Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1990, Page 2

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1990, Page 2
Sálarlíf Egils Skalla- Grímssonar frá sjónarhóli nútímamanns Egils saga er án efa ein skærasta perla íslenskra bókmennta. Er höfuðpersóna sögunnar, Egill Skalla-Grímsson, löngu orðin rótgróin þjóðar- vitund íslendinga. Sígildi Egils sögu má eflaust rekja til ótal þátta, til að mynda snjallrar frá- Egill á tvímælalaust marga sína líka í nútíma þjóðfélagi. Ytri aðstæður mannanna hafa breyst en innri gerð þeirra er ávallt hin sama. Eftir BENEDIKT SIGURÐSSON sagnartækni höfundar, hetjudáða Egils og ekki síst frábærs kveðskapar. Að' mínum dómi vegur hér þó þyngst djúpstæð innsýn höfundar sögunnar í manneðli. Birtist hún lesandanum skýrast í skapgerðareinkennum hetjunnar. Hér verður einkum gefinn gaum- ur að þunglyndi Egils, ástæðum þess óg afleiðingum. Þunglyndi er samheiti yfir ákveðin sálræn viðbrögð manna við andlegri eða líkamlegri röskun. Heufr sú hefð skapast á meðal fræðimanna að greina á milli innra þung- lyndis er á sér líffræðilegar skýringar og ytra þunglyndis sem má aftur á móti rekja til ytri aðstæðna. í reynd er þó jafnan um samspil innri og ytri þátta að ræða í ein- hveijum mæli. Hér verður fjallað um hinn síðarnefnda. Ytra þunglyndi stafar meðal annars af áföllum af ýmsum toga, til að mynda ást- vinamissi, frelsissviptingu/skerðingu eða því að hjartfólgnir hlutir glatast eða hverfa úr eigu manna. Einnig geta menn orðið þung- lyndir sökum þess að þá skortir eitthvað, svo sem ást, fjármuni, ellegar eitthvað ann- að. Sem dæmi um algeng sálræn þunglynd- iseinkenni má nefna áhugaleysi á umhverf- inu, aðgerðarleysi og tilfinningakulda. Manneskja er þjáist af þunglyndi á oft og tíðum bágt með að elska. Þá fylgja sjálfs- ásakanir iðulega í kjölfar þunglyndis. (Er þessu þó öfugt farið hjá Agli Skalla-Gríms- syni sökum ofurstolts hans. Beinir hann fremur spjótum ásakana til annarra, t.d. Óðins og Ægis, en sjálfs sín.) í verstu tilvikum hugleiðir þunglyndur maður sjálfsmorð eða tilraunir til þess. Einkenni þunglyndis geta verið miklu fleiri qji þau sem hér eru talin eiga ágæt- lega heima í umfjöllun um Egil Skalla- Grímsson. Framan af einkennist skapferli Egils af vægu þunglyndi er birtist í geðsveiflum. Þar skiptast á lífsleiði og fjör. Rétt eins og hjá svo mörgu fólki. Á stundum er hann hryggur og lítt búinn til athafna. Endranær er hann kátur og framtakssamur. Eftirfarandi dæmi sýna hvort tveggja: Og er á leið haustið, tók Egill ógleði mikla, sat oft og drap höfðinu niður í feld sinn. Til skýringar á dapurleika þessum kveður Egill um konuna sem hann þráir: Okynni vensk, ennis ungr þorðak vel forðum, haukaklifs, at hefja, Hlín, þvergnípur mínar; verðk I feld, þás foldar faldr kömr í hug skaldi berg-Óneris, brúna britt miðstalli hvíta. Skýring: Konan verður að búa við fá- læti; ungur þorði ég vel forðum að lyfta brúnum; nú verð ég að stinga nefí í feld, þá er Ásgerður kemur mér í hug. Hér vottar fyrir ákveðinni sjálfsrýni hjá Agli. Opnar hann hjarta sitt fyrir sínum besta vini, Arinbirni, og segir honum frá vanda sínum. Að vísu kveðinni fer hann jafnframt þess á leit við Arinbjöm að hann styðji sig til að fá Ásgerðar. Það gerir Arinbjörn: ... lauk því máli svo, að Egill festi Ás- gerði, . . . þá var veisla allvegleg, er Egill kvongaðist. Var hann þá allkátur, það er eftir var vetrarins. Þá þjaka fjármálaáhyggjur Egil á stund- um: ... Engar hef ég kvellisóttir, en áhyggjur hef ég miklar um það, hversu ég skal ná fé því, er ég vann til, þá er ég felldi Ljót hinn bleika norður á Mæri... (Egill fellir Ljót fyrir Friðgeir systurson Arinbjarnar. í kjölfarið gerir hann tilkall til arfs eftir hann samkvæmt hólmgöngulög- um. En þá var í lögum að arfur eftir útlend- an mann, er átti engan erfingja í dánar- landi, rann til konungsgarðs. A grundvelli þeirra laga hafnar konungur kröfu Egils. Arinbjörn bætir hins vegar Agli féð sem þakklætisvott fyrir aðstoðina.) í fyrrgreindum tilvikum stafar þunglyndi Egils af ástleysi (konuleysi) og fjármissi. Þegar úr þeim er bætt nær hetjan sér á strik á ný. Missir ástvina hefur hins vegar mun djúp- stæðari áhrif á sálarlíf Egils. Fyrst er að nefna lát bróður hans, Þórólfs, í orrustunni við Skota er Egill tekur sjálfur þátt í: Gekk, sás óðisk ekki, jarlmanns bani snarla, þreklundaðr fell, Þundar, Þórólf í gný stórum; jörð grær, en vér verðum, Vínu nær of mínum, helnauð es þat, hylja harm, ágætum barma. Skýring: Banamaður jarls, sá er óttaðist ekkert, gekk snarplega fram í hinni miklu orrustu; þreklundaður Þóróifur féll; jörðin grær yfir hinum ágæta bróður mínum við Vínu; helnauð er það, en ég verð að hylja harm minn. Sigur Egils á fylkingu Ólafs SkotakfTTT- ungs í orrustu þessari færði honum þó ríku- legan ávöxt. Aðalsteinn konungur sýnir Agli hina mestu virðingu og sæmd; hengir gullhring á hönd hans og veitir honum bróð- urgjöld (lönd og aura) fýrir hetjulega fram- göngu. Svo uppsker hver sem sáir: Knáttu hvarms af harmi hnúpgnípur mér drúpa, nú fann ek þanns ennis ósléttur þær rétti, gramr hefr gerðihömrum grundar upp of hrundit, sás til ýgr, af augum, armsíma, mér grímu. Skýring: Augabrúnir mínar drúptu af harmi, nú fann ég þann, er færði þær í lag; konungur hefur lyft brúnum upp af augum mér; sá er heldur grimmur gullhringum (ör- látur). I kjölfar þessarar ríkmannlegu umbunar konungs yfirstígur Egill fyrsta alvarlega áfallið. Öðru sinni verður Egiil fyrir örvadrífum ógæfunnar við andlát tveggja sona sinna, Böðvars og Gunnars, með stuttu millibili. Hin ramma hetja brotnar nú andlega: ... Þá gekk hann þegar til lokrekkju þeirrar, er hann var vanur að sofa í; hann lagðist niður og skaut fyrir loku . . . En eftir um daginn lét Egill ekki upp lokrekkjuna; hann hafði þá og engan mat né drykk; lá hann þar þann dag og nóttina eftir. Þunglyndi Egils er nú komið á hættulegt stig. Má hér glögglega sjá fyrrgreind ein- kenni þess. Egill hefur misst allan áhuga á umhverfinu. Hefur einangrað sig frá öllum mannlegum samskiptum, meira að segja sinna nánustu. Er ómögulegt að vita hversu lengi Egill hefði haldið uppteknum hætti ef ekki hefði notið við hjálpar Ásgerðar er lét senda eftir elsta bami þeirra, Þorgerði. Þorgerður reisir við líkamlegt og andlegt ástand föður síns með eftirminnilegum hætti: Hún fær hann fyrst til að eta söl og drekka mjólk, undir þvi yfirskyni að söl sé eitur og mjólk vatn. Því næst telur hún hann á að yrkja erfikvæði eftir synina. Úr verður Sonatorrek, eitt mesta þrekvirki islenskrar andagiftar fyrr og síðar. í seinni hluta síðasta erindis kvæðisins hefur Egill risið úr þunglyndinu fyrir tiistilli Þorgerðar, kærieika hennar og snjallræðis annars veg- ar og trúar á sínum eigin verðleikum hins vegar: Nú erum torvelt: Tveggja bága njörva nipt á nesi stendr; skalk þð glaðr með góðan vijja ok óhryggr heljar bíða. Skýring: Nú steðja erfiðleikarnir að mér. Hel (dauðragyðjan) hefir tekið sér bólfestu á Digranesi. Eg mun þó glaður með góðan vilja og óhryggur bíða dauða míns. Vítahringur þunglyndis (aðgerða- og áhugaleysi leiðir til enn frekara þunglyndis) er nú rofmn. (Reyndar strax og Egill fer að yrkja.) Skáidið nær bata: Egill tók að hressast, svo sem fram leið að yrkja kvæðið, og er lokið var kvæðinu, þá færði hann það Ásgerði og Þorgerði og hjónum sínum; reis hann þá upp úr rekkju og settist í öndvegi;... Enda þótt Egill gerðist síðar leiður eða öllu heldur önugur á köflum sökum ellihrum- leika fær hann útrás fyrir tilfinningar sínar í kveðskapnum. Með Sonatorreki hefur Egill hafið sig yfir þunglyndið og fellur eigi í sömu gryfjuna aftur. I Ijósi þess sem að framan hefur verið rætt um sálarlíf Egils Skalla-Grímssonar á hann tvímælalaust marga sína líka í nútíma- þjóðfélagi. Ytri aðstæður mannanna hafa breyst en innri gerð þeirra er ávallt hin sama. Skapgerðareinkenni Egils má eflaust finna í okkur öllum. Hann er allt í senn, hugsuður, athafnamaður, sterklyndur, veik- lyndur, kaldgeðja, tilfinningaríkur, skap- harður, skapgóður, örgeðja en fastur fyrir: Einmitt vegna þessa er saga Egils nútíma- manninum holl léxía. Líkamlegt ofurafl Egils lýtur í lægra haldi fyrir skaðlegum vágesti, þunglyndinu. Með hjálp góðra manna og trú á sjálfum sér má hrekja hann á brott og gott betur. Höfundur er nemi í bókmenntafræöi og frönsku. 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.