Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1990, Page 14

Lesbók Morgunblaðsins - 17.02.1990, Page 14
lesbök ®@H@|0H®0fcU@a[EEl® 17. FEBRÚAR 1990 FERD4BI4D LESBÓKAR Úlfaldalestir reika um ströndina á Hurgada og sposk svipbrigðin eru gott myndaefiii fyrir ferðamenn! Baðstrandarbærinn Hurgada við Rauða haf Handan sjóðheitra eyðimerkurfjalla, við tærar öldur Rauða hafs- ins, liggur fiskimannabærinn Hurgada. Geysileg uppbygging á sér þarna stað í ferðamannaþjónustu, enda er allt fyrir hendi, sem sólþyrstir ferðamenn óska: Hreinn sjór, víðáttumiklar sand- strendur, örugg sól og þægilegt loftslag. Flestir fijúga til Hurgada frá Kaíró, en þaðan er daglegt flug. En þriggja tíma akstur yfir eyði- mörkina frá Luxor er valin. Jafn- skjótt og áveita Nílar þrýtur, hverfur margtóna grænt gróð- urríki og við tekur eyðimörkin í öllu sínu veldi. Leiðin liggur um fjallaskörð og landslagið minnir á íslenskar óbyggðir, þó að ríkjandi gulbrúnir litir séu hlýrri. Hvergi sést stingandi strá, en á miðri leið ökum við fram á hjarðmenn með fjárhóp, sem verið er að reka á milli vinja. Skrítið að sjá hjarðfólk dúðað í föt og kindur með þykka ullarlagða. Náttúran sér fyrir skjóli, jafnt í kulda sem í of mikl- um hita. Bíllinn er ioftkældur og jafnvel sólþyrstan íslending lang- ar ekki í sólbað. Loftið, sem Verið að mata „gæludýrin"! kemur inn um gluggann, er brenn- andi, sjóðheitur massi. Það er stór- kostleg tilfinning að fá Rauða hafið í sjónmál og anda að sér hafblæ, þó heitur sé. Suður af Hurgada er búið að reisa mörg ferðamannaþorp, með þjónustumiðstöð miðsvæðis, góð- um sundlaugum ogveitingahúsum við ströndina. Og allt í einu erum við í miðri sveitasælu í eyðimerk- urþorpi. Hér slær lífið hægar en á stóru hótelunum í Kaíró og Luxor. Engin íburður, en snyrti- legur og notalegur hvíldarstaður. Litla húsið okkar rís eins og hóll upp úr sandinum, kúlulagað, í hefðbundnum egypskum stíl - samlitt sandi og umhverfi. Inni stofa, svefnkrókur og baðher- bergi. Litlu síðar rýfur vagnskrölt kyrrðina. Brosandi vikapiltur með töskurnar á kerru, sem hvítur asni dregur. Vissulega ólíkt hót- ellífi! Undarlegt hvað víðáttan hvílir. Húsin liggja dreifð og maður er „einn í heiminum“, þó að fólk sé Vikapilturinn kemur með töskurnar okkar á asnakerru að húsinu. í næsta nágrenni. Allt hverfur í hillingum út í sandinn. í fjarska sjást úlfaldahópar reika um ströndina, eins og litlir hreyfan- legir deplar. Ungir strákar sýna afburða leikni í seglbrettum rétt við ströndina. Dvalargestir labba í hægðum sínum á milli legu- bekkja við sundlaug eða bambus- bekkja á strönd. Allstaðar nóg rými, rólegheit og friður. Hitastig þægilegt og golan svalandi. Há- degisverður í bambustjaldi á ströndinni. Um kvöldið safnast gestir saman í veitingasal í þjón- ustumiðstöð. Sami matseðill fyrir alla. Kringlótt, stór borð og ölíum blandað saman. Andrúmsloftið minnir á heimavistarskóla! Frjáls- legt. Óþvingað. Skemmtilegt. Finnar, Svíar og Englendingar hafa hver sína ferðasögu að segja um Egyptaland. En flestir eru að hvíla sig í Hurgada, eftir skoðun- arferð um landið. Eftir kvöldverð er leikjakeppni fyrir alla aldurs- SJÁ NÆSTU SÍÐU

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.