Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1989, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 02.12.1989, Blaðsíða 7
Margrét Kjartansdóttir að renna. Listin gneistar í myndmótun. Kjartan Guðjónsson listmálari Nemendur vita allt Að afloknu stúdentsprófi 1942 fór Kjartan Guð- jónsson í Handíða- og myndlistaskólann, eins og hann var þá nefnd- ur. Kjartan var einungis einn vetur í skólanum, hann hélt til Banda- ríkjanna til frekara listnáms. Tengsl Kjart- ans við skólann rofnuðu þó ekki; hann var þar kennari á árunum 1945-48 og 1968-87. Þennan námsvetui', 1942-43, voru starf- ræktar kennaradeildir við skólann auk myndlistardeildarinnar þar sem Kjartan stundaði nám. Kjartan var inntur eftir hveij- ir hefðu verið helstu lærifeður þar á bæ. „Kurt Zier var aðalkennari en Lúðvíg Guðmundson sótti hann til Þýskalands rétt fyrir stríð. Zier kenndi allt sem til féll ann- að en málun en þar leit Þorvaldur Skúlason til með mönnum. Þarna voru ýmsir mektar- menn að byrja sinn feril, t.d. Hörður Ágústs- son, Karl Kvaran og Einar Baldvinsson." — Nú voru starfandi kennara- og handíða- deildir við skólann, voru nemendur og kenn- arar almennt „praktískt" þenkjandi? „Við þessir 7 eða 8 í myndlistadeildinni höfðum frekar lítið samband við hinar deild- irnar. — En við vorum ekki praktískt þenkj- andi; allir ætluðu að verða listamenn en Lúðvíg skólastjóri vildi að menn tileinkuðu sér eitthvað sem þeir gætu lifað af. — Og þrautalendingin var að klína á þá einhverri kennaran afnbót. Það er óhætt að segja um Lúðvíg Guð- mundsson að í honum brann hugsjónaeldur. Og þess þurfti líka; hann átti stundum ekki fyrir launagreiðslum; þetta rúllaði frá mán- uði til mánaðar. Karlinn hefði getað stjórn- að útgerðarfélagi og stórgrætt. En hann valdi þetta basl. Hann var vakinn og sofinn í því að berjast fyrir skólánn — við misjafn- ar undirtektir. Hann sást einu sinni strunsa eins og ráðherra að stjórnarráðinu en um leið sást ráðherrann flýja út um bakdyrnar eins og minkur úr greni. Um 1950 var skól- inn víst kominn í slíkt þrot að Lúðvíg varð • að eftirláta Kennaraskólanum smíðakenn- aradeildina, hann fékk einhveija aura í milli- gjöf og haft var á orði að Lúðvíg hafi selt 8 nemendur á fæti. Það voru ekki bara peningavandræði heldur líka endalaus módelvandræði þennan vetur. Það fékkst ekki nokkur manneskja með sómakennd til að leggja þetta fyrir sig. Að finna módel var hrein neðanjarðarstarf- semi og ef það tókst varð að fara með það Kjartan Guðjónsson listmálari. eins og mannsmorð. — Um tíma höfðum við danska stelpu, — ansi snotra. Hún fékkst til að vera ber að ofan, þá'ð var meiriháttar hvalreki á meðan hún var. Það var afskap- lega takmarkaður áhugi á að teikna pilsið. Pétur Friðrik Sigurðsson málari var nem- andi hluta vetrar með okkur, þá 14 ára, og þurfti að sækja um leyfi barnaverndarnefnd- ar til að hann fengi að teikna hálfnakta konu.“ — Myndlistanemendur voru semsagt ekki praktískir, hvaða strauma og stefnur að- hylitust menn? „Zier og Þorvaldur reyndu að kenna nem- endum handbrögðin og lögmál myndarinn- ar. Við vorum látin mála mikið af uppstill- ingum. En það sleppur enginn skóli við tíðar- andann. Við spáðum mikið í Picasso. Zier reyndi að sannfæra menn um að það væri kannski gott að læra eitthvað áður en menn færu að mála í stíl þess góða málara. — En eins og vant er, nemendur voru óþægir. Eftir að ég fór sjálfur að kenna lærði ég þá lexíu að nemendur á öðru ári í listnámi vita allt. — En þeir fara oftast að lagast upp úr því.“ — En hvað vantaði helst í skólann? „Nánast allt. Það var opinberun þegar Lúðvíg kom seinna með beinagrindina frá Þýskalandi, ekta beinagrind, nettur og fal- legur kvenmaður, sennilega ættaður frá Indlandi. Síðast þegar ég sá hana hafði hún látið á sjá. Hauskúpan horfin og fleiri bein töpuð. — Ég held þó ekki að hundar hafi komist í hana.“ — Hvað heldurðu að nemendum hafi helst gagnast úr náminu frá þessum árum? „Þrátt fyrir allt baslið var skólinn góður undirbúningur til framhaldsnáms; menn lærðu að teikna, — hvað sem Picasso leið — og að þeir fengu góða undirstöðu í mál- verki. Skólinn var á þessum árum afskap- lega notalegur og heimilislegur, eins og stórt sveitaheimili. Listaskóli verður að halda jafnvæginu. Hann má ekki steinrenna sem tæknistofn- un. — En hann má heldur ekki drekkja sér í hugmyndarugli. Það er ekki hægt að kenna myndlist, það er hægt að sýna og segja frá. Það er hægt að kenna tækni og hand- bragð en ekki listina. Listaskóli verður að veita nokkuð fjölhliða menntun, nemendur mega ekki hleypa sér út í eitthvað of sér- tækt og kunna svo ekkert annað.“ LESBÓK MORGÚNBLAÐSINS 2. DESEMBER 1989 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.