Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1990, Side 12

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1990, Side 12
* - Leiguflug í sól- ina að hefiast Vikulegar brottfarir hjá ferðaskrifstofunum Á hverju sumri hópast íslendingar í sólina við Miðjarðarhaf. Islenskar ferðaskrifstofur hafa um ára- bil haldið uppi leiguflugi á þessar slóðir og yfir sumar- tímann eru vikulegar ferðir. 1) COSTA DEL SOL: Úrval-Útsýn: Alla föstudaga frá 25. maí til 28 septem- ber. Veröld: Alla fimmtudaga frá 24. maí til 4. október. 2) BENIDORM: Samvinnuferðir-Landsýn: Fyrsta ferð 17. maí. Alla fímmtudaga frá 31. maí til 20 september. Veröld: Alla fimmtudaga frá 24. maí til 4. október. 3) MALLORKA: Samvinnuferðir-Landsýn: Alla þriðjudaga frá 15. maí til 11_. september. Úrval-Útsýn: Fyrsta flug 21. maí — síðasta ferð 19. september. Atlantik og Veröld: Alla þriðjudaga frá 22. maí til októberloka. 4) PORTÚGAL: Úrval-Útsýn: Fyrsta flug til Faró 30. maí. Síðasta ferð 26. september. 5) RIMINI: Samvinnuferðir-Landsýn: Á þriggja vikna fresti frá 28._maí til 20. ágúst. Útsýn-Úrval og Samvinnuferðir-Landsýn leigja Flug- leiðavélar. Veröld og Atlantik leigja vélar frá spánska flugfélaginu OASIS. Fyrstu farþegar ganga um borð. Spánveijar fljúga með íslendinga í sólina íslenskir sólarlandafarþegar í spánskri landhelgi strax í Keflavík FERÐASKRIFSTOFAN Veröld gerði samninga við spánska flugfé- lagið OASIS um að flytja farþega sína á sólarstrendur Spánar — og ferðaskrifstofan Atlantik gekk inn í dæmið. Úrval-Útsýn og Samvinnuferðir-Landsýn bóka líka hluta af sínum farþegum með OASIS. Það verða því margir íslenskir ferðalangar sem ganga beint inn í spánska Iandhelgi strax á Keflavíkurflugvelli! Miklu meira er nú lagt upp úr þjónustuþættinum í leiguflugi en áður. Vissulega góðar fréttir fyrir sólarlandafarþega. Áður þótti kostur, að leiguvélar væru með eins mörg sæti og hægt var að koma fyrir. Oft voru það gamlar vélar, sem viðkomandi flugfélög nýttu eingöngu í leiguflug. Flug- öryggi var því ekki eins og best verður á kosið. Nú eru nýjar þotur F'lugleiða í leigufluginu og MD’3 flugvélar frá OSAIS, sem allar eru innan við eins árs. MD’83 er nýr arftaki DC-9, með nýja tegund hreyfla, sem hafa lengra flugþol. Og hljóð- einangrun í farþegarými er svo góð, að farþegi í fyrsta fluginu spurði: „Er búið að slökkva á hreyflunum?“ Sæti eru fyrir 165 farþega, sem þýðir meira rými fyrir hvern farþega og aukin þæg- indi. I DC-9, sem er jafnstór vél, eru sæti fyrir 189 farþega. Og þó að OASIS teljist spánskt eru flestir yfirmenn flugfélagsins frá leiðandi alþjóðlegum flugfé- lögum eins og Lufthansa, SAS og fleirum. Farþegar í sólarlanda- flugi ættu því að geta verið vissir um að vel er séð um þjónustu og flugöryggi. Ferðafréttir frá Austur-Evrópu Pólveijar a'tla sér að sigra HVÍLÍK breyting á flugvellinum í Varsjá! Árinu áður voru langar biðraðir og hver ferðamaður mældur út af frekjulegu, einkennis- klæddu starfsfólki, sem hélt sig geta séð tilgang ferðalagsins, ■ með því að horfa nógu Iengi og gagnrýnandi! Hörkuleg kona gramsaði í töskum, hóf næríot á loft, eins og til að sýna hnignun hins kapítalíska þjóðfélags! Það mátti þakka fyrir að losna úr 'u prísundinni á klukkutíma! — En nú tekur toll- og vegabréfaskoð- un um 10 mínútur — allir brosa við manni og óska ánægjulegrar dvalar í Póllandi. Hvílík breyting! Á hótelum fá ferðamenn betri og persónulegri þjónustu. Áður var fólkið svo lokað, en núna tala flestir fijálslega við gestkomandi. Já, það eru ekki litríkir ferðabækl- ingar, sem draga ferðamenn til landsins heldur Pólveijar sjálfir — íbúarnir, sem hafa kjark til að takast á við erfiðleikana og trúa því varla, að þeir hafi málfrelsi og það sé hlustað á þá! Já, Pólveijar hafa fengið frelsi og við fögnum með þeim, en ótt- umst samtímis að fyrir suma sé það aðeins „frelsi til að svelta"! I janúar steig framfærslukostnaður um 76,8%, bankavextir um 40% — á meðan laun lækkuðu um 24% og iðnaðarframleiðsla dróst sam- an um 23%! Eins og ungur Pól- veiji komst að orði: „F'yrir ári átti ég peninga, en þá var ekkert hægt að kaupa. Núna eru búðir fullar af vörum, sem ég hef ekki efni á“! Skyldi pólskur iðnaður þola svo snögga breytingu yfir í frjálst markaðskerfi? Vestur- Þýskaland er fyrirmynd Pólveija, sem virðast ímynda sér að fijálst markaðskerfi sé leiðin til að verða ríkur á einni nóttu! En þeir ættu að athuga, að Portúgal, Mexíkó, Filippseyjar og Sri Lanka eru líka í fijálsu markaðskerfi. Þegar litið er í búðir og verð borið saman við laun, sýnist kraftaverk að láglauna- og eftir- launafólk skuli geta komist af. En fólkið bjargar sér með því að kaupa á mörkuðum, sem spretta upp á hvetju götuhorni. Þar geng- ur allt kaupum og sölum persónu- legar eigur fólksins seidar og end- urseldar. Áður gátu ríkisrékin fyrirtæki fengið bankalán, ef með þurfti, en núna eru vextir of háir. Þess vegna hafa ríkisfyrirtækin slegist í hóp götusalanna og selja úr flutningabílum hveiti, sykur, kjúklinga, rafmagnstæki. Furðu- leg þróun! Og allir virðast vera að kaupa og selja, en engínn að Bílskottið er söluborð! „Mark- aðsborð" eins og þetta í Gdansk spretta upp. Yfir öílu liggja óhreinindi síðustu 50 ára. framleiða. Já, fólk kemst af í bili, en framtíðat'lausn sýnist ekki inn- an seili'ngar. Enda er bannorð í Austur-Evr- ópu „að koma einhveiju í fastar skorður eða undirbúa fram í tímann“! Það er arfur kommún- istastjórnanna, sem reyndu að ríg- binda hvert smáatriði í nafni sós- íalismans. Og markaðir götunnar blómstra og áhuginn beinist ein- göngu að einstaklingsframtaki. Pólveijar eru búnir .að fá nóg af rígbindingu kerfisins og þrælkun samhyggjunnar. En þeir mega gæta sín að renna ekki inn í þá hugsjónafræði að segja: „Guð gaf okkur tvær hendur til að ná í allt sem við getum — fyrir okkur sjálf“! Að ferðast í Póllandi er ekki fyrir ferðamann, sem gerir kröf- ur. Bestu hótelin búa að vísu yfir sæmilegum þægindum og matur er nógur. En utan dyra mætir ferðamanninum „öðruvísi” and- rúmsloft. Þeirri fyrirlitningu, sem kommúnistastjórnir sýndu um- hverfínu, verður vart með orðum lýst! Það er sama hvort ekið er um borg eða sveit. í Katowice er ógnvekjandi umhverfismengun. Og fallega söguborgin Kraká, með sína áhugaverðu kastala, kirkjur og hallir, ber grimmdarleg ör. Það er sorglegt að horfa á mengunarskýið, sem liggur yfir hinu stórbrotna, fagra landslagi frá Tatra-fjöllum niður yfir vatna- svæðið á láglendinu. Sjóböð eru óhugsandi á strandlengjunni við Norðursjó. Yfir öllu liggur dimmt mengunarský síðustu 50 ára. Vonandi eru íbúarnir ekki líka mengaðir. En hjá Pólveijum virð- ist allt ganga út að ná í peninga. Og hver getur áfellst þá, sem hafa sætt áratuga áþján? Pólland hefur lengi verið í skrúfstykki á milli tveggja stórvelda, sem bæði hafa litið á Iandið sem áhrifa- svæði eða nýlendu þar sem hægt var að arðræna og ráðskast með íbúana. En í hvert skipti sem stór- veldin gleyptu Pólland, svelgdist þeim á bitanum. Pólland hefur sannarlega fengið sinn skerf. Og vonandi eru betri tímar í vændum fyrir hina hugrökku Pólveija. Upplýsingar: Pólska flugfélagið LOT og British Airways eru með daglegt flug til Varsjár frá Heath- row. Flugið verður að bóka með 14 daga fyrirvara. Verð um 21.000 kr. Flugtími tvær og hálf klst. Pan Am og Lufthansa fljúga frá Frankfurt. LOT flýgur til Gdansk og Kraká á sumrin. Leiguflug á milli Glasgow og Kraká á sumrin. Athugið að hótel- pláss er mjög takmarkað! í Varsjá er verð frá 7.500 kr. fyrir tveggja manna herbergi. Vegabréfsáritun tekur um viku. Um 160 zlotys í hverri krónu á opinberu gengi. Þýtt og endursagt úr Sunday Times. O.SV.B. 12

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.