Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1989, Blaðsíða 6

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1989, Blaðsíða 6
velþóknun í Tímanum. Jónas Þorbergsson sagði meðal annars um nafna sinn: „Þeir sem gefa sér tíma til athugunar um það, að Jónas er skólastjóri Samvinnu- skólans og hefir þar elnskonar frumsmíð með höndum, og líta jafnframt yfir ritverk hans, nokkurn hluta af öllu lesmáli Tímans og Tímaritsins [samvinnufélaganna] — og meta það, þó ekki sé nema að vöxtum, munu að sjálfsögðu hugsa sér hann sískrif- andi og lesandi í frístundum. Þessu er þó ekki svo varið. Þvert á móti sést hann aldr- ei lesa né skrifa á þeim tímum sólarhrings- ins sem allur þorri manna vinnur verk sitt. Svo að segja öllum frístundum sínum ver Jónas til þess að tala við menn. Alltaf virð- ist hann hafa nógan tíma til þess að taka á móti gestum, enda er á heimili hans óslit- inn gestastraumur. Ráðning á þeirri gátu, hvemig Jónas fær afkastað svo mikilli vinnu er ekki nema ein [og nú lætur Jónas Þor- bergsson feitletra]: Hann ver nóttunni til lesturs og skrifta og er sérstaklega mikil- virkur á hvort tveggja. Það er bókstaflega satt að um mörg ár hefir hann, meðan þjóð- in svaf, vakað yfir málum hennar. Aðeins fáum afburðamönnum þjóðanna er gefin slík starfsorka.“ Að þessu næturvökutali Jónasar hentu andstæðingarnir nokkurt gaman, bæði þá og síðar. Skörungur Eða Ekki Jón Magnússon var árið 1922 ekki eins mikils metinn stjórnmálamaður almennt og síðar varð, og hvergi nærri óumdeildur. Hann var aldrei sérlega vinsæll, en hann var seigur og úrræðagóður og brást sjaldan það dýrmæta skyn, hvenær væri lag til að róa. Vísir hafði lengi lagt Jón í einelti, og ritstjóra blaðsins, Jakob Möller, tekist að fella hann í alþingiskosningum í Reykjavík 1919 sem frægt varð. Ekki viðurkenndi Vísir hinn mikla þátt sem Jón Magnússon hafði átt í sigursamningunum um fullveldið 1918. Jóni var ítrekað brugðið um skort á glæsimennsku og skörungsskap. Hann kippti sér ekki upp við það. Hann sagði í viðtalí: „Þeir eru alltaf að tuggast á því, að ég sé enginn skörungur, en hvenær hef ég sagst vera skörungur, og hvað ætla þeir með skörung að gera?“ Vísir lét ekki af vana sínum 1922 og hélt áfram að skamma Jón Magnússon. Bæði aðstandendur D-listans og E-listans þóttust hvorir um sig vera merkisberar hins eina og sanna frelsis lands og þjóðar, og Vsir taldi lítinn sem engan mun á Jóni Magnússyni og Jónasi Jónssyni og gætu báðir verið á sama lista þess vegna. Síðar sló Vísir tvær flugur í einu höggi í gagn- rýni sinni á kvennalistann og Jón Magnús- son, sem brátt mun koma í ljós. Niðurlag í næstu Lesbók. Höfundur er cand.mag. í íslenskum fræðum og býr á Akureyri. Athugasemd Athugasemd vegna greinar Guðjóns Frið- rikssonar „Höggin glumdu úr vinnustofu beykisins“ í Lesbók Morgunblaðsins sunnu- daginn 30. september sl. Hafa skal það sem sannara reynist. í ofannefndri grein lýsir Guðjón Friðriksson, sagnfræðingur, íbúum og húsum við Klapp- arstíg í Reykjavík og segir m.a.: „í timbur- húsinu á nr. 40 hafa lengi verið verslanir, m.a. um tíma matvöruverslun Þórunnar Jónsdóttur. . .“ Þetta er rangt. Þórunn Jónsdóttir stofn- aði fyrstu verzlunina í þessu húsi og rak hana um 40 ára skeið. Hún verzlaði hins vegar aldrei með matvöru, heldur leikföng og skrautmuni. Bróðir Þórunnar, Páll Jóns- son, stýrimaður, keypti húsið um 1911, og var það í eigu fjölskyldunnar, síðast Þórunn- ar, þar til hún lézt árið 1960 og húsið var selt. Elín Guðmundsdóttir, Safamýri 54, Reykjavík. Hluti af forhlið Staatsgalerie. Arkitekt: James Stirling. Húsið þykir gott dæmi um framúrskarandi nútíma arkitektúr og er glæsi- leg umgjörð utan um safnið. hæðirnar umhverfis voru teknar að íklæðast litskrúði haustsins. Á sínum tíma fengu borg- arfeður í Stuttgart brezka stjörnuarkitektinn Jam'es Stirling til að teikna nýtt listasafn og vakti sú ráðstöfun ekki eintóma hrifningu; þýzkir arkitektar töldu víst að þeir væru ekki síður menn til þess arna. En nú viðurkenna allir, að húsið sem Stirling teiknaði yfir safn- ið er meistarastykki og eitthvert athyglisverð- asta dæmi um góðan nútíma arkitektúr, sem hægt er að benda á með. Húsið stendur á allgóðum stað við hliðina á óperunni, þar sem þau Sieglinde Kahmann og Sigurður Björnsson sungu um árabil. Það lætur ekki ýkja mikið yfir sér vegna þess að það er fremur á breiddina en hæðina, en veg- farandinn tekur fyrst eftir því vegna þess hve frábærlega þar er farið með liti. Að megin- hluta byggist það á mismunandi ljós-gulbrún- um marmara í samspili við sterkan rauðan lit og grænan í gluggum og handriðum. Þetta er svo vel gert hjá Stirling, að það er ekki síður ánægjuefni að skoða húsið en safnið sjálft og mætti kannski segja, að safnið skorti áhrifamikil verk til að jafnast á við umgjörðina. Stirling hefur þó sem betur fer forðast allan stjörnuleik í sýningarsölunum; þar ræður einfaldleikinn ferðinni. Að sjálf- sögðu nýtir hann dagsbirtuna; hún kemur frá þakgluggum, en birtan er deyfð of mikið að mínu mati, svo úr verður full mikið rökkur. Ugglaust er það gert til þess að vernda mynd- listina fyrir eyðandi áhrifum mikillar birtu, en stemmningin vej'ður nokkuð skammdegis- leg vegna þessa. í safninu eru einnig salir þar sem dagsbirtu verður ekki við komið og var mun bjartara þar af raflýsingunni. Nú þurfa öll stærstu söfnin í Þýzkalandi að leggja svo sem einn sal undir risastór verk hinna nýju frægðarmanna Þjóðveija í mynd- list og þá er ég að tala um menn eins og Baselitz, Kiefer, Liipertz, Immendorf og Penck. Það leyndi sér ekki, að stolt þeirra sem ráða húsum í Staatsgalerie eru þijár geysistórar myndir eftir Anselm Kiefer, sem Bragi Ásgeirsson hefur fjallað rækilega um í Lesbók fyrr á þessu ári. Nú er sagt, að verð á slíkum myndum hjá Kiefer sé milljón mörk á stykkið og samkvæmt því hefur safnið sriar- að út sem svarar um 100 milljónum íslenzkra króna fyrir þessar þijár myndir. Aðeins sá aldni Hollendingur í Bandaríkjunum, Willem de Kooning, fær ennþá meira fyrir sínar myndir. Það er svo spuming, hvort frægð þessara dýrmætu málara sé ekki bundin við tiltölulega fámenna hópa listunnenda. Þeir eru ekki heimsfrægir í sama skilningi og Michael Jackson, Madonna, Dustin Hoff- mann, Robert de Niro og Jack Nickolson. Sumir segja, að síðustu poppstjömurnar í Asíðastliðnu vori var greinarhöfundurinn á list- arölti í Frankfurt, Köln og Diisseldorf og birt- ust þá greinar um söfnin í þessum borgum, sem Þjóðverjar hafa verið að koma upp og lagt í það gífurlega fjármuni og mikinn metn- að. Nú er orðinn verulegur ferðamanna- straumur til þess að sjá söfnin, ekki síst safn- . ið í Köln, sem er þeirra frægast og að mínu mati bezt. En það hinsvegar happdrætti hvernig maður sækir að; stundum hefur veru- legur hluti af safni verið tekinn undir ein- hvetja sérsýningu og þá gefst ekki kostur að sjá nema lítinn hluta af listaverkaeign safnsins. Eftir var að líta á eitt af þeim nýju söfnum í Þýzkalandi, sem hvað mesta athygli hefur vakið: Staatsgalerie í Stuttgart. Tækifæri til þess gafst seint í septembermánuði, þegar Safnið geymir gott úrtak af miðevrópulist þessarar aldar, en það er ekki sízt sjálft húsið sem athygli vekur. Max Beckmann: í stúkunni. 1928. Beckmann var einn þeirra, sem nasistar dæmdu óæskilegan, en hann komst iír landi ogátti seinni partævinnar heima íBanda- ríkjunum. Á listarölti í þýzkum borgum III STAATSGALERIE í STUTTGART 6 4

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.