Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1990, Qupperneq 10

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1990, Qupperneq 10
Úr Fögruhlíð... ur skipti á afrétti Biskupstungnamanna, var áin ekki nefnd annað en Jökulkvísl. Hjálmar notar hinsvegar Jökulfall, sem verður að teljast jafn rétt. Mynd af Gullfossi prýðir forsíðu bókarinn- ar. Svo nyög hefur fossinn verið myndaður, að þar er erfitt að finna ný sjónarhorn. Hjálmar hefur brugðið sér á loft og athyglis- verð er myndin, sem sýnir hvemig farvegur árinnar hefur breyzt á 10 árþúsundum. Fáir hafa séð Gullfoss austan megin frá, en þaðan nýtur efri fossinn sín betur. Feg- urstu myndimar af Gullfossi em þó þær, sem Hjálmar hefur tekið af honum í klaka- böndum. Aðspurður um úppáhaldsstaði til ljós- myndunar á þessu stóra vatnasvæði, kvaðst Hjálmar ekki geta nefnt neinn sérstakan framar öðmm, en sagði að Hveravellir, Kerlingafjöll, Hvítámes, Jarlhettur, Laxárg- ljúfur, Gullfoss, Geysissvæðið og Þingvellir, væm allt staðir sem hann hefði miklar mætur á. Ég tók eftir því, að þegar hann myndaði efstu bæi í Hmnamannahreppi, Tungufell og Jaðar, var Bláfell komið hálfa leið til byggða - með aðstoð aðdráttarlinsu. Ég hef tekið eftir því, að sumir ljósmyndar- ar nota þetta bragð ótæpilega til aukinna áhrifa, en í rauninni er þetta myndfölsun; staðurinn á myndinni er ekki til ef einhver færi að leita að honum. Hjálmar kvaðst líka beita aðdráttarlinsunni mjög í hófi og viður- kenndi fúslega, að sem heimild væri slík mynd orðin vafasöm. RANN HVÍTÁ NORÐUR? en skýrist þegar lesinn er textinn, sem hljóð- ar svo: „Fyrir rúmum 10.000 árum fór veðurfar endanlega hlýnandi eftir fímbulvetur síðasta jökulskeiðs ísaldar. Nokkru áður, þ.e. fyrir tæpum 11.000 árum, hafði þó komið hlý- indaskeið á undan síðasta kuldakafla. Á jökulskeiðum var svo mikill hluti vatns- birgða jarðar bundinn í jöklum, að sjávar- borð var 100-150m lægra en nú. Þegar leið að lokum jökulskeiða fór loftslag ört hlýn- andi ogjöklar rýmuðu um allan heim. Sjáv- arborð hækkaði því ört vegna leysinga- vatns, en þegar jökulfarginu létti af land- svæðum tóku þau að lyftast. Við ísland var hækkun sjávarborðs fyrst í stað mun örari en lyfting lands, enda hreyfingar jarðskorp- unnar hægar. Sjór flæddi því fyrst inn yfir landgrunnið og síðan yfír núverandi lág- lendi landsins. Hæstu fjörumörk suðvestan- lands munu vera um 11.000 ára gömul, en þar voru þau í 55-110m hæð yfir núverandi sjávarmáli. Hæst voru þau inn til dala. Þar hafði jökullinn þrýst landinu meira niður vegna meiri þykktar en þynnrí jökull nær ströndinni. Á þessu tímaskeiði hefur Hestijall veríð eyja, umflotin sjó eins og myndin gefur hugmynd um. Nú rís Hestíjall upp úr Iág- lendi, sem áður fyrr var sjávarbotn (neðrj mynd). Næst á myndinni er Þjórsá og fjær rennur Hvítá sunnan undir Hestfjalli. Á milli ánna er Þjórsárhraun, sem rann fyrír 8.000 árum. I því er lægðin Merkurlaut, þar sem talið er að hafi veríð fom farvegur Útsýni til vesturs ofan af Jarlhettum og sést yfir Hagavatn. Hlöðufell og Skjald- breiður eru í baksýn. Á öllu þessu svæði er naumast stingandi strá. Bók Hjálmars er náma af fróðleik um náttúmfræði, jarðfræði og breytingar á landinu í tímans rás. Hér skulu nefnt tvö dæmi: Er ekki fjarstæðukennt að hugsa sér, að Hvftá hafi einhvemtíma mnnið úr Hvítár- vatni og norður yfir Kjöl? Það sýnist tals- vert uppímóti núna að minnsta kosti. Hjálm- ar tilgreinir rannsókn Guðmundar Kjartans- sonar jarðfræðings á þessu eins og hann hefur lýst henni í ágætri ritgerð: ísaldarlok og eldfjöll á Kili, 1964. Þar færir hann rök fyrir því, að ísaldaijökullinn (Búðajökull hefur hann verið nefndur og var hæstur á sunnanverðu landinu) hafi girt fyrir, að Hvítá gæti mnnið suður með Bláfelli. Kjal- hraun rann hinsvegar ekki fyrr en eftir ísald- arlok og merki sjást á Hrefnubúð og víðar um vatnsborð í allt að 630 metra hæð. Síðar, þegar jökullinn var ekki lengur á Bláfellshálsi, gæti Hvítá hafa mnnið þar til suðurs og farvegir em þar raunar, sem benda til mikils vatnsfalls. A mynd í bókinni, sem hér er prentuð, getur að líta ókunnuglega eyju á víðáttu- miklum flóa. Hér er ekki allt með felldu, Þrír jafh stórir skriðjöklar setja tignarlegan svip á austurhlið Hrútfells og Fúlakvísl dreifir sér þarna um eyrar. Efstu drög Fúlukvíslar og innsti hlutinn á vatnasvæði Hvítár eru hér í 940 m hæð í Hundadal við rönd Langjökuls. Efst á myndinni eru vatnaskil milli Suður- og Norðurlands. Þjórsár, sem Þjórsárhraun hefur barmafyllt, og flóð út yfir til beggja hliða. í farveginum hefur hraunið verið þykkast, og því lengi haldist bráðið, hluti þess sigið ifram og Merkurlaut því myndast yfir fornum farvegi Þjórsár. “ Hér hefur Hjálmar beitt tæknilegum brellum til þess að gefa hugmynd um, hvern- ig hluti af Suðurlandsundirlendi, nánar til- tekið Skeið, Grímsnes og Grafningur litu út úr lofti fyrir um 11.000 ámm. Myndina af kyrrum haffleti tók hann úr lofti úti fyr- ir Norðurlandi og skeytti síðan saman, svo vatnsborðið verður á réttum stsð, ofarlega í hlíðum Hestfjalls. BÓKIN KYNNT í ÞÝZKALANDI Það sýnist einfalt mál að smella af einni mynd, en þar er ekki allt sem sýnist. Stund- um beið Hjálmar í marga klukkutíma eftir hagstæðri birtu, jafnvel dögum saman. Sem dæmi þar um er myndin af nýju brúnni yfir Ölfusá við Óseyrarnes. Eftir að hafa fundið æskilegt sjónarhom með útsýni til norðurs, varð Hjálmar að taka á þolin- mæðinni og bíða eftir því að skuggi félli á ijöllin að baki, en forgmnnurinn ásamt brúnni þurftu að vera böðuð í birtu. Áður hefur Hjlmar gefið út íslandsmynd- ir og geysifróðlega fuglabók. Þær lét hann prenta úti í Hollandi, en það er að sjálf- sögðu gléðiefni, að bókin um vatnasvæði Hvítár var litgreind hjá Prentmyndastofunni og prentuð í Odda. En Hjálmar er sjálfur útgefandi. Bókin er nú komin út á íslenzku, ensku og þýzku, en Almenna Bókafélagið hefur tekið við dreifingu á henni og öðrum bókum Hjálmars. Hvítárbókin var kynnt á bókamessu í Þýzkalandi síðastliðið haust og Hjálmar fær töluvert af bréfum erlendis frá, þar sem spurt er um ýmsa hluti og einn- ig skrifa menn til þess að þakka höfundun- um fyrir sig. Hjálmar kveðst telja það skyldu sína að svara þessum bréfum og hefur nú rýmri tíma til að sinna þvi, þar sem hann er hættur að gegna embætti siglingamála- stjóra. Um fleiri Ijósmyndabækur vill hann ekki segja neitt annað en það, að hliðstæður Hvítárbókar, svo sem bækur um vatna- svæði Þjórsár eða Jökulsár á Fjöllum, muni tæplega freista hans; það yrði of líkt mynd- efni og öllu líklegra að hann leitaði á ein- hver allt önnur mið. En grúskið heldur áfram, segir Hjálmar. Það er árátta sem lætur hann ekki í friði. Svo ýtir það undir, að bækur af þessu tagi eru þakksamlega þegnar. Ekki sízt meðal þeirra, sem sæmilega þekkja til bók- arefnisins. í hópi þeirra, sem látið hafa í sér heyra um Hvítarbókina er Guðbergur Guðnason frá Jaðri í Hrunamannahreppi, sem sendi Hjálmari svohljóðandi vísu skraut- ritaða: Gimsteina þú gefur þjóð, glæðir trú á fóstuijörð, I listaverka leggur sjóð, leiðsagnir um ár og svörð. GÍSLI SIGURÐSSON 10

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.