Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1990, Blaðsíða 7

Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1990, Blaðsíða 7
þá heppnaðist þeim gjarna að sannfæra sjálfa sig og aðra um að þeir væru merkileg- ir fræðimenn. Stundum létu þeir stúdenta vinna mest af rannsóknarvinnunni og sumir höfðu lítið eða ekkert birt nema sem meðhöf- undar að vinnu stúdenta. í þessu umhverfi var Kristján eins og krakkinn sem sá ekki nýju fötin keisarans. Ekki bætti úr skák að ein besta skemmt- un Kristjáns var að gera grín að amerísku samfélagi og hugmyndum Ameríkana um umheiminn. Þetta hefði sjálfsagt litlu máli skipt ef Kristján hefði ekki haft einstakt lag á að stinga svo rækilega upp í samstúdenta sína að þeim varð engra svara auðið. Hann reyndist líka þekkja amerísk stjórnmál og sögu mun betur en flestir þeirra, og ef hann og samstúdentar hans voru ósammála þá virtist hann yfirleitt eiga síðasta orðið. Þetta fór náttúrulega alveg óstjórnlega í taugarnar á sumum, en því meira sem þeir reyndu að svara honum í sömu mynt því verri útreið fengu þeir. Hann virtist alltaf vita meira um þeirra eigið land en þeir sjálfir. Máltækið segir að í ríki hinna blindu sé hinn eineygði konungur, en í reyndinni er mun líklegra að honum verði útskúfað fyrir að vera öðruvísi en fólk er flest. Kristján var skarpari en restin af skordýrafræðideild- inni og hann sá hluti sem aðrir innan deildar- innar vildu ekki sjá (eða voru ófærir um að sjá). Ég held að þetta sé ein orsök aðgerðar- leysis stúdenta og prófessora deildarinnar þegar Pitts svipti Kristján fjárstuðningi. VlÐBRÖGÐ KRISTJÁNS Kristján var nú ekki eins bjargarlaus og Taylor og Pitts bjuggust við. Þar sem hann hafði fyrst og fremst áhuga á hlutverki skor- dýra í vistkerfinu, þá hafði hann setið nám- skeið í vistfræðideild Penn State. -Hann hreifst mjög af vönduðum vinnubrögðum og fræðimennsku prófessora vistfræðideildar- innar og hélt því góðum tengslum við þá. Þegar allt virtist vera að komast í hönk inn- an skordýrafræðideildarinnar, leitaði hann til Ted Williams, sem var prófessor í vist- fræðideildinni, og sagði honum frá gangi mála. Williams var fyrst frekar vantrúaður, en eftir að Kristján hafði sýnt honum fræði- leg rök um gallana á deltalíkaninu, var hann bæði hneykslaður á ruglinu í því og reiðubú- inn til að gera allt sem í hans valdi stóð til hjálpar Kristjáni. Hann lét Kristján vita að vistfræðideildin hefði athvarf fyrir hann ef í harðbakkann slægi. Því má bæta við hér að sumir samstúdentar Kristjáns höfðu látið í ljós þá skoðun að vistfræðideildin við Penn State myndi sennilega eiga betur v!ð hann en skordýrafræðideildin, sem var partur af landbúnaðarhluta skólans (vistfræði var inn- an líffræðihlutans), og þess vegna vafasamt athvarf fyrir fræðilega sinnaðan mann. Kristján gerði samt ítrekaðar tilraunir til að bjarga málum innan skordýrafræðideild- arinnar, en sem fyrr þá strandaði þetta allt á kröfu Pitts um að hann héldi áfram að vinna með Taylor. Pitts og Taylor höfðu frétt að Kristján ætti kost á að flytja sig yfir í vistfræðideildina, en þeir vissu sem var að þetta gerðist of seint á árinu til að vistfræði- deildin gæti útvegað honum flárstuðning. Ef Kristján flytti sig yfir í vistfræðina yrði hann semsagt að hafa einhver önnur ráð með fé. Með þessar upplýsingar í höndunum setti Pitts honum þá úrslitakosti að hann yrði að vinna með Taylor. Gagnvart Pitts hefur þetta líklega litið út sem svo að Krist- ján yrði annaðhvort að hætta námi eða gefa sig og vinna með Taylor. Og í hvorugu þess- ara tilfella þyrfti Taylor að hafa neina áhyggjur af uppgötvunum Kristjáns. Eins og fyrr var sagt, þá gat vistfræðin ekki útvegað Kristjáni fjárstuðning, En F.M. Williams, prófessorinn góði í vistfræðinni, sá til þess að hann fékk bæði skrifstofu og tölvuaðstöðu í vistfræðideildinni. Penn State hefur Iíka skrifstofu sem sér eingöngu um að aðstoða erlenda stúdenta, og þegar starfs- fólk þar frétti af gangi mála, sá það líka til þess að skólagjöld hans voru felld niður sumarið 1983. Eftir að hafa flutt sig yfir í vistfræðina, og útskýrt aðstæður fyrir Lána- sjóði íslenskra námsmanna, fékk Kristján loksins lán til að stunda nám í vistfræði þangað til honum yrði kleift að snúa sér aftur að skordýrafræðinámi við nýjan há- skóla. Allt um það, Kristján var núna í þeirri aðstöðu að hafa hrökklast frá skordýrafræði- deildinni við Penn State. Þetta gat litið mjög illa út gagnvart þeim sem ekki þekktu til mála. Auk þess hafði Taylor hótað honum öllu illu ef hann flytti sig úr deildinni. Ekki nóg með það, eftir að Taylor gerði sér grein fyrir því að Kristján myndi sleppa úr klónum á honum, reyndi hann að þrýsta á vistfræði- deildina til að koma í veg fyrir að hún tæki við honum. Hann hélt því fram að vistfræð- in væri að tæla til sín efnilegasta stúdent skordýrafræðinnar, og að ágreiningur þeirra Kristjáns væri runnin undan rifjum Will- iams. Hann lét menn innan vistfræðinnar vita að skordýrafræðideildin teldi þetta óþol- andi og að vistfræðin hefði ekki rétt til að taka við Kristjáni. Prófessorum í skordýra- fræði sagði hann hinsvegar að brottför Kristjáns snerist bara um vanþakklæti Kristjáns. Hann væri ómögulegur vandræða- gemlingur, sem gott væri að losna við. Þessi hegðun Taylors þýddi að Kristján var ekki enn laus undan áhrifum hans. Kristján hafði aldrei ætlað sér að vinna gegn Taylor innan fræðanna; eftir að hann hafði komist að göllunum á deltamódelinu ætlaði hann bara að fá að skipta um leiðbeinanda innan skordýrafræðinnar. Hann hafði ekkert á því að græða að stofna til illinda við Taylor-feðgana. Þetta var ástæðan fyrir því að hann hafði farið beint til Taylors sjálfs með uppgötvanir sínar á deltamódelinu. Núna var hann hins vegar í þeirri aðstöðu að þurfa að útskýra hvað hafði gerst við Penn State áður en hann gæti haldið áfram skordýrafræðinámi við annan háskóla. Það að hann hafði eytt öllum þessum tíma í skor- dýrafræðideild Penn State án þess að útskrif- ast þaðan leit líka illa út. Sumir myndu óhjákvæmilega túlka þetta sem svo að Krist- ján hefði ekki staðið sig að einhveiju leyti, og þetta gat gert það erfitt að komast inn í nýja deild annars staðar. Undir þessum kringumstæðum var sókn best vömin. Kristján ákvað því að skrifa fræðilega grein um vandamálin við delta- líkanið og reyna að fá hana birta í Oikos, sem er tímarit norrænu vistfræðisamtak- anna. Ef þetta heppnaðist væri útlokað fyr- ir Taylor að skemma fyrir fræðaferli Krist- jáns. Þegar deltamódelið væri afhjúpað myndi enginn taka mark á því, og auk þess myndi slík grein útskýra af hvetju Kristjáni var ekki fært að vinna með Taylor. Næstu tvö misseri skipti Kristján því tíma sínum milli þess að ljúka MS-gráðu í vist- fræði (undir umsjón Williams við Penn State) og þess að skrifa fræðilega gagnrýni um deltalíkanið. Á meðan á þessu stóð sendi Kristján líka eintök af vinnu sinni á deltalík- aninu til þeirra fræðimanna sem voru líkleg- astir til að hafa áhuga á þessum málum. Þetta gerði það tvennt að verkum að van- kantar deltalíkansins urðu þekktir innan fræðanna og Kristján þróaði sambönd við fræðimenn utan Penn State. Seinna kom í ljós að þeir sem höfðu fengið eintök af gagn- rýni Kristjáns höfðu gjarnan ljósritað grein- ina og afhent öðrum, og þannig hafði þetta gengið mann frá manni þangað til svo virt- ist sem skordýravistfræðingar um allan heim vissu hverslags rugl deltalíkanið var. Kristján notaði nú sambönd sín til að komast inn í eina fremstu skordýrafræði- deild Bandaríkjanna, við University of Cali- fornia at Davis. Stuttu seinna var grein hans um deltalíkanið samþykkt til birtingar í Oikos. Þar sem það tekur upp undir tvö ár að koma fræðigreinum í gegnum ritdóma og fá þær birtar í sérfræðiritum, var greinin ekki birt fyrr en 1986 (undir titlinum „Pop- ulation density and movement: a critique of A-models“ (Oikos 46: 70-81.)). Á þessum tíma höfðu fréttirnar um eðli deltalíkansins borist til flestra þeirra sem unnu að rann- sóknum á ferðum skordýra. Taylor-feðgarn- ir voru því undir smásjá. Taylor eldri var þá líka forseti bresku vistfræðisamtakanna, og innan fræðanna þótti nú augljóst að hann hefði notað aðstöðu sína sem ritstjóri eins fremsta vísindatímarits heims til að birta algjörlega óhæft rugl úr syqi sínum. I staðinn fyrir að þagga niður í Kristjáni hafði Pitts kómið honum til að skrifa grein sem afhjúpaði vinnu Taylor-feðganna sem óhæf vísindi. Þetta eyðilagði auðvitað fræða- feril þeirra. Á þessum tíma hafði Pitts, sem forseti skordýrafræðideildar Penn State, mælt með að Taylor fengi æviráðningu (tent- ure) við Penn State, en á elleftu stundu, eftir að hafa fengið senda próförk af grein Kristjáns, höfnuðu yfirvöld skólans æviráðn- ingu og stuttu seinna yfirgaf Taylor skólann. Pitts lét þá líka af störfum sem forseti skor- dýrafræðideildarinnar og hann mun núna starfa sem ráðgjafi um skordýraplágur í ein- hveiju Afríkuríkinu. Af kaldhæðnislegri til- viljun birtist grein Kristjáns á sama tíma og mikil yfirlitsgrein eftir Taylor eldri með samantekt á ævistarfi hans (Journal of Ani- mal Ecology, febrúarhefti 1986). Kristján var sá eini sem kom vel út úr þessu. Hann lauk doktorsnámi sínu við Da- vis og tók síðan við starfi í vistfræðideild- inni við Penn State (þarna starfaði hann þar til hann tók við núverandi starfi hjá Skóg- rækt ríkisins). Þetta var heldur sætt. Hann kom aftur til Penn State, sem meðlimur í vistfræðideild skólans, en Pitts og Taylor höfðu báðir hrökklast frá skordýrafræði- deildinni. Eins og máltækið segir: Sá hlær best sem síðast hlær. Höfundur er doktor í hagfræði og aðstoðarpróf- essor í hagfræði við háskólann í Nebraska. VILDIHELZT GETA MÁLAÐ ENNÞÁ STÆRRA erkin eru stærri en nokkru sinni áður; það stærsta 7 metrar á breidd og 3,40 á hæð. Áferðin er þykk og gróf, jarðlitir mestan part. Myndefnið er ekki alveg þessa heims, sam- bland af þekkjanlegum fyrirbærum og óþekkj- anlegu umhverfi. Hvert er listamaðurinn að fara; eru þessi verk hugmyndafræðilegs eðlis eða hvað segir höfundurinn? „Ég á erfitt með að segja af eða á um það“, segir Sigurður Örlygsson, „ég get ekki neglt þetta þannig niður. í þessu mynd- verkum er óskilgreint umhverfi, kannski á Islandi, kannski úti í geimnum, kannski í núinu, kannski í fortíðinni. Þeþta er allt spurning, sem ekki verður svarað. Við get- um hinsvegar slegið því föstu, ] að þessi myndverk eru skáldskaparlegs eðlis, eða kannski fantasía. Sumir hafa kallað þau draumkennd. Samtal við SIGURÐ ÖRLYGSSON, sem opnaði um síðustu helgi sýningu á myndverkum á Kjarvalsstöðum og stendur hún í viku til viðbótar. „En hverju vilt þú að myndverkið miðli til áhorfandans?" „Líklega mínum eigin tilfinningum eða upplifun. Og þó; á meðan ég stend við að vinna, er ég bara að mála fyrir sjálfan mig og lengra hugsa ég ekki.“ „Þau tíðkast nú in breiðu spjótin, var einu sinni sagt og uppá síðkastið hefur ver- ið í tízku að mála stórt. Ugglaust málar þú stærstar myndir allra hér ogþá er spurning- in: Hversvegna þessar risastærðir? Er það listræn nauðsyn, eða bara tízka?" „Helzt af öllu vildi ég geta haft þessar myndir ennþá stærri, en vinnustofan setur því takmörk. Ég hef alltaf haft löngun til að mála stórt og þessvegna stendur það ekki í sambandi við þessa tízku síðustu ára. Ég' vil að áhorfandinn gangi inn í verkið, ef svo mætti segja, og þurfi ekki að rýna í það. Ekki þar fyrir, að ég met mikils litlar myndir eftir aðra málara og í því sambandi kemur mér í hug smámynd eftir Vermeer á Metropolitan-safninu í New York. Mig minnir hún heiti „Sofandi stúlka" og eins og allt sem eftir Vermeer liggur, býr hún yfir einhverjum sérstökum töfrum. Það var göldrum líkast hvað sá maður gat gert á litlum myndfleti. Það er sem betur fer enginn einn sann- leikur í myndlist. Minn sannleikur felst ein- faldlega í stórum myndum. Mér finnst líka erfitt að mála smámyndir; það bara gengur ekki, - úr því verða einhver óskapleg and- þreþgsli. Ég mála með látum. Og mála þar að auki stanzlaust, stundum allan daginn. Ætli ég vinni ekki við þetta í 70 tíma á viku? Vissulega er maður sturidum þreyttur eftir daginn. En ég hef haft þetta keyri á sjálfan mig að tryggja mér fyrst sýningar- sal og mála síðan í hann. Þetta er fimmta sýningin á fimm árum; það er orðin mikil törn. Þar að auki hef ég verið að sýna erlend- is, bæði í Helsinki og Stokkhólmi á síðasta ári og á þessu ári verður væntanlega einka- sýning í París. Þar að auki hef ég tekið þátt Listamaðurinn ásamt syni sínum. í baksýn svífur um myndflötinn mannvera ættuð úr gömlum vísindaskáldskap og hefur á bakinu einliverskonar þyrluspaða. í samsýnmgum. Margir tala um, að ég máli alltof stórt og að hvergi sé pláss fyrir svona myndir. Ekki vantar þó að stórt er byggt. En það vantar að sama skapi listrænan stórhug og ég held að við ættum að reyna að vera ekki minna stórhuga en menn voru fyrir 60 árum, þegar Kjarval, Jón Stefánsson og Jón Engilberts voru fengnir til að mála stór- ar myndir á veggi i Landsbankanum og Búnaðarbankanum. Nútíma málarar hafa Sigurður Örlygsson við stærsta verkið á sýningunni Ljjósmyndir: D'sbók/Þorkell. og það stærsta sem hann hefur málað til þessa. Gafl vinnustofunnar leyfði hinsvegar ekki meiri stærð. ekki fengið önnur eins tækifæri. Hvað er þá orðið um listrænan stórhug í öllu stóriðj- utalinu og stórútgerðinni og stórmörkuðun- um?“ „Nú fer ekki hjá því þegar menn mála svo stórt og þykkt og þar að auki mikið með jarðlitum, að þeir séu sagðir vera und- ir hælnum á Anselm Kiefer, þessum dýr- selda og áhrifamikla Þjóðverja, sem þú þekkir ugglaust?“ „Jú, ég þekki Kiefer, en hef ekki séð mjög mikið eftir hann. Af útlendum málur- um finnst mér mest til um hann ásamt Cucci og Schnabel. Það má vel vera, að einhveijir setji þessar myndir rnínar í sam- band við Kiefer. En minn hugarheimur er samt allt öðruvísi. Kiefer er eins oig við vit- um að vinna úr þýzkri sögu og mjög sér- kennilegri fílósófíu. En það er rétt, að hann er áhrifamikill núna.“ „Þú teflir eiginlega fram þrennum ólíkum stíltegundum í einu: Expressjóm'skum bak- grunni eða umhverfi, síðan grafískum teikn- ingum af hlutum og jafnvel mannfólki og loks skúlptúr, sem tengist myndfletinum.“ „Já, einhverntíma hefði nú svoleiðis samkrull verið stranglega bannað. Kannski eru þetta áhrif frá samklippum, sem ég stundaði í nokkur ár. En ég hef engar áhyggjur af því að þetta falli ekki saman í ljúfa löð. í raun og veru er engin sérstök fílósófía á bak við þetta. Myndsköpunin gengur meira útá það að tefla fram ólíkum myndeiningum. Þar á meðal er skúlptúrinn eins og þú nefndir. Mér finnst verkin græða á þessari útbyggingu - og þar að auki mála ég þennan skúlptúr til þess m.a. að hann verði sannfærandi hluti af verkinu, en ekki eins og hver annar frístandandi hlutur fram- an við það. Þarna er eitthvað á sveimi úr gömlum vísindaskáldskap; ég las mikið Jules Verne og sumt gæti verið ættað frá honum. Sumt er aftur á móti úr öðrum bókum, t.d. maður sem flýgur með einskonar þyrluspaða á bakinu. Á einum stað er loftbelgur að brot- lenda að því er virðist og minnir á frásagnir - og kvikmynd - af brotlendingu André-leið- angursins á heimskautsísnum. Það er að koma hjá mér smám saman að mála at- burði; þetta virðist vera einhver slík fæðing." „En er ekki alltof mikið að sýna árlega í Reykjavík? Eiga sýningargestir ekki þá kröfu, að eitthvað nýtt hafi gerzt frá síðustu sýningu?" „Auðvitað eíga þeir það. En mér finnst líka sjálfum, að heilmiklar breytingar hafi átt sér stað og hinum hneyksluðu skal sagt það til huggunar, að ég hef ekki í hyggju að sýna hér á næsta ári.“ GÍSLI SIGURÐSSON PÁLMI ÖRN GUÐMUNDSSON Madurinn með Ijáinn Eldsmiðurinn dulræni frá sól með ljósgiyrnur brennandi í þögn götunnar semur dansa. Þung nótt. Atómsprengjuglott, er maðurinn með ijáinn gengur um jörðina og allt tvístrast hafnar í tundri, brennur. Lífið var orð. Þín taumlausa ást lögð mér á herðar firrti mig lífi. Drepur fremur en drepast. Dagur hver fjallhár vegur torsóttrar hamingju. Örlög þunguð heilagri þjáningu. Blika Ijósglyrnur gatan blóði drifin. Maðurinn með Ijáinn allsstaðar í einni andrá. Þunglyndi hafsins mínúturnar flýta sér burt ein af annarri sekúndurnar stoppa stutt tíminn er haf eins og vatnið hafið er tapaður tími tíminn hið langsótta haf allt er í tímahraki hrekst sem grænblátt haf Athugasemd í viðtali Guðrúnar Guðlaugsdóttur við Sigríði Laugarsól í Lesbók Morgunblaðsins 10. febrúar 1990 vil ég benda á ranghermi í frásögn sem ég bið um leiðréttingu á. Sigríður segir um kaup föður síns á reið- hjólaversluninni Fálkanum: „Danskur mað- ur vildi óður og uppvægur selja pabba fyrir- tækið. Hann var giftur íslenskri konu og gátu þau ómögulega ákveðið hvar þau æt- luðu að búa og voru eins og skytta í vefstól á milli íslands og Danmerkur.“ Harald Gudberg, stofnandi Fálkans, bjó á Islandi frá stofnun þess fyrirtækis og til dánárdags að undanskildum tveimur árum þegar hann átti við veikindi að stríða eftir spönsku veikina. Var honum ráðlagt að leita sér lækninga í Danmörku og fór ijölskylda hans með honum. Heill heilsu sneri hann aftur til íslands og dvaldi hér sína ævi eftir það. Hann átti hér góða vini og var góður sonur íslands þó aðfluttur væri og vildi hvergi annars staðar vera. Virðingarfyllst, Sigríður G. Benjamin. 6 LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 28. APRl’L 1990 7

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.