Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1991, Qupperneq 3

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1991, Qupperneq 3
LESBOK [mJ ® Sl (ö) E1] H'E H @ a [U H ® Útgefandi: Hf. Árvakur, Réykjavík. Framkvstj.: Haraldur Sveinsson. Ritstjór- ar: Matthías Johannessen, Styrmir Gunn- arsson. Aðstoðarritstjóri: Björn Bjarna- son. Ritstjórnarfulltr.: Gisli Sigurðsson. Ritstjórn: Aðalstræti 6. Sími 691100. Dulvitundin Svið dulvitundarinnar eru í samanburði við meðvitundina líkust þeim sviðum jarðar, sem liggja utan sjónvíddar hvers og eins. Heimar dulvitundarinnar eru óræðir og hrikalegir heim- ar og öfl þeirra birtast sem tákn, draumtákn og frumgerðir, sem geta valdið afdrifaríkum atburðum, fjöldasefjun og blindu. Um dulvit- undina skrifar Siglaugur Brynleifsson. Dario Á síðunni hér til vinstri er tækifæri til að kynn- ast lítillega suður-amerísku skáldi, sem flestum mun ókunnur hér: Ruben Dario. Hann er frá Nigaraqua, hefur verið víða í Suður-Ameríku og París. Um þetta skáld úr spænska heiminum skrifar Berglind Gunnarsdóttir. Forsíðan Málverkið á forsíðunni er eftir Daða Guðbjörns- son listmálara og birt í tilefni sýningar hans á olíumálverkum og skúlptúrum í listhúsinu Ný- höfn, sem opnuð verður í dag og lýkur 26. þ.m. Daði hélt síðast einkasýningu í FIM-salnum 1988. Myndin heitir „Svartur Venus“, 200x180 sm, ogerfrá 1989. Ljósmynd: Brynjólfur Jónsson. „Hálist“- „láglist“ Um áhrif markaðslistar á nútímalist skrifar Hannes Sigurðsson listfræðingur og er þetta síðari hluti. Hannes gerir að umtalsefni ein- kennilega söguskoðun þeirra, sem stóðu að geysistórri sýningu í New York um áhrif hinna óæðri lista á verk þeirra, sem baða sig í frægð- inni. 'twv: r BJARNI JÓNSSON Úr Aldasöng Allt hafði annan róm Frek er nú tolla tekt, áður í páfadóm, tvöföld þar lögð við sekt, kærleikur manna í milli, hús drottins hrörna og falla, margt fór þá vel með snilli, hrein eru stundum varla, ísland fékk lofið lengi, klauftroðnar kúabeitir Ijótt hér þó margt til gengi. eru kristinna manna reitir. Hér guðhrætt flest var fólk, Er það ei aumt að sjá firrt þó guðs orða mjólk, þá einn kristinn fellur frá, fiskalag, fuglaveiði, hann jarðast eins og hræið fjöllin og sjávar heiði, án söngs sem fuglar dæi, er skráð í annáls letri: asnar guðs akri granda, ísland var Noreg betri. upp úr jörðu bein standa. Kirkjur og heilög hús Þá goðanna villan var hver vildi byggja fús, vissu ei af guði par, gljáði á gullið hreina, heiðnir sér hauga gjörðu, grafnar bríkur og steina, höfðu sín fylgsni í jörðu, klerkar á saltara sungu, grófu þar granna fróma, sveinar og börnin ungu. gerðu þeim meiri sóma. Lénsfénu ólust á AIIs konar eymd og stríð óríkra börnin smá, angrar þinn kristinn lýð, nú eru þau öll á róli, heilagt guðs orð þó hljóðar, einu fæst varla skóli, hér fylgja bækur góðar, ef óðul að erfðum bæri allfáir um þær sinna, öll þau til kennslu færi. oss vill heimurinn ginna. Allt skrif og ornament Heimurinn að þeim hlær, er nú rifið og brennt, sem heilaga vitran fær, bílæti Kristí brotin, dreissugir djöflar hneigja blöð og líkneski rotin, draumana, sem menn segja, klukkur kólflausar standa, mig skal því ekki mæða kenning samt fögr að vanda. margt um sjónirnar ræða. Bjarni Jónsson, kallaður Borgfirðingaskáld, f. um 1560 — d.um 1640, ólst upp á Húsafelli, en bjó að Fellsöxl og í Bæ fyrstu Ijóðlínur fyrsta og fimmta erindis. Borgarfirði. I ræðu og riti er oft vitnað í B B MALHRAÐI Ef bornar eru saman tvær prentaðar sonnettur, önnur íslenzk og hin ensk, vekur það undir eins athygli, hve letur- fletir þeirra eru ólíkir í laginu, enda þótt gerð bókstafa sé sú sama og annað, sem að prentun lýtur, sé eins. Má næstum einu gilda hvaða sonnettur eru valdar á hvoru máli um sig. Sú íslenzka virðist mjóslegnari en sú enska, sem verður öll breiðleitari og fyrirferðarmeiri. Línur þeirrar ensku taka sem sé meira rúm á lengdina, enda þótt atkvæðafjöldi sé hinn sami og í íslenzku línunum. Þetta stafar að sjálfsögðu af því, að Engilsaxar eru örlátir á bókstafi í stafsetningu, langt umfram ís- lendinga og ýmsar aðrar þjóðir. Annað sem vakið getur furðu í slíkum samanburði er það, hve miklu efni enskt skáld getur komið fyrir í einni þess háttar ljóðlínu. Að jafnaði virðast vera fleiri merk- ingarbær orð í ensku línunni en þeirri íslenzku. Sé það rétt, stafar það af því, hve mikið er af stuttum orðum í ensku sökum beygingarleysis, þar sem íslenzk orð þurfa hins vegar að dragnast með ýmislegar beyg- ingarendingar og leggja fyrir bragðið undir sig fleiri atkvæði en þau ensku. Ég býst við að fiestir, sem reynt hafa að snúa ensku ljóði á íslenzku, hafi fundið fyrir þeim vanda að láta sama efni komast af með jafnmörg atkvæði. Ég hygg að þar gegni nokkuð öðru máli um t.d. þýzku gagnvart íslenzku. Hins vegar snýst þetta við þegar Englend- ingar þýða háttbundinn kveðskap. Til dæm- is eiga þeir það til að þýða sex jamba línur úr klassíkinni með fimm jömbum til þess að efni geti fyllt út í formið. Þegar þetta tvennt er haft í huga, orð- lengd og stafsetning enskrar tungu, mætti e.t.v. telja eðlilegt, að enskur og íslenzkur texti sama efnis á lausu máli yrði ámóta margar blaðsíður með sams konar prentun. Aftur á móti mætti búast við því, að íslenzki textinn yrði nokkru fleiri atkvæði en sá enski, jafnvel allmiklu fleiri. Látum dæmi sýna hvað við er átt: The boy takes the book from the floor. Dreng-ur-inn tek-ur bók-in-a af gólf- in-u. Þýðingin er orðrétt. Bókstafafjöldinn er sá sami; en atkvæðin eru þriðjungi fleiri á íslenzku en á ensku. Nú er það ekki fjöldi bókstafa né orða, heldur atkvæðafjöldi, sem ræður mestu um það sem e.t.v. mætti kalla hraða í máli, eða öllu heldur þéttni málsins, þ.e. þann tíma sem það tekur að jafnaði að segja fram hveija setningu. Og þá kæmi til álita hvort og þá hvernig komið yrði einhveiju mati á það atriði, svo sem til samanburðar á text- um. Til þess að ákveða „málhraðann" í til- teknum texta mætti e.t.v. hugsa sér þá aðferð að finna hlutfallið milli heitdarfjölda atkvæða og fjölda aðalsagna. Aðalsögnin er eins konar þungamiðja hverrar setningar sem önnur orð skipast um, eins og hirð kringum drottningu sína, fá eða mörg eftir atvikum, löng eða stutt eftir atkvæðafjölda. Þetta hlutfall ætti þá að segja sína sögu um það sem hér var kallað „málhraði" eða „þéttni málsins“ og varðar svo miklu um áferð textans. Samanburður á þessu hlut- falli yrði að sínu leyti samanburður á mikil- vægum eðlisþætti tungumála ellegar þeim þætti í stíl höfunda sem rita á sömu tungu. Að óreyndu kynni t.d. að mega ætla, að þetta hlutfall reyndist lægra í ensku en íslenzku, og e.t.v. lægra í Njálu en Fjallkirkj- unni. Ef þetta þætti reynandi, hlytu að vísu að koma upp nokkur vafaatriði, svo sem það hvenær lýsingarháttur skyldi talinn sagnorð, og jafnvel hvenær sögn skyldi tal- in hjálparsögn. Af lauslegri athugun á Gunnarshólma og báðum sonnettum Jónasar virðist mér sem í þessum þremur kvæðum séu að meðaltali 11,6 atkvæði með hverri aðalsögn. Sams konar athugun virðist mér sýna, að í fyrstu fimm sonnettum Shakespeares séu að með- altali 8,5 atkvæði með hverri sögn. En það skal ítrekað, að þessar athuganir eru mjög lauslegar, og með öllu skal ósagt látið, hvort tölur þessar eru á nokkurn hátt marktækar, sömuleiðis hvort sú aðferð, seni hér er imprað á, er til nokkurs nothæf. Þar kann að vera á fleira að líta en hér er gert. Mér dettur í hug, að kannski hefði einhver málfræðingurinn okkar gaman af að huga ögn frekar að þessu atriði eitthvert kvöldið, og því læt ég þessar línur fjúka. HELGI HÁLFDANARSON LESBÓK MORGUNBLAÐSINS 9. FEBRÚAR 1991 3

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.