Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1990, Blaðsíða 5

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1990, Blaðsíða 5
að vera óhultur. Vinur hans Banquo grunar hann til að mynda um græsku. Var hann viðstaddur er nornirnar spáðu Macbeth kon- ungstigninni. Þekkir hann eflaust vel met- orðagirnd Macbeths. Þá höfðu nornirnar jafnframt spáð Banquo því að hann yrði faðir fleiri konunga, enda þótt hann öðlað- ist eigi slíka tign sjálfur. Sú spá ógnar ættarveldi Macbeths. Til að koma í veg fyrir tilgangsleysi valdaráns- ins heldur Macbeth lengra inn í dimmuna: Hann felur þremur morðingjum að sitja fyrir Banquo og syni hans, Fleance. Sonur- inn kemst hins vegar undan en hinn látni Banquo ásækir Macbeth í líki vofu: Samvisk- an nagar svo konung að hann riðar til falls en drottningin heldur honum uppi með hör- kunni. Hjá Lady Macbeth vakna nú fyrst efa- semdir um stöðu þeirra konungshjóna og hamingju: Sá glatar öilu og ekkert vinnur sem óskatakmark sitt án gleði finnur. Farsælla’að vera hann sem myrtur hvarf en hljóta af morði sæld sem óttast þarf. (Er hugsanlegt að upp úr þessum fræum efasemda spretti vonleysi er veiki hið sterka eðli drottningar? Hitt er áreiðanlegt, að morðið á Duncan konungi hefur djúpstæð áhrif á hana. Birtast þau fyrst í svefn- göngum hennar og endanlega er hún svipt- ir sig lífi.) Macbeth veit gjörla, á eftir því sem und- an er gengið, að hamingjan verður eigi höndluð í hásæti hans. Heimurinn skal því þjást með konungi: En fyrr skal jörð af göflum ganga, og himinn til grunna hrynja, en að vér neytum framar fæðu í ótta og svefns við martröð þeirra þungu drauma sem þjá oss náttlangt. Betra’ er hjá þeim dauða, sem vér, til þess að fá frið, gáfum frið, heldur en liggja á hugans kvalabekk við angist linnulausa... Macbeth er nú mjög djúpt sokkinn og skortir viljastyrk til að snúa við af illskunn- ar braut: v. ... Svo djúpt í blóði veð ég að til að bjargast væri líkur vandi að vaða fram og snúa að sama landi. Kynleg ráð mér í kolli handar leita og krefjast verka fyrr en gát má beita. Macbeth er orðinn miskunnarlaus. Hann framkvæmir án nokkurrar ígrundunar: Að hika er sama og tapa. Macbeth fréttir að Macduff hafi gengið á fund Malcolms, hins réttborna konungs, til að safna liði gegn honum. í hræðslubræði lætur Macbeth myrða konu Macduffs og böm án nokkurrar sýnilegrar ástæðu. Slík grimmd er einvörð- ungu til þess fallin að vekja upp frekari heift manna gegn konungj og koma honum í koll. Hið illa er fáfræði. í eftirfarandi orð- ræðu Macbeths má greina umkomuleysi og eftirsjá fyrrum göfugmennis sem hefur steypt sér í glötun: Nóg hef ég lifað; lífs míns vor er hnigið í fölva, í gulnað lauf; og allt sem ætti að leiða gamals aldur, svosem samúð, auðsveipni, virðing, vina-Pd, mun hvergi að fá í minni fór; en þess í stað formæling, ekki há en djúp, og smjaður, sem vesalt hjarta vildi svíkja, ef þyrði. Fellur Macbeth að lokum fyrir hendi Macduffs. Breyskleiki Macbeths hefur orðið honum og öðrum að fjörtjóni. En réttlætið sigrar að lokum og Malcolm verður krýndur konungur. Sérhverjum siðmenntuðum manni hlýtur að ofbjóða grimmd Macbeths enda þótt hann standi mestu harðstjórum sögunnar langt að baki í illgjörðum. (Nærtækt dæmi er hinn fallni forseti Rúmeníu, Ceausescu.) Hitt er ógnvekjandi staðreynd að hreyfi- afl grimmdar Macbeths, breyskleikinn, er hluti af manneðlinu. Hann býr í okkur öllum. í leikritinu Fást eftir Goethe er hið illa, einkum freistingar djöfulsins, nauðsynlegur þáttur í tilverunni. Er manninum ætlað að betjast við það á leið sinni til þroska. Er einstaklingurinn í, hættu á meðan honum skilst það eigi nægilega. Svo er, á meðal annarra, komið fyrir Macbeth. Oft á tíðum verða á vegi okkar ýmiss konar freistingar, eins og spár nornanna í Macbeth. Skynsemin, hæfileiki okkar til að sjá hvað er satt og rétt og tilfinningar, til að mynda ástir, stolt og metnaður, heyja þá jafnan harða baráttu fyrir tilvist sinni. Svo vitnað sé í kenningu Platóns um sálina skortir okkur þá hið nauðsynlega jafnvægi tilfinn- inga, skaps og skynsemi sem færir okkur hamingju. Á stundum fer skynsemin halloka. Ástæð- ur þessa geta verið af ýmsum toga. Oft og tíðum eyðum við allri orku í að komast yfir veraldleg, andleg gæði, eða sið- ferðileg gæði, svo sem hús, bíl, starfs- frama, jafnvel vísindalega þekkingu eða ástina á kostnað siðferðisreglna og siðferðis- legra gæða, t.d. réttlætis eða ræktar ástar- innar. Slík breytni er þó æði varasöm þótt mark- mið hennar sé gott. Dyggðin festist aðeins í sessi með.ræktun hennar og ástundun. En höfuðdyggðin er hófsemi eins og Arist- óteles bendir okkur á. Eins og fyrr greinir fellur Macbeth í gryfju freistinganna. Hann fómar mikilvæg- ustu siðferðisreglunni, eigi skal mann deyða, fyrir framapot, m.a. til að falla ekki í áliti eiginkonu sinnar. Er hann hefur öðlast veraldleg og andleg gæði hins konunglega hásætis er hamingjan hins vegar víðs fjarri. Hér ber áð minna á að réttiætisvitund Macbeths er ógnað í upphafí. Hann vinnur mikið en uppsker lítið. Þannig er oft komið fyrir nútímamannin- um. Vonir okkar og metnaður kunna að bíða skipbrot í lífsins ólgusjó. Þegar sjálfsímynd okkar, stolt og sjálfs- virðing eru í húfi svífumst við stundum einskis til að ryðja hindrunum úr vegi og ná markmiðum okkar líkt og Macbeth. Við styttum okkur leið í þessari viðleitni og selj- um okkur sjálfdæmi í siðferðismálum. Við bijótum af okkur undir því yfírskini að við séum að breyta rétt; stelum undan skatti af því að hann er of hár, stundum framhjá- hald af því að hjónabandið blessast ekki o.s.frv. Hér kemur einkum tvennt til: Annað- hvort þekkjum við okkur ekki nægilega vel, vitum með öðrum orðum ekki hvað okkur er fyrir bestu ellegar höfum við eigi viljastyrk og festu til að breyta samkvæmt betri vitund og kljást við vandamálin. Slík afstaða kann ekki góðri lukku að stýra og leiðir okkur ætíð á viiligötur. Fyrsta brotið er yfirleitt þungbærast. En hönd vanans slævir samviskuna. Hægara reynist að ástunda sömu breytni en að snúa við blað- inu. Engu að síðúr er hveijum og einum í sjálfsvald sett að breyta fyrri lifsháttum á betri veg, rétta sinn hlut og ávinna 'sér traust annarra á ný: Betra er seint en aldr- ei. Látum okkur örlög Macbeths vera okkur víti til vamaðar. Höfundur leggur stund á frönsku og bók- menntafræði við Háskóla Islands. Margaret Webster í hlutverki Lady Macbeth og Malcolm Keen í hlutverki Mac- beths í Old Vic leikhúsinu í London 1932-33. Lady Mac- beth á gam- alli teikn- ingu. Hún notfærði sér breiskleika Macbeths, æsti upp í honum karl- manns- ímyndina, en honum þótti aftur á móti miður að falla í áliti hjá eig- inkonunni. MARGRÉT EYJÓLFSDÓTTIR Sumarið kemur Sál mín fagnar sumrí sólar geislar gleðja vetur úr þínum viðjum verður aílt að kveðja lækur léttur hjalar leitar út í sæinn Ijóðin lóan syngur langan sumar daginn. Sál mín fagnar sumri svell og fannir leysa fýsir mig til fjalla fáki hvítum þeysa blómin ungu breiða bikar sólu móti svanir hvítir syngja svífa upp til heiða. Sál mín fagnar sumri særí er kyrr og fagur ilmur jarðar angar enn er kominn dagur blómin vakna af blundi bikar döggvan tárum sólin geisla sendir svífur fugl á bárum. Höfundur er frá Flatey á Breiðafirði. ÞÓRA INGIMARSDÓTTIR Himinninn og ég? Þegar morgnar á silfurgrænu vatninu held ég til byggða Engir eru fararskjótar nema fæturnir trauðla bera þeir mig langt af leið Stjörnurnar hafði ég sem skyggni kvöldið áður Álút en treg vatnaliljur frosnar froskar horfnir svanurinn og álftin hvar eru þau svalan og skjórinn svífa mér yfir. Höfundur er 26 ára Reykjavíkurmær. H. KRISTJÁN LÝTINGUR Vor Þríhyrndur strípur í forgrunni sólar sem sest í vatni. Lognsær speglar svífandi máfa. Vorilmur í lofti angan af bráðnandi sköflum Hjartað hamast bundið í bijósti mínu Út vil ég. Ólmast sem kálfur úr fjósi Hleyp eftir grasi grónum sjávarkambi Rauðmagi sól og ylur Ég spring af fögnuði. Ljóðið er úr óbirtum Ijóðum HKL. Höf. er óþekkt skáld. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. MAÍ 1990 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.