Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1990, Side 2

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1990, Side 2
A Sahel-svæðinu sunnan við Sahara-eyðimörkina, þar sem gróðurlendið lætur undan síga með ógnvekjandi hraða. SANDURINN SÆKIR Á UM VÍÐA VERÖLD Sandur, sandur. Harmattan, hinn þurri norðaust- lægi vindur í Vestur-Afríku, feykir honum um lífæð Máritaníu, „Vonarveg“, hrúgar honum upp í mannhæðarháa pýramída og sigðlaga borgir unz langferðabílarnir verða að nema staðar og Það er ekki aðeins á íslandi, að gróðureyðing á sé stað og er þó ærin úrkoma. En þriðjungur hinna stóru meginlanda er nú eyðimerkur eða því sem næst, og það stafar umfram allt af ofþurrki og úrkomuleysi og veldur óendanlegum hörmungum á stórum svæðum. jarðýtur ryðja hinum þunga, gula sandi úr vegi, en þær berjast við eyðimörkina allan sólarhringinn. Sandur, sandur. Hvirfílvindar, sem dansa eins og villtir farandmunkar á auðri slétt- unni, þyrla honum upp. Hann þýtur um loft- ið, æðir um breiðgötur Nouakchott, höfuð- borgar Máritaníu, og tjaldgötur hinna fátæku hirðingja. Hann hleðst upp að veggjum ný- bygginga og sverfur steinsteypu íþróttavallar- ins. Þurr og skorpinn jarðvegur, gijótharðar moldarskánir sprungnar í þúsund mola. Á ökrum Rajastran á Indlandi er ekkert grænt að sjá, en þar blasir við mönnum skelfileg, óheillavænleg sjón, beinagrindur dýra, sem gammar leita sér ætis af. í Indlandi urðu verstu þurrkar í hundrað ár fyrir misseravindana og þrátt fyrir græna byltingu, tölvuvæðingu og loks ærlegt mons- únregn er landið vart betur búið undir næsta þurrkatímabil. Þriðjungur Meginland- ANNA EYÐIMÖRK Þurrkar, gróðureyðing, sandfok, hungurs- neyð og flótti fólks af þeim sökum frá heim- kynnum sínum eru efnisatriði samtímasögu vjða um heim. Er hætta á, að hitinn á jörð- unni vaxi um of af völdum iðnaðar og loftm- engunar eins og loftslagsfræðingar óttast, og að bilið á milli válegra þurrka eins og urðu sl. sumar í miðvesturríkjum Banda- ríkjanna og í Kína verði æ styttra, en þar hefur ekki rignt í mörgum héröðum síðan í maí? Heimildir benda til þess, að þetta hafi verið mestu þurrkar í Kína í 410 ár. Merki þess, að „eyðing", hægfara uppblástur jarðar sé þegar hafinn, er að finna í öllum heimsálf- um. Frá Eþíópíu til Ástralíu, frá Nýju Mexíkó í Bandaríkjunum um sovétlýðveldin Kaz- akhstan og Úzbekistan til Nepals í Himalaja- fjöllum er gróðri spillt á nýjum landsvæðum, sem með því verða eyðingu ofurseld. Eyðingin er af .manna völdum, og menn eru fómarlömb hennar: 850 milljónir manna, sem draga fram lífið á mörkum eyðimark- anna, gætu neyðzt til að hverfa frá hinum þrönga kosti og fylla nýjan flokk „umhverfis- flóttamanna“, án lands, án búpenings, án erfðavenja og með öllu utangarðs. Þriðjungur meginlanda jarðar er eyðimörk eða hálfgerð auðn. Þær eiga sér milljóna ára forsögu flestar, sem byggist á samspili vinda, sólar og vatns sem og á halla jarðarmönduls- ins hinar mestu eru við nyrðri og syðri hvarf- baug. Hinar miklu eyðimerkur hafa alltaf verið til. Þær reika ekki um. Það eru hinar nýju auðnir af manna völdum, sem eru ógnvekj- andi. Fyrrverandi skógræktarstjóri hins upp- þornaða ríkis, Nigers, fyrir sunnan Sahara, orðaði það þannig: „Það er ekki Sahara, sem færir sig sunnar, það erum við, sem drögum hana suður á bóginn." „Þetta er eins Qg húðsjúkdómur, sem breið- ist út í blettum, þar sem illa er farið með yfirborð plánetu okkar,“ segir annar spakur umhverfisverndarmaður. En að það skuli I verða þess valdandi, að um 200 þús. ferkíló- metrar akurlendis, nærri jafnstórt landsvæði og ailt Vestur-Þýzkaland, fari forgörðum ár- lega, eiga menn bágt með að trúa. Oft er * alvaran ekki einu sinni ljós ríkisstjórnum peirra Ianda, sem moldin er að fjúka eða skolast burt frá. • 10,5 millj. ferkílómetrar lands, einnig í hmum tempi.,ðu beltum í Bandaríkjunum, Kanada og Moxíkó eru í eyðingarhættu. Þar að auki milljónir p'rkílómetra frumskóga-, fjalla- og landbúnaðars', æða í Suður- Ámeríku. • 6,9 millj. km2 lands fyrir sunnan Sahara eru að leggjast í auðn, í Súdan, Eþíópíu og Kenýu. • 4,3 millj. kmz lands eru að eyðast á Ind- landi, í Pakistan, Kína og Ástralíu. • 1,3 millj. km2 lands kringum Miðjarðar- haf, á Spáni, í Marokkó, Túnis, Líbýu og Tyrklandi eru í hættu. En yfirleitt er það svo, að fréttir af hrörn- un og eyðingu gróðurlendis vekja ekki veru- lega athygli umheimsins fyrr en neyðarköll, berast. Mesti harmleikur, sem gerzt hefur á þurrkasvæðunum til þessa, hélt þó heiminum ekki lengur við efnið en skyldan bauð þrátt fyrir nokkurt áfall í fyrstu. Þegar fólk svalt í hel í Eþíópíu árið 1984 fyrir augunum á Rauða krossinum og sjónvarpsmyndavélum, sendu Vesturlönd að vísu miklar birgðir af korni og allir vonuðust eftir regni, en þar með var það mál afgreitt. ÝmistOf EðaVan Og þegar loks rignir á þurrkasvæðunum, þá rignir of mikið. Þurrkum fylgja oftast syndaflóð. Skóglaus og gróðurvana jarðveg- urinn, sem nautgripir hafa traðkað á lengi, getur ekki tekið við vatnsmagninu. Eðjuskrið- ur rífa með sér síðustu leifar gróðurmoldar og skilja vi_ð kletta og fjöll nakin eins og hauskúpur. í Jiangsi-héraði í Kína hafa bænd- ur orðið að þola 36 þurrka og 22 flóð aðeins frá árinu 1952. Vísindamenn greinir á um breytingar á loftslagi fyrir sunnan Sahara. Bandaríski veð- urfræðingurinn Derek Winstantley heldur því fram, að úrkoman sunnan við Sahara hafi stöðugt minnkað á sl. 200 árum, enda þótt það hafi gerzt með miklum sveiflum, en flest- ir loftslagsfræðingar ræða aðeins um „eðlileg- an sveiflugang“. En fímm prösent meira eða minna regn getur ráðið úrslitum um, hvort uppskera verður nokkur eða engin. Annars aukast líkurnar á því, að um varan- lega loftslagsbreytingu sé að ræða. Hin hugs- aða veðurfræðilega lína, sem tengir þau svæði, þar sem úrkoma hefur stöðugt verið léleg, hefur á.fáum árum flutzt um 150 km suður á bóginn. Og þótt mikil úrkoma hafí verið um regntímann, þá hafa skollið á sand- stormar reglubundið á undanförnum árum og leikið fræin illa. Harmattan, Afríkuvindur- inn, sem áður iagði eingöngu léið sína um löndin fyrir sunnan Sahara, ber nú með sér sandryk alla leið til Lagos við Gíneuflóa, þar sem er rakur hiti. Það má einnig ráða af vatnsborðinu. Tsjad-vatn er í dag aðeins þriðjungur af því, sem það var 1963. Stórfijótin Niger, Bani og Senegal hafa verið vatnsminni síðustu 15 árin en nokkru sinni. Skipaferðir liggja niðri og hrísgrjónaakrarnir, sem ræktaðir hafa verið í 2000 ár á Niger-Binnen-óshólmunum, eru þar ekki lengur. Fljótin eiga upptök sín í hitabeltisskógum Vestur-Afríku, sem hafa verið eyddir á sér- lega ruddalegan hátt. Fílabeinsströndin hefur eytt nær fjórðungi skóga sinna, síðan hún varð sjálfstætt ríki 1960. Hvort sem um er að ræða Suður-Ameríku, Suðaustur-Asíu eða Vestur-Afríku, er sama kenningin í fullu gildi, að hitabeltisskógunum er eytt tíu sinnum hraðar en vexti þeirra nemur. Hið heillega vatns- og næringarkerfi regnskóganna fer úr skorðum. Þegar gróður- breiða hylur ekki lengur jarðveginn og vernd- ar hann, endurkastast minna af sólargeislun- um út í andrúmsloftið. Það hefur þau áhrif, að loftið hitnar, skýin eru flæmd burtu og það dregur úr regni að minnsta kosti í næsta nágrenni. Þetta eru niðurstöður tölvuútreikn- inga. SífelltDýpra í Grunnvatnið Hinar heimatilbúnu orsakir hafa verið ítar- lega rannsakaðar og liggja nú fyrir: • íbúaljöldinn í Vestur-Afríku eykst um þijá af hundraði á ári. Það er að segja, hann tvöfaldast á 25 árum. • Hirðingjarnir höfðu ákveðinn hátt á því að reika með hjarðir sínar á eftir regninu. Hinir frönsku nýlenduherrar og síðar þróunar- aðstoðarmenn byggðu brunna, svo að hirðin- gjarnir gætu tekið sér fasta búsetu. í stað erfíðs vatnsausturs með höndunum gekk nú dísildælan óþreytandi þangað til grunnvatns- borðið féll. Nú þyngslast hinar stóru hjarðir um landið og svelta, því að þar er enginn gróður lengur. • Eyðingin breiðist út um borgir og þorp á stórum svæðum, því að íbúarnir höggva tré og runna í eldinn og hin þunna gróðurmold hefur enga festu lengur. Útlitið er einnig slæmt í Asíu. í Kína, Indl- andi og Suðaustur-Asíu fer fram hraðfara eyðing akurlendis. Stórt landsvæði fyrir sunn- an Yangtse í Kína er nú rauð eyðimörk. í stað grænna hæða og skógi vaxinna fjalla blasir nú við bert granít, svo langt sem aug- að eygir. 85 af hundraði Xingguo-héraðs er uppurinn jarðvegur, því að þar höggva bænd- ur einnig hvern runna, sem þeir komast að, í brenni. „Ef maður gæti bara sett handjám á bænd- uma,“ segir einn í umhverfisverndarráði í Nýju-Delhi. Hin vistfræðilega kreppa á Indl- andi birtist í baráttunni um vatnið. Ríkis- stjómin hvatti bændur til að breyta landi hins sífellda hungurs, Indlandi, í kornforðabúr og neyta til þess allra krafta. Árið 1974 gleypti vökvunin 92 prósent af allri vatnsnotkun landsins. Nokkur Fylki í Hættu Þannig leit það einnig út á fjórða áratugn- um í „Dust Bowl“, „Rykskálinni“, í Banda- ríkjunum. Þegar hinni viðkvæmu gróður- breiðu hafði verið eytt, bar vindurinn moldina burt með sér, og bændumir uppskám aðeins „Þrúgur reiðinnar" (John Steinbeck). Farand- verkamaðurinn og kántrísöngvarinn Woody Guthrie söng um hina miklu upplausn, sem þessu fylgdi. í Bandaríkjunum geta menn að vísu enn leyft sér vatnseyðslu í stóram stíl, en senn kemur að því, að hætt sé við, að neðanjarðar- vatnið þrjóti, en sá vatnsforði myndaðist af regnvatni og bráðnum ís og snjó í Klettafjöll- um, þegar of lengi hefur verið braðlað, dælt og ræst fram. Vísindamenn telja, að Texas, Arizona, Colorado og Wyoming séu í mikilli eyðingarhættu. Það era fyrst og fremst ísrael og Saudi- Arabía, sem geta sýnt árangur af baráttunni gegn útbreiðslu eyðimarka. Hjá öðra ríkinu var baráttan gegn eyðingunni efnahagsleg sjálfstæðisbarátta, en hjá hinu metnaðarmál. Hið örlitla gyðingaríki hefur klætt stór svæði á Negev-eyðimörkinni grænum gróðri og skógi. Við útflutning landbúnaðarvara hefur það notið góðs af brautryðjandastarfi sínu við tölvustýrða dropavökvun, sem það að sögn hefur einnig selt arabísku óvinalandi. En á heimsmælikvarða virkar þessi með- höndlun á eyðimörkinni eins og tilraun í brúðuleikhúsi. I þessu smáríki Gyðinga voru skilyrðin óvenju hagstæð: Bandarískt fjár- magn og verkkunnátta, sérlega gljúpur og saltsnauðar jarðvegur og að auki tækni- menntaðir, hugsjónaríkir starfsmenn á sam- yrkjubúum, sem höfðu kjark og úthald til að sigrast á eyðimörkinni. Þetta stuðlaði allt að græna kraftaverkinu. Tilraunin er því öðrum skilyrt fyrirmynd. Saudi-Arabar þurftu einnig að gjalda fyrir það, því að vatn í nálægari Áusturlöndum er dýrara en olía. En eigi að síður hafa furstarn- ir breytt um 540 km2 af eyðimörk, svæði á stærð við Vestur-Berlín, í kornakra. En skeppa af eyðimerkur-hveiti kostar um 28 dollara eða sjöfalt meira en heimsmarkaðs- verð nú. Napóleon, sem á sínum tíma fór í herleið- angur til Egyptalands, lét svo ummælt, að „undir góðri stjórn mun Níl sigra eyðimörk- ina, en undir slæmri mun eyðimörkin sigra NH“. Sv. Ásg. tók saman úr „Der Spiegel" 2

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.