Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1990, Side 2
E R L E N D A R
B Æ K U R
Þýzkalandspistill
iuM! ?Tjy
11) jjljglK
1 í VINCENTBUCUOSI £ WnæjURT GtNTRV ESISí-
Guðbrandur Sigurlaugsson tók saman
Vincent Bugliosi & Curtis Gentry:
The Manson Murders
An Investigation into Motive.
Penguin Books.
Þessi bók kom
fyrst út í Banda-
ríkjunum árið 1974
og þá undir heitinu
Helter Skelter. Hún
fór sigurför um
heiminn og er hér
aftur komin undir
öðru heiti en ekki
endurskoðuð. Höf-
undurinn er sak-
sóknari í réttarhöld-
unum yfir Manson og „fjölskyldutneðlimum"
hans. Hann rannsakaði sjálfur ýmsa þætti
málsins og úr þessu vafstri kemur eftirminni-
leg bók. Manson var dýrvitlaus glæpamaður
sem átti ekki í miklum erfíðleikum með að
vinna fólk á sitt band, fólk sem reynt hafði
margt eitrið og mótlætið. Hann bjó sér kerfi
og smitaði aðra með því, ráðskaðist með líf
hinna leiðitömu og gerði út af örkinni til að
myrða alsaklaust fólk sem hvorki hann né
nokkur nálægur honum þekkti. Morðin vöktu
óhug um allan heim. Fómarlömbin voru nafn-
frægir Los Angeles-búar, og eitt þeirra var
Sharon Tate sem gift var Roman Polanski
og gekk með bam hans undir belti. Það var
svo hálfgert fyrir slysni að upp komst um
Manson og félaga og ekki var auðhlaupið
að því að sanna verknaðinn, en vitni kom
fram sem verið hafði í fjöldamorðsförinni.
Réttarhöldin stóðu yfir í tæpt ár, kostuðu
um það bil eina milljón dollara og skjölin sem
fylgdu vom á um 32.000 síðum. A tæpum
fimm hundruð síðum er svo hægt að lesa
málið nálgist maður þessa bók eða les þá
gömlu aftur.
Sharon Penman:
Falls The Shadow.
Penguin Books.
í þessari heljar-
löngu og ágætlega
bróderaðu skáldsögu
segir af ástum og
örlögum miðalda-
hetja á Bretlandi.
Teflt er um völd og
dáðir framdar af hin-
um bjarta riddara
Simon de Montfort,
sem vill almúganum
vei. Sundrang ríkír í
löndum og riddarinn hugumprúði lendir á
milli steins og sleggju í valdabröltinu. Sagan
er söguleg og lifandi, fljótlesin þrátt fyrir
rúmlega fimm hundrað þéttletraðar síður.
Það er ekki auðhlaupið að því að fást við
sögulega skáldsagnaritun, því mörg hégiljan
hefur verið færð til bókar, fúlmenni gerð að
dýrðlingum og öfugt og jafnan erfítt að fínna
sannleiksorð þar á milli, en Penman fléttar
og rekur upp svo læsilegt og trúverðugt reyn-
ist.
Penman hefur áður skrifað skáldsögur af
svipaðri gerð og ætlar að bæta um betur á
næstunni.
David j. Goldberg & John D. Rayner:
The Jewish People
Their History and their Religion.
Penguin Books.
Margsögð er saga
gyðinga. Trú þeirra
er þekkt um jarðir
og bókmenntir dáðar
af fólki í öllum lönd-
um. Og hér er allt
þetta kynnt á einkar
frambærilegan máta
og ættí bókin að vera
staðgott veganesti
öllum þeim sem
áhuga hafa á trú-
málum og sögu.
* THIi
JEWISH
PEOPLE
THCiRHISTORY AND
TH.E1R REUC510N
DAVID J.GOtDBFRC.
tmOHN D.RAVNF.R
Ritið skiptist í tvo hluta, í þeim fyrri er
sagan sögð, hvert upphaf þessarar þjóðar
var, hvernig hún dreifðist um löndin, var
nídd og hundelt, drepinn stór hluti hennar
fyrir tæpri hálfri öld og ioks sagt frá stofnun
iikis þeirra, ísrael. Seinni hlutinn fjallar svo
um trúariðkun gyðingá, siði og bókmenntir.
Höfundum tekst vel upp í ætlunarverki sínu,
sem var að opna augu fólks af hvaða trú sem
er, fyrir þessari merkilegu þjóð.
Bókin er tæpiega fjögur hundruð síður að
lengd með nokkram lýsingum, nauðsynlegum
skrám og töflum.
Höfundamir eru rabbínar á Englandi og
hafa skrifað margt um málefni gyðinga.
Búskapur að hætti
,,hillbillíanna“
Eftir HJALTA JÓN
SVEINSSON
Undirritaður geymir
óljóst í minningunni
þáttaröð sem sýnd var
fyrir margt löngu í sjón-
varpsstöð Bandaríkja-
hers Keflavíkurflug-
velli. Á þessum áram
hafa sveinninn ekki náð
nema nokkurra ára aldri og skildi því ekki
hina framandi tungu sem töluð var á skján-
um. En söguhetjur og atburðarás voru með
þeim hætti, að það kom ekki að sök þótt
ekki skildust samræður og tilsvör. Þessir
þættir hétu „The Hilliebillies“ og fjölluðu
um afar sérkennilega fjölskyldu sem bjó í
bandarískri sveit þó ekki allfjarri borginni.
Fjölskyldan var barnmörg enda þótt ekki
verði fullyrt um nákvæma stærð hennar.
Foreldrarnir voru mjög sérkennilegir, syn-
imir flestir eða allir í öskustónni og dæturn-
ar eftir því. Búskaparhættir voru með mikl-
um ólíkindum og heimilisbragurinn skringi-
legur. Fjölskyldan átti gamlan, hávaðasam-
an og ryðgaðan pallbíl, sem hún notaði til
þess að aka í til borgarinnar og gengu þær
ferðir aldrei áfallalaust.
Þetta er rifjað upp hér því að nágrannar
okkar í hinu þýska sveitaþorpi eru nefnilega
ekki ósvipaðir ofangreindum söguhetjum,
að minnsta kosti að nokkru leyti. Við kom-
umst ekki hjá þvi að fylgjast grannt með
daglegum störfum og á margan hátt furðu-
legu háttalagi þessa fólks. Enda er það svo
að portið og bakgarðurinn fjölskyldu þessar-
ar blasir við okkur úr flestum gluggum
hússins auk þess sem lóðirnar liggja saman.
Ættfaðirinn, gamli Flender, ku hafa verið
illskeyttastur heimilismanna. Hann féll frá
fyrir nokkrum áram. Hér um slóðir var
hann meðal fólks gjaman kallaður „der
Giftzwerg,“ eða eiturdvergurinn. Þetta var
smávaxinn og kringlóttur karl og alveg sér-
staklega stuttur til hnésins. Nú samanstend-
ur fjölskyldan af ömmunni, dóttur hennar,
eiginmanni og stálpuðum syni þeirra. Gömlu
hjónin áttu líka son, sem býr þarna enn
ógiftur, og sér um búskaparhliðina.
HverjumSitt...
Tengdasonur gamla mannsins er álkuleg-
ur miðaldra maður, sem starfar að ein-
hverri iðn í næsta bæ, en sinnir dúfnarækt
í tómstundum heima í garði. Hann hefur
byggt þijá kofa yfir ræktun sína og unir
sér glaður við að spjalla við fiðurfénaðinn
tímunum saman. í gær sást hann sitja á
hækjum sér framan vlð einn kofann þar sem
hann átti í innilegum samræðum við dúfurn-
ar.
Þegar við virðum fyrir okkur háttalag
fjölskyldu þessarar, er gjarnan haft við
máltæki eftir góðum vini okkar heima í
Reykjavík: „Hveijum sitt kikk.“
Dóttir gamla mannsins er ekki ómyndar-
leg kona. Mest er hún innanstokks að því
er virðist, en skömmu fyrir myrkur á kvöld-
in vogar hún sér út og fer í gönguferð með
úlfhund fjölskyldunnar. Aðaláhugamál
hennar er að standa á bak við gluggatjöld
og reyna að sjá hveijir aka inn í þorpið og
hveijir út úr því, en hús „Hillbillíanna" er
fyrsta húsið sem á vegi fólks verður þegar
það kemur hingað. Hún kallar líka stundum
á þorpskonur í kaffi ef þær eiga leið hjá
og reynir þá að fá hjá þeim helstu fregnir
af mönnum og málleysingjum nágrennisins.
Þegar heimilisfólk hér í húsinu Á hæðinni
(sem það heitir í raun og veru eða „Auf der
Höh“) er að sýsla eitthvað í garðinum eða
bakdyramegin, þá sést ósjaldan andlit á
glugga eða gluggatjöld bærast fyrir hand-
an. Okkur þykir þetta hið undarlegasta
háttarlag. — Hveijum sitt...
Sonur þessara hjóna er sláni um tvítugt.
Hann stundar nám í iðnskóla í borginni og
sést því ekki heima við nema helst um helg-
ar. Þá aðstoðar hann móðurbróður sinn við
ýmis verk, eins og að aka moði og kúa-
mykju í safnhauginn hér fyrir ofan. Einnig
er faðirinn farinn að reyna að segja honum
eitthvað til í dúfnarækt. Hann virðist ekki
hafa mikinn áhuga á henni, því dráttarvélin
er hans líf og yndi. Engu líkara er en hann
hreint og beint unni þessu farartæki hugást-
um. Ósjaldan sést hann liggja uppi á vélar-
hlífinni þar sem hann hamast við að bóna
fagurgrænan flötinn. Pilturinn á líka gamlan
og farinn jeppa og fyrir kemur á frídögum,
að hann liggur undir honum eða bograr
yfir vélarhúsinu. Hann er mikill vinur litlu
pollanna í þorpinu, og er ástæðan einföld.
Þannig er, að á kvöldin þegar skyggja fer,
fyllir hann bílinn af strákaoiTnum og er því
næst ekið út um grundir. Þar fá pollarnir
Amman á bænum og sonur eiturdvergsins, sem kallaður er bóndi.
að setjast undir stýri og aka jeppanum þeim
arna þvers og kruss um hinar malbikuðu
traðir sem liggja um akra og tún. — Hveij-
um sitt. . .
Amma er ein af þessum gömlu konum
sem verða digrar með aldrinum. Hún er
eitthvað komin á áttræðisaldur og hefur
ennþá töluverða ferlivist, þó hún eigi sannar-
lega ekki auðvelt með gang. Eins og margt
fólk á hennar aldri, sem unnið hefur mikið
um ævina, er sú gamla farin í mjöðmum
og við það gliðna fæturnir í sundur. Líklega
er þessi gamla kona höfuð þessa húss. Hún
er hæglát en ákveðin og segir meiningu
sína ef henni þykir fólk sitt ekki sem skyldi.
Hún hefur þann starfa að sinna hænsnunum
og sópa portið, sem hún gerir daglega hvern-
ig sem viðrar. Þá kjagar hún þetta í mestu
ró, eða eins hratt og fætur toga og hennar
aumu mjaðmir leyfa. Við köllum hana bab-
úsku, enda er hún jafnan klædd eins og
allar evrópskar sveitakerlingar á þessum
aldri, — í hnésítt pils eða kjól, og hneppta
peysu, um hárið hefur hún skuplu. I portinu
ægir saman öllum hlutum, — en það er eins
og gamla konan sjái til þess að hver þeirra
sé á sínum stað. Soninn tuktar hún til þeg-
ar hún sér ástæðu til og reynir að halda
honum að verki ef henni þykir hann slá slöku
við.
SONUR ElTURDVERGSINS
Þá er komið að syni þeirrar gömlu, —
hinni lifandi eftirmynd föður síns, eitur-
dvergsins. Hann er afar smávaxinn en
snaggaralegur, rauðhærður og heimóttar-
legur til orðs og æðis. Hann ber titilinn
bóndi, þó stofn hans sé ekki stór. Hann býr
með níu mjólkurkýr. Sá stutti yrkir að sjálf-
sögðu jörðina eftir þeim sið sem hér er í
gildi. Hann heyjar því tvisvar til þrisvar á
sumrin þá skika sem búið hefur til umráða,
ræktar hafra og sykurrófur í svolitlum
mæli og einhver er kartöfluuppskeran.
Nokkra daga á ári leggur sá stutti sitt af
mörkum í skógarvinnunni, sem bændurnir
hér sinna í sameiningu. Þetta er hans eina
starf og höfum við satt að segja haft gam-
an af því að fylgjast með kauða í haust og
vetur, þar sem hann er að sýsla við bústörf-
in. íslenskum bónda þætti þetta varla nægi-
legur starfi enda hefur bændastéttin heima
ávallt verið stórhuga. Hvenær sem okkur
verður Iitið yfir, er litli heimóttarlegi eitur-
dvergssonurinn á þönum einhvers staðar í
portinu. En vitaskuld snýst hann fyrst og
fremst í kring um beljurassana sína níu.
Stundum heyrist dráttarvélin ræst fyrir sól-
arupprás, um helgar sem á virkum dögum,
því þessi iðjusami bóndi notar hana til ólík-
legustu hluta og þarf því að vera mikið á
ferðinni. Hann mun reyndar aldrei hafa
haft uppburði i sér til þess að gangast und-
ir bílpróf og er því dráttarvélin mesta þarfa-
þing.
Það er helsti ljóðurinn í fari bónda þessa,
að hann á til að hreyta ónotum í fólk sem
verður á vegi hans. Það er í sjálfu sér ekki
svo slæmt. Verra er að hann talar enga
almennilega þýsku, heldur forna mállýsku
þorpsins. Flestir hinna innfæddu hér snúa
frá villu sinni þegar þeir tala til aðkomu-
fólks, og skipta þá yfir í eðlilega þýsku, þó
ekki sé það kannski kórrétt háþýska.
Þá er það dægradvöl stubbsins að stytta
sér stundir við að reyna að stemma stigu
við umferð hestamanna um þá skógarstíga
sem liggja um það svæði, sem heyrir til
bændunum hér í þorpinu. Þess vegna hefur
hann sett upp skilti þessa efnis svo það
fari ekkert á milli mála. Þegar hann getur
sendir hann þeim tóninn, börnum jafnt sem
fullorðnum. — Hveijum sitt...
Helst eiga þeir vináttu þess stutta, sem
sitja með honum á þorpskránni á kvöldin.
Það eru „heimsmálin" rædd vítt og breitt
og atburðir liðins dags, — en heimurinn nær
ekki út fyrir þorpsmörkin, portið og belju-
rassana níu.
Skrifað í Beienbach 6. febrúar 1990.