Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1991, Blaðsíða 16

Lesbók Morgunblaðsins - 02.02.1991, Blaðsíða 16
B I L A R > -v Fjölskyldubíll 10. áratugarins Bandarískir bílakaupendur hafa tekið sérstöku ástfósti við það sem þeír kalla „mini van“ og við nefnum fjöl notabil þar til betra orð finnst. Ástæðan er þessi: Hér er farartæki þar sem maður situr næstum jafn hátt og í jeppa og hefur miklu betri yfirsýn yfir umferð og um- hverfi en úr venjulegum fólksbíl. Þar að auki er bíllinn miklu rýmri að innan en gengur og gerist um fólksbíla; það er hreint ótrúlegt hvað hægt er að flytja í honum og síðast en ekki sízt: Að aka hon- um er alveg eins og að aka venjulegum fólksbíl. í Bandaríkjunum er sagt að þessi gerð af bíl hafí komið eins og himnasending eftir barnsfæðingabylgjuna (baby boom) sem svo hefur verið nefnd. Það komst nefni- lega í tízku á nýjan leik að hjón eignist fleiri en tvö börn. Fjölnotabíllinn þykir betri og skemmtilegri kostur en venjulegur langbakur og síðast en ekki sízt hefur það gerst, að fjölnotabílar hafa fengið ávalar línur og rennilegt sköpulag. Þegar þessi bílaskrifari var vestan hafs um miðjan jan- úar, mátti sjá ótrúlega marga slíka bíla í umferðinni, en það var mat okkar, að Lum- ina frá Chevrolet væri bezt hannaður; hæfilega straumlínulagaður. Aftur á móti er spurning hvort egg-lagið á Toyota Pre- via sé ekki um of. En slíkt er að sjálfsögðu smekksatriði. Við vorum þarna fjórir golfleikarar á samskonar bíl frá Mazda, sem reyndist í alla staði ánægjulegur farkostur og rúmaði vel allan okkar farangur. Betri bílaleigubíl hef ég ekki ferðast í. Allar þessar gerðir fást auk þess í lengri útgáfu; þá verður þar enn meira farangursrými. Ein nýjasta viðbótin í þennan flokk er Chrysler Voyager, sem kynntur var á bíla- sýningunni í París 1990. Það er sterklegur bíll og nokkuð kantaður í útliti, fáanlegur í tveimur lengdum og einnig sem Chrysler Grand Voyager; þá með meiri íburði. Mæla- borðið er dæmigert á ameríska vísu; sjálf- skiptingin við stýrið svo sem eitt sinn tíðkaðist. Þessi Chrysler er ekki framúrstefnuleg- ur. Annað mál er með tilraunabílinn Chrysl- er Voyager III, sem sést hér á mynd. Hann er tvískiptur; tekinn sundur um miðjuna, enda eru undir honum 8 hjól. Framendinn er í rauninni sjálfstæður smábíll og þegar komið er á ákvörðunarstað eða í tjaldstað, er stóri vagninn tekinn aftanúr, ef eitthvað þarf að skjótast. í rauninni er þetta enn eitt afbrigði af húsbílnum, sem er einskon- ar sumarbústaður á hjólum og Bandaríkja- menn framleiða í óteljandi gerðum. GS. Chrysler Voyngcr II — tvískiptur tilraunabíll, sem enn er ekki koniinn á markað. Volkswagen „rugbrauð- ið“ í nýjum búningi A ður en langt um líður gefst lands- mönnum kostur á að sjá nýjustu viðbótina í þann flokk, sem hér að ofan er nefndur „Fjölskyldubíll 10. áratug- arins. Sá sem hér um ræðir er Transporter frá Volkswagen. Flestir helztu bílaframleið- endur heimsins eru komnar með sínar eigin útgáfur af þessum fjölnotabílum, sem eru frábærir til ferðalaga, henta vel stórum fjöl- skyldum, svo og þeim sem þurfa bíl til smærri flutninga. Renault Espace reið á vaðið með það lag, sem nú er allsráðandi: Framendinn fleygmyndaður og framrúðan nánast í sömu línu og véiarlokið. Það er samt Volkswagen, senvtelja verð- ur brautryðjanda á þessum vettvangi. Þá er átt við gamla góða „rúgbrauðið", sem búið er að framleiða lítið breytt í 40 ár - samtals hafa verið framleidd um 7 milljón eintök. Þar var notagildissjónarmiðið alveg í fyrirrúmi; rýmið nýttist eins vel og hug- ast gat vegna kassalagsins. í Volkswagen „rúgbrauðinu" var vélin afturí og drif á afturhjólum. Nú hefur þessi gerð verið endurnýjuð eftir hinni vinsælu nútíma formúlu; vélin að framan, drif á framhjólum, eða aldrif. Þessi gerð heitir annaðhvort Transporter eða Caravelle eftir útfærslu og fáanlegur verður hann einnig sern háþekja (hærra undir loft en venjulega) eða pallbíll. Nú.er allt breytt nema nafnið, segir þeir í Heklu, sem umboð hafa fyrir Volkswag- en, og þá er átt við að vélin er ný og stað- sett að framan, yfirbyggingin ný og sömu- leiðis innréttingin. Sé sætarými nýtt til fulis, geta 8 manns ferðast saman. Gólf- hæðin er sú sama afturúr, rennihurðir eru á hliðum en vængjahurðir að aftan. Með Caravelle-útfærslunni fæst ABS-hemla- kerfi, sjálfskipting og loftkæling. Völ er um bensín- eða dísilvél. Verðið á þessum nýja Transporter frá Volkswagen er frá 1.317 þús. kr. g- Transporter frá Volkswagen, nýr fjöl- notabíll. Á efri myndinni er venjuleg útfærsla, en á þeirri neðri er sendibíls- eða vöruflutningaútfærsla. Chrysler Voyager — fjölnotabíll, sem ætlað er að bjarga Chrysler úrþröngri stöðu. COfp Toyota Previa — straumlínan teygð til hins ýtrasta og vélinni komið fyrir undir miðju gólfi. 16

x

Lesbók Morgunblaðsins

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.