Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1990, Side 5
j hann átti vanda til, léði þýski keisarinn stuðn-
ing sinn og samkomulag tókst við Zimmer-
mann, aðstoðar utanríkisráðherra, sem upp
frá því vann með áköfustu stríðssinnunum í
Austurríki.
„Á morgun fáum við svar,“ sagði Bercht-
old 6. júlí við von Hötzendorf. „Þyski keisar-
inn hefur sagt ,já“, en hann á enn eftir að
ræða við Bethmann-Hollweg. Hvaða afstöðu
tekur Hans hátign?“ (keisari Austurríkis.)
Ég: „Ef Þýskaland fellst á það, mun Hans
hátign vilja stríð gegn Serbíu."
Berchtold greifi: „Tisza er á móti stríði.
Hann óttast innrás Rúmena í Transylvaníu.
Hvað verður uppi í Galicíu, þegar her verður
út boðið jgegn Serbíu?"
Ég: „I Galicíu verður ekki herútboð að
sinni. En ef Rússland hefur ógnanir í frammi,
verðum við að bjóða út herhópunum þremur
í Galicíu."
Forgach greifi: „Ég efa ekki, að Þýska-
land fylgi okkur eftir; það er skylda þess sem
bandamanns og að auki er þess eigin tilvist
í hættu.“
Ég: „Hvenær má ég vænta þýska svars-
ins?“
Berchtold greifi: „Á morgun. En Þjóð-
veijar munu spyija okkur, hvað við taki eft-
ir stríðið."
Ég: „Seg þeim þá, að vitum það ekki.“
En Þýskaland spurði einskis. Hoyos flutti
þau skilaboð, að það gæfi Austurríki fijálsar
hendur og stæði fortakslaust með því. Á
Tisza einán sóttu efasemdir og hann bar upp
spurningar. Eftir fund í ráðuneytinu 7. júlí,
þegar allir aðrir ráðherrar kröfðust stríðs,
skýrði hann keisaranum í álitsgerð frá því,
sem þeim hafði borið á milli. „Slík árás á
Serbíu leiddi að líkindum til íhlutunar Rúss-
lands og þess vegna til heimsstyijaldar, og
þá teldi ég a.m.k. vafa leika á hlutleysi Rúm-
eníu, þótt ríkisstjórnin í Berlín sé bjartsýn í
þeim efnurn." Að öllu athuguðu áleit hann
diplómatísku stöðuna í Evrópu vera Aust-
urríki-Ungveijalandi hina örðugustu og
mæltist eindregið til, að hófsamleg, en ekki
ógnandi, orðsending færi til Serbíu. „Þótt
ég leggi mig allan fram í embættisþjónustu
Yðar hátignar, eða öllu heldur sakir þess,
get ég ekki átt ábyrgðarhluta að einhlítu
stríðsógnandi denouement.
Stríðsflokkurinn fór sínu fram. Berchtold
skýrði von Hötzendorf frá því 8. júlí, að
Serbíu yrðu settir úrslitakostir með þröngum
tímamörkum.
Berchtold greifi: „Hvað gerist, ef Serbía
lætur til herútboðs koma, en gengur síðan
að öllum skilmálum?"
Ég: „Þá hö dum við inn í Serbíu."
Berchtold greifi: „Já, — en ef Serbía
aðhefst ekkert?“
Ég: „Þá höldum við kyrru fyrir, þar til við
fáum kostnað okkar greiddan."
Berchtold greifi: „Við setjum ekki fram
úrslitakosti fyrr en að fengnum undirtektum
og að lokinni rannsókn Sarajevo-málsins."
Ég: „Betra að aðhafast í dag en að fresta
til morguns, þegar mál standa sem nú. Ef
andstæðingar okkar verða nokkurs vísari,
taka þeir við sér.“
Berchtold greifi: „Þess verður vandlega
gætt, að trúnaðarmál þetta...“
Eg: „Hvenær verða úrslitakostir settir?“
Berchtold greifi: „Eftir hálfan mánuð,
22. júlí. Vel kæmi sér að þér og hermálaráð-
herrann brygðuð yður í frí, til að allt sýnist
fellt og slétt á yfirborðinu."
Því var von Hötzendorf hjartanlega sam-
þykkur. — „Forðast bar allt, sem yrði and-
stæðingum okkar til viðvörunar og kæmi
þeim til að gera gagnráðstafanir; þvert á
móti þyrfti allt að hafa friðsamlegt yfir-
bragð.“ Af þeirri ástæðu fóru hann og her-
málaráðherrann 14. júlí í frí, sem þeir yrðu
úr kvaddir að 8 dögum liðnum, þ.e. um leið
og úrslitakostirnir yrðu fram lagðir.
Frá atburðum og samræðum greinir bók
von Hötzendorf, og eitt tók við af Qðru sem
í daglegu lífi, svo að erfitt er að henda sjón-
ir á, hvenær ákvarðanir tóku að harðna, uns
ekki sýnast verða aftur snúið. Viku áður
hafði vafi þótt leika á samvinnu Þýskalands,
þá var þýski keisarinn fenginn til að taka
af skarið og loks var loforð hans álitið skuld-
bihding gagnvart Austurríki. Berchtold, sem
9. júli hafði farið á fund Franz Jóseps keis-
ara í Ischl, sagði að sér hefði fundist hann
mjög einbeittur og rólegur. „Hans hátign
virtist hneigjast að aðgerðum gegn Serbíu
og óttast aðeins hugsanleg vandræði í Ung-
verjalandi. Aftur varð ekki snúið og þá jafn-
vel ekki síst vegna afstöðu Þýskalands. Tisza
mælist til varfærni og er á móti stríði. Bur-
ian barón er farinn til Budapest til að ræða
við hann.“
Ráðgáta er enn, hvernig Tisza var loks
talið hughvarf. Af uppljóstrunum og útgáf-
um, jafnvel ekki bókar von Hötzendorf, hafa
hingað til ekki fengist viðhlítandi svör. Á
fundi í ráðuneytinu 19. júlí féllst Tisza á
stríð og krafðist einungis hátíðlegrar og ein-
róma samþykktar þess, að ekkert serbneskt
landsvæði yrði innlimað, — hann óttaðist um
yfirráð Ungveija, ef nú slavnesk landsvæði
————
yrðu felld inn í Hapsborgar-keisaradæmið.
Serbíu voru settir úrslitakostir degi síðar
en til stóð, því að Berchtold vildi bíða þes,
að Poincaré forseti færi frá Petrograd. Þeir
voru fram settir kl. 6 síðdegis 23. júlí, og
jafnvel áður en hinn veitti 48 stunda svara-
frestur var liðinn, eða kl. 8 að morgni 25.
júlí, þegar óljósar fregnir bárust af herútboði
Serba, var von Hötzendorf farinn að knýja
á um birtingu herútboðs: „Þegar hernaðarleg
matsatriði koma upp, ber mér að setja fram
uppástungur og annað varðar mig ekki.“ Þá
um kvöldið var boðið út 8 herfylkjum — þ.e.
helmingi austurrísk-ungverska hersins.
Skriðunni hafði verið hrundið af stað; að
kröfu herforingjaráða, sem óttuðust að önnur
yrðu þeim fyrri til, komu herútboð, sem eyddu
brátt efasemdum stjórnarerindreka og grófu
undan tilraun Sir Edward Grey, breska ut-
anríkisráðherrans, til að bjarga friðnum- í
Evrópu. Herforingjar komu með uppástungur
sínar og „varðaði ekki um annað“. í þessari
bók von Hötzendorf er. hinn verðmætasti fróð-
leikur um útboð heija miðveldanna, og í diplo-
matísku tilliti er hann markverðasta framlag
hennar til vitneskju um upphaf styijaldarinn-
ar.
Þegar Austurríki-Ungveijaland bauð út
helmingi hers síns, fór Rússland að sínu leyti
að undirbúa herútboð, en lýsti yfir, að það
kveddi ekki her saman, nema austurrískur
her færi yfir landamæri Serbiu. Þegar Aust-
urríki-Ungveijaland sagði Serbíu stríð á
hendur 28. júlí, fylgdi rússneskt herútboð í
stjórnarumdæmum Kiev, Odessa, Moskva og
Kazan.
Þýski sendiherrann skýrði Berchtold 30.
júlí frá bresku tilboði um málamiðlun a qua-
tre og lét þau brýnu tilmæli fylgja, að Aust-
urríki-Ungveijaland „þæði málamiðlun Eng-
lands við þau heiðarlegu skilyrði. Með þá
orðsendingu gengu Berchtold, von Hötzend-
orf og hermálaráðherrann á fund Franz Jós-
eps keisara. Á dagskrá þeirra var, að meta
og ákveða hvers skyldi krafist af Serbíu.
„Hún yrði áð fallast á úrslitakosti okkar,
orð fyrir orð, og endurgreiða allan kostnað
af herútboðinu.
Ég bætti því við, að krefjast yrði upp-
gjafar landsvæða a.m.k. til að tryggja her-
stöðu okkar. Belgrad og Sabac ásamt aðliggj-
andi landsvæðum, til að upp yrði komið mikl-
um virkisgörðum, sem Serbar yrðu líka að
greiða."
Keisarinn: „Á það fallast þeir aldrei.“
Berchtold greifi: „Auk þess hefur Tisza
greifi krafist, að við förum ekki fram á neitt
landaafsal."
Ég svaraði því til, að við gætum ekki stöðv-
að aðgerðir gegn Serbum, þegar allt væri
af stað komið; herinn tæki því ekki. Við yrð-
um að segja Þýskalandi: Ef Rússland býður
út her sínum, hljótum við að gera það líka.“
Niðurstaðan af samræðunum við keisarann
er saman dregin svohljóðandi:
Stríðinu gegn Serbíu á að halda áfram.
Breska tilboðinu á að svara mjög kurteis-
lega, en ekki að fallast á það efnislega.
Allsheijar herútboð á að fyrirskipa 1. ágúst
og 4. ágúst á að vera fyrsti samankvaðning-
ardagurinn; en það átti að ræða frekar næsta
dag (31. júlí).
Þá virtist um stundarsakir sem vomur
kæmu á Vilhjálm keisara, líkt og ríkisstjóm-
inni í Berlín hefði snúist hugur, er Italía
skarst úr leik. Fulltrúi von Hötzendorf í upp-
lýsingaskrifstofu þýska herforingjaráðsins
sendi honum skeyti 30. júlí eftir samtal við
Moltke:
„Rússneska herútboðið er enn ekki tilefni
til herútboðs; einungis áskollið stríð milli
Austurríkis-Ungveijalands og Rússlands.
Gagnstætt hinum venjubundnu rússnesku
herútboðum og afboðunum þeirra, mundi
þýskt herútboð óhjákvæmilega leiða til stríðs.
Segið Rússlandi ekki stríð á hendur, heldur
bíðið rússneskrar árásar."
Þessu svaraði von Hötzendorf: „Við mun-
um ekki segja Rússlandi stríð á hendur né
hefja stríð.“
En skeyti frá austurríska sendiherranum
í Berlín, móttekið kl. 7 að kvöldi þessa sama
dags, „feykti á brott ótta okkar um afstöðu
Þýskalands. Okkur var tjáð, að í Petrograd
á sunnudaginn hefði Þýskaland gert heymm
kunnugt, að á eftir rússnesku herútboði
mundi þýskt herútboð fylgja."
„Að morgni 31. júlí tjáði utanríkisráðu-
neytið mér, að Þýskaland mundi setja Rúss-
landi úrslitakosti varðandi hervæðingu þess.
Framan nefnt skeyti mitt til von Moltke hers-
höfðingja, sent 30. júlí, mætti öðru skeyti
frá Moltke, sem við tókum á móti kl. 7.45
að morgni 31. júlí; það hljóðaði svo: „Bregð-
ist við rússnesku herútboði: Varðveita verður
Austurríki-Ungveijaland, bjóðið þegar út her
gegn Rússlandi. Þýskaland mun bjóða út her
sínum. Knýið Ítalíu til að rækja skyldu sína
sem bandamaður með eftirgjöfum.“
Ennfremur barst eftirfarandi skeyti frá
hermálafulltrúa okkar í Berlín: „Moltke seg-
ist álíta stöðuna ískyggilega, ef Austurríki-
Ungveijaland bjóði ekki þegar í stað út her
sínum gegn Rússlandi. Sakir yfirlýsingar
Rússlands varðandi fyrirskipað herútboð er
nauðsyn á austurrísks-ungverskum gagn-
ráðstöfunum og ber að geta hennar í birtum
skýringum. Þá kæmi til bandalagssamnings-
ins við Þýskaland.
Náið heiðvirðu samkomulagi við Ítalíu með
eftirgjöf, svo að . Ítalía verði áfram virk
Þrívelda-bandalags "megin, fyrir alla muni
haldið engum manni á ítölsku landamærun-
um. Hafnið endurnýjuðu ensku demarché
til varðveislu friðar. Austurríki-Ungveija-
landi er lífsnauðsyn að standa af sér evr-
ópskt stríð. Þýskaland stendur algerlega við
hlið þess.“
Með þessi skeyti fór ég til hermálaráð-
herrans og ásamt honum til Berchtolds
greifa, þar sem við hittum fyrir Tisza greifa,
Sturgkh greifa og Burian barón. Þegar ég
hafði lesið skeytin upp, varð Berchtold að
orði: „Dan ist gelungen. (Þetta er ágætt.)
Hvor ræður ferðinni, Moltke eða Bethmann?"
Berchtold las síðan upp eftirfarandi skeyti
frá þýska keisaranum til Franz Jósep keisara:
„Ég taldi mér ekki fært að hafna persónu-
legri beiðni frá rússneska keisaranum um
að reyna að miðla málum til að forða ófrið-
arbáli í heiminum og að varðveita heims-
friðinn, og í gær og í dag hef ég falið
sendiherra mínum að leggja tillögur fyrir
ríkisstjóm þína. í þeim er meðal annars
• lagt til, að Austurríki kunngeri skilmála
sína eftir hertöku Belgrad. Ég yrði þér
mjög þakklátur, ef þú gætir látið mig vita
um ákvörðun þína sem fyrst. — Vilhjálm-
ur.“
Berchtold greifi sneri sér að mér þegar hann
hafði lesið skeytið upp, og sagði: „Ég hef
beðið yður. að koma hingað, því að mér
fannst Þýskaland halda aftur af sér; en frá
hinum áreiðanlegustu heraðilum hefur mér
borist mjög uppörvandi yfirlýsing.“
Síðan var ákveðið að biðja Hans hátign að
fyrirskipa allsheijar herútboð.“
Það var út gefið þann sama dag kl. 12.23.
Meðan þessu fór fram, hafði Moltke borist
skeyti von Hötzendorfs þess efnis, að Austur-
ríki-Ungveijaland mundi ekki segja Rúss-
landi stríð á hendur né hefja stríð, og úm
hæl sendi hann eftirfarandi svar, móttekið i
Vín kl. 7.15 að kvöldi 31. júlí: „Snýr Aust-
urríki baki við Þýskalandi?“
Á svari von Hötzendorfs stóð að sjálfsögðu
ekki. Rás atburða var orðin hraðari en skeyta.
Um sinn leiddi Austurríki hjá sér stríðsyfir-
lýsingu á hendur Frakklandi og Englandi,
en ekki af neinum samhygðarsökum, heldur
af ótta við, að sótt yrði að flota sínum van-
búnum. Rætt var þá um forvitnilegar ráða-
gerðir um að senda flotann ásamt (þýsku
herskipunum) Goeben og Breslau til Svarta-
hafs, þar sem hann verði strendur Rúmeníu
og Búlgaríu, en heijaði á strendur Rúss-
lands, og stuðlaði þá væntanlega að því að
koma þessum tveimur Balkan-ríkjum út í
stríðið við hlið miðveldanna. Frá þeim ráða-
gerðum var þó fallið, því að aðmírállinn yfir
austurrísk-ungverska flotanum sá á þeim
tormerki og taldi flotann ekki til þess búinn.
Meðan þessu fór fram, fullvissaði Berchtold
Frakkland tvisvar um, að ekkert austurrískt-
ungverskt herlið hefði verið sent til vesturvíg-
stöðvanna, þótt Moltke þakkaði von Hötzend-
orf þá daga fyrir sendingu þungra sprengju-
varpna til Belgiu.
Moltke hafði mælst til „heiðarlegrar til-
hliðrunar" gagnvart Ítalíu, sem keypt hefði
aðstoð hennar við Trentino. Eitt sinn, en
aðeins stutta stund, virðist það hafa hvarflað
að von Hötzendorf sjálfum, — og þó: „eftir
velheppnað stríð mætti launa ein svik með
öðrum og að taka mætti Trentino aftur af
svikahröppunum,“ og virðist hinn heiðvirði
Moltke hafa tekið undir það, því að upp á
eigin spýtur réð hann austurríska fulltrúan-
um við aðalstöðvar þýska hersins að láta
Trentino af hendi. „Áð stríðinu loknu getið
þið alltaf boðið Ítalíu byrginn, og Þýskaland
stendur með ykkur.“
í byijun styrjaldarinnar, 5. ágúst, skrifaði
Moltke von Hötzendorf hjartanlegt bréf, sem
hann hóf á þeirri játningu, að „framferði
okkar i Belgíu er vissulega hrottalegt, en
um líf eða dauða er að tefla, og hver sá, sem
fyrir okkur stendur, hlýtur að gjalda þess,“
og lauk því með hjartanlegri germanskri
kveðju: „Mit Gott, mein Herr Kamerad."
Þriðja eftirmálsklausan við bréf þetta hljóð-
aði svo:
„Neytið allra krafta gegn Rússlandi. Jafn-
vel ítalir geta ekki verið slík fól að stinga
ykkur í bakið. Sigið Búlgurum á Serba og
látið þann ruslaralýð murka líf hver úr öðr-
um. Nú eigið þið aðeins eitt markmið: Rúss-
land. Hrekið þá hnútusvipubera út í Pripet-
fenin og drekkið þeim. — Yðar ætíð, Moltke."
I bréfi 13. ágúst endurgalt von Hötzen-
dorf þessa hugaróra:
„Lætur Þýskaland 6 ensk herfylki lenda á
meginlandinu án sjóorrustu? Afbragð væri
að ná flutningaskipunum og sökkva þeim.“
Að sökkva á bólakaf currum et aurigam
lá að sönnu fyrir öðrum aðilanum, en hvorum
sáu þeir ekki fyrir.
Höfundur er sagnfræöingur fæddur í Póllandi,
menntaður í Oxford og var prófessor í Manch-
ester.
Haraldur Jóhannesson þýddi.
Kanadamenn komnir í slaginn, festa byssustingina og síðan er haldið uppúr skot-
gröfunum út í opinn dauðann. MeðaJ þeirra sem féllu var íshokkí-Iið Kanada-
manna, skipað Vestur-íslendingum.
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. JANÚAR 1990
5