Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1990, Qupperneq 11

Lesbók Morgunblaðsins - 20.01.1990, Qupperneq 11
B * 1 L A R BMW Glæsikerrur fullar af fjöri Fjórum Bæjurum reynsluekið á heimaslóðum þeirra Það er sérstæð reynsla að aka á hraðbrautum Þýskalands, eins og margir íslendingar hafa reynt. Engin hraðatak- mörk önnur en þau sem umferðarþunginn setur, eða bíllinn sem ekið er. Sumir bílar eru reyndar beinlínis til þess gerðir að nýta möguleika hraðbrautanna, ekki síst þýskir vagnar. BMW eru í þeim f lokki. Fyrir skömmu ók undirritaður nokkr- um bílum þeirrar gerðar um Bæjaraland, hraðbrautir, sveitavegi og borgir. Tækifæri gafst til að láta reyna á flesta eiginleika bílanna, allt frá snerpu í bæjarakstri til hraðaksturseiginleika á hraðbrautum og þæginda í langferð. Sá nýjasti-318iS Að setjast upp í bíl í fyrsta sinn og taka af stað gefur strax ákveðna tilfinningu fyr- ir tækinu. Þegar bíllinn er tiltölulega lítill, býst maður ósjálfrátt ekki við neinum ósköp- um, jafnvel þótt maður viti að margir smá- ir bílar eru knáir. í þessu tilviki var tilfinn- ingin afar sérstök. Sett í gang og ákveðið urr sprettur fram, Iétt stig á kúplinguna, liggur við að hann fari sjálfur í gírinn, svolítil inngjöf og dýrinu er sleppt lausu, stekkur af stað. Samt mjúklega. Léttur í akstri eins og smábíll, öf lugur eins og hvert annað átta gata tryllitæki. Þegar þrætt er í gegn um þunga borga- rumferðina í Miinchen er eins gott að hafa stjórntækin liðleg og aðgengileg. Betra að vara sig og vera að minnsta kosti jafn frek- ur og hinir, helst frekari, til að komast leið- ar sinnar klakklaust. Oft þarf að gefa hraustlega í, fyrirvaralaust, enginn tími jafnvel til að skipta niður, bara æða áfram til að verða ekki troðinn undir. Þá kom í ljós að þessi litli BMW er skapaður fyrir þetta hlutverk. Lipur og eldsnöggur upp, þetta var ekki eins mikið mál og upphaf lega leit út fyrir. Eftir nokkrar þrengingar og taugaæsing er komið út á hraðbrautina. Þá er að koma sér í annars konar taugaæsing og öllu skemmtilegri: Að ná hámarkshraða bflsins. Um síðir fæst nóg svigrúm á hraðbrautinni og mælirinn sýnir rétt rúmlega 200 kfló- metra hraða. Það er nokkurnveginn eins og verksmiðjurnar gefa upp. Þær segja 202 kflómetrar, með tvo um borð, við vorum þijú. A þessum hraða er vagninn vel viðráðan- legur, stefnufastur og virðist ekki lyfta sér mikið. Langbestur er hann á um 160. Þá komu sveitavegir. Hlykjóttir og mis- hæðóttir. Þar náði sá litli sér aldeilis á strik. Sérstaklega í beygjum. Þyngdardreifingin er hárrétt, fjögurra strokka vélin er létt- byggð, þannig að hann verður ekki of þung- ur að framan, tekur beygjurnar á meiri hraða en upphaflega mátti ætla, snöggur upp á beinu köf lunum og brekkurnar hurfu afturfyrir eins og hvert annað sléttlendi. lourmg arbng-ðid at Pnstinum. Fimman, besti alhliða bíllinn írá BMW. Éftir svona ökuferð, nokkra klukkutíma,’ er ökumaðurinn merkilega hress. Sætin fara vel með hann, nægilegt pláss er fyrir höfuð og fætur, hendurnar finna stjórntækin án fálms, bfllinn er einfaldlega til þess ætlaður og gerður, að fólkinu um borð líði vel. Jafn- vel í aftursætinu er þægilegt líka. Ef að einhveiju má finna, þá er það helst hve mikið drynur í vélinni, en það er líka smekks- atriði, greinilega er af framleiðandans hálfu ætlast til að eigandinn geti heyrt í hestöf lun- um. Vélin í BMW 318iS er höfuðkostur bílsins. Hún hefur fjóra ventla á hvern strokk og skilar 136 hestöflum á 6.000 snúninga hraða. Það er 23 hestöf lum meira en í „litla“ bróður, 318i, hins vegar er eyðslan lítið eitt minni. Þessi eyðir á 90 kílómetra hraða 6,4 Sjöan, sá stærsti, dýrasti og tæknilega íullkomnasti. Fjórir fjörfákar frá Bæverska mótoraverkinu, BMW, frá vinstri 520, 730, 325ÍX Touring og 318i. um. Á þessu sviði hafa minni bflarnir vinn- inginn. Það finnst við akstur þessa bíls, að hann er stór. Þó er hann lipur og létt verk að aka honum, lætur óaðfinnanlega að stjóm og hefur nóg vélarafl. En, tilfinningin leyn- ir sér ekki, maður er á stóram og voldugum bfl. Sá sprækasti-325iX Touring Þessi er fyrir þá, sem vilja eldsprækan bfl, töffaralegan og hagnýtan í senn. Að innan er hann hrár miðað við hina, hálfgerð- ur kappakstursbflablær á öllu. Beinskiptur, sætin hörð og þröng, halda utan um fólkið svo það sé ekki á flandri út um allan bíl í beygjunum. Viðbragðið hörkugott. Touring stendur fyrir nýjasta afbrigðið hjá BMW, sem aðrir framleiðendur hafa lengi boðið: Skutbfl. Þannig náðu þeir mark- aði, sem er all stór, það er fólki sem vill öfluga og sportlega bíla, en þarf þó á far- angursrými að halda. Einn böggull fylgir skammrifi þessu, sem sé að vegdynur og smellir frá steinkasti heyrast óþægilega hátt frá afturhjólaskálunum. X stendur fyrir fjórhjóladrif. Ekki gáfst færi á að láta á það reyna, eða kannski enginn hafi tekið eftir að á það reyndi? Ekið var í bullandi bleytu, gefið og ólmast, og þrátt fyrir 170 hestöfl missti hann aldr- ei grip né skrikaði til. Innanbæjar, í fyrrnefndri aðgangsharðri og miskunnarlausri umferð Múnchenborgar, var BMW 325ÍX aldeilis fínn. Hoppar af stað eða neglist niður á öflugum bremsun- um, hárnákvæmur í stýrinu. Niðurstöður Allir þessir bflar hafa sameiginleg ein- kenni. Útliti þeirra svipar saman, þótt ekki séu þeir eins. Sjöan og Fimman era nýlega hannaðir bflar og Þristurinn hefur verið aðlagaður þeim á smekklegan hátt og hefur útlit hans batnað til muna við ávalari línur. Allir eru smíðaðir .^f vandvirkni og mikið í þá lagt. Vélarnar'lru tölvustýrðar og í þeim stærri gefa tölvur margvíslegar upp- lýsingar um aksturinn, hitastig úti og inni og margt f leira. Allir eru þægilegir og lagað- ir til hraðaksturs ásamt því að vera liprir í bæjarumferð og fara vel á hlykkjóttum, ójöfnum vegum. En, ef finna má eitthvað sem þeim er öllum til vansa, þá er það kannski hljóðeinangranin. Enginn þeirra er fullkomlega hljóðlátur, þeir minni jafnvel háværir. I stórum lúxusbíl eins og 730 er þetta hvimleitt, en getur verið eftirsóknar- vert í litlu tryllitækjunum. Þá er kannski hægt að finna að því, að þeir kosta sitt, en þar er nú við aðra að sakast hér á landi en bflana sjálfa. í heild má gefa þessum vögnum þá einkunn, að þeir hæfa þeim, sem gera miklar kröfur tií bíla, kröfur um vöra- vöndun, aksturseiginleika og 'gott útlit. Og, fyrir þá sem vilja samanburð, að dómi undirritaðs er Fimman besti alhliða bíllinn af þessum, Sjöan er auðmannabíll og tæknilega fullkomnastur, 318iS er kjör- vagn ungra og 325ÍX Touring er drauma- vagn bfladellumannsins sem búinn er að koma sér upp fjölskyldu. ÞÓRIIALLUR JÓSEFSSON lítrum á hundraði, en 318i hins vegar 6,7. Allgóð eldsneytisnýting í báðum tilvikum. Sá besti-520 Einum stærðarflokki ofar er Fimman, einn best heppnaði bíll síðari ára. Sá ann- marki, ef kalla má svo, var á þessum sem hér var prófaður að hann var með minnstu vélinni og því nokkuð svifaseinn í borgarum- ferðinni ef ekki var vel gætt að gíraskipting- unni og gefið hraustlega í lággírunum. Á hraðbrautinni líður hann áfram og ökumað- ur og farþegar hafa nóg pláss, í framsætun- um er hægt að rétta úr fótunum, sætin era sérlega þægileg og bíllinn er fullkomlega í essinu sínu þegar hraðinn er kominn upp undir 200. Tækifæri gafst ekki til að reyna hraðann til fulls, vegna mikillar umferðar. Þrátt fyrir hnífjafna þyndardreifingu á fram- og afturöxul, tókst þó einu sinni að láta hann lyfta hjóli. Þá var ekið allgreitt í nálaroddsbeygju á sneiðingsvegi upp bratta hlíð. Þessi var beinskiptur og kemur betur út en sjálfskiptingin með þessari vél, þar sem aflið nýtist betur. Vélin er sex strokka, 129 hestöfl við 6.000 snúninga og eyðslan 7,5 á hundraði á 90 kílómetra hraða. Þetta afl dugar nægjusömum, en vilji menn fara toll- flokki ofar og fá 525, þá er strax orðið mun skemtilegra afl í rokknum. Sá glæsilegasti-730 Enn flokki ofar er Sjöan. Um hann verð- ur ekki margt .sagt hér, til að gera þessum bíl full skil þarf meira rými en nú er til umráða. í stuttu máli má segja að BMW 730 er draumabíll! Hann er stærstur þeirra bræðra og býr yfir mestum íburði og þæg- indum. Þama er nánast hvað sem manni getur dottið í hug að gá að í einum bíl. Og líka það sem manni dettur ekki í hug. Til dæmis, þegar sett -er í bakkgírinn, þá fer útispegillion hjá ökumanninum í ræsið! Það er, hann beinist- niður og sýnir afturhjólið á bílnum. Skemmtileg og um leið h'agnýt brella. Allt er þetta vitaskuld tölvustýrt. Sætin og speglana er hægt að stilla og festa í minni tölvunnar stillinguna, svo er bara ýtt á takka og þá færast þau í rétta stell- ingu fyrir eignkonuna, eiginmanninn og krakkana ef þeim er treyst fyrir gripnum. Einn galli er þó á þessum eðalvagni Okumaður hefur ekki nægilegt rými fyrir fæturna og verður þreytandi á lengri leið- LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 20. JANÚAR 1990 1 1

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.