Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1990, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1990, Qupperneq 3
Y.EgPáW mansdiNiiiBiAKiiiiffliii] Útgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjórar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Aðstoö- arritstjóri: Björn Bjarnason. Ritstjórnarfulltr.: Gísli Sigurðsson. Auglýsingar: Baldvin Jóns- son. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Nemandinn sem reis gegn ofureflinu, er fyrirsögn á grein um Kristján Þórarinsson, skordýra-og vistfræðing, sem starfar hjá Skógræktinni. Þetta er saga hans úr bandarískum háskóla, þar sem hann var afburða- nemandi og sætti sigekki við, að „vísindalegt“ líkan eftir prófessorinn hans var byggt á fölsunum. Eftir mikla baráttu hafði Kristján sigur, en prófessorinn missti stöðuna. Jeppinn má segja að hafi komið í stað þarfasta þjónsins, þegar vélaöld gekk í garð og gamli Willys-jeppinn er sívinsæll. Nú býður umboðið lipran og vel búinn Jeep Wrangler, sem Jóhannes Tómasson hefurtek- ið til reynsluaksturs. Frá niðurstöðum hans segir í bílaþætti Lesbókar. Forsíðan er af hluta úr stóru myndverki eftir Sigurð Örlygs- son og er á sýningu hans, sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. Sigurður málar allra manna stærst- ar myndir hér á landi og hefur auk þess sýnt hér á hveiju ári í fímm ár. I samtali við Lesbók, sem birt er á bls 6-7, segir hann, að raunar vildi hann geta málað ennþá stærri myndir, en vinnustofan setur honum takmörk. í myndum Sigurðar er óskil- greindur heimur, hér eða úti í geimnum, nú eða fyrir löngu. Laugafell er vin í eyðimörk óbyggðanna um 15 km norðaust- ur af Hofsjökli. Þar er sæluhús í eigu Ferðafélags Akureyrar og greinarhöfundurinn, Angantýr H. Hjálmarsson, telur að það liggi mjög vel við sam- göngumn á hálendinu, sem nú verður farið að huga að í vaxandi mæli með hækkandi sól. ÓLÍNA ANDRÉSDÓTTIR Svarað bréfi Þú grátbiður mig að gleyma þér. Það get ég ei, þó ég vildi. Því allt, sem að bezt og bjartast er, það bendir mér á þitt gildi. — Og elskan hún hefur ábyrgzt mér þig aldrei ég missa skyldi. Þú heilsar mér sérhvern heiðan dag, þig heyri’ eg í lækjar kviki. Ég finn þig í söng og fögrum brag, sem faðmur mig örmum lyki. Ég sé þig við hvert eitt sólarlag í síðasta geislabliki. Ogjafnvel þótt augun sviptust sýn, þá sérðu það, vinur minn góði, fyrst ódauðleg sál er eiga mín, þá ert þú í tryggum sjóði. Það máist ekki’ afhenni minning þín, sem mörkuð er tárum og blóði. Ef drottinn sendir mér blund á brá, þá blæða ekki hjartasárin. En samt ég ekki'einu sviptast má, þó svifi úr minni árin: sælunni mestu, er sorgin á, að sjá þig í gegnum tárin. Þó heimili byði heimurinn mér við hefðar og nautna brunna, að meta þá tign sem maklegt er það myndi ég ekki kunna. — En eilífðin ein vinnst að þakka þér, að þú hefur kennt mér að unna. Ólína Andrésdóttir (1858—1935) var frá Flatey á Breiðafirði, en átti heima í Reykjavík síðari ár sín. Eg veit ekki, hvað langur tími líður, þar til — og ég er heldur ekki alveg viss um að hann komi, — að bautasteinn með þess- ari áletrun verði reistur á íslandi af ófæddu útlendu fólki. Enginn fær stöðvað þjóð með blaðaskrif- um, sem er ráðin í að kjapta sig í hel í „opnum umræðum", og loftkastalasmíð um nýja atvinnuvegi — og kannski bjargast þetta rétt einu sinni. Dýrmætasta eign þessarar þjóðar er dóm- greindarleysið. Þjóðin er kleyfhuga og hefur haldið í sér lífinu með dagdraumum — og forðast að leggja rétt mat á getuleysi sitt (hún væri þá löngu dauð) — þessvegna hef- ur hún gert margt, sem hún hefði alls ekki getað, ef hún hefði skilið getu sína réttum skilningi; í sögugangi um gróða af fiskeldi, æstu menn hver annan upp og fjölmennur hópur hóf sigtil flugs og stefndi á stjörnur. Það var um skeið ekki lesið svo blað né opnað útvarp, að þar væri ekki ræddur gróð- inn fyrir þjóðina af fiskeldi. Ekki þarf að minna á loðdýrakastalana, svo sárt sem sá draumur brennur á mörgum einstaklingum og þjóðinni allri. Nú er næst nytjaskógur á íslandi og timburframleiðsla, þar er nú al- deilis umræðan í gangi með fögrum fyrir- heitum. Undirrót þessa alls er sú, að mikill hluti þjóðarinnar lifir í draumi um að geta forðað sér úr erfiðum atvinnuvegi fiskveið- Hér hvflir þjóð sem kjaptaði sig íhel um og fiskvinnslu. Nú til dæmis snýst allt um það að koma sem flestum í að selja fisk, í stað þess að vinna fisk. — Menn eru út um allt að reyna að fínna nýja markaði — þótt við getum engan veginn fullnægt þeim sem við höfum, og það sem okkur vantar er meiri vinnsla á fiski, og um leið nýjar vinnsluaðferðir og fískafurðir í því ástandi að þær skili söluágóða til þjóðarinnar. En það er ekki eins fínt að pæla í vinnsl- unni eins og að þvælast með skjalatösku á fímmstjömu hótelum út um allar jarðir, þar í hópi stjórnmálamanna einkum ráðherra malandi út um allan heim og vilja komast í heimsstjórnina með stórveldunum, með allt í buxunum heima fyrir og minnandi á hinn íslenzka bisnismann, sem nú er í Eng- landinu og hélt höfðingjum landsins dýrlega veizlu, og hélt þar sjálfur ræðu um hvernig ætti að reka fyrtrtæki, en við bakdyrnar beið lögreglan að færa hann í skuldafang- elsi. Það er búið að liggja fyrir í áratugi und- ir einokun fisksölusamtaka, að við þurftum að leita nýrra leiða í fískvinnslu, en það er ekki snúið sér að því að endurhæfa frysti- vinnsluna, þessa gömlu geymsluaðferð, heldur komið upp her til að selja þessa fram- leiðslu, sem ekki er hægt að selja með ágóða, og hefur aldrei verið hægt. Fiskveið- arnar hafa alltaf verið látnar borga frysti- vinnsluna með lágu fiskverði. En það lifum við af, að frystivinnslan falli í sitt gamla far innan múra, og mehn sektaðir fyrir að halda framhjá henni, og fari loðdýrarækt og fari fiskeldi og fari nytjaskógur, en það er flestu (skyggilegra, að ástarlíf þjóðarinnar er lent í kjaptasúgn- um og þar með í rennusteininum. Nú er það orðin lenzka að einstaklingar beri ástarlíf sitt á torg til umræðu með almenningi. Sú var tíðin að það var talið eyðileggja ástarlíf að kjapta um það við Pétur og Pál. Líkt og atvinnuvegir þróast bezt á jörðu niðri, með vinnu en ekki kjaptagangi, þró- ast ástalíf bezt með leynd, og einstaklings- framtaki. Um leið og einstaklingur fer að kjapta um það, missir það gildi sitt og glat- ast fólkinu sjálfu. Einn daginn rakst ég á, við að fletta Lesbók, rabbgrein eftir hana Agnesi, en hún er alltaf hressileg hún Agnes og kallar ekki allt ömmu sína, en nú virtist gengið fram af henni. Þama hlaut eitthvað krassandi að hafa gerst, og ég leitaði uppi gömul Morgunblöð og sá að satt var það, hér var um að ræða vandræðamál nafngreindra giftra kvenna, en líka vandræðamál Morg- unblaðsins. Konurnar höfðu leitað til blaðs- ins og þar með almennings í samfaramálum sínum. Morgunblaðið er blað allrar þjóðarinnar en einnig gamla Vesturbæjaraðalsins og frúrnar í Vesturbænum þögðu þunnu hljóði um lífsreynslu sína í hjónarúminu og tíund- uðu ekki mistök þar fyrir almenningi. Hvorki konur né karlar báru hjónalíf sitt í þessu efni og reyndar engu á torg. Morgunblaðsmenn vilja gjarna hvers manns vanda leysa, en þama hafa þeir líklega tekið nærri sér. Ekki nennti ég að lesa pistla frúnna grandgæfílega, en skilst á túlkun Agnesar, að þær séu á móti hraðaupphlaupum, „eins og þau gerast í handboltanum“ hann tekur á sprett og mark. Hann er ekki lengi að því „pilturinn“. Frúrnar vilja náttúrlega ráða því sjálfar, hvenær skorað er hjá þeim og ekki geta þær lokað markinu, enda myndi það gera illt verra. Þær vilja því stjórna þeim, sem er með boltann og þeirra er rétt- urinn óumdeilanlega. En getur Morgunblað- ið og þá almenningur leyst málið fyrir þær? ÁSGEIR JAKOBSSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. APRÍL 1990 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.