Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1989, Síða 11

Lesbók Morgunblaðsins - 04.11.1989, Síða 11
FERÐALÖG Besti ferðaþjón- ustubærinn 1989 Syðri-Hagi á Arskógsströnd Ferðaþjónusta bænda verðlaunar nú í fyrsta skipti þann sveitabæ, sem talinn er hafa staðið sig best í móttöku ferðamanna á árinu. Syðri-Hagi á Arskógsströnd hlaut viðurkenningu. Syðri-Hagi hefur tekið á móti ferðamönnum um árabil og býður tvö gistiher- bergi í íbúðarhúsi; nýjan sumarbústað og skemmtilega endurnýj- að íbúðarhús á nágrannabýli; hestaleigu allt árið; bátaleigu og fískveiðar á sumrin. Ferðablaðið rabbaði við húsmóðurina, Ullu Maj Rögnvaldsson. „Við urðum mjög hissa og hrifin að fá þessi verðlaun," segir Úlla. „Ferðamenn hafa verið mjög ánægðir með dvölina hérna, sem trúlega hefur ráðið miklu. Við reyn- um að gefa eins mikið af tíma okkar til gestanna og við getum, Inni á heimilinu eru þeir hluti af íjölskyldunni. Stofan okkar er stof- an þeirra. Ég borða allar máltíðir með þeim og maðurinn minn, Ar- mann Rögnvaldsson, reynir að gera það líka. Fólk spyr margs, einkum útlendingar. En samræðurnar gefa mér mikið og skemmtilegt að hitta ólíkt fólk. Ég ætti ekki að stunda ferðaþjónustu, ef ég sæti allan tímann og hugsaði -guð minn góð- ur, þarf ég að hlusta og ég sem þarf að gera þetta eða hitt! Margir koma aftur og flestir verða góðir vinir mínir. Ég fæ kveðjur og jóla- kort víða að úr heiminum. -Við höfum oft hugsað um að útbúa fleiri gistiherbergi. En okkur finnst betra að vera með fá her- bergi og veita betri þjónustu. Við viljum ekki reka ferðaþjónustu með því að rétta fram lykil, vísa gestum inn í herbergi og taka síðan við borgun. Orlofshúsagestir eru líka alltaf velkomnir til okkar. Börnin eru hrifin af að skoða angórakanín- ur og naggrísi, kindur og hesta, hund og kött (heimalninga á sumr- in). -Við erum búin að leggja mikla vinnu í eldra íbúðarhúsið, sem er með stóru eldhúsi, tveimur svefn- herbergjum, góðri snyrtingu og baðstofulofti. Við reyndum að halda gamla stílnum í innréttingum og maðurinn minn smíðaði gamal- dags fururúm í svefnherbergin. Fólk er mjög hrifið af að dvelja þar. Húsið (frá því um 1920) er með sál eins og sagt er. Bæði hús- in eru einangruð til vetrardvalar, með rafmagn, heitt og kalt renn- andi vatn. í stærra húsinu er þvottavél og sjónvarp. Húsin verða á tilboðsverði yfir jól og nýár. Við verðum búin að skreyta og setja upp jólatré, þegar gestirnir koma. Ætlum líka að vera með óvænta uppákomu," segir Úlla og hlær. -Saknar þú aldrei föðurlandsins, Úlla? „Nei, ég myndi ekki vilja búa í Svíþjóð núna. Það er svo fallegt hérna fyrir norðan -rólegt og gott. Ég kann líka að meta hreina loftið og va.tnið.“ Undirrituð tekur undir orð Úllu um fegurðina á Syðri- Haga, einkum á eyðijörðinni, Götu, þar sem orlofshúsin standa. Þar er geysimikil náttúrufegurð og frið- sæld og svæðið tilvalið til göngu- ferða. Hjónin á Syðri-Haga sækja gesti sína til Akureyrar og flytja þá á skíði eða í sund. Núna er boðið upp á ijúpnaveiði. Sími á Syðri-Haga: 96-61961 O.Sv.B. Börnin hafa gaman að leika sér við dýrin.Á innfeldu sjást orlofs- húsin á eyðijörðinni Götu, en þar er mikil náttúrufegurð og frið- sælt Skíðað í Skotlandi Fimm daga skíðafrí í Cairngorms í Skotlandi getur kostað 10.600 kr. eða rúmar 15.000 kr. ef kvöld- verður, morgunverður, leiga á skíðabúnaði, lyftu- passi og skíðakennsia eru innifalin. Þetta kemur fi-am í nýja skíðabæklingnum „Ski Scotland 89/90“. Hinn 68 síðna bæklingur býður 135 mismunandi pakkaferðir til 5 aðalskíða- svæða Bretlands Cairngorm, Glenshee, Lecht, Glemcoe og Aonach Mor. Gisting er fáanleg i lúxus- hótelum, gistiheimilum og fjallakofum með eldunarað- stöðu. Boðið er upp á göngu- ferðir á íjallaskíðum og skipu- lagðar svigskíðaferðir. Nán- ari upplýsingar og pantanir hjá: Hi-Line, sem sér um ein- staklingsferðir, bílaleigubíla og tryggingar. Bæklingur sendur, ef óskað er. Sími: 0349-63434. Jólasiðir í Bretlandi: Aldagamlar hefðir í líflegu jólahaldi Bretar eiga aldagamlar hefðir í jólahaldi, enda ríkir þar mikill liátíðablær, bæði á aðventu og yfir sjálfa jólahátíðina. Hótel og skemmtistaðir keppast við að setja á svið andrúmsloft frá tíma- bili Játvarðs 7. Bretakonungs, sem þótti með eindæmum glæsi- legt og fágað. Lúxushótelið, Armathwaite Ilall í Vatnahéruðunum, býður upp á jóladvöi, með tedrykkju og dansleik í anda Játvarðs, sjö rétta máltíðum og leirdúfu-skotkeppni, eins og hirðmenn Játvarðs stunduðu! (Fjögurra daga dvöl um 50.000 kr.) 16.-17. desember er Knares- borough í Norður-Yorkshire með aðventuhátíð í anda Játvarðs. í verslnnum klæðist fólk fötum frá tímabilinu, jólasöngvar og þjóð- dansar á strætunum - karldansar- ar klæðast eins og hirðfífl, með bjöllur á fótum - og jólamarkaðir í gangi. í Suðaustur-Englandi gengui' jólalest, með jólasvein innanborðs. Gufulestin - Kent-Austur-Sussex - er varðveitt í upprunalegri mynd og gengur frá hinni skemmtilega endurnýjuðu brautarstöð, Tenterd- en, laugardaga og sunnudaga, frá 26. nóvember fram á jóladags- kvöld. Dagana 12., 13. og 14. des- ember er aðventuhátíð á 18. aldar heimili jarlsins af Lichfield. Kórar syngja jólalög í kertalýstum, jóla- skreyttum sölum og jólatréð er í anda Viktoríutímans. í forgarði er skrúðfylking þjóna, klædd í stíl Játvarðartímans, sem skenkir gest- um heitt púns og ber fram með- læti. Hijómsveit og þjóðdansar eru á staðnum. Shugborough-höllin er nálægt Stafford, 140 mílur norður af London. Aðgangseyrir 192 kr. fyrir fullorðna, 96 kr. fyrir börn. Og bresku hótelin bjóða upp á mexíkönsk, rómönsk eða karabísk jólaborð. Alþjóðlegt jólahald er val- kostur fyrir hópa hjá Swallow- hótelkeðjunni. En hótelin eru líka með hefðbundið jólahald og bjóða upp á 20 jólatilboð og 23 nýárstil- boð í sínum litríka jólabæklingi. Jólasöngvar, dansleikir, bresk jóla- leikrit, veiðiferð á annan í jólum - jafnvel sunddýfa í Norðursjó — er á meðal skemmtiatriða í hefð- bundnu jólahaldi. í nýársdagskrá eru hljómleikar, dansað undir borð- um og kampavínsveisla á nýársdag. Hótelin eru staðsett allt frá Suð- austur-Englandi til Norður-Skot- lands. 18 þeirra bjóða upp á heilsu- rækt og eru með heilsuklúbba, leik- fimissali og innisundlaugar. Upplýsingar, bæklingar og pant- anir hjá: British Travel Centre, 12 Regent Street, Piccadilly Circus, SWl. Sími: 01-730-3400. Opið mánudaga-föstudaga kl. 9.00- 18.30; laugardaga kl. 9.00-17.00; sunnudaga kl. 10.00-16.00. Jólaboð uppi á baðstoftilofti í Pétursborg. Heilsufeeði og jóga- leikfimi yfir jólin „Þýðir að bjóða íslendingum upp á að eyða jólunum annarstaðar en heima hjá sér,“ sagði Helena á Pétursborg við Akureyri? Við erum að ræða um jóladagskrána, sem hún býður ferðamönnum. „Sveitajól hjá Helenu" er forvitnileg nýjung í ferðavali. Víða er- lendis, til dæmis í Finnlandi, er vinsælt að eyða jólunum uppi í sveit og gefa húsmóðurinni frí yfir jólin. Vissulega halda íslenskar fjöl- skyldur saman um jólin. En allstað- ar leynast einmana sálir. Og aldrei verður einmanaleikinn sárari en yfir hátíðirnar. Margir eiga líka við offituvandamál að stríða, sem gott væri að ráða bót á. íslenskur jóla- matur er heldur ekki beinlínis grenningarfæði! En hvað á þetta skylt við „sveitajól hjá Helenu“? -,,Ég verð eingöngu með heilsu- fæði á jólamatseðlinum," segir Helena. „Ég kenni gestum mínum að setja saman heilsumat eða jurta- fæði og baka gróft heilsubrauð. En mikilvægast í allri heilsurækt Notkun á greiðslukortum erlendis Hægt að tapa hundruðum þúsunda, ef það týnist! Fleiri og fleiri nota greiðslukort á ferða- lögum erlendis. Kortinu fylgir ákveðið öryggi. Fólk þarf ekki að hafa með sér reiðufé. Peningar fást ekki bættir, ef þeir glatast. Kort fæst endurnýjað; ef það týn- ist - þó innan vissra skilyrða. Ábyrgð fylg- ir því að vera með greiðslukort í vasanum. Ef kortið glatast ber korthafa að tilkynna það strax. En kannski gerir hann sér ekki strax grein fyrir því, að kortið sé týnt. í millitíðinni er það notað af fjárglæframanni, sem tekur út ómældar upphæðir - festir kannski kaup á bíl eða íbúð! Hver er þá ábyrgð korthafa? Hjá Visa er sjálfsábyrgð korthafa um 6.000 kr., nema um vítavert gáleysi eða svindl sé að ræða. Hjá Euro ber korthafi fulla ábyrgð, á meðan hann tilkynn- ir ekki um glatað kort. Úttökuheimild á kort erlendis er um 120 þúsund kr. Ef fjölskylda er með aukakort, getur ábyrgðaraðili kortsins lent í hundruð þúsunda tjóni, samkvæmt of- angreindu. Eins gott að gera sér fulla grein fyrir ábyrgðinni. Ef kort glatast á ferðalagi erlendis, þá tilkynntu það strax til næsta banka, sem er með viðkomandi kortaþjónustu - eða hringdu í viðkomandi þjónustusíma. í bankanum legg- ur þú fram persónuskilríki og skrifar undir skýrslu. Bankinn hefur síðan samband við íslenska kortafyrirtækið og ef allt er í lagi átt þú að geta fengið neyðarkort innan sólar- hrings. Afgreiðsla neyðarkorts tekur þó mis- munandi langan tíma eftir því í hvaða landi þú ert staddur. Greiðslukort veitir ferðamanni öryggi. Með því að borga helming ferðakostnaðar með korti, þá ertu um leið ferða-, slysa- og sjúkra- tryggður. Kortið veitir þér heimild til banka- láns í reiðufé, með 3/z% vöxtum fram á næsta greiðslutímabil. Visa Island er nýlega farið að gefa út -farkort- í samvinnu við Félag íslenskra ferðaskrifstofa. Farkortið er aðal- lega hugsað fyrir ferðamenn eins og nafnið bendir til og gefur víðtækari tryggingar á ferðalögum. Því fylgir ferðarofs- og farang- urstrygging, endurgreiðsla orlofsferðar, ábyrgðartrygging þriðja aðila og tryggingin „heilt heim“. Farkortið er líka fullgilt greiðslukort í viðskiptum heima. Greinilega er ábyrgð korthafa mikil og erfitt að stand- ast freistingar með plastið í höndunum. Spennandi vöruval erlendis gefur oft glýju í augu! er að læra að hugsa jákvætt.“ Og Helena veit hvað hún er að segja. Hún er lærður jógakennari og mun taka fyrir undirstöðuatriði hjá jóg- um í jákvæðri hugsun. „Við byijum daginn á léttum líkams- og slökun- aræfingum. Förum síðan saman í sund. Allir hjálpast að við jólaundir- búning, bakstur, matseld og jóla- skreytingar. Á aðfangadagskvöld förum við saman í Möðruvalla- kirkju - hlýlegu, gömlu timbur- kirkjuna hans Nonna. Eftir að hafa opnað jólagjafir, sameinumst við í að senda vinum og ættingjum góð- ar kveðjur." ' „Sveitajól hjá Helenu“ eru frá 20.-27. desember og kosta um 30.000 kr. Það er líka hægt að framlengja dvölina yfir áramót, Áramótadvöl í Pétursborg eða á Hótel Þelamörk er líka í boði. Vikudvalir bjóðast í allan vetur í Pétursborg, með jóganámskeiðum og heilsufæði. Dúkuð jóla- borð í Noregi Flest liótel í Noregi eru farin að bjóða gestum sínum upp á jóla- borð. Strax um miðjan október hefst aðventa hjá hótelunum, með því að hafa standandi jólahlaðborð. Verið er að vinna að verðtilboðum á jólamatseðlinum, en kynning- arbæklingar verða ekki gefnir út að þessu sinni. Það ríkir jóla- stemmning hjá frændum okkar Norðmönnum fram að jólum. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 4. NÓVEMBER 1989 1 1 í

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.