Lesbók Morgunblaðsins - 28.04.1990, Blaðsíða 12
Alltaf er jafn notalegt að skella sér í heita laug og hrista af sér ferðaþreytu og ryk — hvort sem það er að sumri eða vetri.
LAUGAFELL
Vin í eyðimörk óbyggðanna
Sæluhúsið Laugafell er í eigu
Ferðafélags Akureyrar. Nafn sitt
dregur það af hæð eða felli sem
er þar í suðri og heitir Laugafell.
Það er svo sem 15 km norðaustur
af Hofsjökli. Skammt norður af
fellinu koma nokkrar volgar upp-
sprettur upp úr melunum. Þær eru
kringum 40 stiga heitar. Ferðafé-
lag Akureyrar hefur nýtt þrjár af
þessum uppsprettum, eina til að
fylla sundlaug og tvær til húshit-
unar. Hinar uppspretturnar eru
lengra frá sæluhúsunum og tæpast
nýtanlegar, vegna þess að þær eru
niðri í Laugakvíslinni og framan í
bakka hennar.
Sumarið 1948 byggði FFA
sæluhús hjá einni uppsprettunni
með það í huga að geta hitað hús-
ið með sjálfrennandi laugarvatni.
Ýmsar orsakir urðu til þess að það
dróst á langinn og það var ekki
fyrr en 20 árum seinna, sem vatn
var leitt inn í húsið og þar í gegn-
um hitakerfi, en sú framkvæmd
kom þó ekki að fullum notum, fyrr
en búið var að setja einangrun í
allt húsið. Síðan er alltaf hlýlegt
að koma inn í það. í froststormi
fer hitinn niður í 13 gráður, en
hann fer upp í 20 ef veður er kyrrt
þó að frost sé úti. Eftir að vatnið
hefur runnið þijá hringi inni í hús-
inu, bunar það fram úr rofabarðinu
niður í þvottavask, og þar hefur
fólk neyslu- og þvottavatn eftir
þörfum. Síðustu tvö sumur hafa
svo þijú hús bæst þarna við, og
volgt vatn hefur verið leitt í þau
öll til upphitunar. Sundlaugin var
byggð seinni part júní 1976. Hun
var gerð með þeim hætti að leir,
möl og móhellu var mokað upp úr
laugarstæðinu fast við eina upp-
sprettuna og í tóma áburðarpoka,
veggirnir hlaðnir úr þeim og þétt
á milli með dýjamosa. Þessir vegg-
ir entust ekki vel, einkum stóðu
þeir illa af sér vorleysingar, svo
það varð alveg að endurnýja þá
11 árum síðar. Þá voru þeir einig
hlaðnir úr pokum, en í stað áburð-
arpoka voru notaðir rækjupokar,
sem reyndust miklu þjálli í meðför-
um. Innan á þá var klesst steypu-
lagi en utan við þá hlaðið stór-
grýti þannig að nokkur von er til
þess að laugin endist nú betur.
Sumarið 1988 flutti FFA tvo
skúra suður á melinn hjá sundlaug-
inni. Annar er bústaður skálavarð-
ar, en hinn er hólfaður sundur
handa fólki, sem vill hafa þar fata-
skipti áður en það fer í sundlaug-
ina. í þeim skúr er líka vatnssal-
erni, sem er orðið landsfrægt,
vegna þess hve notalegt er að setj-
ast á það. Það rennur nefnilega
alltaf volgt vatn í gegnum það.
Haustið 1989 fluttu eyfirskir
vélsleðamenn nýbyggt hús suður á
melinn hjá hinum húsunum. Það
er byggt í stíl við gamla sæluhús-
ið, en er á örlitlu stærri grunni.
Þessir menn eru fiestir félagar í
FFA en nutu samt ekki stuðnings
félagsins nema að litlu leyti. Félag-
ið gerði þó grunninn undir húsið
og lagði hitaveitu að því. Þetta hús
rúmar 20 næturgesti með góðu
móti og sennilega mætti koma þar
fyrir um 30 manns, ef niðurröðun
fólksins væri vel skipulögð, en
dýnur eru ekki til fyrir svo margt
fólk. Inni í húsinu er gaseldavél,
vaskur og krani með volgu vatni.
Gamla sæluhúsið, sem nú er
orðið 41 árs og var fyrsta sæluhús
Ferðafélags Akureyrar, er talið
rúma 15 manns á svefnlofti og þar
eru 15 dýnur til afnota. Þegar
einnig er sofið niðri, hefur verið
þjappað saman allt að 30 manns
í húsinu. Það er því möguleiki á
að 50-60 manna hópur geti dvalið
í þessum tveimur húsum til sam-
ans, en það verður þá að vera sam-
stæður hópur.
Gamla sæluhúsið var sett niður
Laugafell er paradís vélsleðamanna að norðan að vetrarlagi. Að
sumarlagi er freistandi að stoppa á græna blettinum, sem rís upp
eins og vin í eyðimörk.
12
Skýjakljúfurinn,
Hótel Plaza
íOsló
Hæsta hótel á Norðurlöndum
Hótel Plaza hefur skreytt sig með 5 stjörnum frá opnun-
ardegi. Og nú getur norska hölúðborgin aftur hreykt
sér af hæsta hóteli á Norðurlöndum. Áður sló Hótel
Viking __ hæðarmet (opnað fyrir vetrar-ólympíuleika
1952). Á 37. hæð ertu staddur á hæsta útsýnispunkti
á Norðurlöndum, eins og oft er spaugað með: „Það
gilti að komast svo hátt, að hinir sænsku hóteleigendur
og sænskir gestir gætu séð heim til sín“!
Á sama tíma og nýting á hótelplássi er um 50% í Osló,
rís Hótel Plaza. En stjórn Plaza segir að hóteiið sé reist
„til að sigra“ og leggur miklar skyldur á hvern og einn
af hinu 500 manna starfsliði. Strax í anddyrinu sést hvað
Plaza vill vinna: Að sjálfsögðu ráðstefnur og aftur ráðstefn-
ur! Og nafngiftir á ráðstefnusölum verða að draga til sín.
Nafr. Sonju Henie skreytir stærsta ráðstefnusal og dans-
sal. Síðan kemur nafn Munch.
Að auki eru 17 smáir og stórir fundar- og ráðstefnusal-
ir, upptökuherbergi, blaðarpanna- og þjónustumiðstöð fyrir
viðskiptamenn. Og nóg er af veitingastöðum. Alltfrá„Skýja-
■ barnum“ á 33. hæð niður í kaffihúsið „Litlatorg" og „Krá
Jens Japs“ á 1. hæð. Vel þess virði að ganga inn og skoða;
- ekki síst listaíáfnið, sem verður alltaf opið. En búið er
að kaupa 1.500 listaverk, valin til að sýna norska samtíma-
list í hnotskurn.
O.SV.B.
á þykka gróðurtorfu, sem var með
háum rofabörðum á þijá vegu.
Vindurinn reif stöðugt úr þessum
börðum svo sýnt var að jarðvegur-
inn mundi brátt blása undan hús-
inu ef ekkert væri að gert. Fólk
úr FFA ásamt nokkrum velunnur-
um félagsins fór allmargar vinnu-
ferðir þarna suður til að hlaða
gijóti undir börðin. Stundum var
farið þangað með dráttarvélar með
moksturstæki til að færa jarðveg
í skörðin og flytja gijót. Þó fóru
gijótflutningar mest fram í jeppa-
kerrum. Enginn gróður var í kring-
um þessa gróðurtorfu þegar FFA
reisti fyrsta sæluhúsið, en það
hefur í mörg ár dreift fræi og
áburði yfir flög og mela og nú er
að myndast þar lágur, nokkuð
samfelldur gróður, sem gefur um-
hverfinu miklu mildari svip. Það
er sérstaklega furðulegt hve mikið
af blómjurtum er að vaxa þarna
upp núna og sumum finnst það
líka skrítið að gijóthleðslan í rofa-
börðunum er að hverfa í gras og
blómastóð.
Haustið 1988 fóru fjórir yfirskir
bændur og bændasynir með drátt-
arvélar fyrir hlöðnum vögnum af
sauðataði þarna suður og dreifðu
því yfir tæpan hektara lands. Þeir
voru einnig með tönn á einni vél-
inni til að jafna landið, og svo
voru þeir með tætara til að vinna
landið á eftir. Þetta gerðu þeir allt
í sjálfboðavinnu og ferðafélaginu
að kostnaðarlausu. Þessi nýrækt
lítur vel út miðað við hið stutta
sumar sem var á öræfunum þetta
árið. Haustið 1989 fóru þeir svo
með mykju í tveimur haugsugum
til að dreifa yfír nýræktina. Ferða-
félagið sá aftur sjálft um að sá í
flagið og dreifa tilbúnum áburði
yfir það. Hugmyndin með þessari
framkvæmd var að reyna að útbúa
þarna framtíðartjaldstæði, en
tjaldstæði vantar að mestu eins
og er. Það tekur grasið sennilega
ein tvö ár að festa nægilega rætur
til að hægt verði að leyfa fólki að
tjalda þarna.
Ferðafélag Akureyrar hefur í
fleiri horn að líta, því það á fjögur
sæluhús annars staðar. Það verður
því trúlega bið á því, að það geti
haldið áfram framkvæmdum í
Laugafelli, en verkefni eru þar
samt hvarvetna fyrir hendi, eink-
um hvað varðar umhverfið, og svo
þurfa húsin þarna töluvert viðhald
árlega.
Laugafell liggur mjög vel við
samgöngum á hálendinu norðan
jökla, enda er þar sívaxandi fólks-
straumur. Frá sæluhúsunum liggja
vegir niður í Eyjafjörð, austur í
Kiðagilsdrag og þaðan niður í
Bárðardal. Þá liggur vegur suður
yfír Sprengisand og af þeirri leið
er slóð norðan Yatnajökuls að
Dyngjufjöllum og í Herðubreiðar-
lindir, en á þeim stöðum báðum á
FFA sæluhús. Ennfremur liggur
slóð norðan Hofsjökuls að Ingólfs-
skála, sem er eign Ferðafélags
Skagfirðinga, og þaðan áfram
vestur í Hveravelli. Þá er einnig
ágæt leið vestur í Vesturdal í
Skagafirði. Styst er að fara niður
í Eyjafjörð.'-Miklir ökumenn fara
þá leið auðveldlega á tveimur
klukkutímum til Akureyrar, enda
er það orðið nokkuð vinsælt sport
hjá Eyfirðingum og Akureyringum
að skreppa þarna suður í góðu
veðri um helgar, fara þar í sund,
flatmaga svo í sólinni og halda
aftur heim að kvöldi.
Angantýr H. Hjálmarsson