Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1990, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1990, Blaðsíða 8
u M H V E R F 1 Morð í Amazon Við fyrstu sýn virðast litlar breyt- ingar hafa orðið á brasilíska þorp- inu Xaputi síðan kvöldið 22. des- ember 1988, þegar Chico Mendes lauk upp' veigalítilli bakdyrahurð húss síns og var skotinn niður með byssu, hlaupvídd 22 mm. Götusópararnir hefjast enn handa þegar dagar, við að sópa göturnar, sem lagðar eru tígulsteinum, og eru frá þeim tíma þegar gúmmígróðinn var tekjulindin. Gúmmíævin- týrið er löngu liðið. Bognir erfíðismenn draga ennþá 100 punda bagga af hreinsaðri gúmmíkvoðu upp árbakkann og inn í þorpið. Breytingin sem varð við morðið, var aðeins einn kross í við- bót í kirkjugarðinn fyrir utan þorpið. En raunin er þrátt fyrir allt önnur. Morð þessa eina manns dró á eftir sér slóða. Morðið varð kveikja viðbragða um allan heim. Mendes var þægilegur og opinskár gúmmítappari, sem hafði barist fyrir því að stofna til samtaka þeirra sem lifðu á afurð- um skóganna, regnskóganna. Hann tappaði gúmmíkvoðu og hóf nú baráttu fyrir vernd- un regnskóganna og þar með gúmmí- trjánna, vemdun stærstu regnskóga jarðar- innar. Hann var tveimur árum fyrir dauða sinn orðinn þýðingarmikill aðili að alþjóðleg- um umhverfisverndarsamtökum, sem börð- ust fyrir því að bjarga Amazon-skógunum frá eyðileggingu. Þessu svæði var og er ógnað með vegagerð, gullleit, stíflugarða- gerð og jarða- og svæðaprangi með nýtingu náttúruauðlinda í huga. Þar gætir mest hugmynda um dýrmæt námuréttindi og virkjanamöguleika. Ágengni gullleitar- manna og þeirra sem krefjast eyðingar stórra svæða regnskógarins vegna soja- baunaræktunar og nautgriparæktunar er slík, að skógarnir verða eyddir um næstu aldamót, ef svo heldur fram sem horfir. Mendés var talinn kjörinn fulltrúi um- hverfísvemdarsamtaka. Hann barðist á heimaslóðum og var því manna kunnugast- ur öllum aðstæðum. Hann var kallaður til Lundúna og Washington til þess að beita sér gegn alþjóðlegri fjárhagsaðstoð til viða- mikilla vegaáætlana brasilískra stjómvalda um Amazón-svæðið. Hann barðist gegn þeim sem hugðust opna þessi svæði öllum þeim sem töldu sig hafa hagasmuna að gæta varðandi ræktun og nýtingu svæð- anna, en það þýddi eyðingu skóganna. Hundruð eftir hundruð hektara yrðu brennd- til þess að, ryðja land fyrir stórkostlega soja- baunaakra eða nautpeningsrækt. Hann krafðist þess að víðlend svæði yrðu friðuð til þess að nýta þau þannig að ekki ylli umhverfisröskun. Þegar Mendes var myrtur vakti morðið hneykslun og andstyggð meðal vestrænna fjölmiðla og meðal umhverfisverndarsinna. Þegar brasilísk stjórnvöld stóðu frammi fyr- ir vaxandi gagnrýni erlendra aðila á stefnu sinni varðandi umhverfiseyðingu og mann- réttindabrot, reyndu þau að gera það sem var sjaldgæft, draga hina seku til ábyrgð- ar, þ.e. að leysa morðgátuna í frumskógin- um. Þetta morð var eitt af þúsund morðum á mönnum, sem lifðu á afurðum skóganna, lögfræðingum, prestum og umhverfissinn- um á síðustu fímm árum. Flest öll þessara morða eru óupplýst. Morð Mendeser varð til þess að lögreglan hófst handa og lög- reglurannsóknin leiddi til þess að Darly og Darcy Alves da SilVa, feðgar sem stunduðu nautgriparækt voru handteknir. Þeir höfðu keypt stór svæði regnskógarins til þess að brenna þau og koma síðan upp högum fyr- ir búpeninginn. Mendes hafði oft reynt að koma í veg fyrir fyrirætlanir da Silva-feðg- anna með aðstoð hópa gúmmítappara og með því að heimta framkvæmd gamallar handtökuheimildar gegn da Silva, sem ekki hafði verið fullnægt. Þrátt fyrir sönnunar- gögn gegn da Silvas-feðgum, vita ailir sem eru kunnugir brasilísku réttarkerfí, að da Silva-feðgamir verða aldrei sakfelldir. Allt frá handtökunni hefur hægt á öllum málatilbúnaði, svo mjög, að varla þokast í áttina. Það er aðeins tímaspursmál hvenær þeir feðgar flýja úr gæsluvistinni í Rio Branco-fangelsinu í höfuðborg Acré-fylkis. Það yrði heldur ekki erfítt. Margir gluggar þessa fangelsis eru rimlalausir' og einn mæta afgangi í fjárframlögum svo að fram- kvæmdir við þá vegarlagningu drógust mjög saman. Vegarlagningin hafði lengi verið talin til hrikalegustu umhverfisspjalla. Veg- arlagningin sjálf þýddi eyðileggingu þús- unda trjáa og var þyrnir í augum umhverfis- verndarmanna, sem töldu að milljónir trjáa yrðu felld ef framkvæmdum yrði haldið áfram. Annað kom til, sem var það að með vegalagningunni opnuðust ný svæði regn- skóganna fyrir athafnamönnum, gullleitar- mönnum og nauta- og sojabaunaræktend- um. Brasilíustjórn tók við sér á síðastliðnú ári og tók tillit til margendurtekinna viðvar- ana og undirbjó umhverfisvernd í formi „friðaðra svæða“ í þéttustu regnskógunum. Það vekur nokkra bjartsýni, að stjórnar- stofnunin hefur stofnað til einnar milljóna dollara sjóða, sem er ætlað það hlutverk að aðstoða tapparana við að koma upp fjór- um verndarsvæðum í Acré. Nú eru um 15 slík friðuð svæði, sem eru 86 fermílur upp í allt að 1004 fermílum. Eyðing skóganna á þessum svæðum verður stöðvuð með þess- um ráðstöfunum en tapparar og hnetusafn- arar eiga aðgang að þeim til að nýta afurð- ir skógarins. Alþjóðlega kanadíska þróunar- stofnunin hefur einnig veitt fé til aukinna framkvæmda í þessu skyni. Umhverfissinnar hafa lofað þetta fram- tak. Þó vita þeir sem kunna skil á frum- skógi kanadískra stjórnmála, að við ýmsu má búast og eru því mjög tortryggnir. Fram- kvæmdirnar í friðunarnefndum byggjast á fjárveitingum brasilískra stjórnvalda og það verða oft stjórnarskipti í Brasilíu. Það er því full ástæða fyrir áhyggjum Stephans Schwartzman, sem starfar við „Umhverfis- verndarsjóðinn". Hann telur að ástahdið sé mjög varhugavert og „að engin trygging sé fyrir því að regnskógurinn verði verndað- ur fremur en gúmmítapparar eins og Mend- es“. Ef einhverjar öruggar breytingar eiga að koma til framkvæmda, telur Schwartzman að alþjóðlegt eftirlit og alþjóðasamtök margra ríkja verði að koma til. „Enginn hefur minnstu trú á að brasilíska sambands- stjórnin hafi minnstu getu til þess að aðhaf- ast nokkuð," segir hann. Athafnamenn og nautabændur hafa alltaf talið sig geta gert hvað sem þeir vilja á þessum svæðum. En morð Mendesar olli hneykslun um allan heim. Ef hneykslunin koðnar niður án raun- verulegrar rannsóknar á morðinu, réttar- halda og dóms yfír hinum seku og þar með áhuginn fyrir því að bjarga skógunum, þá munu þeir aðilar, sem stóðu að glæpnum, álykta, að þeim leyfíst allt. ANDREW C. REVKIN Frumskógurinn er stráfelldur miskunn- arlaust- og það með ótrúlegum afköstum. A neðri myndinni má sjá, að málað hefur verið með stóru letri utan á hús: „ Við köll- um á refsingu. Þeir drápu Chico Mendes, verkalýðsleiðtoga og varðmann lífsins." Náttúruunnandinn Chico Mendes við vinnu sína í skóginum. fangavarðanna upplýsir, að verðið fyrir að „sjá ekki“ flótta sé um 800 dollarar. Varð- andi baráttu Mendesar fyrir björgun regn- skóganna má merkja nokkurn árangur og breytingar til batnaðar. Umhverfisverndar- stofnun Brasilíu hefur sýnt merki um ein- hvern áhuga fyrir vemdun regnskóganna, með því að leigja fimm þyrlur, sem eiga að fylgjast með athöfnum nautabænda og standa alla að verki, sem bijóta friðunarregl- ur og brenna eða höggva skóginn. Loftferða- eftirlit Brasilíu fylgist einnig með svæðunum gegnum gervihnetti sem gera vart við skóg- arelda til áhafna þyrlanna. Tvisvar á dag er farið yfir gögn sem berast frá gervihnött- unum ,og sé eitthvað grunsamlegt á seyði eru þyrlustjórar látnir vit-a. Árangurinn af þessu eftirliti varð sá að á mjög úrkomu- sömu vori 1989 hefur brunum fækkað í fyrsta sinn í manna minnum. Það hægði einnig á „þróunarátakinu" á Amazón-svæðinu. Þjóðvegur BR-364, ryk- ugur vegur sem Brasilíustjórn var að leggja um Acré-fylki úr suðurhlutum landsins í áttina til Kyrrahafsstrandarinnar, var látinn FINNUR GUNNLAUGSSON Hjörlu Horfðu um öxl kveddu þitt ból. Handan hæðarinnar kitla fjallagrösin bragðlaukana. Brjóttu öngvar brýr brenndu ekki þorp sprengdu ekki brunna taktu ekki gísla. Angan leysir úr læðingi söknuð þinn. Horfðu um öxl í augu sem sjá eyru sem heyra hjörtu sem slá. Töfrar í krafti umbreyttra augna sem sjá svo hjörtun slá hraðar. Horfðu um öxl einsog hreinninn sem skynjar hættuna hraðann og ástina. Þegarhann spennirhvern vöðva í hamslausri þrá framávið. BIRGITTA HALLDÓRS- DÓTTIR ' I Kosmísk Ijóð Orka. Alheimurinn umlykur sálirnar. í almætti sínu. Vernd. Vernd er hluti þessa lífs. Hluti alls. Vernd alheimsins. Gleðjumst. Því ekkert skal óttast. Við erum hlekkur í keðju. Alheimsins. Heimsmyndin er eilíf. Ekkert mun nokkru sinni granda þeirri staðreynd. Ekkert getur tortímt þeirri mynd. Því lífið er eilíft og enginn dauði er til. Straumar og bylgjur. Sendar með þeirri tíðni er mannleg skynjun nær ekki. Stöðugir straumar. Þess sem enginn skilur til fulls. Um stjörnubjartar nætur, stara augu upp í himininn. Óendanleikann. Ódauðleikann. Og fmna frið. Höfundur er bóndakona og rithöfundur á Syðri Löngumýri f Húnavatnssýslu.

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.