Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1989, Blaðsíða 9

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1989, Blaðsíða 9
Einar Hákonarson Uppstokkun tímabær ótt undarlegt megi teljast gerast oft merkileg- ir hlutir á íslandi við erfiðar kringumstæður. Árið 1939 í skugga yfirvofandi heimsstyrj- aldar og heimskreppu stofnaði eldhuginn Lúð- víg Guðmundsson Myndlista- og handíðaskóla íslands. Honum fannst myndrænum þroska og handlagni mjög ábótavant hjá löndum sínum. Orðsnilli og bókmenntir höfðu skipað æðstan sess í hugum íslendinga, þegar list- ir áttu í hlut. Einar Hákonarson Lúðvíg var reyndur skólamaður og fékk til liðs við sig Þjóðveijann Kurt Zier sem þá var á flótta undan nasismanum í sínu heimalandi. Við mjög þröngan húsakost og erfiðan fjárhag var þessari lengi vel einu menntastofnun íslendinga á sviði sjón- mennta ýtt á flot og hefur nú náð að lifa í hálfa öld. Ekki verður hér rakin saga skólans í þessi fimmtíu ár, en þeim sem vildu kynna sér hana er bent á afmælisrit sem kom út á fjörutíu ára afmæli skólans 1979. Ekki ber að efa þýðingu skólans fyrir íslenska menningu, flest allir núlifandi myndlistarmenn á íslandi hafa hafið sinn feril þar. Skólinn hefur oftast verið þungamiðja þeirra hræringa sem einkennt hafa íslenska myndlist, þó áhrifa hans í þeim breytingum sé sjaldan getið að verðleikum. Vilji menn vera réttsýnir segir sagan annað, þar hafa átt upphaf sitt hér á landi ýmsar greinar innan myndlistar svo og straumar og stefn- ur. Margir af eldri nemendum skólans hafa komið að honum aftur, sem kennarar eftir framhaldsnám erlendis. Einnig hefur skól- anum oft tekist vel upp í að fá erlenda gestakennara, sem hafa komið með nýjar hugmyndir. Á tímamótum sem þessum er rétt að Hallsteinn Sigurðsson myndhöggvari Yillt „geim“ staldra við og skoða stöðu skólans' hvernig til hafi tekist og hvert skal halda. í raun hefur þensla einkennt stofnunina síðastliðin ár og maður getur spurt sig hvort það sé æskilegt að 0,2% íslensku þjóðarinnar stundi nám við sérhæfða myndlistarstofnun. Auð- vitað er æskilegt að sem flestir kynnist myndlistinni, vegna þess hve snar þáttur hún er í daglegu lífi nútímamannsins, en það er ekki þar með sagt að svo margir eigi erindi í fagið sjálft, sem raun ber vitni. Nú skilst mér að yfir 200 manns sæki um skólann ár hvert og inn séu teknir hátt í 50, sem síðan deilast niður í deildir skólans. Oft hefur það verið þannig að ein eða tvær af deildum skólans hafa verið í tísku eins og málun og auglýsingateiknun á síðari árum, meðan aðrar deildir hafa verið hálf tómar. í frændlöndunum í Skandinavíu er einnig gífurleg aðsókn í myndlistarskólana. T.d. í Gautaborg, þar sem ég dvel nú, sóttu yfir 400 manns um skólavist við Valands-lista- háskólann, en aðeins 13 voru teknir inn í þijár deildir. Sömu sögu er að segja um Akademíuna í Stokkhólmi. Einnig má geta þess að nem- endur sem komast inn á þessa skóla hafa að baki listnám í allt að 5-6 ár. Morgunblaðið/Ami Sæberg Hallsteinn Sigurðsson myndhöggvari var átján ára er hann hóf nám við MHÍ árið 1963. 1962 hafði þáverandi skólastjóri Kurt Zi- er gert miklar breytingar á skipulagi skólans. Fyrstu tveimur árunum var varið í almennan undir- búning í forskóladeild. Sama ár var stofnuð auglýsingadeild við skólann. „Skólinn var fjögur ár en ég hætti árinu fyrr því það var engin höggmyndadeild í skólanum. Mér hefur alltaf legið á. Ég veit ekki af hveiju,“ Hallsteinn hafði ekkert nema lof að segja um lærimeistara sína í skólanum: Kurt Zi- er, Sigurð Sigurðsson, Björn Th. Björnsson og Braga Ásgeirsson. „Bragi kenndi mínum árgangi mikið fyrsta árið, fyrst varð það fyrir að teikna eldspýtustokk en svo tók við litahringurinn og Iitaæfingar, hlutateikning og módelteikning. Hörður 'Ágústsson kenndi formfræðina. Hann var strangur og ákveðinn húsbóndi en í formfræðinni sagði hann: „Þetta er villt „geim“ upp um alla veggi.“ Tveggja vetra forskólinn var mjög góður undirbúningur. Ef það á að finna að einhveiju, held ég helst að við hefðum mátt fá meiri módelteikningu. — Og svo vantaði auðvitað höggmynda- eða myndmótunar- deild, Einar Hákonarson á heiðurinn af að hafa komið henni á fót 1980.“ — Hvað var efst á baugi? „Á þessum árum kom skoskur gestakenn- ari sem kenndi steingler og Jóhann Eyfells kenndi myndmótun og ýtti við okkur. Þótt það sé gott að myndlistaskóli sé í tengslum við tíðarandann þurfa nemendur klassískan bakgrunn. — Og það eru klassíkerar í víðtækri merkingu orðsins sem duga best í nútíma myndlist. Til dæmis eru mörg verk myndhöggvara í dag flöt; það vantar þriðju víddina. Eg tel það stafa af því að ekki er Hallsteinn Sigurðsson mynclhöggvari. lögð nægjanleg áhersla á gömlu leirmótun- ina; að horfa á myndina frá öllum hliðum. Þegar ég kom fyrst í skólann fannst mér hann dálítið losaralegur, — en þá var ég ekki búinn að læra að vinna. Einn morgun- inn þegar við mættum í skólann mættum við Kurt Zier og hann segir „Það er mánað- arfrí, ég gleymdi að láta ykkur vita í gær. En þið megið vinna.““ — Var skólinn á þessum árum miðaður við að nemendur færu utan til framhalds- náms? „Já og ég er sannfærður um að hann á vera það enn þann dag í dag. „Heimskt er heimaalið barn.““ — Voru einhver heit deilúefni meðal nem- enda? „Einhveijir voru að hnýta í auglýsinga- deildina en það var einfaldlega þörf fyrir hana. Annars vorum við feikna áhugasamir nemendur. Tíu árum seinna hitti ég stelpu sem var í vefnaðardeildmni og hún gagn- rýndi mig og Guðmund Ármann Siguijóns- son harðlega fyrir að hafa verið svo upptekn- ir af myndlistinni að við hefðum ekki sýnt þeim neinn áhuga.“ í Svíþjóð búa um 8 milljónir, svo bara þetta dæmi sýnir hvert MHÍ stefnir. Ég held að það sé löngu orðið tímabært að skólinn sé stokkaður upp með það í huga að hann sé okkar menntastofnun í mynd- list. Myndlistarháskóli verður að sjá dagsins ljós með þröngt úrval nemenda, þessi útjöfn- un gerir ekkert annað en fletja út myndlist- ina og gefur okkur, svo sem oft áður, magn en ekki gæði. Frá því ég hætti sem skólastjóri 1982 hef ég oft leitt hugann að þessari þróun sem átt hefur sér stað innan skólans. Velferð skólans hefur verið mér ofarlega í huga og sterk bönd tengja mig við skólann og kannski þess vegna vil ég koma þessum ábendingum á framfæri. Skólinn er og hef- ur verið sá grundvöllur sem íslensk mynd- list byggir á. Ég er nú orðinn þess fullviss að blanda af listiðnaðarskóla og myndlistarskóla sé ekki æskileg. Fyrst og fremst vegna þess að listiðnaðardeildirnar hafa aldrei náð sér almennilega á strik, nema þá auglýsinga- deildin, myndlistardeildirnar hafa verið ráð- andi, .allir vilja verða myndlistarmenn með stóru emmi. Til þess að listiðnaðardeildimar standi að fullu undir nafni tel ég nauðsyn- legt að um þær verði stofnaður sérstakur Listiðnaðarháskóli, sem starfaði sjálfstætt. Gamla hugmyndin um að þessar greinar styddu livor aðra átti kannski rétt á sér áður fyrr á meðan myndlistin var það ung á íslandi, en nú á tímum er sérhæfingin það mikil að þörf er á mjög sérhæfðum og kröfuhörðum listiðnaðarháskóla, sem getur útskrifað nemendur er geta tekist á við þau verkefni að skapa sér-íslenska hönnun í þeirri harðnandi samkeppni sem framundan er, sérstaklega í Evrópu. Höfundur er myndlistarmaöur og fyrrum skóla- stjóri Myndlista- og handíðaskólans. Hann býr nú og starfar f Svíþjóð. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 2. DESEMBER 1989 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.