. Fyrsta er fjöruferð frá Gufunesi í Blikastaðakró. Næsta sunnudag verður gengið á Reykjafell (268 m) og Reykja- borg, hæðimar sem blasa við þeg- ar ekið er um Vesturlandsveg. Síðasta dagsferðin á þessu ári verður sunnudaginn 17. desem- ber. Þá verður gengið á Esju- Kerhólakamb (856 m). Það er áratuga hefð hjá Ferðafélaginu að ganga á Esju um vetrarsólstöð- ur. Stór hópur fólks lætur ferðina ekki fram hjá sér fara hvernig sem viðrar. Aðventuferð til Þórsmerkur verður helgina 24.-26. nóvember. Brottför kl. 20.00 á föstudegi. Fararstjóri skipuleggur göngu- ferðir um Mörkina og á laugar- dagskvöld verður margt sér til gamans gert á kvöldvöku í Skag- fjörðsskála. Síðasta ferð ársins er áramóta- ferð til Þórsmerkur. Þetta er fjög- urra daga ferð. Brottför kl. 7.00 laugardaginn 30. desember, kom- ið til baka þriðjudaginn 2. janúar. Að kveðja gamla árið og fagna því nýja í Þórsmörk er keppikefli margra. Gönguferðir eru skipu- Iagðar um fjöll eða láglendi eftir aðstæðum og kvöldvökur með fjölbreyttu efni. Á gamlárskvöld er áramótabrenna og veður ekki látið koma í veg fyrir dans í kring- um bálið með tilheyrandi söng. I Þórsmerkurferðum er alltaf gist í Skagfjörðsskála í Langadal. Þar er aðstaðan eins og best ger- ist í óbyggðum. Svefnrými stúk- að, tvö eldhús með öllum nauðsyn- legum áhöldum og rúmgóð setu- stofa fyrir kvöldvökur. Óþarfi er að leggja niður ferða- lög þótt líða taki á haust. Stutt dagsferð er hressandi. Látið ekki skammdegið líða án þess að viðra ykkur dagsstund úti í náttúrunni. Sæluhús Ferðafélagsins LESBÓK M0R6UNBLAÐSINS 28. OKTÓBER 1989 15

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.