Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1990, Page 3

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1990, Page 3
LESBOK 11 m ["] II @ [mJ \b] B [aJ ts a t33 ta ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoð- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstrœti 6. Sími 691100. Forsíöan Myndin er af Gullfossi í klakaböndum. Myndina tók Hjálmar R. Bárðarson og er hún birt í tilefni um- fjöllunar um myndabók hans, Hvítá frá upptökum til ósa. Vatnasvæði Hvítár og hvaðeina merkilegt sem þar er að sjá, er bókarefni Hjálmars R. Bárðarsonar og þar er sannar- lega af nógu að taka. Árnar eru í aðalhlutverki, allt frá upptökum Fúlukvíslar á Kili til ósa við Kal- daðarnes, en Hjálmar hefur klifið fjöll og tekið myndir úr lofti og bókin er gersemi fagurra lit- mynda frá þessu stóra vatnasvæði. Skjölin á borðið, er fyrirsögn á viðtali við ölaf Ásgeirsson, þjóðskjalavörð. Þetta embætti hefur nú fengið inni í nýju húsnæði í gömlu Mjólkurstöðinni og hefur tekið miklum breytingum þótt kjarni starfseminnar sé sá sami og áður: Að varðveita aragrúa heimilda. Hurgata er nafn á ferðamannabæ við Rauðahafið í Egypta- landi og er hann kynntur í Ferðablaði Lesbókar. Þar opnast undraheimur á hafsbotni og þar er köfun- arskóli og margt fleira, m. a. sjóstangaveiði. þorgeir þorgeirsson minni frelsisins tileinkað václav havel frelsið er dýrmætt og saðsamt svo við látum skömtunarstjórana tilreiða það fangaverðina deila því út enda hungrar varla aðra en fangelsaða menn í frelsi það minnir á súrefni loftsins sem vísindamennirnir tákna með 0 en skilja þó varla til hlítar fyren um leið og þeir kafna læstur inní málmfugli kemurðu hingað með fangaverði þína við fögnum þér alshugar úrþví við skiljum einmitt að þú ért maðurinn maðurinn sem frelsið tók til fanga B B Einn hinna fáu sólskins- daga hér í Reykjavík sumarið 1988 brá ég mér í hádeginu í hinn yndis- lega Grasgarð okkar borgarbúa í Laugardal. Á einni grasflötinni voru á að gizka tíu börn að leik, hið elzta varla meira en tíu ára. Tveir dreng- ir, greinilega ættaðir lengst austan úr Asíu, nálguðust hópinn, en einn í honum fór þá að hrópa „útlendingar, útlendingar", og brátt tók allur skarinn undir. Drengirnir gengu burtu. Þegar ég var á útleið skömmu síðar, gekk ég fram á drengina tvo, þar sem þeir voru að sulla í vatni við lítinn foss. Þeir voru þá að tala saman — á íslenzku. Þegar ég sagði ýmsum vinum og kunn- ingjum frá því sumarið og haustið 1988, að ég hygðist skrifa „Rabb“ um þetta leið- inda-atvik í Laugardal, báðu þeir mig allir undantekningarlaust um að sneiða hjá þessu viðkvæma og eldfima umræðuefni. Það væri alveg sama, hvernig ég tæki á því, ég yrði örugglega úthrópaður kynþáttahatari af sumum en negrasleikja af öðrum. Aðeins það eitt að minnast á þessi mál, myndi fram- kalla hin verstu viðbrögð allra skoðanahópa. Samt áræði ég að gera það, af því að ég þykist sjá þess ýmis merki, að við gætum innan skamms neyðzt til þess að þurfa að ræða þessi mái opinberlega, eins og aðrar þjóðir, í stað þess að leiða þau hjá okkur, vegna þess að þau eru svo „óþægileg", eða hvíslast á um þau eins og grófustu feimnis- mál. Sívaxandi straumur innflytjenda, löglegra og ólöglegra, til Vestur-Evrópu og Norður- Ameríku er stöðugt umræðuefni í blöðum og tímaritum í þessum heimshlutum. Ekk- ert bendir til annars en að fólk á flótta undan fátækt og illum stjórnarháttum muni halda áfram að flytjast sunnan og austan úr heimi í ríkidæmið og frelsið í norðri og vestri. Sagt hefur verið, að í raun séu það fjórir milljarðar manna, sem myndu streyma Hvernig líta íslend- ingar út eftir 200 ár? í norðvestur, ef þeir gætu, og að ekki megi búast við því, að lát verði á þessum þjóð- flutningum, fyrr en vestrænt frelsi og mann- réttindi og stórbættur efnahagur í heima- löndum fólksins geri því það ljúft að sitja um kyrrt í fæðingarhreppum sínum. Því miður sjáist engin marktæk teikn um það enn, og því sé eins gott fyrir þjóðir á Vest- urlöndum að búa sig undir áframhaldandi aðsókn framandi þjóða á næstu áratugum og jafnvel öldum. Af hveiju „því miður“? Af því að slíkur innflutningur útlendinga veldur alltaf og óhjákvæmilega gífurlegri „félagslegri röskun“, sem svo er kölluð nú á dögjjm og ég þarf væntanlega ekki að útskýra fyrir lesendum, en að auki bætist við hin hræðilega grýla kynþáttaóvildar og haturs. í langri grein eftir Scott Sullivan um þessi efni, sem birtist í nýjasta hefti af „Newsweek", dagsettu 5. febr., eða sama dag og ég skrifa þetta, segir hann einfald- lega: „The fundamental issue is that the newcomers are different", eða: „Aðalmálið er, að komumenn eru öðruvísi". Við þurfum að vera viðbúin því, að eitt- hvað slæmt á þessu sviði geti gerzt hér á ísiandi, eins og alltaf og alls staðar hefur gerzt hjá öllum öðrum þjóðum. Eitthvað djúplægt og frumstætt framkallar fordóma gegn þeim, sem eru „öðruvísi" en við sjálf. Hér er ekki rúm til þess að rekja kenningar fræðimanna um orsakir kynþáttahaturs, svo sem að undirrótin sé eðlislæg þörf hvers stofns í dýraríkinu til að veija sig blöndun við utanaðkomandi og framandi stofna. Svo mikið er víst, að óvild milli kynþátta eða ólíks fólks er staðreynd, hvort sem okkur líkar betur eða verr. Hún virðist vera óvið- ráðanleg, a.m.k. enn sem komið er, og á hveijum degi lesum við og heyrum fréttir af kynþáttadeilum úr hveiju horni heimsins. Samt halda þjóðirnar áfram að blandast, og e.t.v. verður endanlegt útlit mannkynsins orðið eins eða mjög svipað í öllum álfum eftir nokkrar aldir, hvort sem það líkist þá hinum upprunalegu Adam og Evu, Aski og Emblu, áður en mannfólkið fór að dreifa sér og skiptast í kynkvíslir. Það kom fram í frétt í Stöð 2 fyrir rúmu ári, að reiknað er með því í Bandaríkjunum, að þar í iandi verði hvítir menn (hreinræktaðir) komnir í minni hluta um miðja næstu öld. Blandað fólk verði þá í meirihluta, móeygt, súkklaði- brúnt, „sætt og lekkert“ mundu sumir segja. Alhvítt fólk verði næststærsti hópur- inn, en áhöld um það, hvort alsvartir eða algulir verði í þriðja sæti. Þjóðablandan hér á íslandi gæti á endanum líkzt meðal- ameríkana í útliti árið 2050, því að þjóðin er fámenn og yrði fljót að breytast í útliti með auknum innflutningi. Ég var á fundi fyrir nokkrum dögum, þar sem því var hald- ið fram, að 1.000 börn frá Austur-Asíu væru nú að alast upp í Reykjavík, en annar taldi 600 nær sanni. ímyndi menn sér að skapgerðareinkenni erfist innan kynþátta, ætti þetta að vera ágætt, því að skv. rann- sóknum í Bandaríkjunum standa Kínveijar, Japanir og Víetnamar sig langbezt í þjóða- hafinu vestra. Fólk af gulum uppruna er tekjuhæst allra Bandaríkjamanna, og meðal þess er minnst um uppflosnun, menntunar- leysi, drykkjuskap, eiturefnaneyzlu, glæpi og sundraðar fjölskyldur. Reyndar var rætt um það hér á fimmta áratuginum, að sá tími kæmi, þegar útlendingar myndu flæða yfír landið, unz það yrði fullnýtt, og gætum við ekki spornað við því til lengdar. Því væri betra, að verða fyrri til, og ráða því sjálfir, hveijir kæmu. Leizt sumum bezt á að bjóða fólki af hollenzkum stofni búsetu hér, en þá sem oftar var þröngbýlt í Hol- landi, auk þess sem margir Hollendingar voru þá að flytjast burtu frá Indónesíu (áð- ur Hollenzku Áustur-Indíum). Við skulum ekki gera gælur við þá hug- mynd, að við séum neitt frábrugðnir öðrum í þessum sökum. Þótt oft heyrist, að við séum fordómalausir, a.m.k. þegar við erum að fordæma aðra fyrir fordóma, grunar mig, að það sé aðeins rétt, meðan ekki reyn- ir á það. Við höfum öll áreiðanlega einhvern tíma heyrt samlanda okkar láta eitthvað óþrifalegt út úr sér um þessi mál. Einmitt af því að þetta umræðuefni er næstum bann- að, hálígert „tabú“, þrífast alls konar for- dómar í skjóli hvíslinga, í stað þess að tala um þetta upphátt og opinskátt. Þegar lengi er þagað um „viðkvæm mál“, er meiri hætta á, að upp úr sjóði að lokum, eins og þegar hlemmur er tékinn of seint af soðpotti. Mér heyrist jafnvel örla á verndunarsjónarmiðum hér, eins og í Svíþjóð, þar sem hinir ljós- hærðu og bláeygu Svíar munu hverfa á nokkrum áratugum, néma þeir séu verndað- ir á sama hátt og nú er farið að gera varð- andi sjaldgæfar jurta- og dýrategundir. Hvort sem íslenzk stjórnvöld móta stefnu um alfijálsan innflutning, takmarkaðan eða næstum lokaðan, verðum við að hafa hugf- ast, að við megum á engan hátt láta sak- laus böm gjalda þess, að þau eru hingað komin og það í boði okkar, bókstaflega sótt hingað, ýmist í hópi flóttamanna eða til ættleiðingar. Það væri ekki aðeins siðferði- lega ljótt og hróplega ranglátt, heldur einn- ig hættulegt friði meðal borgara í sameigin- legu þjóðfélagi, finnist þeim þau ekki vera velkomin, þegar fram í sækir og þau verða fullorðin, megi ég vera svo kaldranalegur að minnast á jafn-„praktískt“ sjónarmið. MAGNÚS þórðarson LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 17. FEBRÚAR 1990 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.