Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1990, Side 2
Hér eru rætur
mínar
- segir Viktoría Spans, hollensk söngkona
af íslenskum ættum
að byrjaði ekki vel samtal mitt við Viktoríu
Spans, söngkonu af íslenskum og hollenskum
ættum, sem hér var stödd fyrir skömmu. Fyrir
það fyrsta var komin glerhálka á allar götur
þegar ég lagði af stað niður í Mávahlíð þar sem
„í þessari jólaferð minni
til Islands hef ég tekið
niður efni sem ég ætla að
skrifa um úti, m.a. um
Kvennalistann, íslensk
jól og starf þeirra Hlífar
Svavarsdóttur,
balletdansara og Garðars
Cortes, ásamt því sem er
að gerast í íslenzku
óperunni.
Eftir GUÐRÚNU GUÐ-
LAUGSDÓTTUR
við Viktoría ætluðum að hittast, í annan
stað var ekkert bílastæði laust í allri Mávahl-
íðinni þegar ég kom þangað, og loks var
engin efsta bjalla tii staðar, en á hana hafði
ég átt að hringja. Maður sem kom út úr
húsinu neitaði mér um að nota' síma en
sagði mér jafnframt að fólkið á efri hæð-
inni væri í útlöndum og enginn í íbúðinni.
Eg gróf í snarheitum upp miðann með heim-
ilisfanginu og komst að því að húsið sem
ég ætlaði í var talsvert neðar í götunni.
Þegar þangað kom datt mér helst í hug
kvæði Tómasar Guðmundssonar, Hótel jörð.
Inn í hina fyrirheitnu íbúð var þvílíkur
straumur að efsta bjallan var í stöðugri
notkun, ég komst varla að. Mér þótti þetta
með þvílíkum ólíkindum að ég áræddi varla
að stynja upp erindinu við mann einn sem
virtist vera húsráðandi og tók á móti öllu
fólkinu sem ráfaði fram og aftur um íbúð-
ina. Mér til undrunar kannaðist hann strax
við Viktoríu og sagði mér jafnframt að fólks-
straumurinn væri til kominn af því að til
stæði að leigja þessa umræddu íbúð. Eg sá
að vonlaust var að tala við konuna við þess-
ar kringumstæður og þess vegna fórum við
niður á Hótel Borg og ætluðum að fá okkur
þar kaffi saman. Þegar þangað kom var
kaffisalan lokuð og við enduðum niður á
ritstjórn Morgunblaðsins. Þegar þangað
kom vorum við Viktoría orðnar einsog alda-
vinkonur sem þolað hafa saman súrt og
sætt árúm saman.
Viktoría Spans er fædd í húsi móðurfor-
eldra sinna við Miðstræti í Reykjavík. For-
eldrar hennar, Aðalheiður Holm Sigurgarðs-
dóttir og Wugbald Spans, sem var hollensk-
ur sjómaður, voru ógift þegar hún fæddist
en giftu sig skömmu síðar og fluttu svo
út með Viktoríu til Hollands þegar hún var
fjögurra ára gömul. Fjölskyldan flutti fyrst
í lítinn bæ, Kamben, þar sem heimilisfaðir-
inn var fæddur og uppalinn. Þar sveif andi
Kalvins enn yfir vötnum svo íbúar þar fóru
ekki með neitt spott og spé allajafna. Móð-
ir Viktoríu var töluverðan tíma að átta sig
á alvöru lífsins_ þarna og venjast af því and-
varaleysi sem íslendingum er mörgum tamt
að sýna trúmálum. Trúarþungi fólksins
þarna var slíkur að hún mátti ekki einu sinni
hjóla í friði á sunnudögum. Þegar hún
reyndi það gekk fólkið út á götuna í veg
fyrir hana til -þess að stöðva þetta ókristi-
lega athæfi. En smám saman tók hún að
laga sig að umhverfinu og semja sig að
siðum trúaðra Hollendinga. Viktoría varð-
veitti hins vegar Islendingseðlið og varð
með árunum æ frábitnari hinu grafalvarlega
viðhorfi kalvinstrúarmanna til lífsins. Hún
var frá upphafi gefin fyrir söng og tónlist
og var ekki gömul þegar hún fór að liggja
tímunum saman með eyrað þétt við útvarp-
ið til þess að hlusta á hvers kyns músik.
„Einu sinni skömmu eftir að ég kom út til
Hollands þá kom systir pabba hlaupandi inn
til mömmu minnar og sagði: „Veistu hvað
barnið er að syngja, það er að syngja aríu
úr Rakaranurri í Sevilla." Þá svaraði
mamma:,, Já, ég veit hún getur sungið það,
hún hefur heyrt það í útvarpinu, hún man
vel það sem hún heyrir.“ Viktoría hlær að
þessari gömlu sögu. Léttur hláturinn og
annað viðmót sýna að henni er tamt að
vera kát, meðfætt glaðlyndi hennar hefur
greinilega ekki látið í minni pokann fyrir
alvöruþunga áhangenda Kalvíns sáluga.
„Fimmtán ára kom ég til íslands, til
ömmu minnar, Viktoríu Bjarnadóttur, hana
kannast margir við af bók sem hún skrifaði
og heitir Vökustaurar að vestan. Hún var
mjög skemmtileg kona og mér góð,“ heldur
Viktoría áfram frásögn sinni. „Eg var auð-
vitað orðin altalandi þegar ég fór út til
Hollands en íslenskunni var ekki haldið við
og ég týndi henni álveg niður úti. Þegar
ég kom aftur til ömmu á íslandi þá gat ég
nánast ekkert sagt á íslensku, en ég bað
fólkið í kringum mig að taia bara við mig
íslensku og eftir mánuð gat ég allt í einu
talað. Eg hef bara ekki mikinn orðaforða.
Eg hafði verið í barnaskóla og mennta-
skóla úti en hér á íslandi gafst mér lang-
þráð tækifæri til þess að byija að læra að
syngja. Úti hafði ég eitt sinn mannað mig
upp og hringt bjöllunni hjá þekktri söng-
konu sem kenndi söng, en hún sagði mér
að ég væri alltof ung, bara ellefu ára, ég
yrði að bíða því röddin yrði að þroskast.
En nú var ég þarna orðin sextán ára gömul
og amma fékk Kristin Hallsson til þess að
kenna mér. Sú kennsla var mér góður undir-
búningur undir nám mitt í tónlistarháskólan-
um sem ég fór í úti í heimaborg minni,
Utrekt í Hollandi.
Það var erfitt að komast inn í þann
skóla, en ég komst inn og hóf nám nítján
ára gömul og útskrifaðist eftir fjögur ár.
Það var mér styrkur að ég-hafði farið tals-
vert á tónleika með foreldrum mínum og
einnig á söfn og á myndlistarsýningar, ég
er þeim þakklát fyrir að opna mér þannig
leið inn í menningarlífið. Það er gott fyrir
börn að taka þátt í slíku, ef þau vilja það
sjálf. Bræður mínir tveir voru hins vegar
ekki eins áhugasamir í-þessum efnum, ann-
ar þeirra varð lögfræðingur en hinn geð-
hjúkrunarfræðingur. En fyrir mér var tón-
listin allt.
í frístundum mínum hjólaði ég, einsog
reyndar allir gera í Hollandi. Við hjólum
ekki bara að gamni okkar. I borgum nútí-
mans í Hollandi er miklu fljótlegra að kom-
ast leiðar sinnar hjólandi en í bíl. Hins veg-
ar er það orðið svo í Holiandi núna að það
eru heilu glæpagengin sem lifa af því að
stela hjólum frá fólki og fara með þau á
annan stað og selja þau þar. Þessir menn
eru svo bíræfnir að það er næstuni ótrú-
legt. Þeir eru með klippur á sér til þess að
klippa sundur keðjur sem læsa hjólum, svo
kippa þeir hjólunum upp á bílana sem þeir
eru á. Þannig stela þeir einu hjólinu af öðru.
Hjólin sem þeir stela í Utrekt fara þeir með
tii Amsterdam og selja þar en hjólin sem
þeir stela í Amsterdam selja þeir í Utrekt.
Ég hitti einu sinni gömul hjón sem stóðu
grátandi fyrir utan búð. Þau höfðu átt alveg
ný hjól og nú hafði þeim báðum verið sto-
lið. Sumir hafa misst alit upp í þijátíu hjól
á þennan hátt, bótalaust.
En þrátt fyrir þessi vandræði er mjög
gaman að hjóla í Hoilandi, þar er allt svo
láglent. Það er líka góð þjálfun að hjóla og
það er ekki ónýtt fyrir söngvara sem alltaf
þurfa að halda sér í formi. Ég hjóla alltaf
mikið og svo geri ég æfingar sem ég lærði
af manninum mínum. Ég gifti rnig söng-
kennara sem ég lærði hjá á skólaárum
mínum. Hann hét Carlo Bino og hann var
talsvert eldri en ég. Hann fékk kransæða-
stíflu og upp úr sjúkrahúsvist var hann lát-
inn fara að þjálfa sig upp. Ég lærði æfin-
garnar sem hann var látinn gera og geri
þær enn í dag. En þessar æfingar komu
ekki í veg fyrir að maðurinn minn fengi
fleiri köst og hann dó úr kransæðastíflu
fyrir ellefu árum. Lát hans var mér mikið
áfall. Hann var mjög skemmtilegur maður,
enda af gyðingaættum. Hann var alinn upp
í gyðingahverfi í Amsterdam. íbúar Amst-
erdam eru glaðlyndir og spaugsamir og allra
kátastir eru gyðingarnir, í hverfum þeirra
er því jafnan mikið líf og fjör. Maðurinn
minn missti ekki kímnigáfuna þó hann yrði
fyrir miklum hörmungum á stríðsárunum.
Hann missti alla fjölskyldu sína í fangabúð-
um gyðinga, aðeins kímnigáfunni hélt hann.
Við áttum góð ár saman, mér fannst alltaf
jafn gaman að tala við hann, það gerðu
gáfur hans og andlegt fjör. Síðast. en ekki
síst þá varð hann mér að ómetanlegu gagni
sem söngkennari. Hann kenndi við óperuna
og hafði sjálfur lært hjá hinum fræga söngv-
ara Tito Scipa. Carlo var hér einu sinni í
heilan mánuð að raddþjálfa Pólýfónkórinn
og var búinn að fá boð um að koma aftur,
þegar hann dó. Hann hafði mikið vit á
músík og kenndi mér mikið. Við áttum ekki
böm en hann var vanur að segja að röddin
væri„barnið mitt“, og átti við það að söngv-
arar þurfa að hugsa mikið um rödd sína,
rétt eins og móðirin um ungbarnið.
Ég hef starfað lengst af í Hollandi og
lagt mest stund á ijóðasöng. En ég hef einn-
ig sungið talsvert erlendis, m.a. tvisvar í
Kanada, í annað skiptið var mér boðið þang-
að til þess að syngja oratoríu eftir Bach.
Ég hef einnig sungið óperutónlist, en ekki
á leiksviði. Ég hef jafnan á takteinum
margvíslegar efnisskrár, m.a. íslenska tón-
list sem ég syng við undirleik hörpu. Ég
var einnig heilt ár með útvarpsþætti þar sem
ég fjailaði um sígilda músík. Ég beitti gjarn-
an samlokuaðferðinni svokölluðu, lék þekkta
og óþekkta tónlist á víxl. Þannig lokkar
maður fólk til að hlusta á það sem það
ekki þekkir, sém annars er erfitt. Ég sagði
svo frá óþekktu tónlistinni og á eftir var
síminn jafnan rauðglóandi, fólk vildi fræð-
ast meira um þessa músík og kaupa plötur
með henni. Það var mjög gaman. Ég hef
sungið inná fjórar hljómplötur, tvær fyrir
CBS, eina fyrir EMI og eina fyrir SG-hljóm-
plötur, þar syng ég gamla og nýja íslenska
tónlist.
Ég hef líka fengist svolítið við að skrifa
í blöð. Það var einber tilviljun að ég byijaði
á því. Ég var eitt sinni stödd hjá vinafólki
og þar var einnig staddur ijósmyndari sem
vantaði einhvern til þess að skrifa texta við
myndir sínar. Ég gerði tilraun til gamans
ogjiað varð til þess að við fórum hingað
tii Islands til þess að taka myndir og skrifa
um íslensk veitingahús og matargerð.
Seinna skrifaði ég grein um Vigdísi Finn-
bogadóttur forseta. Mér finnst mjög gaman
að skrifa og það er ákveðin hvíld frá söngn-
um, þó hann eigi ennþá hug minn allan.
I þessari jólaferð minni til íslands núna
þá hef ég tekið niður efni sem ég ætla að
skrifa um úti. Ég talaði m.a. við Þórhildi
Þorleifsdóttur um Kvennalistann. Einnig
ætla ég að segja frá íslenskum jólum, sem
eru mikið öðruvísi en jólin í Hollandi. Þar
þekkjast hvorki jólasveinar né aðfangadags-
kvöld og jólin eru fyrst og fremst kirkjuleg
trúaijól. Ég talaði einnig við Hlíf Svavars-
dóttur balletdansara og mann hennar Ma-
arten W.D. Valk, sem leikur í Sinfóníuhljóm-
sveit íslands. Loks talaði ég við Garðar
Cortes, því ég ætla að skrifa um það sem
er að gerast í íslensku óperunni, þar sem
mér finnst unnið frábært starf. Þessi skrif
verða ágæt tilbreyting frá söngnum og
söngkennslunni sem ég stunda með. Mér
þykir oft gaman að kenna söng og stundum
er ég glaðari en nemandinn, ef vel gengur.
Til íslands kem ég venjulega einu sinni
á ári. Ef ég geri það ekki þá Iíður mér illa.
Rætur mínar eru hér. En ég gæti ekki,
held ég, búið hér. Bæði vegna starfs míns
og svo vegna þess hve erfitt er að ferðast
héðan. I Hollandi sest maður bara inn í bíl
og er fyrr en varir kominn í annað land.
Söngvarar syngja tónlist frá mörgum lönd-
um og það er mjög gagnlegt að hafa kynnst
svolítið því landi sem maður er að syngja
tónlist frá. 'Það er t.d. gott að hafa komið
til Flórens ef maður syngur tónlist frá endur-
. reisnartímanum og til Vínarborgar og Salz-
burg þegar sungin er tóniist eftir Mozart.
Ég hef líka alltaf haft mikinn áhuga á sögu
og listasögu. Síðast en ekki síst er eitt af
því skemmtilegasta sem ég geri að ferðast.
Þegar ég er búin að vera um kyrrt í þijá
mánuði þá fer ég að verða óróleg og þá er
kominn tími til þess að leggja í ferðalag,"
segir Viktoría og sýnir þar með á sér farar-
snið, enda ætlar hún að fljúga til Hollands
hvað líður.
Viktoría Spans söngkona.
Morgunblaðið/Sverrir
Guðrún Guðlaugsdóttir