Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1990, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1990, Qupperneq 9
“Hvít krossfesting“ eftir Chagall, máluð 1938. Sögutúlkun Chagalls er sú, að Jesús sé meðbróðir í þjáningu mannanna. Hann túlkar Krist sem Gyðing og er hann með bænasjal gyðinga um lendar sér. Kristur er hér skoðaður sem tákn um mannlegt líf og krossfestingin mark mannlegrar þjáningar, en að venju fyll- ir Chagall myndina táknum úr eigin reynslu úr gyðingaþorpi æskuáranna í Rússl- andi. fásinna að halda að nokkru sinni verði full rof á milli hins nýja og gamla þó svo nýsköp- un sé jafnan nauðsynleg, einfaldlega til að menningin stirðni ekki í stein.“ En dokum nú við! Hvern er ég að ávíta? Nemendurna? Nei, hreint ekki, heldur sjálfan mig, mína kynslóð og kynslóðina á undan minni. Þetta eru okkar börn, afsprengi okkar í andlegu tilliti. Svona fátæk er íslensk menn- ing. Sýning sem þessi væri alls ekki möguleg á meginlandinu. Hvað er til ráða? Helst það að koma trúar- legri túlkun raunveruleikans (en það er eitt heitið á guðfræðinni) inn í menninguna á Nokkur verkanna á sýningu Myndlista- og handíðaskólans í Neskirkju. Höfundur er guðfræðiprófessor við Háskóla islands. Bak við altarið var þessi náttúrumynd með miklu og fallegu ljósflæði, sem líta má á táknrænt, en tengist varla fremur kristni en öðrum trúarbrögðum. íslandi aftur, því að eitt sinn var hún hér, einnig meðal bænda, eins og málverk á tré frá Búðum á Snæfellsnesi sannar, ásamt ótal öðrum dæmum. Það sem þið hafið upplifað og skynjað túlk- ið þið í formum og litum og áferð. Þið þurfið ekki að binda ykkur við kirkjurnar. Semjið ykkar trúarlegu verk sjálf, alveg eins og þið gerðuð eyðnisýninguna í Borgarspítalanum, þar sem þið unnuð að efni sem brann á ykk- ur, sem skelfdi ykkur en laðaði samt vegna möguleika vonarinnar. En vonin er innsta eigind trúarinnar. Því voru verkin þar trúar- leg í ríkari mæli en þau sem ég sá á Seltjarn- amesinu. Af nógu er að taka í samtíðinni. Svo ég vitni enn í Berglindi Gunnarsdóttur: „Passíu- sálmarnir snerta enn í dag við mönnum þrátt fyrir kaldranalega tíma. Ef til vill vegna þess að enn lifir þjáningin meðal okkar, enn er átakanlegur vanmáttur hins veika, enn sýna menn hver öðrum grimmd. Mannssonurinn býr stöðugt meðal okkar. Blóð hans rennur enn.“ Kirkjuleg list er tilvalið æfingasvæði fyrir nemendur í myndlist þar sem hún býður upp á óendanlega möguleika til túlkunar náttúr- unnar, umhverfis mannsins og manneskjunn- ar sjálfrar, og þar er að fínna óravíddir efnis úr fortíð og samtíð sem hafa má til þess að kveikja í myndlistarmanninum eða -konunni. Þaiv er horft á mannlífið, viðfangsefni list- anna, frá aðeins einum sjónarhóli, sjónarhóli raunsæis en vonar og fegurðar andspænis örvæntingunni, grimmdinni og ljótleikanum. Grein Helga Þorgils Friðjóns- og Kristínar- sonar í Teningi (útg. AB), sumarhefti 1989, er „opinská" lýsing á hugmyndaferli lista- manns (sem er að vísu allegórískur). Að baki vitundar Helga Þorgils eru „þjóðsögur land- anna, biblíusögur, Islendingasögurnar. — Evrópa er kristin og tilvitnanir í Biblíuna eru alls staðar jafn eðlilegar kristnum mönnum og þurfa menn ekki einu sinni að vera kristn- ir til, því lög og reglur miða meðal annars við Biblíuna. — Þetta er því hluti af okkar eðlilega tungumáli og myndmáli [um] spum- ingarnar um líf og dauða og tilgang." En hvemig er kirkjuleg list möguleg? Guðs- dýrkunin er þungamiðja kirkjunnar. Hún er að miklu leyti fólgin í orðinu, tjáðu í hljóð- sveiflum raddbandanna eða á skrifuðu bók- felli, eða þá í tónum með kyijuðum orðum. Hvernig er hægt að gera þetta að myndefni? Mér dettur í hug að þetta mætti e.t.v. tjá á eftirfarandi hátt, og þá nota ég viljandi erlent orð, „strúktúr“, i staðinn fyrir hið til- gerðarlega „formgerð": Öll vitund mannsins, einnig trúarvitundin um náungann og merkingu lífsins (Guð), er tjáð í frásögnum, þjóðsögum, bókmenntum — og í Biblíunni. Sú tjáning er orSræn, fólgin í orðum, en orðin tjá strúktúra eða form vit- undarinnar, og þessa strúktúra vitundarinnar má einnig tjá myndrænt. Frásaga er fram sögð af sögumanni, en málfræði orðanna byggir á strúktúr sem ligg- ur dýpra í vitundinni en hin málfræðilega tján- ing. (Þetta er m.a. inntakið í málfræðibylt- ingu Chomsky’s.) Sama er að segja um tón- skáldið. Það skynjar allt í tónum en ekki í orðum. Ég held að hjá tónskáldinu sé um að ræða strúktúra vitundarinnar sem það tjáir í orðlausum tónum, en mætti allt einS vel tjá í orðum eða litum. Sum tónskáld skynja tóna sem liti. Og nú er ég loksins kominn að efninu! Myndlistarmaðurinn tjáir strúktúra vitundar sinnar í formum, litum og áferð eða rúmi (eða jafnvel í tíma, ef um móbíl er að ræða!), en þeir eru mótaðir af reynslu aldanna. Trúar- leg list, hvort sem hún er kirkjuleg (þ.e. æt- luð til þess að vera rammi utan um guðs- dýrkun fólks) eða almenns eðlis (og gæti hangið í stofunni minni) getur því fjallað hvort heldur væri um minni úr Biblíunni eða bílaverkstæðinu, úr lífi fólks eða náttúrunni. Og hún gæti tjáð trúarlega tilfinningu fyrir mannlegri neyð, svo sem samviskufanga eða uppgefins lífsgæðakapphlaupamanns sem hefur eignast hið algjöra tóm að bankahólfi. Áður en Sutherland gerði hið mikla vefj- arlistaverk í Coventry Cathedral, er kirkjan var endurreist eftir styijöldina, stúderaði hann guðfræði í mörg ár. Hann lét sér ekki nægja nokkrar vikur í „að kynna sér“ minni kirkju- legra mennta. Og hefur hann samt sem áður án efa verið samgróinn þeim gegnum (a) skólakerfið og (b) menningarlegt starf kirkju- nnar (sem er ekki öflugt hér á landi). Kæru myndlistarnemendur: Til hamingju með framtíð ykkar. Hún er ekki runnin upp enn, stúderið og dýpkið og víkkið þekkingu, skilning og innsýn. I þeim skilningi og að því leyti býr fyrirheit í verkum ykkar á sýning- unni á Seltjarnamesi. Ykkar einlægur, Þórir Kr. Þórðarson. 1 Sjá grein mina i Kirkjurítinu, júní 1989. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. JANÚAR 1990 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.