Lesbók Morgunblaðsins

Ulloq
Saqqummersitaq pingaarneq:

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1991, Qupperneq 4

Lesbók Morgunblaðsins - 09.02.1991, Qupperneq 4
LEITIN AÐ DULVITUNDINNI Dáleiðsla, miðilssvefn og geðórar luku upp veruleika dulvitundarinnar píritisminn hófst í Bandaríkjunum um miðja 19. öld og fór sem logi yfir akur þar og síðar um England og víðar. Miðillinn var lykillinn að sálar- rannsóknunum, eins og stefnan var síðar nefnd. í dásvefni miðilsins komu fram nýjar og óvænt Síðari hluti Einfaldar lausnir eiga nú uppá pallborðið: Hetjudýrkun, djöfladýrkun í formi ofbeldis og kvalalosta og náttúrudýrkun eins og hún verður blautlegust, hefur nú mikinn byr meðal þeirra í nútímanum sem hrærast í hópeflistilburðum, gervi-dulhyggju, guru-dýrkun og dópneyslu. ar víddir sálarlífsins. í Bandaríkjunum spratt upp ijöldi félaga, og samband við framliðna var samræmt samkvæmt ákveðn- um hegðunarreglum, sem giltu á miðilsfund- um. Líkamningar hinna framliðnu birtust fundarmönnum og það tókst þegar frá leið að taka ljósmyndir af þeim. Ýmsar furður fylgdu í kjölfarið, borð svifu í lausu lofti og miðlarnir með. Vinsældir spíritismans voru útskýrðar með rýrnandi áhrifum hinna hefðbundnu trúarbragða. Menn töldu sig þurfa sannanir fyrir öðru lífi. Dularsálfræð- in kemur í kjölfar þessara kenninga, rann- sóknir á dulrænum fyrirbrigðum svo sem dulskynjurum, hugsanaflutningi, skyggni- gáfu og ósjálfráðri skrift. Um aldamótin 1900 töldu margir að dag- ar djúpsálarfræðinnar væru allir, en svo var ekki. Nafnabreytingar urðu, rannsóknir á sálarlífi manna voru taldar vísindagrein, sem var talin önnur tegund en hin frum- stæða kenning frumkvöðlanna, Mesmers og lærisveina hans. í rauninni var verið að rannsaka sama fyrirbrigðið og vísindavið- horfið var kenningaviðhorfið frá 18. og upphafi 19. aldar. Þó var alltaf hópur sál- fræðinga sem afneitaði dulvitundinni og taldi sig aðeins fást við meðvitund mannsins og afgreiddi t.d. drauma sem óra, sem enga merkingu hefðu. Hagnýt sálarfræði, atferl- isfræðin og dýrasálfræði afneita djúpunum. Það voru ekki aðeins sálfræðingar sem íhuguðu sálarlífið. Einn afdráttarlausasti heimspekingur og sálkönnuður á 19. öld, Shopenhauer, taldi að maðurinn lyti alls ekki lögmálum skynseminnar, heldur væri haldinn af og stjórnað af hvötum sem hann hefði ekki minnsta vald yfir og sem hann vissi harla lítið um og gerði sér sjaldan grein fyrir. Sálfræðin er stunduð í samfé- lagi og því miðast kenningar hennar og kvikna við ákveðnar aðstæður. Aðrar fræði- greinar hafa hér áhrif, heimspekikenningar, pólitískar kenningar og náttúrufræði. En mannheimur er mótaður af utanaðkomandi aðstæðum og viðbrögðum mannsins við honum. Það eru þessi ævafornu viðbrögð sem maðurinn ákveður eða verður að ákveða og markast af sálargerð mannsins, sem menn vita harla lítið um. Dáleiðslan, miðilssvefn og geðórar luku upp veruleika dulvitundarinnar þegar geð- læknar taka að beita dáleiðslu og fijálsu hugarreiki til þess að komast að ástæðum geðtruflana og dulda. Því er ekki ósjaldan haldið fram, að Sigmund Freud hafi upp- götvað tilvist dulvitundarinnar, en svo er ekki. Dulvitundin hefur verið kunn um ár- þúsundir. Freud gerði ráð fyrir því að dulvit- undin ætti þátt í taugaveiklun, draumum, í ýmiskonar mistökum og gleymsku, og ór- um geðsjúkra manna. Hann taldi, að allt það sem menn vildu ekki vita af verði dulvit- að, og við það skapist duldir eða geðflækj- ur. Með sálgreiningunni taldi hann sig geta læknað geðveilur, með frjálsu hugarreiki, einhverskonar opnun persónulegrar dulvit- undar. Freud beitti þessari aðferð við lækn- ingar og hann varð kunnur, ekki síst fyrir kenningar sínar um frumstæðar hvatir, sem réðu hegðunarmynstri manna, þótt þeir vildu hemja þær og fela. Kenning hans um dulvitundina var því bundin duldum hvötum og þeirri skoðun að öll bæling leiddi til ófarn- aðar. Kenningar Freuds eru sprottnar af hugmyndum hans um vald dulvitaðra, frum- stæðra hvata, sem stjórni lífi manns. Þar var ein vídd, andstæðan vartalin e.t.v. nauð- synleg sýndarmennska, yfirbygging sem væri ekki upprunaleg. Ýmsir höfundar töldu, að þessar kenningar stæðust ekki, að dulvit- undin hýsti fleira en eðli manndýrsins. Áhrif kenninga Freuds hafa mótað mjög lífssýnina á 20. öld, upplausn persónuleg einkalífs, fljótandi meðvitund og afhelgun gildanna, en einnig svipti Freud hulunni af ýmsum hræsnistilburðum. Þótt sálgreiningin sé ákafiega seinleg iækningaaðferð og lítt á færi annarra en sæmilegra fjáðra einstakl- inga að leita sér slíkra lækninga, þá er hún mjög eftirsótt, jafnvel þótt árangurinn vilji láta á sér standa. Oft verður sjúklingurinn svo bundinn sállækninum að losunin frá honum verður tilefni til endurtekinnar með- ferðar. Sjálfsununin virðist vera snar þáttur í sálargerð þeirra, sem leita þessara lækn- inga. Aðdáendur Freuds standa vörð um kenningar hans, svo mjög, að gagnrýni á kenningar hans er alls ekki þoluð. Gagnrýni á kenningar Freuds er fyrst og fremst varð- andi lækningaaðferðir hans og útfærslu hans á „libido“ eða hvata- og kynhugtakinu í skrifum hans um önnur efni en þau sem varða lækningar. Félagsleg áhrif þessara kenninga eru fyrst og fremst fólgin í því að maðurinn er rúinn persónulegri ábyrgð á gjörðum sínum Eftir SIGLAUG BRYNLEIFSSON

x

Lesbók Morgunblaðsins

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Lesbók Morgunblaðsins
https://timarit.is/publication/288

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.