Lesbók Morgunblaðsins - 10.11.1990, Page 12
?, a
oeet sraeMavöM .01 auoaqhaouaj aia/wia/uoHOM
B M 1 L A R
SIGMA
- nýr lúxusvagn frá Mitsubishi
Sigma heitir nýr bfll frá Mitsubishi sem
kom á markað erlendis snemma á
þessu ári og er væntanlegur hingað
til lands á næstunni. Sigma er rúmlega
meðalstór bfll með ríkulegum búnaði og er
honum ætlað að keppa við 5 iínuna frá BMW
eða Audi 100 svo dæmi séu tekin af evrópsk-
um bflum og af japönskum keppinautum
má nefna Honda Legend og Nissan Max-
ima. Verð á Sigma hérlendis verður trúlega
rúmlega tvær milljónir króna.
Mitsubishi verksmiðjumar ákváðu fyrir all-
mörgum árum að fikra sig ofar í samkeppn-
inni og bjóða fram lúxusbíl. Er byggt á
góðri reynslu sem fengist hefur af minni
bflunum. Segja fulltrúar Mitsubishi að þar
hafi menn fengið mikið fyrir peningana og
ætlunin sé að svo verði einnig með þennan
stærri bfl.
Eftirfarandi atriði voru meðal þess sem
forráðamenn Mitsubishi höfðu í huga þegar
hafinn var undirbúningur að framleiðslu á
Sigma: Bjóða fallegan bíl og vel búinn sem
gæti uppfyllt miklar kröfur, nýta hvaðeina
sem nýtt væri í tækni bæði til ánægju í
akstri og til að auðvelda aksturinn, spara
hvergi í vönduðum«frágangi og leggja mikla
áherslu á öryggisatriði.
í útliti svipar Sigma mest til Mitsubishi
fjölskyldunnar en sjá má einnig ákveðinn
svip með BMW. Sigma býður upp á þriggja
lítra V6 og 24 lítra vél með rafstýrðri fjöl-
innsprautun, hann beygir öll hjól þegar ekið
er á yfir 50 km hraða, hann er búinn læsi-
vörðum hemlum, hægt er að velja hvort
sjálfskiptingin vinnur mjúkt, þ.e. skiptir sér
á lágum snúning, eða láta hana ekki skipta
fyrr en við mikinn snúning til að auka
vinnslu og hröðun sem kemur sér til dæmis
vel við framúrakstur. Sigma er 4,75 m lang-
ur, 1,775 m breiður og 1,435 m hár.
Mjúka og ávala línan ræður ríkjum hið
innra. Mælaborðið er bogadregið, stýrið leð-
urklætt, sætin með tauáklæði og stillanleg
á marga vegu. Hægt er til dæmis að hækka
setuna annað hvort að framan eða aftan
auk þess sem hægt er að hreyfa hana alla
upp og niður. jt
Seat-verksmiðjurnar reyna að spá í framtíðina eins og aðrir bílaframleiðendur. Hér
er frumgerð sem kölluð er Proto C og er eins og aðrar frumgerðir bíla nokkuð
óvenjuleg útlits. Hún er líka óvenjuleg hið innra hvað varðar vél og búnað, áhersla
er lögð á sparneytni og mikið rými en ekki orku og hraða.
Seat orðinn fertugnr
Á þessu ári eru liðin 40 ár frá því Seat
verksmiðjurnar á Spáni tóku til starfa en
þær hófu göngu sína í samvinnu við Fiat.
Fyrir nokkrum árum var gengið til sam-
starfs við Volkswagen um framleiðslu og
sölu og hér á landi er það Hekla hf. sem
hefur umboð fyrir Seat rétt eins og aðra
bfla frá VW. AIls hafa verið framleiddir 6
milljón Seat bílar og hefur aðalsölusvæði
þeirra verið í suðurhluta Evrópu.
Starfsmenn Seat eru rúmlega 25 þúsund
og framleiða auk Seat bílanna meðal ann-
ars Volkswagen Polo. Verksmiðjur eru fjór-
ar og hefur hlutdeild Seat í bílamarkaði í
Evrópu vaxið jafnt og þétt síðustu árin.
Árið 1984 nam hún 0,4% af heildarsölunni
en í fyrra 2,5%. Framleiddir voru um 450
bílar á dag fyrir fáum áram en í dag nærri
1.600. Alls voru framleiddir 208 þúsund
bílar af gerðinni Seat Ibiza á síðasta ári en
heildarframleiðslan að Volkswagen bílunum
meðtöldum nam 474 þúsund bílum. Jókst
hún um 40 þúsund bíla frá fyrra ári og
nemur framleiðslan á starfsmann um 19
bílum á ári.
Forráðamenn Seat hafa sett sér það
Seat Ibiza er ekki mjög útbreiddur á íslandi en
sækir í sig veðrið.
markmið að ná enn betri stöðu
á smábílamarkaði í Evrópu í
framtíðinni með' því að leggja
alla áherelu á gæði í framleiðsl-
unni og þjónustu við eigendur
Seat-bíla. Næstu 10 árin á að
leggja sem svarar 350 milljörð-
um íslenskra króna til að koma
upp nýrri verksmiðju í Marto-
rell. Hún á að geta framleitt
1.500 bíla á dag og er ráðgert
að hefja framleiðsluna í árslok
1992.
jt
Ráðleggingar í vetrarkuldum
Olíufélagið hf. hefur sent frá sér litinn
bækling sem hefur að geyma ráðlegging-
ar varðandi notkun dísilvéla í vetrarkuld-
um. Bækling þennan má fá á bensínstöðv-
um félagsins. í formála segir að kaldir
vetrardagar geti valdið erfiðleikum í
akstri dísilknúinna tækja því bæði vél-
arnar sjálfar og eldsneyti þeirra verði
fyrir miklum áhrifum veðurfarsbreyt-
inga.
í bæklingnum ér fjallað um eiginleika
dísilolíu og hvernig kuldi hefur áhrif á þá.
Þá er bent á ýmis ráð sem hægt er að grípa
til til að forðast gangtruflanir, hvað hægt
er að gera þegar gangtruflana verður vart
og fjallað er um geymslu á dísilolíu. Ráð-
í bæklingi Olíufélagsins um ráð við vetr-
arkulda er t.d. sýnt á þessari mynd hvaða
atriði eru ávísun á erfiðleika í miklum
kulda.
leggingar þessar eiga jafnt við bílvélar sem
og aðrar dísilknúnar vélar. jt
Opið hús hjá Bílaumboðinu
Bílaumboðið hafði opið hús um síðustu helgi og sýndi þar einkum Renault bíla en einn-
ig voru vélsleðar til sýnis. Að sögn forráðamanna Bílaumboðsins leit fjöldi manna við
um helgina og seldust nokkrir bflar og vélsleðar. Mestur áhugi var fyrir Renault 19 og
21 en boðið var upp á reynsluakstur.
12