Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1989, Síða 12

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1989, Síða 12
B M 1 L A R Honda Accord ínýrri útfærslu Honda Accord 2.0i, árgerð 1990. Það virðist þvælast einna mest íyrir nútíma bílhönnuðum að fá þokkalegt útlit á afturendann. Hér hefur það tekizt bærilega, en vindkljúfurinn eða vængurinn, sem fæst aukalega, setur óneitanlega mikinn svip á bílinn. Með árgerð 1990 kemur fjórða kynslóð af Ac- cord fram á sjónar- sviðið. Sú fyrsta er frá 1976 og með hverri breytingu hefur Ac- cord jafnframt stækk- að og orðið betri bíll. Vinsældir hans hafa verið alveg einstakar í Bandaríkjunum, þar sem 360.000 bílar af þessari tegund voru í umferð á síðasta ári, og óhætt er að segja að Accord hafi átt einlæga aðdáendur hér á landi einnig Það hefur áður verið minnst á hér og verður því ekki rakið í smáatriðum, að í vali bandaríska bílablaðsins Car and Driver á „10 beztu“ í hveijum flokki, hefur komið fyrir að Honda ætti bíl í þremur flokkum. Það hefur verið talið Hondu til tekna, að þar hefur hönnuðum tekizt að halda í sérs- takt svipmót, sem hefur skorið sig úr hinni nokkuð svo einlitu hjörð japanskra bíla. Vitað var að Honda kæmi með nýja gerð af Accord frá og með árgerð 1990 og sá bíll var fyrst kynntur á alþjóðlegu bílasýn- ingunni í Frankfurt í haust. I ljósi þess hvað tekizt hefur í hönnun á Hondu Civic og sportbílnum CRX, áttu menn jafnvel von á byltingarkenndri breytingu á Accord. En þegar dúkurinn var dreginn af gripnum, var ekki laust við að vonbrigða gætti hjá heims- pressuliðinu, því Honda hafði valið þann kost að þróa það útlit sem fyrir var í stað þess að umbylta því. Þann sama kost hafa menn einnig valið hjá Mercedes Benz og BMW á undanförnum árum og hefur það ekki þótt ámælisvert þar. í þýzku bílapress- unni hefur mátt sjá, að þar þykir sumt í útliti Hondunnar „of japanskt", sem merkir einfaldlega að hér er ekki um að ræða stæl- ingu á þýzkum bílum. Annars var mjög já- kvæð grein í þýzka bílablaðinu MOT um Accord, sem þar var sagður bæði stærri og betri en áður. „Bætt hefur verið úr öllu sem okkur þótti helzt aðfinnsluvert áður“, segir í blaðinu. Þótt aðal markaðurinn sé í Banda- ríkjunum, leggur Honda enn meiri áherzlu á viðtökur í Þýzkalandi, því hvergi er sam- keppnin harðari. Það er þessvegna góður mælikvarði á gæði ef bíll stendur sig í sam- keppninni á þeim markaði og Accord á að eiga góða möguleika í ljósi þess hve stór hann er og ríkulega búinn, en á hinn bóginn miklu ódýrari en allir þýzku millistærðar- bílarnir. Það er kannski ekki tilviljun að stærðin á Accord er nánast nákvæmlega sú sama og á 5-línunni hjá BMW, en ein- hverra hluta vegna sýnist Accord stærri bæði að utan og innan. Umfjöllun um þennan nýja Accord í bandaríska bílablaðinu Car and Driver er mestan part hástemmt lof og það er í sam- ræmi við fyrri viðtökur þar í landi. „Við hveija breytingu hefur Honda Accord fært sig upp í gæðaflokki og þrátt fyrir endur- bætur í bílum eins og Toyota Camry, Niss- an Maxima og Mazda 626, er Accord núm- er eitt meðal japanskra bíla í þessum flokki", segir Car and Driver. En hvað er það í rauninni sem breytt hefur verið. Það er nánast allt. Þetta er nýr bíll frá grunni og allur stærri en áður. Lengdin er 4.68m og hefur verið aukin um 15 sm, breiddin 169,5 sm, hæðin 139 sm og lengd milli öxla er 2,72 m. Mælaboðið er nýttj Vélin er ný, sætin eru ný og gagn- stætt ríkjandi stefnu síðustu ára hefur ögn verið horfið frá fleigforminu í ytra útliti, því skottlokið er ívið lægra en áður. Hér var í fyrsta sinn gerð uppreisn gegn því að láta niðurstöður úr vindgöngum ráða útlitinu. Vindstuðullinn, sem áður var 0,32, hækkaði í 0,33, en þetta var nauðsynlegt til þess að ná fram glæsilegu formi. Ein breyting, sem fljótt á litið ber lítið á, er að öll millibil, t.d. við vélarlok, skott og hurðir, hafa verið Stýri og mælaborð í Accord - hönnun og frágangur í háum gæðaflokki. þrengd til þess að minnka hvin og í annan stað hafa rúður stækkað hvorki meira né minna en um 17%. Það er ljóst þegar sezt er uppí þennan nýja Accord, að hér er komin alvöru drossía,. svo notuð sé gömul og næstum því útdauð dönskusletta. Það er rúmt um mann á alla kanta; þaklúgan með reyklituðu gleri eykur á þessa tilfinningu og þegar búið er að lyfta sætinu - sú lyfting er rafknúin - er útsýni eins og bezt verður á kosið. Ég er hinsveg- ar ekki sáttur við sætin, sem eru of hörð fyrir minn smekk og skortir hliðarstuðning. Sætin eru ágætlega stór og mér var bent á, að þau væru gerð fyrir „mennina með breiðu bökin". Sá sem þetta ritar er víst allfjarri því að vera í þeim hópi. Samt vil ég ekki segja, að sætin séu slæm og sumum hugnast vel að hafa þau hörð. Sú gerð sem hér var reynsluekið er auð- kennd með 2.0i. Auk hennar er völ um eina kraftmeiri og dýrari gerð og þá þriðju, sem er með ögn minna vélarafli og er ódýrari. Accord 2.0i er búinn nýrri fjögurra strokka vél úr áli, 16 ventla með beinni innspýtingu og fjögurra þrepa sjálfskiptingu með kraft- eða sparnaðarforriti eftir því hvort maður er í skapi til að spara eða láta gamminn geysa. Þverstæð vélin hallast lítillega aftur í stað þess að áður hallaðist hún áfram og færir það þyngdarpunktinn til og bætir jafn- vægið. Fjögurra strokka vélar titra gjarnan í hægagangi, en hér er á ferðinni nýr búnað- ur til að eyða slíkum titringi, enda verður hans alls ekki vart, þegar bíllinn gengur í hægagangi. í reynsluakstrinum sparaði ég sparnaðarforritið og það er alveg hægt að slá því föstu, að sá sem á annað borð hefur einhveija tilfinningu fyrir góðum bíl, hlýtur að kunna að meta Accord. Viðbragðið frá kyrrstöðu og uppí 50 km hraða, sem skipt- Jr langsamlega mestu máli, er afar líflegt og gott, en tölur um viðbragð frá 0-100 km á klst. eru ekki tiltækar, né heldur um hám- arkshraða. Ekki verður því neitað, að hann hvetur fremur til hraðaksturs og et' kannski skemmtilegastur á bilinu 80-100. Það urar dálítið í ventlunum eins og oftast í 16 ventla vélum og heyrðist kannski meira en eðlilegt má telja vegna þess að bíllinn hafði ekki vet'ið ryðvarinn. Með 135 hestafla vél og sjálfskiptingu er hann miklu sprækari en við mætti búast. Það er óhætt að segja, að hann ber sjálfskiptinguna vel. Hinar gerðirnar eru með 2.21 vél og beinni innspýt- ingu, sem gefur 150 hestöfl. Sú gerð kemur ekki á markað í Evrópu fyrr en i vor og þar er ókunnugt um vet'ð. Loks er um að ræða 2.0 1 vél með tvennum blöndungum, en 16 ventlum einnig og gefur hún 112 hestöfl. Að sjálfsögðu eru allar gerðir af Accord fáanlegar með handskiptingu og eins og á öllum gerðum af Hondu er drif á framhjól- um. Spyija má, hversvegna verið sé að stækka bíl, sem var kannski nógu stór. Svarið felst trúlega í því, að áherzlan er á þægindi og það er vel kunn staðreynd, að stærri bílar hafa öðruvísi hreyfingar en smáir. Fjöðrun- in hefur verið endurbætt í samræmi við þá stefnu; það er lengra í henni en áður var. Helztu keppinautarnir í þessum verð- flokki eru ugglaust bílar eins og Subarti Legacy, sem hefur aldrif framyfir, og Mitsubishi Galant GTi, Mazda 626, Toyota Camry, Saab 900, BMW 316/18, og Audi 80/90; þeir síðasttöldu að vísu talsvert minni. Allt eru þetta álitlegir kostir og meira smekksatriði, hver verður fyrir val- inu. Þar hefur hver til síns ágætis nokkuð en Accord er orðin meiri drossía en þeir sem hér hafa verið nefndir og þessi nýja gerð er líkari þeim farartækjum, sem stundum eru kölluð stjórabílar. GS. HONDA 2.0i - nokkrar staðreyndir í tölum Breidd: 169,5 sm. Hæð: 139 sm. Hæð undir lægsta punkt: 16 sm. Þyngd: 1245 kg. Vél: Tveggja lítra,_ 135 hestafla. Umboð: Honda á íslandi. Verð: 2.0 EX, handskiptur: 1290 þús. 2.0 EXi, handskiptur: 1480 þús. 2,0, sjálfskiptur: 1390 þús. 2.0i, sjálfskiptur: 1560 þús. Fyrir ryðvörn og skráningu bætyast við 25 þús. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.