Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1990, Page 6

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1990, Page 6
VARÐ EINU SINNI HRÆDDUR f MOSKVU Rætt við Kára Þórarinsson bónda í Laufási í Kelduhverfl sem er óvenju víðförull maður Hér byrjast upp sagan,“ segir í fyrirsögn fynr fyrsta kafla Reisubókar Jóns Ólafssonar Indía- fara. Árið 1615 gerðist það að „eitt engelskt skip upp á um 50 lestir sleit upp við Vest- mannaeyiar í miklum stormi og hleypti inn á Nokkrum árum eftir heimsmótið, fór ég með MÍR til Sovétríkjanna og fór þá allt suður að Svartahafi og að Kákasus. En, nokkrum árum seinna, fór ée með litlum hópi manna austur til Síberíu og komst alla leið austur að Kyrrahafsströnd. ísafjarðardjúp". Sá atburður var afdrifarík- ur fyrir umræddan Jón. Hann réri ásamt „meðfylgjurum sínum“ út að skipinu og fór um borð og sú ferð endað með því að skip- herrann lofaðist til að flytja Jón til Eng- lands fyrir „10 dala gildi“. Tuttugu og tveggja ára fór Jón með skipi þessu áleiðis til Englands og síðan þaðan til Danmerkur, enn síðar m.a. til Grænlands, Noregs og Indlands. Heim aftur kom Jón eftir ellefu ára útivist. Ferðir Jóns hafa að vonum löng- um þótt merkilegar. Enn frnnst okkur Is- lendingum merkilegt þegar fólk leggst í ferðalög til fjarlægra heimshluta, hvað þá fyrir rúmum 350 árum. Norður í Keldu- hverfi í Þingeyjarsýslu býr maður einn sem Kári heitir Þórarinsson. Víðförull er hann í meira lagi og hefur m.a. komið til Ind- lands, rétt eins og Jón heitinn Indíafari. En Kári slær Jóni Indiafara við, því hann hefur líka komið til Rússlands, Síberíu, Kína, Filippseyja, Bandaríkjanna og Kanada, auk þess sem hann hefur víða verið í Evrópu. Samt sem áður hefur Jón þó líklega vinning- inn, þegar tekið er tillit til þess hve miklu erfíðara var að ferðast á hans dögum en í nútímanum. Saga Kára Þórarinssonar hefst í Austur- Görðum í Kelduhverfi þar sem hann er fæddur árið 1935, yngstur fjögurra barna Kristjönu Stefánsdóttur og Þórarins Har- aldssonar. Þau voru bæði fædd og uppalin í Kelduhverfí og raunar forfeður þeirra langt í ættir fram. Laufás, þar sem Kári býr nú ásamt Margréti systur sinni, er nýbýli úr Austur-Görðum sem faðir þeirra systkina reisti. Ég heimsótti Kára fyrir nokkru til þess að spjalla við hann um ferðir hans. Hann reyndist ekki yfirmáta fíkinn í flíka lífsreynslu sinni, en eitt og annað flaut þó með sem hér kemur á eftir í bland við spjall um landbúnaðarmál og fleira. Sveitungi Kára orðaði það svo að Kári hefði farið í heimsreisu. Kári vill ekkert við heimsreisuna kannast en verður hins vegar tíðrætt um sveitina sína. Hann segir það merkilegt við þetta svæði að ekkert vatns- fall sé alla leið frá Fjöllum og austur að Jökulsá, allt vatn renni þar neðanjarðar vegna þess hve hraunið sé gljúpt. „Fólk leysti þetta með því að hafa djúpa brunna,“ segir Kári. „Vatn var líka borið að, því var ekið og það var sótt á hestum í djúpum keröldum.“ Þrátt fýrir vatnsleysi fyrri tíma var þó mun fleira fólk í Kelduhverfi en nú er. Uppúr 1950 voru um 260 manns á þessu svæði en nú eru í Kelduhverfi rösklega hundrað manns að sögn Kára. „Meðalaldur- inn hefur auk þess hækkað að mun, sem er ekki síður alvarleg þróun,“ segir Kári. „Árið 1954 var meðaialdur Keldhverfinga 29 ár en er nú um 44 ár. Nú vill fólk ekki lengur vera í þessum dreifðu byggðum, því finnst lítið við að vera og þegar flótti er brostinn í liðið þá fara fleiri og fleiri. Þeir sitja eftir sem hafa sig ekki í að fara eða eru bjartsýnastir." Riðuveikin hefur gert mikinn usla í Keldu- hverfi einsog víðar um landið. Þessi vágest- ur kom fyrst upp í fé Kára í Laufási og var þá óþekkt þar í sveit. „Ég hélt fyrst að þetta væri svokölluð votheysveiki en árið 1973 var staðfest að þetta væri riðuveiki og ég varð að skera niður allt mitt fé. Ég fékk mér þó gimbrar aftur það sama haust og þá hafði fundist riðuveiki í fé á öðrum bæjum hér. Fyrir nokkru var skorið niður allt mitt fé aftur og enn hef ég fengið mér nokkrar gimbrar og ætla að byija á nýjan leik.“ Kári sagðist hafa fengið svokallaðar uppeldisbætur sem dugðu þó skammt svo hann þurfti fljótlega að fara að vinna utan búsins. „Ég hef unnið við ýmiskonar bygg- ingarvinnu, það var nóg að gera í slíku'og lítið um iðnaðarmenn, en nú er allt slíkt dottið niður og lítið sem ekkert byggt á þessu svæði lengur. Ég er þó ekki svo svart- sýnn að ég haldi að þetta sé allt að fara í Kárí Þórarínsson U^mynd/Benedikt Jónsson eyði hérna. Hins vegar dylst manni ekki að hér er lítið um atvinnu og byggðin á hér mjög í vök að veijast. Jafnvel er hægt að tala hér um dulbúna átthagaíjötra. Menn geta ekki farið burtu héðan nema að skilja allt sitt eftir. Það er erfitt að selja jarðir á þessu svæði.“ Ég vík nú enn talinu að heimsreisu Kára en hann tekur af skarið og segir: „Ég hef aldrei farið í heimsreisu, en ég hef skroppið svona eitt og annað.“ Utanferðir Kára í Laufási hófust með því að hann fór til náms í Noregi rösklega tvítugur að aldri. „Ég fór á búnaðarskóla og lærði svína og hænsna- rækt. Það reyndist enginn grundvöllur fyrir slíku hér. Einn nágrannanna stofnaði hænsnabú og var kominn með 4.000 hæn- ur. En það blessaðist ekki. Ég lærði einnig svolítið í skógrækt og hef plantað nokkrum tijáplöntum. Ég vil gjarnan rækta nytjaskóg en vöxtur tijánna er hægur enda veðráttan harla óhagstæð slíkri ræktun.“ Skömmu eftir Noregsferðina brá Kári sér aftur í ferðalag og þá heldur meira en bæjar- leið. Hann fór alla leið austur til Moskvu á heimsmót æskunnar sem þá var haldið þar. „Ég man alltaf eftir opnunarhátíðinni á þessu móti, ég get varla ímyndað mér neitt stórkostlegra. Sú hátíð var jafnvel enn mikil- fenglegri en opnunarhátíðirnar fyrir Olympíuleikanna í Moskvu og Los Angeles, sem báðar voru sýndar í sjónvarpi hér á sínum tíma. Við vorum hundrað íslendingar sem fórum með Drottningunni áleiðis til Rússlands og við vorum með hljómsveit í hópnum. I henni voru m.a. Gunnar Ormslev og Haukur Mortens. Við vorum í Moskvu allan tímann en ég fór ekki með hópnum heim því ég veiktist þama af inflúensu og var settur á spítala. Við vorum þrír á stofu saman, ég, maður frá Búlgaríu og maður frá Ghana. Við reyndum að gera okkur skiljanlega hvor við annan með handapati og gekk bara bærilega. Mér leið hins vegar bölvanlega og var mjög veikur. Þegar ég hresstist voru félagar mínir farnir með lest til Murmansk og þaðan fóru þeir með skipi heim, ég átti hins vegar pantað far með flugvél til Kaupmannahafnar þegar ég út- skrifaðist af spítalanum. En ég kynnst Dön- um þarna ytra og ákvað að vera heldur samferða þeim í lest til Kaupmannahafnar. Það vildi mér kannski til lífs því vélin sem ég átti að fara með fórst í lendingu á Kas- trupflugvelli og allir sem með henni voru létust. Nokkrum árum eftir heimsmótið fór ég með MÍR til Sovétríkjanna og fór þá allt suður að Svartahafi og að Kákasus. Enn, nokkrum árum seinna, fór ég með litlum hópi manna austur til Síberíu og komst alla leið austur að Kyrrahafsströnd. Það er gjarnan talað um Síberíuvist sem eitthvað hræðilegt, en á þeim tíma sem við vorum þarna á ferð, þá virtist fólki á þessu svæði líða ágætlega. í þessari ferð flugum' við austur að Baikalvatni, furðulegt hvað drott- inn hefur nostrað við það. Eftir fyrstu ferð mína til Rússlands fór ég til Grikklands og landanna fyrir botni Miðjarðarhafsins og til Egyptalands. Ég hafði dálítið lesið um þessi svæði enda fer ég ekki fyrirvaralaust í ferðalög, sem er þó líkega skemmtilegast. Seinna fór ég til Kína og Indlands. í Nepal var gott að koma, þar er góð fátækt, ef svo má segja. Fólkið ger- ir ekki meiri kröfur en landið getur orðið við. Fólkið tekur því ekkert af auðæfum jarðar eins og við á Vesturlöndum hins veg- ar gerum, sem lifum um efni fram og skilum því jörðinni í hendur afkomenda miklu verri en hún áður var. Á Indlandi er kyrrstaða sem fólkið sættir sig við. Fólkið þar liggur bara rólegt í sínum strigapokum, það leggur í mesta lagi fram hendina þegar það sér til útlendinga. Þrátt fyrir fátæktina virtist mér þetta fólk ekkert síður hamingjusamt en við hér. Mesta stökkið í lífsgæðum er að hafa að borða, eftir það munar ekki svo miklu um hveijar tíu þúsund krónumar. Það er hins vegar erfítt fyrir okkur íslendinga að snúa til baka, við höfum haft það svo gott.“ Auk þess sem fyrr er talið hefur Kári m.a. komið til Hong Kong, til Kanton og til Makao, portúgölsku nýlendunnar, og suður til Filippseyja. Nyrst hefur hann kom- ið til Nordkapp og vestast til Vancouver í Kanada. Kári segist aldrei hafa lent í lífsháska á ferðum sínum. „Ég varð þó einu sinni hræddur þegar ég var á gangi á götu í Moskvu. Allt í einu komu út úr húsasundi tveir hermenn með byssur og snéru sér að mér. En þeir hlógu þegar þeir sáu hvað ég var angistarlegur og bentu mér á að það væri nýbúið að steypa gangstéttina, þeir voru að gæta þess að hún yrði ekki eyði- lögð. Þetta er líklega mesti háskinn sem ég hef komist í á ferðum mínum. Ég hef æfinlega virt fyrir mér búskapar- hætti alls staðar þar sem ég hef komið, en ég hef lítið grætt á því sem bóndi. Verk- menning er á svo miklu hærra stigi á Vest- urlöndum en gerist annars staðar í heimin- um. Þar er það yfirleitt bara afl manna og dráttardýra sem ræður. Ýmislegt skondið hefur við borið í þessum ferðum mínum. Svo ég taki af handahófi eitt atvik öðru fremur þá nefni ég t.d. atvik sem henti í ferð sem ég fór í til Parísar. Við komum á mörg hótel og með í ferðinni voru tveir aldr- aðir íslendingar, báðir vel feitir. Þeir lentu eitt sinn saman í herbergi þar sem í var breitt hjónarúm með dýnu sem var mjög slitin í miðjunni en hélt sér vel til beggja hliða. Ég leit inn til þeirra um kvöldið og mér er minnisstætt hve vel þeir höfðu sigið saman.“ Tungumálakunnáttu hefur Kári ekki umfram það sem gerist með allan þorra fólks, hann talar ensku og Norðurlandamál og með það hefur hann bjargað sér furðan- lega. „Ég hef í þessum ferðum mínum viljað sjá fólkið eins og það lifir í venjulegu um- hverfi sínu. Stundum hef ég reynt að setja mig í samband við þetta fólk og það hefur oftar en ekki gengið einhvern veginn. Vissu- lega lítur maður umhverfi sitt öðrum augum eftir að hafa ferðast víða. Verður ljósara en ella hvað við hér á íslandi höfum það gott. Hér getum við talað saman um hvað sem er án þess að þurfa að óttast að koma upp um hvert annað. Hluti eins og þetta kunnum við fæst að meta sem skyldi. Það er vert að ha.fa það hugfast að mikill hluti mannkyns getur ekki lifað svona fijáls í skoðanaskiptum." Að lokum spurði ég Kára hvort hann vantaði aldrei ferðafélaga. Nei, hann hélt nú ekki og gat þess jafnframt að menn kynntust vel á svona ferðum. Spumingunni um hvert næst skyldi haldið svaraði hann á þessa leið: „Ég hef engar áætlanir um hvert ég ferðast næst, en mig langar til Suður-Ameríku.“ Guðrún Guðlaugsdóttir

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.