Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1990, Qupperneq 9

Lesbók Morgunblaðsins - 12.05.1990, Qupperneq 9
úti ásamt áletrnn, svo verkið er í rauninni tvískipt; það verður bæði úti og inni.“ Það er allur gangur á því hvernig nútíma myndlistarmenn túlka Krist; sú hefðbundna ímynd hans sem- flestir kann- ast við úr biblíumyndum og af altaristöfl- um er sjaldséð i nýrri kirkjulist. Aðspurð um þetta sagði Steinunn, að Kristsmynd hennar yrði stílfærð mannsmynd og án persónulegra sérkenna. Hún kvaðst hafa valið glært gler vegna líkingarinnar við vatnið, en einnig og ekki síður til þess að taka tillit til glugga Gerðar Helgadótt- ur, sem fyrir eru í kirkjunni, þannig að hvorttveggja njóti sín. Sýningargestir á Kjai'valsstöðum munu sjá aðeins eina hlið á Steinunni eins og jafnan gerist á einni sýningu. Þar situr járnið alveg í fyrirrúmi; allt járn í járn, ef svo mætti segja. Þessari kynningu á listakonunni er hinsvegar ætlað að miðla því, að hún getur sýnt á sér aðrar og ólík- ar hliðar eins og fram kemur af lýsing- unni á kirkjuverkinu, sem væntanlega verður sett upp í Kópavogskirkju. Og til þess að bregða ljósi á fleira frá hendi Steinunnar, eru hér myndir af tveimur eldri verkum hennar; gifsmynd frá 1982 og minnisvarðanum um sjómenn á Grund- arfirði, sem er áhrifamikið verk í einfald- leika sínum með náttúruskúlptúrinn Kirkjufell í baksýn. GÍSLI SIGURÐSSON ■ mmism ' ■ . . --fc Minnisvarði um sjómenn á Grundarfírði fjallar í rauninni um sjómannskonuna Stallur er úr blágrýti, konumyndin úr bronsi og stílfært form, sem gefíir hug■ mynd um brimskafl, er úr ryðfríu stáli. Draumur. Gifsmynd frá 1982. efni. En með heppni, þrautseigju, dálitlum galdri og miklu súrefni má þó töfra mann- inn og sál hans framúr járninu." Steinunn talar um nauðsyn þess að lofa járninu að njóta sín; reyna fremur að gera minna en meira, því einfaldir hlutir eru oft áhrifamiklir. Hún hefur reynt að höggva í stein; gerði það úti á ítaliu - að sjálfsögðu í marmara. En það tók ekki huga hennar eins og járnið. Ekki tré held- ur. Hún segist hafa látið það í friði, en tekur fram að listamðurinn eigi ekki að láta efnið ráða hugmyndunum, heldur öfugt. Og að það geti verið varasamt að festast um of í einhverju einu'efni. Eg spurði Steinunni um myndverkið, sem hún á eftir að vinna í Kópavogs- kirkju. „Það verður úr steyptu gleri“, seg- ir Steinunn. „Þá er glært gler brætt í þar til gerðum mótum, sem unnin eru í réttri stærð úr gifsi. Glermulningur er settur í mótin og allt er það sett inn í bræðslu- ofn. Þesskonar ofn höfum við á Korpúlfs- stöðum. Það er fótaþvottur lærisveinanna úr Jóhannesarguðspjalli, sem lagður var til grundvallar við þessa samkeppni. Það leið- ir hugann að vatni og glært glerið minnir á vatn. Þetta er einskonar skýrn. Að hluta til er verkið mannsmynd sem stendur út úr veggnum, - stendur á steini úr næsta nágrenni kirkjunnar,, sem sagaður verður í tvennt. Helmingvr hans verður áfram Varla hefur það farið framhjá listunnendum, að nafn Steinunnar Þórarinsdóttur hefur heyrst hvað eftir annað, þegar kunngerðar hefa verið niðurstöður dómnefnda vegna samkeppna um listaverk á opinberum stöðum. Verk eftir Stein- unni var valið í nýja stjórnsýslumiðstöð á ísafirði og það kom í hennar hlut að setja upp minnisvarða um sjómenn á Grundar- firði. Síðast nú í vetur varð tillaga Stein- unnar að kirkjulistaverki í Kópavogskirkju fyrir valinu eftir að samkeppni meðal nokkurra listamanna hafði farið fram. Nokkur orð um STEINUNNI ÞÓRARINSDÓTTUR í tilefni skúlptúrsýningar, sem hún opnar á Kjarvalsstöðum í dag. Þetta verður að teljast vel af stað farið hjá listakonu, sem er þó aðeins 35 ára; Steinunn er fædd í Reykjavík 1955 og er Reykvíkingur í húð og hár eftir því sem hún segir. Námsferill hennar er óhefð- bundinn í þá veru, að hún fór í sitt grunnn- ám í Englandi og nam síðan skúlptúrfræð- in þar og á Ítalíu. Síðan hún kom heim frá námi, hefur hún starfað að list sinni hér í áratug og haldið fimm einkasýning- ar; síðast á Kjarvalsstöðum 1987. Eftir að Steinunn fór utan í listnám, gerði hún sér fljótlega ljóst, að skúlptúr höfðaði meira til hennar en önnur form myndlistar. Og þá er ekkert verið að spá í, hvað þetta getur verið erfið listgrein fyrir konur, vegna þess að sífellt þarf að vera að takast á við þunga hluti, gijót og járnplötur til dæmis. Að vísu er hægt að velja sér létt efni og vinna smá verk. En það er þó einmitt stór skúlptúr, sem heillar Steinunni meira. Það kemur af sjálfu sér, segir hún, þegar farið er að vinna með járn, að þeir skúlptúrar vilja verða stórir. Járnið er svo fallegt efni út af fyrir sig, eins og Þorgeir Þorgeirsson skáld segir í sýningarskrá Steinunnar: „...líkamar okkar þurfa járn. Blóð okkar tekur lit af því. Sjón okkar mótast afjárni því jarðlitirnir tveir, sá rauðbrúni og hinn dimmblái koma af samböndum járns við súrefni í loftinu. En þessir tveir standa vörð um græna litinn sem best róar sál- ina. Og fyrst járnið er í manninum og sál hans hlýtur maður að búa í hverri járn- plötu. En það kostar átök að finna hann. Því járnið er frumefni í hreinu formi. Aferð þess er þegjandaleg, Það er lokað Frá manni til manns. Járn, 200x300x230 sm. 1989. Myndin er á sýn- ingunni á Kjarvalsstöð- um. Ljósmyndir-.Lesbók/Sverrir Jární járn hjá Steinunni LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 12. MAÍ 1990 9

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.