Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1990, Blaðsíða 4
Penn State háskólinn. Hér er miðpunktur háskólahverfisins og aðsetur forseta. Armsby, skordýrafræðideildin þar sem Kristján var við nám.
NEMANDINN
SEM REIS GEGN
OFUREFLINU
Kristján komst að því að rannsóknir og
vísindaframlag leiðbeinanda hans voru
byggð á rugli og vitleysu (og að mínu mati
á fölsunum), þá reyndu leiðbeinandinn og
forseti skordýrafræðideildarinnar að kúga
Kristján til að láta sem ekkert hefði gerst.
Þeir gerðu sér ekki grein fyrir því að honum
var meira annt um sjálfsvirðingu sína en
möguleika á að halda áfram námi.
Um Deltalíkön Og Þess
háttar
Við Kristján kynntumst fyrst í Mennta-
skólanum í Reykjavík. Á þeim tíma reyktum
við báðir eins og strompar og leituðum því
athvarfs í Reykhúsinu bakvið gamla skólann
þegar kalt var. Annars þekktumst við varla.
Við áttum fáa sameiginlega kunningja eða
Sagan af Kristjáni
Þórarinssyni, skordýra-
og vistfræðingi, er í hæsta
máta óvenjuleg. Hann
sýndi framá, að
„vísindalegt“ líkan
prófessors í
fræðigreininni væri
gallað og óhæft og vegna
þess að Kristján var
afburðanemandi, fékk
hann ekki brottvísun, en
aðeins tilfærslu í aðra
deild háskólans, en
prófessorinn missti bæði
stöðuna og álitið, þegar
ljóst varð, að Kristján
hafði haft rétt fyrir sér.
Eftir PÉTUR ORRA
JÓNSSON
Kristján Þórarinsson á vinnustað sínum hjá Skógrækt ríkisins á Mógilsá. Morgunbiaðið/Sverrir
að er alltaf erfitt að vera
útlendingur. Erlendur
hreimur er kennimerki
sérstöðu; fólk tekur strax
eftir óvenjulegum fram-
burði og tengir hann jafn-
vel við sérvisku og skrýti-
leika. Verra er samt hve
ólík heimsmynd og lífsafstaða mismunandi
þjóða getur verið. Fjöldi íslendinga, sem
hefur dvalið langdvölum erlendis, þekkir
þetta vel.
Íslenskir stúdentar standa sig yfirleitt vél
í framhaldsnámi erlendis. Þeir landar sem
ég kynntist í mínu eigin námi í Bandaríkjun-
um voru jafnan meðal þeirra bestu, hver í
sinni grein. En eins og dr. Kristján Þórarins-
son, skordýrafræðingur og vistfræðingur,
getur staðfest þá geta óvæntir atburðir sett
strik í reikninginn. Kristján var þvingaður
til að hætta námi við skordýrafræðideildina
við Pennsylvania State University (sem var
fyrsti skóli sem hann stundaði framhaldsnám
við) eftir að hann uppgötvaði meiriháttar
vandamál í vinnu leiðbeinanda síns. í kjölfar
þessarar uppgötvunar sáu leiðbeinandinn og
forseti deildarinnar til þess að Kristján tap-
aði öllum fjárstuðningi frá skólanum. Skor-
dýrafræðirannsóknir eru dýrar og þetta
þýddi því að nám hans þarna var á enda.
Ætlunin var sennilega að þagga niður í
honum og koma í veg fyrir að aðrir fréttu
af uppgötvunum hans. Ef svo var, þá voru
þetta slæm mistök. Þó flestir Ameríkanar
lúffi strax fyrir yfirboðurum, þá eru íslend-
ingar ekki vanir að gefa sig í réttlætismál-
um. Kristján er líka manna þrautseigastur,
og hann átti bæði eftir að ljúka doktorsnámi
sínu (við University of California at Davis),
og að afhjúpa kúnstir leiðbeinandans fyrrver-
andi svo rækilega að telja má fræðaferil
þess manns á enda. Þetta er ótrúleg saga,
og þar sem Kristján hefur nýlega tekið við
starfi á íslandi (hjá Skógrækt ríkisins) þá
tel ég rétt að segja núna frá þessum atburð-
um á prenti.
Það er auðvitað útilokað að setja fram
alhæfingar um muninn á einstaklingum frá
mismunandi þjóðum. Öll samfélög hafa bæði
sína dýrlinga og sína glæpamenn. Hins veg-
ar er enginn efi á því að heimsmynd manna
ræðst af því umhverfi sem þeir þekkja best,
og þetta getur gert það að verkum að ein-
staklingar bregðist við sömu atburðum á
ólíkan hátt. Eftir tíu ár, fyrst sem stúdent
og seinna sem prófessor, við bandaríska
háskóla þá er ég sannfærður um að fáir
Ameríkanar hefðu brugðist eins heiðarlega
við þróun mála og Kristján. Honum var
ætlað að vinna að rannsóknum sem að hluta
til voru byggðar á hugmyndum leiðbeinanda
hans innan skordýrafræðinnar. Eftir að
áhugamál. En hálfum áratug seinna,
skömmu fyrir áramót 1980, hélt ég til
Bandaríkjanna í framhaldsnám í Pennsyl-
. vania State University (eða Penn State).
Og næsta haust kom Kristján í sömu erind-
um. Hann stundaði nám í skordýravistfræði
meðan^ ég var í hagfræði. Eins og gerist
meðal Islendinga erlendis urðum við fljótlega
góðir kunningjar (seinna urðum við bestu
vinir eftir árekstra og ágreining í upphafi),
og við fylgdumst vel með námsferli hvors
annars.
Eftir tvö ár í Ameríku fór Elísabet eigin-
kona Kristjáns aftur heim til íslands, og
stuttu seinna skildu þau. Ég hafði þá líka
slitið sambandi við ameríska vinkonu mína
og okkur Kristján vantaði báða húsnæði.
Það varð því úr að við leigðum saman íbúð
skammt frá skólanum. Þarna vorum við
nábúar tveggja samstúdenta Kristjáns úr
skordýrafræðideildinni. Ég hafði því góðar
upplýsingar um gang mála innan deildarinn-
ar.
Sagan hófst á því að Kristjáni var úthlut-
aður leiðbeinandi til að fylgjast með rann-
sóknum hans og gefa leiðbeiningar við skrif
á doktorsritgerð. Þetta var Robin Taylor,
sem átti að vera upprennandi stjarna í fræð-
unum. Framlag Taylors fólst í stærðfræði-
líkani sem var notað til að útskýra ferðir
skordýra, nefnt deltalíkanið (the A-model).