Lesbók Morgunblaðsins - 27.10.1990, Síða 11
Hunangskökur og „hnetufólk" á þýskum jólamarkaði.
Jólamarkaðir í Þýskalandi
Um aldabil hafa jólamarkað-
ir verið fastur Iiður í þýskri
aðventu - fjölbreyttir að stærð
og andrúmslofti, allt frá 1-2
básum í litlum bæjum og þorp-
um upp í stóra markaði í Berlín,
Dresden, Munchen og
Niirnberg.
Flestir markaðirnir selja jóla-
tré, fléttaðar jólastjörnur úr
stráum, litlar tréskreytingar frá
Saxon Ore-fjöllum (aðallega út-
skorna engla að leika á hljóð-
færi), einföld leikföng, kerti, hnet-
ur, engiferkex, ávaxtabrauð
„Stollen", hunangskökur „Leb-
kiichen" og síðast en ekki síst
hinar þekktu þýsku pylsur „Brat-
wurste".
Hér á eftir fylgja dagsetningar
jólamarkaðanna. Síðustu 4 laug-
ardaga fyrir jól mega verslanir
vera opnar til kl. 16.00 og til kl.
20.30 á fimmtudögum.
Lúbeck 30.11.-10.12. Jóla-
markaður handiðnaðarfólks.
30.11. -23.12. Almennur jóla-
markaður. Hamborg 22.11,-
21.12. Bremen 1.12.-23.12. Berlín
30.11. -26.12. umhverfis „Ge-
dáchtniskirche“ 17.11. í Spandau
17.11. -21.12. á Alexandertorgi.
Celle 28.11.-22.12. Goslar
28.11. -21.12. Dresden 27.11.-
18.12. Munster/Westfalia
.1.-23.12. Bonn 28.11.-23.12.
Frankfurt/Main30.11.-22.12. Tri-
er 27.11.-23.12. Wúrzburg
30.11. -23.12. Heidelberg 30.11,-
23.12. Augsburg 30.11.-24.12.
Freiburg 30.11.-22.12. Nurnberg
30.11. -24.12. Regensburg
30.11. -23.12. Múnchen 1.12.-
24.12.
Nýir upplýsingabæklingar
Frá Bretlandi og Þýskalandi
Kominn er út bæklingur frá
þýska ferðamálaráðinu yfir
hvað er efst á baugi til apríl
1991. Og breska ferðamálaráð-
ið gefur út sérstakan jóla- og
áramótabækling, „Celebrate
Christmas & The New Year“.
í þýska ritinu eru gefnar dag-
setningar á kaupstefnum, við-
skipta- og listasýningum, leikhús-
verkum, tónleikum, hátíðahöld-
um, íþróttaviðburðum og úti-
skemmtunum. Biðjið um eintak
frá: Tysk Turist Information,
Vesterbrogade 6 D, DK-1620
Köbenhavn V. Sími: 9045-
33127095.
Breska ritið er fyrir þá sem
ætla sér að eyða jólum eða ára-
mótum í Bretlandi - veitir upplýs-
ingar um hótel, skoðunarferðir og
hvað er við að vera yfir hátíðirn-
ar. Breskar jólavenjur setja ávallt
sérstæðan blæ á árstímann. Leik-
sviðsbúnir jólasöngvarar á mörg-
um götuhornum, jólaleikir í leik-
húsum og uppákomur um áramót.
í Skotlandi. Breska ritið á að vera
fáanlegt á íslenskum ferðaskrif-
stofum.
í mannraunum
á Mývátnsleið
eftir villandi upplýsingar um færð á þjóðvegi eitt!
„Mývatn, Mývatn — við vilj-
um endilega sjá Mývatn,“ sögðu
ungversku vinir mínir. Auðvit-
að urðu þeir að komast þangað
þó að krapaslóð á Ak'ureyrar-
strætum gæfi til kynna að færð-
in gæti verið varasöm. Subaru-
bíll með fjögurra hjóla drifi víir
tekinn á leigu frá Bilaleigu
Akureyrar. Upplýsinga leitað í
Mývatnssveit og á Akureyri.
Utkoma: „Farið endilega yfir
Fljótsheiði. — Miklu styttri og
fljótfarnari leið!“ Og 14. októ-
ber var ekið á vit Mývatnssveit-
ar eftir þjóðvegi eitt.
Við gengum afleggjarann að
Goðafossi (öruggara til að festa
ekki bílinn í blautum snjó og poll-
um). Fossinn hefur aldrei birst
fegurri. Svartir klettar. Hvítt bak-
svið. Og silfurlit fossaföll. ‘Enda
var myndbandavélin á lofti hjá
Ungveijum. (En ég hafði skilið
myndavélina eftir heima. Var ekki
í vinnuferð!)
Af hveiju stoppaði ég ekki í
sjoppunni við Fossháls? Hefði ör-
ugglega verið ráðlagt að leggja
ekki á heiðina. Auðvelt að vera
vitur eftir á. Og við ókum sem
leið lá upp á Fljótsheiði. Ég hef
aldrei ekið þennan vegarspotta
öðruvísi en að sumarlagi. Hafði í
raun aldrei gert mér grein fyrir
miklum hæðarmun. Mundi aðeins
hvað Goðafoss blasir fallega við
þegar komið er niður heiðina á
bakaleið.
Strax í brekkunni upp á heið-
ina, fann ég að eitthvað var að.
Bíllinn rétt tommaði í fyrsta gír,
með fjórhjóladrifið á. Hjartað fór
upp í háls. Skyldi hann hafa það
upp á efstu brún? Hvernig gat ég
snúið við? Útilokað! Átti ég að
láta bílinn renna aftur á bak niður
brekkuna? Nei, hann yrði stjórn-
laus niður brekkuna! Og útilokað
að stöðva bílinn hefði ekki komist
aftur af stað! Þess í stað gaf ég
í og bíllinn skjögraði til beggja
hliða. „Vínarvals,“ sögðu gaman-
samir Úngveijar. „Af hveiju held-
urðu þig ekki á aðalvegi?“ En ég
er á þjóðvegi eitt, sagði ég!
Snjóblindan var algjör. Engin
hjólför. Og það grillti aðeins í
vegarstikur. Með öndina í hálsin-
um barðist ég við að halda bílnum
á veginum, sem ég vissi ekki hvar
lá. Dimmur skuggi framundan?
„Lögreglan við hraðamælingar!"
sögðu Ungveijar. Nei, mannlaus
bíll utan vegar. Og annar stuttu
síðar. Áfram yfir blindandi snjó-
Þýskaland
stækkar sem
ferðamannaland
Þriðja október sl. voru þýsku ríkin
tvö sameinuð með mikilli viðhöfn. Fimm
þýsk fylki hafa opnast ferðamönnum.
Og Berlín hefur stækkað.
Vissulega skortir öll upplýsingarit og
ferðaleiðbeiningar frá hinu fyrra Austur-
Þýskalandi. Þýska ferðamálaráðið vill
koma því á framfæri að nú er unnið af
kappi að undirbúningi fræðsluefnis og bið-
ur fólk að sýna skilning á því að útgáfa
upplýsingarita hefur ekki náð hraða hinna
pólitísku breytinga. Hin fimm nýju fylki
eru: Brandenburg, Mecklenburg-
Vorpommern, Sachsen, Sachsen-Anhalt og
Thúringen.
Öruggara að hafa skóflu í farteskinu!
skafla í fljúgandi hálku — yfir
endalausa heiði, sem ég hafði
ekki áður verið meðvituð um á
íslandskortinu. Rann út í veg-
kantinn og reyndi að stýra bílnum
aftur inn á ósýnilegan veg. Hvað
átti ég að gera ef bíllinn festist
uppi á miðri heiði? Hvernig átti
ég að koma fólkinu (illa búnu og
á blankskóm!) niður af heiðinni?
Sannarlega fréttaefni ef við-
skiptafulltrúar frá sendiráði Unjg-
veijalands lentu í bílslysi á Is-
landi! Ég geri mér ekki grein fyr-
ir hvað við vorum lengi að beijast
við náttúruöflin uppi á Fljóts-
heiði, en loks hallaði undan niður
flughála brekku — skautasvelli
líkasta.
Þegar kom á „svarta veginn“
(éins og Ungveijar nefndu snjó-
lausa vegarkafla!) ók ég beint að
kaupfélaginu í Reykjadal. Nú
skyldi verða spurt um færð og
ekki lagt út í neina óvissu! „Kom-
uð þið Fljótsheiðina?“ sagði af-
greiðslukonan undrandi. „Hún er
buin að vera lokuð síðan fyrir
helgi. Þá áttu bílar í erfiðleikum
með að komast yfir hana!“ En
hvernig er Mývatnsheiðin? „Hún
er alltaf farin.“ Er Kísilvegurinn
betri? „Nei, hann er örugglega
snjóþyngri."
Ungveijar hófu að syngja bar-
áttusöngva þegar ein snjóbrekkan
í viðbót var í augsýn! Ekki reynd-
ist hálkan minni á Mývatnsheiði,
en hér var þó hægt að sjá bílför
í snjónum. Og þeir í Mývatnssveit
höfðu nefnt lítilsháttar snjófjúk á
vegum! Við Másvatn stóð bíll
þversum á miðjum vegi. „Eruð
þið með skóflu,“ sagði unga stúlk-
an sem barðist við að ná föstum
snjófergjum undan bíl sínum. Hún
var enn titrandi og skjálfandi eft-
ir að bíll hennar, Lada-jeppi, hafði
runnið út af veginum. Rúta hafði
kippt jeppanum upp á veg, en
skilið hana eftir með óökufæran
bíl! „Þetta er alveg hræðilegt"
sagði hún, „fljúgandi hálka alla
leiðina að Mývatni!" Engin skófla
var í okkar bílaleigubíl, en Ung-
veijar þrifu lausar vegstikur (sem
Lada-jeppinn hafði sópað með
sér) til að íjarlægja snjóinn undan
bílnum.
Og það fór fyrir okkur eins og
útlenda ferðamanninum sem fór
að skoða Mývatn og sneri við hjá
Másvatni sem hann hélt vera
Mývatn! Þó var Ungveijum ekki
talin trú um að Másvatn væri
Mývatn! Og þeir sneru aftur án
þess að sjá Mývatn, en höfðu aldr-
ei komist í betri snertingu við
íslensk náttúruöfl. Hrakfarir okk-
ar reyndust mesta ævintýri sem
þeir höfðu upplifað. Hugsið ykkur
alla þá útlendu ferðamenn sem
skoða Mývatn en þeir voru í sér-
flokki — lentu í mannraunum á
Mývatnsleið! '
Og ég fór að hugsa um sjónar-
hom Ungveija af sólheitum Mið-
Evrópusléttum. Hvernig skyldi
ísland horfa við þeim? Skyldu
þeir hafa búist við að mæta
ísbjömum í snjóblindunni á heið-
inni? Skyggni var ekki mikið í
þessari skoðunarferð, en litir og
birta mjög sérkennilega falleg.
Hestar og sauðfé að bíta gulbrúna
eða skærgræna grastoppa sem
teygðu sig upp úr nýföllnum snjó.
Dulrænt, órætt landslag — jafnvel
fyrir Islendinga. Tvímælalaust er
hápunktur útlendra ferðamanna
að kömast í sem nánust tesigsl
við íslenska náttúru. í raun skipt-
ir ekki máli hvemig veðrið er.
En hér var teflt á tæpasta vað.
Og þakka má fyrir að allt slamp-
aðist. Upplýsingar vægast sagt
mjög villandi! Játa, að ég vissi
ekki að Vegagerðin væri með
símsvara á Akureyri. Enginn
sagði mér frá honum. Er það
vegna þess að staðarbúar noti
hann lítið eða treysti ekki á hann?
En hefði símsvarinn beint okkur
á rétta leið?
Björn Brynjólfsson varð fyrir
svörum hjá Vegagerð Akureyrar.
„Kinnár- og Kísilvegur em á
snjómokstursplani — ekki Fljóts-
heiði!“ Hvers vegna ekki þjóðveg-
ur eitt sem er miklu styttri?
„Spurðu okkur ekki. Þessu er öllu
stjórnað frá Reykjavík!" Af hveiju
gáfuð þið ekki upplýsingar um
Fljótsheiði umrædda helgi? „Þeg-
ar maður fær ekki upplýsingar,
gefur maður engin svör!“ Hvaðan
fáið þið upplýsingar um færðina?
„Frá Húsavík."
Og spurningar vakna. Af hveiju
er Vegagerðin ekki í beinu sam-
bandi við þjónustumiðstöðvar þar
sem flestir ferðamenn koma við?
Af hveiju er ekki sett upp lítið
viðvömnarskilti þegar „innan-
sveitar-vegarspotti á þjóðvegi
eitt“ lokast í fleiri daga? Það
gæti verið utansveitarfólk á ferð
sem ekki veit það sem greinilega
allt innansveitar fólk veit! Hér
vantar mikið á. Við erum að tala
um að lengja ferðamannatímann.
Við verðum að vera undir það
búin að veita sem bestar upplýs-
ingar. Og það var aðeins miður
október!
Oddný Sv. Björgvins
LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 27. OKTÓBER 1990 1 1