Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1990, Blaðsíða 8

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1990, Blaðsíða 8
m I B JT 1 L A R í-íi' ■ L i V-íy “QsÍ %'i; ■ Seat Ibiza 1200 XL er fímm dyra og allvel sprækur. Farangursrýmið tekur 320 lítra. Ibiza frá Spáni á erindi til íslands Seat-bílarnir frá Spáni eru nú aftur teknir að fást hjá Heklu hf. sem hefur umboðið enda eru nú miklir kærleikar með Seat og- Volkswagen hinum þýsku. Seat bílarnir bera nöfii sem við þekkju betur úr öðru samhengi frá Spáni, Malaga, Marbella og Ibiza en það er einmitt síðastnefnda tegundin sem við skoðum hér. Ibiza er aðalsmerki Seat verksmiðjanna og var á síðasta ári fram- leiddur í yfir 200 þúsund eintökum. Við skoðum einkum Ibiza með 1200 rúms- entimetra yél sem kostar tæpar 700 þús- und krónur í staðgreiðslu án ryðvarnar og skráningar. Seat Ibiza er fáanlegur hér í þremur gerðum: Ibiza 903 Special með 45 hestafla vél og-er hann 3ja dyra, Ibiza 1200 XL sem er með 55 hestafla vél og er fimm dyra og Ibiza 1500 SXI sem hefur 100 hestöfl og ' er einnig 3ja dyra. Sá ódýrasti kostar 577 þúsund krónur staðgreiddur en dýrasta gerðin 893 þúsund. Traustvekjandi Ibiza gerðin hjá Seat er þokkalegasti bíll í útliti. Hann vekur þó enga athygli sakir frumleika í útliti en hann er sæmilega há- reistur og virkar nokkuð traustvekjandi sem hann rís að mörgu leyti allvel undir við nánari kynni. Þetta er lítill og kannski nokk- uð kubbslegur bíll. Ibiza er 3,637 m lang- ur, 1,61 m breiður og 1,394 m hár. Hæð undir lægsta punkt er 12,4 cm og vegur bíllinn með minnstu vélinni 860 kg, sá í miðið vegur 900 kg og sá með stærstu vél- inni 925 kg. Þeir geta síðan borið milli 400 * og 500 kg. Ibiza með minnstu vélinni er sagður hafa 129 km hámarkshraða, miðgerðin með 155 km og 1500 bíllin er gefinn uþp með 175 km hámarkshraða. Viðbragðið er ekkert æsandi í þessum bílum, sá minnsti er 22 sekúndur að ná hundraðinu, sá næsti þarf 16 sekúndur og sá sprækasti 13 sekúndur. En eyðslan er líka í samræmi við þetta. Hún er sögð um 9 1 á hundraðið í bæja- rakstri og fer niður í kringum 5 lítra við jafnan þjóðvegaakstur á kringum 90. Bensíntankurinn tekur 50 lítra. Ibiza er í flokki ódýrra smábíla og sem , slíkur er hann all framarlega hvað stærð og rými snertir. Gott rými er í framstólum og þeir eru stífir og góðir og þótt stillingar séu bara bakhalli og nálægð við stýri gefur bílstjórasætið nokkuð góða vinnustellingu. Stýrið mætti þó vera brattara. Aftursætin eru sömuleiðis ágæt nema hvað þar þarf ekki hávaxna menn til að stijúkast uppund- ir og varla fer vel nema um tvo þar. Enginn íburður Öll innrétting er einföld í sniðum, enginn íburður er að sjálfsögðu mögulegur í svona bíl en það er vel og smekklega frá hlutunum gengið. Hægt er þó að fá rafdrifnar rúður- vindur og samlæsingu, þ.e. á dýrustu gerð- inni. Einn góðan kost má nefna sem kemur á óvart í litlum og ódýrum bíl en það eru þvottasprautur á framljósum. Mælaborð er mjög hefðbundið og stjómtækin eru þægileg viðureignar. Þá er bíllinn búinn dagljósabún- aði, klukka er í tveimur dýrari gerðunum, svo og snúningshraðamælir. Aftursætisbak er hægt að felia niður í tveimur hlutum og á það einni aðeins við um dýrari gerðimar. Af öðrum búnaði má nefna hitunarbúnað fyrir rúðuvökva, styrktan vatnskassa og eldsneytisgeymi og sérstaka ryðvöm í vélar- rúmi. Útsýni er ágætt og ökumaður á auðvelt með að venjast bílnum fljótt. Hliðarspeglar mættu þó vera stærri - það er óþarfi að hafa þá alltof litla þótt bíllinn sé ekki stór - og ekki veitir af að gefa ökumanni sem best tækifæri til að fylgjast með umferðinni fyrir aftan sig. í leiðinni má minna menn á að temja sér að stilla vel spegla og nota þá. Það er alltof algengt að sjá bílstjóra aka Mælaborð er með hefðbundnu sniði. þannig að þeir hafa enga hugmynd um hvað er að gerast fyrir aftan þá. Sumir myndu ekki einu sinni verða varir við eld- gos eða álíka stórbrotin fyrirbæri! Þokkaleg vinnsla Ibiza er svo sem enginn draumabíll í akstri en hann stendur þó fyrir sínu sem duglegur smábíll í þessum verðflokki. Gírskipting er nokkuð stirð að minnsta kosti í lítt notuðum bíl en bíllinn er fimm gíra. Heldur þarf að snúa stýrinu meira en mað- ur hefur vanist í mörgum bílum. Ibiza er þó léttur í stýri en því þarf að venjast svo sem oft er um bíla í ódýrari verðflokkum - það þarf að gefa þeim svolítinn tíma í við- kynningu. Hann fjaðrar ágætlega, er á 13 þumlunga hjólbörðum og er það ekki síst á þessu sviði sem hann virðist traustvekjandi. Þótt hröðunin sé ekkert sérstök þá er Ibiza'all þokkalegur í vinnslu og má segja að talsverður munur sé á 903 og 1200 gerð- unum. Það atriði myndi þó ekki ráða úrslit- um varðandi valið heldur miklu fremur notk- unin. Eigi að nota Ibiza sem snúningabíl fyrirtækisins skulu menn taka 903 gerðina en hiklaust 1200 XL ef nota á bílinn í fjöl- skyldusnattið. í heild má segja að Ibiza komi allvel út og með honum sé allmikið að fá fyrir 600 og 700 þúsund krónur í tveimur ódýrustu gerðunum. Sem fyrr segir er þetta enginn lúxus og bíll á þessu verði uppfyilir ekki drauma hvaða ökumanns sem er. Hann stendur þó vel undir því að vera þokkalega röskur bíll og vel útbúinn þótt hann sé svo- lítið stirður í fyrstu viðkynningu. Ibiza á því vissulega erindi til íslands sem góður * kostur í smábílaslaginn. jt Morgunblaðið/Sverrir Seat Ibiza 1200 XL er látlaus og traustvekjandi smábíll. 8

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.