Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1989, Side 4

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1989, Side 4
Um landskjörið 1922 og sigur kvennalistans Istjórnarskrá fyrir konungsríkið ísland frá 19. júní 1915 var meðal annars mælt fyrir um afnám kon- ungkjörinna alþingismanna, en kveðið á um lands- kjör jafnmargra þingmanna í stað hinna konung- kjörnu. Við kosningu þessara 6 landskjörnu þing- ^akablað. Gefiil út samkvæml lögum 16. no'vember 1907. Borgiil fyrir 1. júlL Oppsógn tjc kamin átgctanda i hcnd• ttr 3 mánnðam tgrir ára- máL . lír. 18. | Langnrdaglnn 22. apríl 1922. | 15. ár. Opið brjef um kosning landskjörinna Alþingismanna. '"Vjer Ohi'isiian. hinn Tíandi, rzf s-uðs ado iro aungur fs- lands og Danmerkur. Viuda og G-auta, hertogi í Sljesvík, Holtsetalaudi, Stórmæri, Pjettmerski, Láenborg og Aldiuborg-, GJÖRUM KUNXLGT: Með þvi að þrir landskjörnir aðalþingmena og þrir varaþingmean eiga að Kcmar át euiit ,xinni i oika, 3 blaðsiðar eða * cjttr párj- ain. Argangarinn kostar kr. 3fl0, einstók blóð 10 aara. mmi „Kosningar þessar og saga þessa máls öll er góður áttaviti til að sýna konum, bæði hér í bæ og annars staðar, hve langt karlmenn vilja ganga í samvinnu við þær. Þeir viljaað minnsta kosti hafa eitthvað fyrir snúð sinn. Og svo trúaðir eru þeir á auðmýkt og undirlægjuhátt kvenna, að um leið og ötulli flokkskonu er sparkað lætur flokksstjórnin þau ummæli fylgja: „Þú vinnur nú fyrir okkur tttt Fyrri hluti Eftir GÍSLA JÓNSSON manna átti landið allt, eins og nafnið bend- ir til, að vera eitt kjördæmi, og skyldu þeir kosnir við hlutfallskosningu, svipað og nú tíðkast í hinum stóru kjördæmum. Kjörtíma- bil þessara nýju landskjörnu þingmanna. átti að vera furðu langt, eða 12 ár. En í raun gilti það aðeins um helming þeirra. Árið 1917 skyldi kasta hlutum um hveijir þrír ættu að fara frá eftir sex ár, 1922, og hveijir svo dumma öll árin 12. Þeta hlutkest- isákvæði virðist ekki hafa verið þaulhugsað, enda fór það svo 1917, að allir þeir, sem „dregnir voru út“, reyndust hafa verið kosn- ir af sama lista, einum flokki, Heimastjórn- arflokknum. í stjórnarskránni frá 1915 sagði að kjör annarra þingmanna en landskjörinna væri til sex ára. Eftir að fullveldi íslands var viðurkennt, 1918, þurfti að semja og samþykkja nýja stjórnarskrá, enda var svo gert og hún stað- fest 8. maí 1920. Þá þegar þótti mönnum ástæða til að breyta ákvæðunum um kjörtímabil landskjörinna þingmanna. Það var nú stytt í átta ár, enda skyldi kjörtíma- bil annarra þingmanna vera fjögur ár. En til þess að milda þessa breytingu gagnvart þeim landskjörnu þingmönnum frá 1916, sem ekki voru „dregnir út“ 1917, var það ákvæði sett til bráðabirgða, að þeir skyldu hald sætum sínum til 1926, eða í tíu ár. Til þess að hafa kjörgengi og kosninga- rétt við landskjör þurftu menn að vera orðn- ir 35 ára, tíu árum eldri en við aðrar al- þingiskosningar. Allir hinir landskjörnu þingmenn sátu í efri deild og átta aðrir til viðbótar. Þingrof náði ekki til hinna lands- kjömu. UPPRIFJUNFrA 1916 Árið 1916, þegar landskjör alþingis- manna fór fyrst fram, var ný flokkaskipting að nokkru leyti tekin að mótast. Heima- stjórnarflokkurinn var að vísu vel á sig kominn enn, en Sjálfstæðisflokkurinn gamli klofinn í herðar niður, í langsum og þvers- um. Tveir nýir stjórnmálaflokkar, sem lifað hafa síðan, voru stofnaðir þetta ár, Al- þýðuflokkurinn og Framsóknarflokkurinn. Við þessar kosningar höfðu komið fram sex listar, en þrír þeirra fengu mann eða menn kjörna: Heimastjórnarflokkurinn þijá, Sjálfstæðisflokkurinn þversum tvo og Óháð- ir bændur, sem voru undanfari Framsóknar- flokksins, einn. Aðeins ein kona var i framboði, enda nýfenginn kosningaréttur kvenna og kjör- gengi til alþingis. Það var Bríet Bjarnhéðins- dóttir er skipaði 4. sætið á lista heimastjórn- armanna. En Við breytingar, sem kjósendur gerðu á röð listans, mumraðist hún ofan í 5. sæti. Varð hún svo annar varamaður list- ans og tók aldrei sæti á alþingi. SÖGULEGAR KOSNINGAR ÍVÆNDUM Nú skal beina athyglinni að næsta lands- kjöri, eða því sem fram fór 1922, þegar þremenningarnir úr Heimastjórnarflokknum urðu að þoka af þingi samkvæmt hlutkest- inu 1917. Landskjörið 1922 var að ýmsu leyti mjög sögulegt. Ég nefni að svo stöddu einkum þrennt: 1) Þetta var í síðasta sinn sem Jón Magn- ússon, fyrsti forsætisráðherra íslands, og þrisvar í því embætti, leitaði kjörfylgis til alþingis, enda var nú ekki langt eftir hans ævi. 2) Þetta var í fyrsta sinn sem Jónas Jóns- son frá Hriflu, síðar einn hinn umsvifa- mesti stjórnmálamaður þessa lands, leitaði kjörfylgis til alþingis, en hann var þá þegar þjóðkunnur skólamaður, rithöfundur og flokksforingi. 3) Þetta var í fyrsta sinn sem konur báru fram sérstakan lista við alþingiskosn- ingar, og fékk hann meira fylgi en margan grunaði. Ekki skal ég fullyrða að þetta hafi verið í fyrsta sinn í veröldinni sem slíkt gerðist, en fátítt mun það hafa verið. KONUNGSBOÐSKAPUR Aukablað Lögbirtingablaðsins 22. apríl birtir íslendingum svofellt opið bréf: „Vér Christian hinn Tíundi, af guðs náð konung- ur íslands og Danmerkur, Vinda og Gauta, hertogi í Slésvík, Holtsetalandi, Stórmæri, Þéttmerski, Láenborg og Aldenborg Gjör- um Kunnugt: Með því að þrír landskjörnir alþingismenn og þrír varaþingmenn eiga að fara frá á þessu ári, sem sé aðalþingmenn- irnir 1. landskjörinn þingmaður Hannes Hafstein, 4. landskjörinn þingmaður Guðjón Guðlaugsson og 6. landskjörinn þingmaður Guðmundur Björnsson, og varaþingmenn- irnir Siguijón Friðjónsson, Bríet Bjarnhéð- insdóttir og Jón Einarsson, þá verður kosn- ing nýrra landskjörinna þingmanna að fara fram. Það er allramildilegast vilji Vor, að lands- kosningar fari fram á hinum þremur nýju aðalþingmönnum og hinum þremur nýju varaþingmönnum laugardaginn 8. júlí 1922. Fyrir því bjóðum Vér og skipum fyrir 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.