Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1990, Side 8

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1990, Side 8
Myndlist og minni - í tilefni kirkjulistarsýningar á Seltjarnarnesi essi sýning var jafn slæm og eyðnisýningin í Borgarspítalanum var góð,“ sagði Bíbí er við komum út af kirkjulistarsýningu nemenda Myndlista- og handíðaskóla íslands í Seltjamar- neskirkju. Kirkjulistarverkefnið hafði ekki „Hvern er ég að ávíta? Nemendurna? Nei, hreint ekki, heldur sjálfan mig, mína kynslóð og kynslóðina á undan minni. Þetta eru okkar börn, afsprengi okkar í andlegu tilliti. Svona fátæk er íslensk menning. Sýning sem þessi væri alls ekki möguleg á meginlandinu.“ „kveikt í“ nemendunum. Þama voru mynd- ir af fólki sem hafði enga raunhæfa skírskot- un þótt það horfði til einhverrar birtu sem myndaði kross. — Borðar og dúkar með ein- tómum krossum á dreif, að vísu smekklega dreift. Krosssinn varð eins og vörumerki. Einstaka verk sýndi mikil átök, en maður vissi ekki átök hvers um hváð. Aftur á móti höfðu þau sýnt í Borgarspítalanum frábær verk um sjúkdóminn eyðni, og voru bæði verkefnin liður í afmælishaldi skólans, hið fyrra sýnt í desember sl. Sýningin um eyðni var öll logandi í næmri vitund um hinn ægi- lega sjúkdóm og vonleysið, en þar birtist einn- EftirÞÓRI KR. ÞÓRÐARSON Dugar Kristur ekki lengur sem mynd- efni fyrir kirkjulist? Annaðhvort líta nemendur skólans svo á, eða þá að þeir treysta sér ekki. Þessi mynd var sú eina, þar sem gerð var tilraun til að mála Krist. Eina bitastæða verkið á sýningunni -en því miður er Ijósmyndin bagalega illa tekin. Kristur sem rogast með krosstréð á píslargöngu sinni, er hér táknaður með bognu röri. Það veikir hinsvegar listaverkið, að nánast er íað að kross- forminu fremur en að nota það og þessvegna veikist skýrskotunin til þjáningarinn- ar. ig vonin sem bjó í líkn lækna og hjúkrunar- fólks. Mér hnykkti við er ég kom inn og sá hve sýningin var hugmyndasnauð, þótt hand- bragðið væri kunnáttusamlegt. Ekki er við unga fólkið að sakast, nemendurna, heldur okkur af minni kynslóð og kynslóðinni á und- an minni. Það er hin andlega fátækt okkar íslenska menningarheims sem hér birtist. Hin djúpstæðu, margbrotnu og litríku kirkjulegu og biblíulegu mótíf eru horfm úr íslensku umhverfi og menningu. Hvert voru minnin sótt í kirkjulist fyrri alda? Hinir miklu meistarar renáissansins á Ítalíu, Raphael, Michelangelo og allir hinir, skemmtu sér við að finna í ritningunum og sögunni og eigin samtíð mótíf sem tala um manninn í ijósi þess sem æðra er en hann og gefur lífi hans merkingu í gleði og sorg, í hatri og ást. í nútímanum er myndefnið sótt í tilvistar- vanda mannsins — í fátæktina, innantómt ríkidæmið, mótmælin gegn ranglætinu, hóg- værðina og trúna sem andstæðu tómleika allsnægtanna. Mér líður ekki úr minni það efni sem Gunnar Kristjánsson (nú dr. theol., þá í framhaldsnámi í guðfræði í Þýskalandi) sendi mér um trúarlegar listsýningar af öllum gerðum þar í landi, sem sýndu þá skynjun á lífi nútímamannsins sem sprettur af trúar- legri lífsskoðun, bæði ljósmyndasýningar, höggmyndasýningar og myndlistarsýningar. Og ástæðan fyrir þeirri andlegu auðlegð sem þarna sást var auðvitað sú að þessir hlutir hafa aldrei horfíð úr þýskri menningu. Þar í landi eru það ekki prestar og guðfræðingar éinir sem ræktað hafa trúarlega hugsun og menningu. Jafnvel þekktir þýskir stjóm- málamenn hafa skrifað og tekið þátt í um- ræðu opinberlega um kristindóm og nútima- þjóðfélag. En hvaðan kemur þá myndlistarmanninum, sem vinna vill að kirkjulegri list, myndefnið? Ur ýmsum áttum. En eina uppsprettu ber samt að nefna fyrst vegna myndefnisauðiegð- ar hennar. Það er auðvitað Biblían. Fyrst og fremst Gamla testamentið, sem var Biblía Jesú og postulanna. Og Nýja testamentið, myndefni úr ævi og starfí Jesú (ekki glans- myndaseríur af Upprisunni, Nota Benei), og efni úr frumkristninni, áður en hún spilltist fyrir samband sitt við heimsveldið á tímum Konstantíns keisara og upp frá því, þar til á vorum dögum að menn eru að losna úr viðj- um, t.d. í Suður-Ameríku — neyðin samtvinn- uð trúnni sem veitir styrk til að lifa af en rís einnig gegn ranglætinu. Að ég tali ekki um hina stórfenglegu Opinberunarbók sem er eins og samfella af myndum frá fyrstu til síðustu blaðsíðu. Eða öll hjólin úr hinni plastísku (en torskildu) köllunarsýn Esekíels í 1. kaflanum? Eða köllunarsýn Jesaja í 6. kapítulanum? Eða sálarbarátta Jakobs við nagandi samviskubitið vegna eigin sviksemi og sættir hans við Esaú, allt úr Genesis, eða efniviðurinn sem Rúblév notaði í sinn fræg- asta íkón? — einnig úr Genesis. Eða húmor- inn og dauðans alvara í Jónasarbók? Eða feg- urð og heiðríkja trúfestinnar í Rutarbók? Svona mætti halda áfram endalaust. — En á þá að mála „biblíumyndir"? Alls ekki (þótt það hafi raunar verið gert um ald- ir). Heldur láta frásögurnar veita sér inn- blástur til listsköpunar um nútímamanninn, líkt og nemendur í heimspekideild skrifuðu smásögur um nútímafólk sem könnun á ritum biblíunnar hafði blásið þeim í bijóst. (Verkið yfir altarinu hefði gengið sem nútímaleg túlk- un á hinni voldugu andstæðu úr sköpunarsög- unni milli dauðaklungurs annars vegar og hins skapandi og lífgefandi ljóss hins vegar, ef ekki hefði verið hús efst á auðninni.) Auðvitað kópíera menn ekki gamla meist- ara, en við getum látið þá gefa okkur inn- blástur. Hvers vegna fór enginn í skóla til Rembrandts? Er Reykjavík upp úr því vaxin? Raderingar hans, til dæmis. Mama mía. — Það er einnig fróðlegt að bera saman hinar gjörólíku túlkanir krossfestingarinnar hjá Griinewald annars vegar og hins vegar Cha- gall. Hið fræga Isenheim-altari eftir Matthias Griinewald (d. 1528) er meðal fremstu verka listasögunnar. Þar er tjáð Kriststúlkun mið- alda. María guðsmóðir er þar til vinstri hand- ar ásamt lærisveininum Jóhannesi. Til hægri er Jóhannes skírari og Lambið úr Opinbe- runarbókinni, en úr brjósti þess hrynur blóð í kaleik. Hins vegar er „Hvít krossfesting" eftir Marc Chagall (máluð 1938), og er Krist- ur túlkaður þar sem vinur og félagi mann- anna umhverfis, sem eru Gyðingar, og tákn um ofsóknir, ótta, bruna og flótta allt í kring um krossinn, baðaðan í ijósi er kemur ská- hallt að ofan.' Hér eru tvö dæmi um mismun- andi túlkun á lífi og þjáningu Jesú, báðar samkvæmar umhverfi hvors listamannsins um sig og bíða eftir að listamenn okkar samtíma sjái þá djúpu innri sýn í sínu umhverfi sem Chagall og Griinewald sáu í sinni samtíð. — Eða William Blake. Mýstískar myndir hans Job og um hebresku spámennina og verk Dantes henta ei nútímaskynjun en vekja hug- myndir. — Þetta eru aðeins dæmi um hug- myndagnótt. En þetta er gamalt! Getur gam- alt efni orðið nýtt? Berglind Gunnarsdóttir skáld talar um það í Morgunblaðinu 15.12. ’89, blaðsíðu 18, hvernig gamall menningar- arfur (Passíusálmarnir) verður nýr við nýja listsköpun í nýrri samtíð: „Athyglisvert er að skoða hvernig hver ný kynslóð nýtir sér menn- ingararf sinn, hvemig eldri verk brjóta sér leið til nýs tíma. Það er ef til viil engin tilvilj- un að Megas — felst kannski í honum neisti trúarskálds með neikvæðum formerkjum? — skyldi verða til þess að semja lög"Og flytja sálma meistara Hallgríms. Líklega stingur á öllum tímum upp kollinum einhver hluti hefð- arinnar, breytilegur eftir því hvaða áherslur sérhver nýr tími ber með sér og í raun er Meðal fremstu trúarlegra verka listasögunnar er „Krossfestingin“ eftir Matthias Griinewald, máluð 1528. Málarinn byggir hér á sögutúlkun miðalda, sem enn er í íullu gildi, og tjáir óbærilegar kvalir harmkvælamannsins á krossinum. Hér er Jesús í senn maður og Guð.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.