Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1990, Side 5

Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1990, Side 5
Nyrstu rætur íslenskrar mcnningar Frá Hálogalandi voru þeir blandaðir Sömum Fáir íslendingar fyrr á öldum lögðu leið sína allt norður til Finnmerkur, en þó er getið tveggja Húnvetninga sem gistu þessar norðlægu byggð- ir. Noregskonungar þóttust löngum hafa einka- rétt til að eiga kaup við Sama og aðra byggj- - Síðari hluti endur Finnmerkur, enda var fátt gróðavæn- legra forðum en að kaupa skinn þar norður frá við lágu verði og selja síðan margfalt dýrara suður á Englandi og annars staðar þar sem nægur markaður var fyrir hvers konar grávöru. í fróðri bók sem skráð var í Víðidalstungu seint á fjórtándu öld (og gerði grein fyrir námi Gunnhildar konunga- móður) er merkilegur þáttur af Oddi nokkr- um Ófeigssyni frá Mel í Miðfirði, en hann var uppi á elleftu öld og dvaldist vetrar- langt á Finnmörk. Um vorið er siglt í suður- átt og þá lendir hann í miklum háska af þeim sökum að skipveijar hans höfðu keypt ýmislegt af Finnum í algeru leyfisleysi. En þó tókst Oddi að sleppa heilu og höldnu heim til Miðfjarðar. Óg í fjórtándu aldar annál frá Víðidalstungu er þess sérstaklega getið við árið 1310 að „Hákon konungur sendi Gizur galla á Finnmörk eftir skatti er ekki hafði fengist um mörg ár“. Og árið eftir segir að Gizur kæmi „aftur af Finn- mörk með skatt Hákonar konungs". En Gizur galli (1269-1370) bjó þá í Víðidals- tungu og var afi Jóns Hákonarsonar (f. 1350) bónda þar, en það var einmitt þessi Jón sem síðar lét gera annálinn og skrá sundurleitan fróðleik sem varðar Finnmörku og aðrar sveitir þar eystra. Ólafur bekkur sem nam dalina vestan við Ólafsijörð. Og Unnur dóttir Snorra goða (d. 1031) giftist óðalsbóndanum í Bjarkey og þar sátu niðjar þeirra hjóna um langan aldur. Lýsingin hér að framan veit að nyrsta hluta Hálogalands, þar sem vetrarnóttin verður svo löng að undrum sætir, en þessi stutta frásögn mun vera brot af ýtariegu háleygsku eyjatali. Leifum af því virðist bregða fyrir á öðrum stöðum, til að mynda í Eglu: „Norður á Hálogalandi heitir fjörð- ur Vefsnir; þar liggur ey á firðinum og heitir Álöst, mikil ey og góð; í henni heit- ir bær á Sandnesi." í Eglu er hins vegar býsna greinagóð lýsing á Finnmörku og þar er getið þeirra landa sem að henni liggja; hún hljóðar á þessa lund: Finnmörk er stórlega víð. Gengur haf fýr- ir vestan og þar af firðir stórir, svo og fyrir norðan og allt austur um. En fyrir sunnan er Noregur, og tekur mörkin ná- lega allt hið efra suður, svo sem Háloga- land hið ytra. En austur frá Naumudal er Jamtaland, og þá Helsingjaland, og þá Kvenland, þá Finnland, þá Kiijiálaland. En Finnmörk liggur fyrir ofan þessi lönd og eru víða fjallbyggðir upp á mörkina, sumt í dali en sumt með vötnum. Á Finn- mörk eru vötn furðulega stór og þar með vötnunum marklönd stór, en há fjöll liggja eftir endilangri mörkinni, og eru það kall- aðir Kilir. Enginn vafí getur legið á þeirri tilgátu að höfundur Eglu hefir þegið þessa fróð- leiksgrein úr eldra riti. Þótt slík landafræði sé ekki ýkja algeng í fornsögum, þá þykir mér rétt að minna á frábæra Danmerkurlýs- Ýmsir landnámsmenn, sem voru háleygskir að uppruna voru bendlaðir við galdur eða seið, svo sem Þuríður sundafyllir sem „seiddi til þess í hallæri á Hálogalandi að hvert sund var fullt af fiskum“. Eftir HERMANN PÁLSSON Þuríður sundafyllir fór létt með það „að seiða til þess“ í hallærí á Hálogalandi, að firðir fylltust af fiski, enda var hún af samískum uppruna. 5 Með því að fáir áttu kost á því að kynn- ast nyrstu byggðum Noregs af eiginni reynd, var reynt að bæta úr slíkum vanda með hvers konar skrám og lýsingum. Prýðilegt dæmi er eftirfarandi glefsa úr íslensku handriti: „Þessar eru eyjar fyrir Hálogalandi: Næst er byggð af kristnum mönnum ey sú er Salarey heitir, önnur Þýðingsey. Þá er fjörður er Malangur heitir; hann skilur Finnmörk við búmenn. Fyrir sunnan Mal- angur stendur kirkja er heitir í Lengjuvík er menn hyggja norðasta kirkju í heimin- um; þá er ey er Senjan heitir, þá Trákn- ey, Dúreksey, Andyrja, Róöld, Brimilsey, Bjarkey, Sónesta, Kviðiney, Hinn er mest; þá er í Kviðufirði, þá Þrándarnes. “ Þetta eru býsna fornleg ömefni, enda liggja þau á ystu mörkum hins kristna heims. Um Malangur er það helst að segja að Hákon gamli fékk landnemum frá Bjarmalandi bólstaði þar, þegar þeir flýðu vestur undan árásum Tartara; á þetta mál var drepið í dálkum Lesbókar í fyrra. Af þeim eyjum sem hér eru nefndar kom engin jafnmikið við íslenska sögu og Bjarkey, þaðan var landnámsmaðurinn ingu í Knýtlingasögu og Göngu-Hrólfs sögu, og í hinni síðarnefndu er einnig stutt, en greinargóð lýsing á Englandi. 6 Ýmsir landnámsmenn sem voru háleygsk- ir að uppruna voru bendlaðir við galdur eða seið, svo sem Þuríður sundafyllir sem „seiddi til þess í hallæri á Hálogalandi að hvert sund var fullt af fiskum. Hún setti og Kvíar- mið á Ísaíjarðardjúpi og tók til á kollótta af hveijum bónda í ísafirði." Talið er að Háleygir hafi numið slíka kunnustu af sem- sveinum þar norðurfrá sem nú eru raunar kallaðir Samar. Hitt þykir einnig sennilegt að sá seiður sem kenndur er Óðni í Yngl- inga sögu sé að nokkru leyti kominn frá Finnum eða Sömum. Um íslenska landnema frá Hálogalandi má ætla að þeir hafi að einhveiju leyti verið blandaðir Sömum, og því munu nyrstu rætur þjóðarinnar liggja frá Finnmörku. Þegar tekið var að skrá frá- sagnir af landnámum, sennilega rétt fyrir aldamótin 1100, um það leyti sem tíundar- lög voru sett (1097), þá hafði margt geng- ist í minni frá upphafí þjóðar, enda er enga ábendingu að finna um marga landnáms- menn hvaðan úr Noregi þeir komu. Giskað hefur verið á að sjöundi hver landnámsmað- ur sem getið er um uppruna hans sé kom- inn frá Hálogalandi og Naumudal, næsta fylki fyrir sunnan. Nokkrir landnámsmenn komu frá eyjunum Bjarkey, Ömd, Öngli og Lófót norðarlega á Hálogalandi og Hrafn- istu úti fyrir Naumudal, sem gamlir fræði- menn töldu raunar til Hálogalands. 7 Frásögn Vatnsdælu af Ingimundi gamla ber glögglega með sér minningar um fjöl- kynngi Sama í fornum sið. Ingjaldur fóstri hans býr honum veislu. „Þeir Ingjaldur efna þar seið eftir fornum sið til þess að menn leitaði eftir forlögum sínum. Þar var komin Finna eiri fjölkunnug. Ingimundur og Grímur komu til veislunnar með miklu fjöl- menni. Finnan var sett hátt og búið um hana veglega. Þangað gengu menn til frétta, hver úr sínu rúmi, og spurðu að örlögum sínum. Hún spáði hveijum eftir því sem gekk, en það var nokkuð misjafnt hversu hveijum líkaði.“ Nú spáir kella Ingimundi: „Þú munt byggja land er ísland heitir. Það er enn víða óbyggt. Þar muntu gerast virð- ingamaður og verða gamall. Þínir ættmenn munu og margir verða ágætir í því landi.“ En Ingimundur er mikill konungssinni, ann áttjörðum sínum og einráðinn að koma aldr- ei í þann stað, enda virðist maðurinn ekki vera nógu þroskaður enn til að gerast Hún- vetningur, en þá segir Finnan að nú sé horfinn hlutur einn úr pússi hans og kominn í holt það á Islandi sem hann muni byggja. Ingimundur þverskallast við um hríð að fylgja forlögum sínum, en þó fer svo að Ingimundur sendir eftir þeim Finnum eða Sömum sem geti sýnt honum „héraðs vöxt og landa skipan" á ókunnu landi. Þrír Finnar koma suður á vit Ingimundar og hann lofar að launa þeim tilvikið með smjöri og tini, „en þér farið sendiferð mína til íslands að leita eftir hlut mínum og segja mér frá lands- lagi“. Rétt eins og Sömum var títt um það leyti, þá kölluðu þeir sjálfa sig „sem- sveina“, takast á hendur hamför til íslands, finna þar hlutinn í einum djúpum dal, geta þó ekki náð honum og koma tómhentir til baka, enda ræður Ingimundur það af að fara sjálfur til íslands. Tvær fornsögur fjalla einkum um Hrafn- istumenn og viðskipti þeirra vð Sama; Ket- ils saga hængs og Gríms saga loðinkinna; auk þess er töluverðan fróðleik að finna um þetta efni í Áns sögu bogsveigis og Örvar- Odds sögu Eyjan Hrafnista úti fyrir Naumudal var ættaróðal þeirra manna sem koma mest við þessa fjórar sögur. Eins og getið var hér að framan, þá bendir viður- nefni Hallbjarnar hálftrölls til þess að hann hafi verið Sami í aðra ættina, enda virðist Katli hæng syni hans hafi brugðið þangað; hann var ekki vænn yfirlitum, og Samar þóttu löngum heldur ófríðir sýnum. Ævin- týri Ketils hængs eru að því leyti undarleg að hann leggur leiðir sínar í norðurátt, alla leiðina hinumegin við Finnmörk, og einkum í því skyni að afla matar, enda vildi hann ekki vera ómagi heima hjá sér þegar hall- æri dundi yfir. I fljótu bragði virðist frásögn- in vera full af ýkjum og hjátrú, en þegar betur er að gætt, kemur í ljós að margar lýsingar fá staðist. Þegar sagt er frá jötnum og tröllum er auðsæilega átt við Sama, enda leggja þeir stund á dýraveiðar og fjöl- kynngi. Enginn skyldi láta sér bregða við þá staðhæfíngu að Ketill sá „mjallroku mikla og að maður renndi eftir honum og hafði tvo hreina og vagn;“ vitaskuld er átt við að Gusir beitti hreindýrum fyrir sleða sinn. Þegar Ketill kemur heim nórðan úr Finn- mörk með breiðleita brúði sína, Hrafnhildi Brúnadóttur, sýnir Hálftröll faðir hans furðu litla kæti af sér og verður mjög byrstur og styggur við hennar komu: „Hví býður þú trölli þessu hér að vera?“ Hér kemur í ljós kímni söguhöfundar sem var býsna fróður og kinokaði sér ekki við segja skemmtilega frá hlutunum. Norður í Skrofum „sá hann á nesinu tröllkonu í berum skinnkyrtli. Hún var nýkomin af hafi og svört sem bik væri. Hún glotti við sólunni.'1 Þessi langleita kona sem lætur róa nefið og flestum flögðum ferlegri, er á leið í brúðkaup suður við Gaut- elfi. Minningar um Lappa eða Sama bland- ast hér saman við þjóðsögur af jötnum og risum, svo að örðugt getur verið að greina kaldan veruleika Finnmerkur frá ýmiss kon- ar myndum sem kviknuðu í fijóum hugum Háleygja og settu svip á reynslu þeirra sjálfra. Sonur þeirra Hængs og Hrafnhildar er Grímur loðinkinni, en sögu hans lýkur með niðjatali þeirra hjóna á íslandi, enda reyndu ættfróðir forfeður okkar ekki að dylja hins sanna um samískan uppruna þjóðarinnar. Höfundur er fyrrv. prófessor við Edinborgarhá-- skóla. LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 10. NÓVEMBER 1990 5

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.