Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1989, Blaðsíða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1989, Blaðsíða 3
E E ® T-EgBáHg MO, B O U N B V A DíVtl Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavik. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthias Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gisli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðaistræti 6. Sími 691100. 50 ár eru liðin frá því kennsla hófst í Handíða- og myndlista- skóla íslands, sem alla tíð síðan hefur verið veiga- mesta menntastofnun landsins í myndlistarefnum. Það er tímanna tákn, að framan af voru fremur fáar stúlk- úr í skólanum, en nú eru 75% af nemendum kven- kyns. Lesbók hefur leitað til eins fyrrverandi skóla- stjóra, gamalla kennara og nemenda, svo og núver- andi skólastjóra og þá kemur í ljós, að ekki hafa all- ir sömu skoðun á því hvernig þessi skóli á að vera í framtíðinni. Páll Lúðvík Einarsson skráði. Forsídan í tilefni heimsóknar á náttúrugripasafn og umfjöllun um ýmsa merka gripi þar, er forsíðumyndin af ger- semi sem þar er. Þessi steinn heitir Ametyst og er prðinn til sem holufylling. Það var Brunabótafélag íslands, sem gaf Náttúrufræðistofnuninni þetta nátt- úrugersemi í tilefni 100 ára afmæli hennar í fyrra. Ametystholufyllingin er 1,1 meter í þvermál og er úr 110 milljón ára gömlum jarðlögum í Brasilíu. Ametyststeinar eru mjög eftirsóttir til skartgripagerð- ar. Slíka steina er sagt verulega gott að bera á sér sem vörn gegn ofdrykkju og timburmönnum. Ljósm. Lesbók/Sverrir Náttúran í öllum sínum fjölbreytileik ertil sýnis á Náttúrugripa- safninu og Guðrún Guðlaugsdóttir var þar á fei'ð ásamt ljósmyndara fyrir Lesbók og nú er brugðið upp mynd- um ásamt frásögn af þeim ýmsu gersemum, sem þar er að sjá. Ljósm. Lesbók/Sverrir KRISTINN REYR Minning Ólafur M. Ólafsson menntaskólakennari Frá þeim októbermorgni er forsjónin vísaði okkur forðum til sætis saman á skólabekk átti ég vináttu þinni og órofa tryggð ævinlega að fagna Þökk mín við leiðarlok er leiti á milli okkar ber vitrist þér horfnum í víðáttu annars heims. Verður æ ljós — lifandi og kær mynd þín í muna. Höfundur er skáld í Reykjavík og hefur gefið út 11 Ijóðabækur. B B Hvaðvarð um höfðingjana? Bændum hefur fækkað á Alþingi frá því sem áður var og það er vitaskuld eðlileg þróun; bænda- þjóðfélagið íslenzka heyrir sögunni til. Jafn- framt minnast menn þess með nokkrum sökn- uði, að ýmsir þjóðkunnir bændur settu löng- um svip á þingið. Framagosar og allskonar pabbadrengir, oft með lögfræðipróf, sem komið hafa í staðinn, þykja einlit hjörð á móti þeim. Það kemur enginn með skemmti- leg sérkenni Björns á Löngumýri úr þeim röðum og kannski ekki neinn með gamal- dags en traustvekjandi viðmót Ásgeirs í Ásgarði og Ágústs á Brúnastöðum, sem mér finnst að hafi kannski verið síðustu merkisberar horfinnar menningar, ættaðri úr bændasamfélaginu. Mér skilst að Norðlendingar hafi löngum talið, að þar væru höfðingjar og stórbændur fremur en í öðrum landshlutum; ekki hafa Húnvetningar sízt verið ánægðir með sinn hlut að þessu leyti. Ég ætla samt að gera því skóna hér, að nokkrir sunnlenzkir stór- höfðingjar, sem allir eru horfnir yfir móðuna miklu, hafi vegið á móti hveijum sem var og jafnvel borið höfuð og herðar yfir aðra á sjnni tíð. Ég nefni til sögunnar Sigurjón í Raft- holti, sem féll frá fyrir rúmu ári þá á níræðisaldri, en stór og teinréttur til hins síðasta. Hann var slíkur afburða ræðumaður að lengi verður í minnum haft, en þing- mennska varð ekki hlutskipti hans. Mér er minnisstætt þegar við Finnbogi Eyjólfsson í Heklu tókum hús á honum á sólbjörtum sumardegi; Siguijón þá rúmlega áttræður. Það var ekki við annað komandi en að taka upp fínasta viskí, „og nú syngjum við dreng- ir“ sagði Sigurjón og lét ná í Hermann son til viðbótar því þetta átti að vera kvartett. Sjálfur söng hann með drynjandi bassa. Og þegar við höfðum tekið slatta af fjárlögun- um, sagði Siguijón okkur söguna af því, þegar hann sá Éinar skáld Benediktsson. Þá var Siguijón ungur maður og í kaupstað- arferð í Reykjavík hafði hann tyllt sér inná Hótel ísland. „Þá kemur þar inn maður“, sagði Siguijón, „og návist hans var svo stór og áhrifamikil, að það var því líkast sem hann fyllti út í salinn. Ég vissi strax, að þetta hlaut að vera skáldið og gerði mér grein fyrir hvað olli þessum áhrifamætti: Það voru augun“. Návist Siguijóns var líka stór og áhrifa- mikil og það var að honum sjónarsviptir. Annar sunnlenzkur höfðingi, sem ég þekkti þó miklu betur sem nágranna og góðan vín, var Sigurður Greipsson í Haukadal. Þótt hann væri þar bóndi, verður hans miklu fremur minnst sem skólamanns og foringja í ungmennafélagshreyfingunni og Héraðs- sambandinu Skarphéðni. Líkt og Siguijón 'í Raftholti, gat Sigurður farið á kostum í ræðumennskii. Af þessum sunnlenzku höfð- ingjum var hann garpurinn; glímukappinn sem tók Grettisbeltið fimm ár í röð á sínum yngri árum og lagði alla andgtæðinga sína á hælkrók aftur fyrir báða um leið og flaut- an gall. Jafnvel Þorgeir í Varmadal, síðar í Gufunesi, gat ekki varizt því bragði. Líkt og margir strákar úr Tungunum átti ég þess kost að vera einn vetur í íþróttaskólan- um hjá Sigurði og tel að hann sé mesti uppalandi og einn bezti kennari, sem ég hef kynnst. En eftir pólitískum metorðum sótt- ist hann ekki. Annar sveitungi okkar Sigurðar úr Tung- unum, Þorsteinn á Vatnsleysu, var sannur bændahöfðingi, enda formaður Búnaðarfé- lags íslands um árabil eftir að hann hætti búskap. Hann var eins og Sigurður, upp- tendraður af framfaraanda aldamótanna og það sýnir metnað þeirra, að báðir menntuðu sig á yngri árum við nám og störf í Noregi og Danmörku. Þorsteinn var glæsimennið í flokki bændahöfðingja, gaf engum eftir í ræðumennsku og hafði þetta ræktaða fas og útlit, sem í Evrópulöndum er heimfært uppá aðalsmenn og kallað aristókratískt. Hann hafði áreiðanlega áhuga á pólitískum frama, en líklega hafa einhveijir flokks- bræður í lágsveitunum öfundað hann af glæsimennskunni og unnið gegn honum. Að minnsta kosti varð honum ekki ágengt, en hefði sannárlega sett svip á Alþingi. Bygging Bændahallarinnar var á sínum tíma til merkis um stórhug hans og metnað fyrir hönd bænda og mér er minnisstæð einhver vígsluathöfn, sem þar fór fram und- ir stjórn Þorsteins. Þar var ríkisstjórnin saman komin, fjöldi þingmanna og annara ráðámanna, en Þorsteinn var gestgjafinn og fórst það eftirminnilega. Þorsteini á Vatnsleysu fylgdi gleði og söngur; um árabil stjórnaði hann karlakór i Biskupstungum og ræktaði söngmenningu. Hann var kannski of hreinn og beinn fyrir hina pólitísku refskák. Til marks um það er sagan af því, þegar Jónas frá Hriflu hugðist ná honum á sitt band í innanflokks- deilum við Hermann Jónasson og Eystein Jónsson. Jónas sagði: „Sko, nú er Hermann alveg aó verða vitlaus og hugsar ekki um annað en elta stelpur og veiða lax“. Þor- steinn sló vopnið.úr hendi Jónasar og sagði á sinn glaðværa máta: „Það skil ég vel, hvorttveggja er skemmtilegt“. Ekki er hægt að ljúka þessum pistli án þess að getið sé Egils Thorarensens, stofn- anda og nánast einvalds í Kaupfélagi Árnes- inga í áratugi. Egill var bóndasonur frá Kirkjubæ á Rangárvöllum og ætlaði að verða skipstjóri, en berklaveiki kom í veg' fyrir þann draum. Jarlinn í Sigtúnum, eins og hann var oft nefndur, var héraðshöfðingi og getur bæði talizt faðir Selfoss og Þorlákshafnar. Egill var aristókrat eins og Þorsteinn á Vatns- leysu og í hópi þessara sunnlenzku höfð- ingja var hann listamaðurinn, sem sökkti sér niður í myndlist og bókmenntir jafn- framt uppbyggingu í Mjólkurbúi Flóamanna og K.Á. Kjarval var mikill vinur hans og heimagangur í Sigtúnum, „en líklega er Jón beztur“, sagði Egill stundum og átti þá við Jón Stefánsson. Eins og nærri má geta var Egill of stór fyrir marga, og var umdeildur. Hann átti bágt með að þola músarholusjónarmið og ógrundaða gagnrýni og átti til að svara henni heldur hvatskeytslega. En hann vildi hafa menningarsnið á sínum fundum með félagsmönnum og hafði gjarnan með sér skáld og rithöfunda til að lesa upp úr verk- um sínum. Egill Thorarensen var harður í horn að taka, en um leið fágaður heimsmaður. Það fór hinsvegar í taugamar á samheijum hans í samvinnuhreyfingunni, að þeim fannst hann ekki rekast nægilega vel í flokki; hann var líklega aldrei neinn framsóknarmaður og auk þess verzlaði hann við heildsala eins og honum sýndist og var oft i félagsskap með þeim. Það var ekki fyrr en á síðustu árum Egils, að hann var meðtekinn í stjórn Sambandsins. Ég held að Egill hafi haft lítinn metnað til að láta til sín taka þar; ríki hans var í hinum blómlegu sveitum Suðurlands. Þar var hann jarlinn. Ég kynntist Agli ekki fyrr en síðasta áratuginn í lífi hans, en þau kynni voru eftirminnileg og ég tel hann einhvern rismesta persónuleika, sem ég hef fyrir hitt. Það er eins og hvert annað happ og for- réttindi að hafa átt stundir með þessum sunnlenzku héraðshöfðingjum og kynnst sumum þeirra vel. En um leið er von að spurt sé: Hvað varð um höfðingjana í þessu þjóðfélagi? Eru þeir eins og dýrategund, sem hefur dáið út? Að minnsta kosti eru allir þessir réttu og sléttu stresstöskuberar æði hvunndagslegir á móti þeim. GÍSLI SIGURÐSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. DESEMBER 1989 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.