Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1990, Síða 3

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1990, Síða 3
TECTéW @@Hlöll]|Nll][L]H@®[EH]a Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haratdur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aöstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurösson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aöalstræti 6. Sími 691100. Liósm.Lesbók/Þorkell. Forsídan Portrettið hefur verið afar lítið ræktuð sérgrein í mynd- list hér á landi, og því hefur það vakið athygli, að tveir ungir málarar, Hallgrímur Helgason og Helgi Þorgils Friðjónsson hafa efnt til samsýningar á Kjarvalsstöðum, sem lýkur um þessa helgi, og þar sýna þeir ýmis por- tret frá síðustu árum. M.a. hafaþeir málað hvor annan og báðir sýna sjálfsmyndir. Myndirnar í efri röðinni eru eftir Hallgrím, en eftir Helga Þorgils í neðri röð. Til hægri er portret af Hallgrími. Hötzendorf er víst alveg ókunnugur nútíðinni, en gerðir hans í Austurríki fyrr á öldinni voru sannarlega áhrifamiklar. Hann var óþreytandi stríðsæsingamaður í áhrifastöðu og er talinn hafa átt dijúgan þátt í því að koma fyrri heimsstyijöldinni í gang. Bflar Einn af okkar mönnum, Þórhallur Jósefsson, hefur ver- ið í Munchen, þar sem BMW-verksmiðjurnar eru og segir hann frá ýmsu þaðan og því nýjasta, sem er á döfinni hjá Bílaverksmiðju Bæjaralands. Kirkjulist og trúarleg list yfirhöfuð, sýnist vera ijarlæg hugar- heimi þeirra, sem nú eru að ljúka listnámi hér og stóðu að kirkjulistarsýningu fyrir jólin í Neskirkju. Þórir Kr. Þórðarson prófessor skrifar um þessa sýningu ogþá fátækt í íslenzkri menningu, sem þarna kom svo ber- lega í ljós. JÓN ÚR VÖR Eigi skal höggva Á hvítskafna nautshúð, hálfritaða síðu, lagði sá maður gamall, sem mest hafði skrifað á sinni öld, stílvopn sitt. Eigi skal höggva, mælti hann stundarhátt. En það var of seint, dauðinn hafði þegar dæmt hann til svartrar moldar, of margt hafði hann talað, höfuð fauk af bolnum, elfan rauða rann í myrkur sögunnar, samt heyrum við hann enn. Heimskringlan mín Ofanritað kvæði, sem ég orti ekki, ber þetta gamla heiti, en er ekki hér. Eftirá að hyggja þótti mér sem það myndi verða mér of dýrt. Islensk menning á jólamarkaði Ekki veit eg hvaðan hug- takið jólabók er komið. Ef til vill er þetta gamalt og gróið orð í málinu þótt það hafi farið fram hjá undirrituðum, og eins er hugsanlegt að þetta sé nýyrði, búið til af snjöll- um auglýsingafræðingum til að koma því inn hjá þjóðinni, að jólin séu tími lestrar og íhygli öðrum tímum fremur. Hvað sem um það er, þá er þetta hugtak nú samgróið jólunum. Jólabækur eru á einhvern hátt allt öðru vísi en þær bækur, sem út koma á öðrum tímum ársins. Þær henta til gjafa, þær henta til að vera lesnar, og þær eru hluti af menningu íslenskrar þjóðar á allt annan hátt en annað ritað mál. Jólabækur eru nefnilega þeim eiginleika gæddar, að allir verða að lesa þær og ræða efni þeirra út og suður á jólum, milli jóla og nýárs, og helst á þrettándanum líka. Fæstar jólabæk- ur halda athygli fjöldans fram yfír þrett- ánda. Það væri fróðlegt fyrir þá, sem áhuga hafa á íslenskri menningu að kanna þá eigin- leika, sem jólabók býr yfir. 0g án þess að eg vilji trana mér fram á sviði með bók- mennta- og menntafólki, þá held eg, að það sem einkennir jóíabókina sé fyrst og fremst, að hún á að fjalla um þekkta persónu, helst persónu, sem oft hefir komið fram í fjölmiðl- um. Söguhetjan þarf að hafa lifað öðru lífí en allur almenningur, t.d. verið í mörgum fínum veislum, hitt frægt fólk, verið ást- fangið, orðið fyrir vonbrigðum, — þó ekki of miklum, aldrei efast um að lífíð hafi til- gang, átt góða ættingja, — eða vonda, — og ræða af „hreinskilni" um náungann, án þess þó, að varði við meiðyrðalöggjöfina. Síðast en ekki síst er æskilegt að söguhetj- an sé kona. Uppskrift að sölubók á jólamarkaði er ef til vill ekki svona einföld, en reynslan frá undanförnum árum styður þá skoðun, að bækur um reynsluheim kvenna séu eftir- sóknarverðastar. Ævisögur eru merkilegar fyrir margra hluta sakir, oftar þó fyrír það sem þar er látið ósagt. Sá sem skrifar ævisögu sína gerir það meðvitað eða ómeðvitað í þeim tilgangi, að móta af sér mynd í huga fólks, sem hann þekkir ekki og ekki þekkir hann persónulega. Menn eru að búa til mynd fyr- ir framtíðina. Þeir eru líka að réttlæta líf sitt fyrir sjálfum sér og öðrum, og þeir eru að gera upp sakirnar við samtíð sína. Fáar íslenskar ævisögur eru annað en skýrslur, sem í besta falli hafa þjóðfræðilega þýð- ingu. Þar með er ekki sagt, að slíkar ævisög- ur séu ómerkilegar og léttvægar fundnar. Síður en svo. Margar ævisögur eru ágæt skemmtilesning. Það getur verið ákaflega þægilegt að sitja við hlið manns eða konu sem segir á kíminn og látlausan hátt frá uppvexti sínum, samferðarfólki, starfsfélög- um og áhugamálum, þótt ekki sé um að ræða úttekt á heili mannsævi, þar sem lífshlaup manns er krufið á listrænan og vægðarlausan hátt. Líf hvers einasta manns er merkilegt í sjálfu sér. Ævi hvers og eins er stórkostlegt drama þar sem ótal öfl takast á, og hver stund er afdrifarík. Engum er fært að túlka þetta drama. Enginn getur skyggnst inn í hug annars. Og hverjum og einum reynist oft mikil raun að íýna djúpt í eigin veru- leika, eigin þrár og drauma, hvatir og óró- leika hjartans. Aðrir hafa heldur engan rétt á að heimta að fá að skyggnast inn í hugar- fylgsni annars fólks. Flestum er ofraun að segja nema brot af því, sem um hugann fer. Æviminningar geta verið aðferð til að leyna hugsun sinni, þoka frá sér óþægilegum hugsunum, breiða yfir skoðanir og viðhorf, sem ekki þola dagsins ljós, að því er viðkom- andi finnst. Opinskáar játningar reynast oft afsakanir og yfirvarp. Mörkin milli einlægni og blekkingar eru stundum óglögg. Ævi hvers manns er einstætt og stórkost- legt drama, en æviminningar í jólabókastíl eru þegar best lætfur aðeins stuttorð endur- sögn á örfáum atriðum úr þessu drama. En endursögnin hefir þrátt fyrir allt gildi, því hún segir frá einhveiju broti af því, sem hinn vitiborni maður, homo sapiens, hefir að segja um tilveru sína. Allt það sem ævisöguritarinn lætur ósagt segir skáldið. Þess vegna er skáldverkið sannara en ævisagan. Þar segir meira frá manninum og á algildari og nákvæmari hátt en unnt er í ævisögunni. Hið uppdikt- aða er nákvæmara en það, sem á að vera sannindi. Auðvitað vaknar sú spurning: Hvað eru sannindi um líf einstaklings? Hver er eg að leggja dóm á verk annars fólks? Hví skyldi eg efast um einlægni og trúverðugleika þeirra, sem lýsa ævi sinni, hugsunum, sam- skiptum við aðra, vonum og þrám, von- brigðum og hrakningum á lífsins ólgusjó? Það er alls ekki ætlun mín að varpa rýrð á æviminningar. Fjarri fer því. Ég er einung- is að vekja athygli á því, að fæstum tekst að gefa annað en óljósa hugmynd um sjálfa sig og tilveru sína í minningum sínum. Þær bæta ákaflega litlu við það sem áður er vitað, og varpa sjaldnast nýju Ijósi á tilvistar- vanda mannsins. En þær geta verið skemmtilegar, jafnvel fróðlegar, og segja að minnsta kosti hvaða hugmynd viðkom- andi vill að við, lesendurnir, fáum af honum. Skáldverkið segir þó meira og oftast nær betur. Þar verður hið sérstæða almennt og hið almenna vísar leið til hins sérstæða. En jólabókin mun halda áfram að koma á markaðinn, með kostum sínum og göllum, og ef til vill er hún sönn mynd af íslenskri menningu. HARALDUR ólafsson. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. JANÚAR 1990 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.