Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1989, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1989, Qupperneq 3
irgpáig M, iO. R Q Jjj N B V A O S_ l_ N JL Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. AÖstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Simi 691100. Forsíðan Þær Hallfríður Guðmundsdóttir og Kolbrá Höskulds- dóttir voru skiptinemar í Panama og segja hér í blaðinu frá því sem á dagana dreif í landi Noriega. Þótt þar sé margt lævi blandið, er þar einnig sól og sandur og er myndin á forsíðunni af Hallfríði, sem hefur mótað andlit í sandinn. Kvennalisti er ekki bara nútíðarfyrirbæri. Einn slíkur kom fram við alþingiskosningarnar 1922 og skrifar Gísli Jóns- son menntaskólakennari á Akureyri um þetta fram- boð og þann sigur sem listinn vann í kosningunum þegar Jón Magnússon, fyrsti forsætisráðherra ís- lands, leitaði síðast kjörfylgis, en Jónas Jónsson frá Hriflu í fysta sinn. Það er fyrri hluti greinarinnar sem hér birtist. Stuttgart er listaborg eins og fleiri þýzkar borgir. Þar er eitt glæsilegasta listasafn landsins í nýrri byggingu, sem þykir perla í nútíma húsagerðarlist. Lesbókin var á ferðinni í Stuttgart og leit inn í Staatsgalerie. Galant er til umíjöllunar í bílaþætti Lesbókar. Þessi milli- stærðarbíll frá Mitsubishi fæst nú sem hlaðbakur og er í alla staði hinn álitlegasti valkostur fyrir þá sem hugleiða að kaupa bíl sem kostar í kringum 1300 þúsund. Eitt Ijóð á þremur tungumálum CHRISTIAN MATRAS Eydna Tann eydna, sum tú droymdi um á nátt hon fleyg sum fuglur yvir foldum hátt — hann skeyt sær niður í titt dreymahav og dró sær æti við eitt knappligt kav. Men aftur spenti hann sítt stolta flog og hvarv í loftahædd sum himnaboð — í örviti tú sólarljóman sá, sum gylti fjaðrar, tá hann burt sær brá. Hamingja Þýðing: Þorgeir Þorgeirsson Þig dreymdi í nótt um hamingjuna. Hún flaug hátt í líki fugls við klettabrún en stakk sér örskotsandartak á kaf til ætisleitar niðrí draums þíns haf kom státinn upp og hvarf í heiðið blátt með himinsendiboðans vængjaslátt. Þú starðir örvilnaður á þann glans sem ársólargullið brá um vængi hans. Lykken Þýðing á dönsku: William Heinesen Om lykken drömte jeg í nat — den fór í fugleflugt höjt over hav og jord. Et nu í örnesnare kast den gled fra höjden í mit drömme-havdyb ned. Men atter stolt den spændte fanget ud og svandt í hvælvet som et himmelbud. I vildelse jeg sá det gyldne skær af árle solskin í dens blanke fjer. Eitt kunnasta Ijóð faareyska skáldsins og málfræðingsins Christians Matras (1900-1988) fjallar um hamingjuna og drauminn i mynd sem eins gæti þó verið einber náttúrulýsing. Þetta fínlega kvæði hefur verið þýtt bæði á íslensku og dönsku. Oft getur verið gaman að því að skoða hvernig ein og sama hugsunin fæst orðuð á mismunandi tungumálum. Og hér þirtist kvæðiö á frummálinu ásamt þáðum þess- um þýðingum í von um það að einhverjir þeirra sem öll þrjú málin skilja hafi gaman af þessháttar samanburði. Að berjast til fátæktar Flestir þekkja þá tilfinningu eftir ferðalög eða dvöl í útlöndum um lengri eða skemmri tíma, að það er tilhlökkunarefni að koma heim, ekki síður en að leggja af stað. Ég hef líkt og aðrir fundið þetta og kann því vel, þegar flugfreyjur segja “Vel- komin heim“ eftir lendingu í Keflavík. Er- lendur ferðalangur hafði orð á þessu og vissi ekki til þess að svo heimilislega væri tekið til orða annarsstaðar. Hann bað mig að getá þess í Lesbók, að sér líkaði þetta vel og ég tek undir það. Við heimkomu í októberbyijun fann ég þó örla á blendinni tilfinningu og óskemmti- legri. Ekki var hún vegna vissunnar um skammdegi í nánd með hálku og öðru því sem vetrinum fylgir. Og ekki var hún bund- in kvíða fyrir því að hefja aftur störf á Lesbókinni eftir næstum þriggja mánaða frí. Ég fann þegar ég skoðaði hug minn betur, að þessi tilfinning stóð í sambandi við almennt ástand í þessu landi og ágerð- ist um leið og maður hafði lesið blöðin. Fréttimar voru af töpum, gjaldþrotum, au- knu atvinnuleysi og annarri efnahagsslegri óáran. Vinsælasta umræðuefnið virtist þó vera brennivínsúttekt eins ráðherrans til að hygla pólitískum samstarfsmanni á afmæli hans. Stundum er gott að komast ögn í burtu frá japli, jamri og fuðri landsmálanna; frá síbyljunni og allri prentsvertunni og þá spyr maður sjálfan sig og aðra: Hverskonar þjóð- félag er þetta eiginlega? Um það bil 60-70 þúsund fjölskyldur ættu að geta lifað kóng- alífi héma, ef þjóðarbúskapnum væri stjóm- að eins og marghliða og flóknum fyrirtælq- um er stjórnað í alvöru löndum. Tökum til dæmis fyrirtæki eins og Volvo, sem er það stærsta á Norðurlöndum og skilar góðum hagnaði. Hver er þá ástæðan fyrir því að þessum fáu fjölskyldum dugar ekki einkaafnot af íslandsmiðum ásamt tæknilega fullkomnum fiskiskipaflota og harðduglegri sjómanna- stétt, svo það eitt sé nefnt sem þyngst veg- ur tekjumegin? Margir þykjast þekkja svar- ið og telja það felast í þeirri sorglegu stað- reynd að við emm sífellt að sá í svo grýttan jarðveg, að uppskeran er engin. Afrakstur- inn af fjármagninu nær ekki einu sinni upp í núllið. Með öðrum orðum: Það eru hinar endalausu, óarðbæru fjárfestingar, sem em að koma okkur á vonarvöl. Venjulega em þessar fjárfestingar af pólitíkum rótum mnnar; ákvarðanir um þær teknar af stjórnmálamönnum, sem gmnur leikur á að hugsi of oft um eigin hag, til dæmis þingsætið sitt, og em með þessu ráðslagi að kaupa sér atkvæði og vinsældir. Ábyrgðarleysið ræður of oft ferðinni í stjórn- kerfínu og stundum em ábyrgðarlausir sér- fræðingar kallaðir til ráðgjafar. Kröfluvirkj- un er dæmi um víðtækt ábyrgðarleysi stjóm-. valda og sérfræðinga og afleiðingarnar em baggi, sem bæði við og börnin okkar þurfa að bera. En það skiptir engu máli fyrir þá sem að því stóðu; þeir bera enga ábyrgð. Aftur á móti: Ef Olafur Jóhann tæki svo hrapallegar ákvarðanir fyrir Sony, fengi hann pokann sinn á stundinni. Til em þeir sem telja að allt þetta ólán stafí af því að við búum ekki við alvöru lýðræði, þar sem öll atkvæði vega jafnt. Það út af fyrir sig er óviðunandi ranglæti, en hygg að það geti verið margar og flókn- ar ástæður fyrir skorti á pólitísku siðferði. Ein er til að mynda sú, að þegnarnir láta bjóða sér það. Þeir láta bjóða sér skussa og kjósa þá jafnvel aftur og aftur af flokks- tryggð og vana. Þeir láta bjóða sér vitn- eskju um spillingu meðal æðstu embættis- manna, sem hefur trúlega lengi viðgengist, en komst uppá yfírborðið á síðasta ári. Fyrir utan landlægt kæmleysi og ábyrgð- arleysi, held ég að ólán okkar felist mestan part í því að afburðamenn gefa alltof sjald- an kost á sér til þátttöku í stjómmalum. Innanum og samanvið eru þó mætir og snjallir menn á alþingi. Verið gæti, að launa- kjör alþingismanna séu ekki nógu góð til að freista manna, sem ættu öðmm fremur að sitja á þingi. Okkur hættir til að hrífast af því, þegar einhver verður mælskur í pon- tunni og skylmist fimlega með orðum. Þann- ig vinna kjaftaskarnir sig upp til metorða, en hvaða gagn verður svo af þeim í alvöm stjórnmálum, þar sem taka verður ákvarð- anir sem snerta afkomu hvers einasta manns? Menn hafa tilhneiginu til sættá sig við lélega ríkisforsjá á sama hátt og þeir þreyja Þorrann og Góuna. Þetta gengur yfir, segja þeir. Það er aldeilis makalaust, að við skulum nú þurfa að búa við samdrátt og atvinnu- leysi um leið og hagvöxturinn blómstrar allt í kringum okkur. Engin ytri skilyrði benda til annars en að við gætum einnig notið góðs árferðis. Það er fyrst á næsta ári að samdráttur verður í sjávarafla, ef farið verð- ur að ráðum fiskifræðinga. Því verður vafa- laust mætt með vaxandi forsjárhyggju og sósalískri miðstýringu í anda Austur-Þjóð- veija og Rúmena, sem lengst hafa náð í því að komast aftur á bak í lífskjömm. Vestrænar aðferðir til hagsbóta duga ekki, hefur forsætisráðherrann sagt. Sumir landar okkar em þegar farnir að „greiða atkvæði með fótunum" og flytjast úr landi í leit að betri lífskjörum. Meðal þeirra, sem stigið hafa þetta stóra skref er Gerður Pálmadóttir, fatahönnuður, sem lengi hefur alið með sér hugmyndir um út- flutning á listrænum og glæsilegum fatnaði úr íslenzkri ull. Hún fékk engan stuðning til þess, þótt menn tyggi stundum hver uppí annan, að hugvit og hönnun sé það sem þarf til að pluma sig í nútímanum. í samtali við Þjóðviljann nú í haust sagði Gerður: „Ég fann fyrir því þegar ég leitaði til manna.heima varðandi það að koma hlutum á framfæri, hvað þeir vissu lítið. Þeir vissu ekkert hvað þeir vom að tala um.“ Og að- spurð um áframhaldandi vem í Amsterdam segir hún: „Ég hef engan áhuga á að flytja heim. Ég sakna landsins ofboðslega og vina minna. En við núverandi ástand heima sé ég enga framtíð þar. Ekki bara fyrir mig heldur margar aðra.“ í þessum orðum felst þungur áfellisdómur um getuleysi þeirra manna, sem ratað hafa í efstu tröppur metorðastigans. Við sjáum þessa blessaða menn svo að segja hvern einasta dag í sjónvarpinu og sjálfur forsætis- ráðherrann er þá stundum minnislaus, eða í hlutverki Gróu á Leiti. Mér vitanlega hef- ur enginn íslenzkur forsætisráðhera niður- lægt sjálfan sig svo átakanlega. Og við kollega mína á sjónvarpinu vil ég segja að lokum: Minnkið eitthvað þennan bamalega eltingarleik ykkar við ráðherra. Jafnvel þótt forsætisráðherrann sé fús til að blaðra eitt- hvað við ykkur, er þetta áhorfendum mest- an part til leiðinda, enda sjáið þið þetta hvergi gert annarsstaðar í svipuðum mæli. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. NÓVEMBER 1989 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.