Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1989, Síða 5
allramildilegast að hinar umgetnu kosningar
skuli fram fara nefndan dag.
Eftir þessu eiga allir hlutaðeigendur sér
að hegða.
Gefið á Amalíuborg 21. apríl 1922.
Undir Vorri konunglegu hendi og innsigli.
Christian rex
L.S.
Sig. Eggerz“
Ekki var nema einn og hálfur mánuður
síðan Sigurður Eggerz tók við forsætisráð-
herratigninni af Jóni Magnússyni með
stuðningi Framsóknarflokksins og Sjálf-
stæðisflokksins þversum.
FRAMBOÐ ákveðin
Menn tóku skjótt að búast til kosninga,
enda kom þetta engum að óvörum, svo að
menn höfðu sett sig í nokkrar stellingar þá
þegar. Framboðslistar urðu nú einum færri
en 1916, fimm alls. Tveir hinir fyrstu voru
hreinir flokkslistar.
A-listi var borinn fram af Alþýðuflokkn-
um; aðalstuðningsblöð hans voru Alþýðu-
blaðið í Reykjavík og Verkamaðurinn á
Akureyri. Listinn var svo mönnum skipaður:
1) Þorvarður Þorvarðarson prentsmiðju-
stjóri í Reykjavík, tengdafaðir Einars 01-
geirssonar. 2) Erlingur Friðjónsson kaup-
félagsstjóri á Akureyri. 3) Pétur G. Guð-
mundsson bókhaldari í Reykjavík. 4) Jón
kjósa aðra lista en þá sem he«ra pólitísku
flokkar byðu fram. • -
Hitt taldi Bríet heppilegra, að hugsa fyr-
ir konum sem frambjóðendum til þing-
mennsku og fá þær teknar á lista karlmann-
anna. Samvinna karla og kvenna væri eðli-
legust, ef hún væri ósvikin og undirhyggju-
laus á báðar hliðar.
Niðurstaðan varð sú, sem fyrr er fram
komið, að sérlisti kvenna var ekRi boðinn
fram, en Bríet þá 4. sætið á lista heima-
stjórnarmanna og var. sett ofan í fímmta
með breytingum kjósenda listans sem að
vísu voru leyfilegar þá sem nú. En kjörsókn
kvenna var furðu lítil 1916, aðeins 10,3 af
hundraði.
Reynslan af kosningunum 1916 var kon-
um ekki góð til fyrirmyndar sex árum
seinna, en hér kom fleira til sem líklega
hefur riðið baggamuninn. Skal nú horfið
um sinn svolítið lengra aftur í tímann.
Konum Ýtt Úr Bæjar-
STJÓRN REYKJAVÍKUR
Frægur er sigur kvennalistans í bæjar-
stjórnarkosningunum í Reykjavík 1908, er
þær fengu kosna fjóra fulltrúa af fimmtán.
Þórunn Jónassen og Guðrún Björnsdóttir
áttu svo sæti í bæjarstjórninni til 1914,
Katrín Magnússon til 1916 og Bríet Bjarn-
héðinsdóttir til 1920. Þar að auki var Guð-
líkindi til að félagið yrði í samvinnu við
„Stefnir" [sem og varð] og hefði það þá
eigi eitt ráð yfir listanum. Þegar þessi svör
voru komin hélt stjórn Bandalagsins fund,
með fulltrúaráði sínu og stjórnum allra
kvenfélaganna, og var þar helst á konum
að heyra, að þær vildu koma upp sérstökum
kvennalista, en um það var þó engin ákvörð-
un tekin, heldur kosin nefnd til að ráða
málinu til lykta.“
Inga Lára heldur áfram:
„Kosningar þessar voru sóttar af meira
harðfylgi en dæmi eru til áður. Alþýðuflokk-
urinn setti á lista sinn hina allra róttækustu
innan þess félagsskapar — og til þess að
vega upp á móti honum, sameinuðu hin
mjög svo ólíku félög — Stefnir og Kjósenda-
félagið — sig um einn lista. Kosninganefnd
kvenfélaganna sá svo marga agnúa á- því
að koma upp kvennalista, að hún hvarf frá
því ráði, vissi líka sem er að konur voru
algerlega óundirbúnar kosningarnar, engin
slík samtök þeirra á milli og síðast en ekki
síst — þær áttu engan kosningasjóð ...“
Sem sagt. Harkan í pólitíkinni í Reykjavík
varð til þess, að þær konur, sem átt höfðu
sæti í bæjarstjórn, komust nú ekki á lista
hinna pólitísku samtaka aftur, höfðu ekki
þótt nógu flokkspólitískar, og bæjarstjórn
Reykjavíkur varð nú konulaus eftir 14 ára
samfellda veru þeirra þar. Inga Lára klykk-
ir út á þessa leið:
kvennalistans við í hönd farandi landskjör,"
eins og það var orðað. Þegar Tíminn birti
þessa frétt með velþóknun taldi hann þetta
endanlega mundu gera út af við kvennalist-
ann. Var það ekki óeðlileg ályktun, því
afarmiklu þótti skipta um stuðning eða jafn-
vel andstöðu Kvenréttindafélagsins og for-
manns þess, Bríetar Bjarnhéðinsdóttur.
Framboð Til Hægri
Hverfum nú frá kvennaframboði um sinn
og lítum á næsta lista, D-listann. Hann var
ýmislega auðkenndur: Borgaralisti, Stefnis-
listi, samkeppnislisti, en í Hagtíðindum eru
aðstandendur hans kallaðir heimastjórnar-
menn, ekki flokkur, eins og Alþýðuflokkur
og Framsóknarflokkur. Samtökin um D-
listann voru beinn undanfari Íhaldsflokksins
sem var stofnaður árið eftir. Aðalstuðnings-
blöð listans voru Lögrétta og Morgun-
blaðið í Reykjavík og Islendingur á Akur-
eyri. Listann skipuðu:
1) Jón Magnússon fyrrverandi forsætis-
ráðherra í Reykjavík. 2) Sigurður Sigurðs-
son ráðunautur og fyrrv. alþm. í Reykjavík.
3) Sveinn Benediktsson útvegsbóndi, Búðum
í Fáskrúðsfirði. 4) Páll Bergsson útvegs-
bóndi í Hrísey. 5) Sigurgeir Gíslason vél-
stjóri í Hafnarfirði. 6) Siguijón Jónsson
framkvæmdastjóri á ísafirði.
Listinn var talinn öruggur um einn mann,
Jón Magnússon, fyrsti forsæt-
isráðherra landsins, leitaði í
síðasta sinn kjörfytgis í kosn-
ingunum 1922.
Theodóra Thoroddsen
Ingibjörg H. Bjarnason
Inga Lára Lárusdóttir
Halldóra Bjarnadóttir
Jónatansson afgreiðslumaður ’í Reykjavík.
5) Guðmundur Jónsson kaupfélagsstjóri í
Stykkishólmi. 6) Siguijón Jónsson bókhald-
ari á Seyðisfirði. '
Það kann að vekja athygli, að á listanum
eru Qórir af sex kaupfélagsstjórar og bók-
haldarar, en enginn verkamaður. Aðstand-
endur þessa lista höfðu góðar vonir um að
koma að manni, ef ekkert óvænt gerðist.
Þeir skírskotuðu mjög til fylgis bindiiidis-
manna, enda tveir efstu mennimir ákveðnir
bannmenn.
Þá er B-listi, borinn fram af Framsóknar-
flokknum, einnig oft nefndur samvinnulist-
inn. Aðalstuðningsblöð voru Tíminn í
Reykjavík og Dagur á Akureyri. Þennan
lista skipuðu:
1) Jónas Jónsson áðurnefndur, skólastjóri
Samvinnuskólans í Reykjavík. 2) Hallgrímur
Kristinsson framkvæmdastjóri SÍS í
Reykjavík. 3) Sveinn Ólafsson bóndi og
alþm., Firði í Mjóafirði, Suður-Múlasýslu.
4) Jón Hannesson bóndi í Deildartungu í
Borgarfirði. 5) Kristinn Guðlaugsson bóndi
á Núpi í Dýrafirði. 6) Davíð Jónsson bóndi
á Kroppi í Eyjafirði.
Þessi listi var fyrirfram talinn mjög líkleg-
ur til fylgis, einkum í sveitum. Gerðu að-
standendur hans sér góðar vonir um að fá
tvo menn kjöma.
NÝSTÁRLEGT FRAMBOÐ
Þá er komið að nýstárlegasta listanum,
C-listanum, sem var borinn fram af Banda-
lagi kvenna og skipaður fjórum konum.
Vegna þess hve framboð þetta var nýstár-
legt ætla ég að fjalla nokkm nánar um til-
drög þess, að listinn kom fram.
Þegar Bríet Bjarnhéðinsdóttir, formaður
Kvenréttindafélags íslands, sá fram á það
árið 1915, að landskjör yrði árið eftir, skrif-
aði hún grein í Kvennablaðið, þar sem hún
velti fyrir sér hvernig konur ættu að snúa
sér í því landskjöri, einkum hvort þær ættu
að bjóða fram sérstakán lista eða hafa sam-
vinnu við pólitísku flokkana og fá sína full-
trúa á lista þeirra. Henni fannst fyrri kostur-
inn_/hæpinn og minnti á að enn vom það
aðeins hinar eldri konur sem höfðu kosn-
ingarétt (fertugar og eldri þá) og bjóst við
að margar þeirra mundu ekki sækja kjör-
fund, sem og varð. Og þar að auki bjóst
hún við að margar konur væru svo miklir
flokksmenn, að þær fengjust ekki til að
rún Lámsdóttir bæjarfulltrúi í Reykjavík
1912—18, Lára Ingveldur Lárusdóttir, sem
kaus að kallast Inga Lára, 1918—22 og
Jónína Jónatansdóttir 1920—22. Hér skal
staðnæmst við hinar tvær síðasttöldu.
Jónína Jónatansdóttir var formaður
Verkakvennafélagsins Framsóknar og kosin
af lista Alþýðuflokksins í bæjarstjóm 1920.
Inga Lára Lámsdóttir kennari var kosin í
bæjarstjórn 1918 af sameiginlegum borg-
aralista félagsins Sjálfsstjórnar, og þá í
samvinnu við Bandalag kvenna. Þær Jónína
og Inga Lára voru einu konumar í bæjar-
stjórn 1920—22. Þess verður að geta, að
enda þótt svo héti, að kjörtímabil bæjarfull-
trúa væri 6 ár var sú regla viðhöfð að draga
út með hlutkesti fimm bæjarfulltrúa annað-
hvort ár. Vom því sífelldar kosningar, og
gat kjörtímabil í raun orðið tvö ár.
Nú stóð svo á í janúar 1922, að Jónína
og Inga Lára höfðu báðar orðið fyrir hlut-
kestisreglunni. Hvomg þeirra hafði þótt
skelegg í flokkapólitík, og svo fór, að hvor-
ug þeirra átti afturkvæmt. Jónína komst
ekki á lista flokks síns, og Inga Lára var
ekki tekin á nýjan sambræðslulista mið- og
hægrimanna, svonefndan Stefnislista eða
Borgaralista. Listarnir vom báðir konulaus-
ir með öllu, og aðeins þeir tveir listar komu
fram. Þess má geta að í bæjarstjóm
Reykjavíkur var engin kona næstu sex ár,
eða þar til Guðrún Jónasson var kosin af
lista íhaldsflokksins 1928 og átti þar langa
setu, var komin til að vera, eins og nú er
í tísku að segja.
SÁRINDIINGU LÁRU
í mánaðarblaði kvenna, Nítjánda júní,
sem Inga Lára ritstýrði, var rækilega fjallað
um bæjarstjómarkosningamar í Reykjavík
1922, og einkum aðdraganda þeirra, og þar
sem ég tel þar að leita einnar höfuðástæðu
þess, að C-listinn kom fram við landskjörið
1922 tilfæri ég hér kafla úr þessari grein,
enda varð höfundur hennar nr. 2 á C-listan-
um. Inga Lára segir m.a. um undirtektir
við málaleitan kvenna um hlut þeirra á fram-
boðslistum:
„Alþýðuflokkurinn kvaðst þegar hafa
ákveðið menn á lista hjá sér. Stefnir bar
því við, að hann fengi enga konu er sér
líkaði, en Kjósendafélagið kvaðst gjarnan
vilja setja konu í gott sæti á lista sínum,
en um listann væri allt í óvissu og helst
„Kosningar þessar og saga þessa máls
öll er góður áttaviti til að sýna konum,
bæði hér í bæ og annars staðar, hve langt
karlmenn vilja ganga í samvinnu við þær.
Þeir vilja að minnsta kosti hafa eitthvað
fyrir snúð sinn. Og svo trúaðir em þeir á
auðmýkt og undirlægjuhátt kvenna, að um
leið og ötulli flokkskonu er sparkað lætur
flokksstjómin þau ummæli fylgja: „Þú vinn-
ur nú fyrir okkur samt.““
Mikil sárindi og þykkja eru í þessum orð-
um Ingu Láru Lámsdóttur, og Bríet Bjarn-
héðinsdóttir fullyrti fjórum ámm síðar að
þetta hefði verið meginástæðan til framboðs
kvennalistans við lartÖskjörið 1922.
ElNING NÁÐIST EKKI
Þannig stóðu málin í Reykjavík, þegar
konur skyldu öðm sinni svara spuming-
unni: Eigum við að bjóða fram sérlista við
landskjörið? Og hvort sem það hefur verið
rætt lengur eða skemur ákvað Bandalag
kvenna í mars 1922 að leggja fram sér-
stakan lista, enda tóku þau samtök og flokk-
ar, sem stóðu að öðmm framboðum, enga
einustu konu á lista sína.
Kvennalistann skipuðu:
1) Ingibjörg H. Bjarnason skólastýra í
ReykjavSk. 2) Inga Lára Lámsdóttir ritstýra
og kennari I Reykjavík. 3) Halldóra Bjarna-
dóttir bæjarfulltrúi og kennari á Akureyri.
4) Theódóra Thoroddsen frú og skáld í
Reykjavík.
Ekki veit ég hvort tilviljun veldur eða
hvort það er þaulhugsuð aðferð til að setja
sáttasvip á listann, að systir Lámsar H.
Bjarnasonar og ekkja Skúla Thoroddsens
em þama í fyrir og í bak, en einhvem tíma
hefði ekki þótt líklegt að fólk úr þessum
fjölskyldum yrði saman á framboðslista.
Fjarri fór því, að full eining væri meðal
helstu samtaka kvenna um þennan lista.
Einkum voru skiptar skoðanir um aðferðir
og einhver metingur milli Bandalags kvenna
og kosninganefndar kvenna í Reykjavík
annars vegar og stjórnar Kvenréttindafélags
íslands hins vegar. Þrátt fyrir samkomu-
lagstilraunir gekk þessi ágreiningur svo
langt, að Bríet Bjarnhéðinsdóttir þverneitaði
að gefa kost á sér til framboðs á kvennalist-
anum, en stjórn Kvenréttindafélagsins sam-
þykkti að fela stjórninni að auglýsa í blöðun-
um að Kvenréttindafélagið „hefði dregið sig
til baka frá allri þátttöku við undirbúning
og sjálfir gerðu aðstandendur hans sér góð-
ar vonir um tvo.
Þá- er aðeins ónefndur einn listi, E-list-
inn. Þeir sem að honum stóðu em í Hagtíð-
indum nefndir sjálfstæðismenn (ekki flokk-
ur) enda mun hann að mestu hafa verið
skipaður og studdur mönnum sem áður
vora í þversumhluta Sjálfstæðisflokksins,
en langsummenn flestir stutt D-listann. Á
E-listanum voru:
1) Magnús Blöndal Jónsson prestur í
Vallanesi í Suður-Múlasýslu. 2) Þórarinn
Kristjánsson hafnarstjóri 'í Reykjavík. 3)
Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti, lyfsali
og skáld í Vestmannaeyjum. 4) Sigurður
Einarsson Hlíðar dýralæknir á Akureyri.
5)_Eiríkur Stefánsson prestur á Torfastöðum
í Árnessýslu. 6) Einar S. Einarsson útvegs-
bóndi í Garðhúsum í Gullbringusýslu.
Þessi listi þótti ekki líklegur til mikils
fylgis og mátti Sjálfstæðisflokkurinn gamli
muna sinn fífil fegri.
Meðan Þjóðin Svaf
Fyrir landskjörið 1922 vom höfuðátökin
milli B-listans og D-listans, milli Framsókn-
arflokksins og þeirra mið- og hægrimanna
sem studdu Jón Magnússon. Eins og oft
endranær stóðu mestu deilumar milli
Tímans og Morgunblaðsins. Tíminn var
undir röggsamlegri stjóm Tryggva Þórhalls-
sonar, en Jónas Jónsson skrifaði þá, sem
bæði fyrr og síðar, dijúgan hluta blaðsins.
Þorsteinn Gíslason stýrði Morgunblaðinú
og sínu gamla blaði Lögréttu sem þá var
sveitaútgáfa Morgunblaðsins. Hann var
alla tíð slyngur málflytjandi, en kannski
ekki eins harðvítugur baráttumaður og fyrr
hafði verið.
Margt ófagurt orð fór í þessum slag milli
Morgunblaðsins og Tímans, enda vom
blöðin þá ólíkt persónulegri og óvægnari en
nú tíðkast. Ekki er að sjá að/ávinningur
hafi verið af þessum harkalega málflutn-
ingi, þótt margur muni hafa talið hann rétt-
mætan og viðeigandi, og kannski svolítið
skemmtilegan, þegar best tókst til um orða-
lagið á skömmunum. Menn-vom þá líka
ósparir á lofið um sína menn.
Jónas Jónsson hafði þá þegar því næst
verið tekinn í guðatölu meðal framsóknar-
manna. Nafni hans Þorbergsson, þáverandi
ritstjóri Dags, skrifaði um hann langa lof-
grein í blað sitt, og var endurprentuð með
LESBÖK MORGUNBLAÐSINS 4. NÓVEMBER 1989 5