Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1990, Side 10
Sérstæðar ferðir
„Fórboðna
borgin“
en þeim má skipta í „hæð langlíf-
is“ og Kunming-vatn. Dingling-
grafhýsið (eitt af 13 grafhýsum
Ming-keisaranna) er höll, 27
metra undir yfirborði jarðar. Já,
það er margt að sjá í Peking, en
mannlífið mun flestum finnast
forvitnilegast.
Aðalverslunargata Peking er
Wangfujing — þéttsetnust á
sunnudögum, aðalverslunardegi í
Peking! Handiðnaður er afar
áhugaverður í Kína t.d. skartgrip-
ir, jaðe-útskurður, lakkaðir
skrautmunir, málverk, silki og
handsaumur. Nýjar verslanir
spretta upp í nágrenni hótela og
verðlag hækkar. — Athugið að
oft má fá miklu hagstæðara verð
utan helstu ferðamannasvæð-
anna. í ríkisverslunum er fast
verð, en hægt að prútta í minni
einkaverslunum. „Friendship
Store“ eru verslanir fyrir útlend-
inga og margt má fá á betra
verði annarsstaðar, en treysta
má vöruúrvali og gæðum. Þekkt-
asta fornverslun í Peking er
Yunguzhai við Austur-Liulichang
80. „Bejing Arts and Crafts Trust
Company“ við Chongwenmennei
D’ajie 12 selur margt áhugavert
— oft nefnd„leikhúsbúðin“ vegna
úrvals leikbúninga gömlu Pek-
ing-óperunnar, sem þar eru í boði.
Haustið besti árstíminn
Á haustin er sólríkt og þægi-
legur hiti. Votviðrasamt á sumrin.
í nóvember og mars er meðalhiti
um 4 stig. í desember, janúar og
febrúar getur hiti farið niður fyr-
ir frostmark (íafnvel niður í 7
stiga frost) en pað snjóar sjaldan
og yfírleitt þurrt og bjart. Gott
Minnisvarði þjóðhetjanna á
Tiananmen-torgi.
„Hallar-
safnið“ var
reist 1406-
1420. Þar
sátu keisarar
Ming-
Qing-
ættanna.
Höllin
ekkert
smásmíði
fremur
annað í Kína.
Gólfrými
150.000 fer-
metrar. Her-
bergi 9 þús-
und talsins!
Og höll og garðar ná yfir 720.000
fermetra. Auðvitað kemst enginn
ferðamaður yfir að skoða 9 þús-
und herbergi, enda er aðeins hluti
af þessari geysistóru byggingu
listasafn. En höllin er talin sýna
mjög vel kínverskan bygging-
Gengið
eftir
Kína-
múrnum.
Leiðsögukonur í Sumarhöiiinni.
arstíl og einn fullkomnasta hall-
arstíl sem um getur.
Píslarvottar á píslartorgið
Á Tiananmen-torgi í miðborg
Peking eiga ferðamenn kannski
hljóða stund til að minnast hinna
hugsjónaríku stúdenta sem voru
stráfelldir þar í fyrrasumar. Um
tíma stöðvaðist allur ferðamanna-
straumur til Kína vegna þessa
hroðalega atburðar — og er fyrst
að komast á stað aftur. Torgið
er hið stærsta í heimi — nær yfir
40 hektara. Á því miðju stendur
minnisvarði um þjóðhetjur Kína.
(Hvenær skyldu stúdentar fá þar
minnisvarða?) Við torgið er líka
minningarhöll Maós formanns,
kínverska þjóðminjasafnið og
safn um kínversku byltinguna.
„Hofið guðdómlega" er frá
1420. Þangað komu keisararnir
til að biðja um góða uppskeru.
Umhverfis Sumarhöllina eru
stærstu konungsgarðar í Kína,
veður til að skoða þessa miklu
heimsborg.
Þegar komið er á svo fjarlægar
slóðir er afar freistandi að ferð-
ast víðar og skoða meira. Frá
Peking.er hægt að taka innan-
landsflug eða lestarferðir til
helstu kínversku borganna. Á
Hainan-eyju (á sömu flugleið) er
hægt að komast í sólbaðsveður.
En athugið að ferðaþjónusta er
afar lítt þróuð í Kína, utan
stærstu hótelanna. Farið aðeins
á viðurkennd veitingahús —
matareitrun í fjarlægu landi er
ekkert grín. Og ef þið hafið áhuga
á öðrum löndum í nágrenninu,
verður að undirbúa„pakkann“ eða
fá tilboðsverð á ferðum þangað
áður en lagt er upp. Umtalsvert
kostnaðarsamara að breyta flug-
miðanum í Kína. O.Sv.B.
Ferðaskrifstofan Saga
stendur fyrir þessu ferðatil-
boði í samvinnu við fínnska
flugfélagið Finnair og nokk-
ur af bestu hótelum í Pek-
ing. Á fimmtudögum er
besta tengiflugið fyrir far-
þega héðan. Flogið er frá
Kaupmannahöfn til Helsinki
(tæpir 2 tímar) en 8 tíma
flug milli Helsinki og Pek-
ing. Sérstaklega er bent á
hótel China World, verslun-
ar-, gisti- og ráðstefnu-
miðstöð, opnuð sl. vor og
talið eitt besta hótel í Kína.
Verð frá kr. 101.700 í
tvíbýli. Innifalið: flug og
gisting með morgunverði í 2
vikur.
Pekmg'
Ferðatilboð til nýrra áfanga-
staða eru alltaf að koma frám.
Sumir hverjir mjög framandi
bæði í fjarlægð og siðvenjum.
Einn þeirra er Peking, höfuð-
borg Kína. Hagstæðar vetrar-
ferðir eru í boði þangað og
dvöl í 1-2 vikur fram í marslok
’91.
Það er erfitt fyrir okkur íslend-
inga að skilja hina gífurlegu
mannmergð, sem byggir Stóra
Kína. Peking ein telur yfir 9 millj-
ónir íbúa. Peking er fom menn-
ingarborg með 3000 ára sögu að
baki og geymir margt forvitni-
legt. Má þar nefna Kínamúrinn,
sem er 6.350 km langur og nær
yfír 9 fylki. Bygging hans hófst
þegar á 7. öld, en núverandi
Kínamúr var
reistur 1368
og fram-
lengdur um
200 ára
skeið. Geinf-
fræðingar
hafa staðfest
að Kínamúr-
inn sé eina
mánnvirki
jarðar sem
sést frá
tunglinu!